Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 37 Nú heyrir sú saga til horfinni tíð, en fær sinn lit og líf í minn- ingu þeirra, sem eftir lifa og þekktu þá sögu bezt. Ein af hetjum hversdagslífsins er horfin, en hennar spor mást ekki, þar sem vegferðin var. Hér skal aðeins stiklað á helztu æviatriðum þessarar ágætu sóma- konu: Sigfríð var fædd 22. júní 1911 að Melstað í Borgarfirði eystra. For- eldrar hennar voru Agústa Högnadóttir og Bjarni Sveinsson bóndi þar, bæði borgfirzkrar ætt- ar. Þau systkini voru 3 og einn fóst- urbróður áttu þau, en nú er Sveinn bóndi í Hvannstóði Borgarfirði einn á lífi af þeim. Æskuár Sig- fríðar voru kreppunni miklu mörkuð og þó námshæfileikar væru ágætir þá fór um hana sem marga af þeirri kynslóð, að kröpp kjör komu í veg fyrir að þeir hæfi- leikar nýttust til skólagöngu og menntunar. Sigfríð var þó við nám í Iðnskólanum á Akureyri vetur- inn 1928—’29. Straumhvörf í lífi hennar urðu 11. maí 1940, er hún gekk í hjóna- band með eftirlifandi eiginmanni sínum, Garðari Jónssyni frá Grímsstöðum á Reyðarfirði, út- gerðar- og athafnamanni, sem hvort tveggja er maður mikillar atorku og atgervis. Þau hjón eignuðust þrjá syni. Hallgrím, útgerðarmann í Vest- mannaeyjum, sem lézt í desember 1981, aðeins 41 árs að aldri. Eftir- lifandi kona hans er Addý Jóna Guðjónsdóttir og áttu þau 4 börn. Því þungbæra áfalli, sonarmissin- um, tók Sigfríð sem og þau hjón bæði af stöku æðruleysi, þó engum dyldist hinn höfgi innri harmur þeirra. Bjarni rafvirkjameistari, Reyðarfirði, en kona hans er Anna Kristín Vilhjálmsdóttir og eiga þau 6 börn. Yngstur er svo Jón stýrimaður á Akureyri, en kona hans er Ólafía Barðadóttir og eiga þau 3 börn. Synir þeirra erfðu góða eðliskosti foreldra sinna og atgervi til líkama og sálar. Þau hjón, Sigfríð og Garðar, bjuggu allan sinn búskap á Reyðarfirði, fyrst á Grímsstöðum en síðan á Heiði. Var heimili þeirra rómað fyrir hvort tveggja, myndarbrag hinn mesta og góða gestrisni sam- fara höfðingsbrag húsráðenda. Með Sigfríð Bjarnadóttur er horfin ein af svipmeiri konum, er ég hefi kynnzt. Ég vil að leiðar- lokum þakka sérstaklega hin heilladrjúgu hollráð, er hún veitti mér, þá ómótuðum, í öllu skóla- starfi. Hvatning hennar þá reynd- ist mér ómetanleg uppörvun og varð mér hið bezta veganesti. Slík- um persónum, sem sameina skarp- leika, velvilja og höfðingslund er hollt að kynnast og fyrir það ber að þakka. Einlæg og sönn er hinzta kveðja móður minnar, sem mat vináttu hennar og tryggð svo mikils. Eftirlifandi eiginmanni, sonum og öðrum vandamönnum sendum við hjónin innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé hin silfurtæra minn- ing Sigfríðar Bjarnadóttur. Helgi Seljan Valdimarssyni, starfsmanni hjá Hraðfrystistöðinni. Annar er Há- kon Svanur, starfsmaður hjá Flugleiðum, kvæntur Svanhildi Guðbjörgu Sigurðardóttur. Yngst er Ásbjörg, gift Birni Einarssyni, arkitekt. Kynni við Magnús Ólafsson, konu hans og börn verða minnis- söm. Geðgróin þörf Magnúsar fyrir heimili og festu settu mark sitt á fjölskyldulífið allt. Foreldr- ar og börn voru samhent í hverju efni, en vinnusemi og glaðværð einkenndu heimilið. Tengdabörn og barnabörn nutu hins sama, þegar þau komu til sögu. Ævin- lega var eins og grunntónn mynd- arinnar frá Fossá skini í gegnum litróf þessa litla samfélags. Það skin varpaði einnig bjarma sínum yfir tengdaforeldra mína, Þórhall og Halldóru, og okkur öll, sem við þessa sögu komum. Síðustu árin, þegar Þórhallur var látinn, en Ní- elsína langdvölum á sjúkrahúsi, var fagurt að líta systkinin Magn- ús og Halldóru, feta erfiðan hjalla hlið við hlið. Engu af því, sem nú hefur verið nefnt, verður þó jafnað til sam- búðar þeirra hjóna, Magnúsar og Níelsínu. Stundum verður á vegi okkar fólk, sem með því einu að vera til getur orðið öðrum mönnum lýsandi fordæmi um ein- falt og heilbrigt líf. Þannig var þeim hjónum farið alla þá stund, sem ég naut kynna við þau. Aldrei voru þau þó stærri en eftir að heilsan hafði brugðizt báðum og þau saman létu huggast andspæn- is örðugustu rauninni. Magnús Ólafsson er látinn. Klukkur Laugarneskirkju kveðja drenginn góða í dag. í næsta ná- grenni við þetta fágæta guðshús hafði hann fundið sér heimahaga að nýju. Fyrir sjálfs mín hönd, konu minnar og barna, þakka ég árin mörgu og hlýju og bið Magn- úsi eilífs heimkynnis í ævarandi ljósi Guðs. Drottinn blessi og styrki Níelsínu og öll þau ætt- menni, er harma genginn ástvin. Heimir Steinsson t Aluöarþakkir færum við öllum þeim, er auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur okkar og tengdafööur, JÓNASARTHORODDSEN, fyrrv. borgarfógeta. Björg M. Thoroddsen, Magnús Thoroddsen, Sólveig Kr. Thoroddsen, María Thoroddsen, Örn Ingólfsson, Soffía Thoroddsen, Siguröur Kristinsson. t Dóttir okkar, ÞÓRUNN LILJA, Stapasíöu 20, Akureyri, verður jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 10.30 f.h. Blóm og kransar afþakkaöir, en minningabók liggur frammi í Véla- °g raftækjasölunni á Akureyri til styrkar sumarbúöum KFUM oa K aö Hólavatni. a Valgeröur Jónsdóttir, Kristján Jóhannesson. Lokað / Skrifstofur og verksmiöja okkar veröa lokaöar eftir hádegi í dag vegna útfarar SVEINS HALLGRÍMSSONAR, verkstjóra. Kassagerð Reykjavíkur, Hf. Námskeið í kvöld / meöferö og matreiöslu í örbylgjuofnum verður í kvöld frá kl. 20—22 í versluninni. Stjórnandi námskeiðsins er Ólöf Guönadóttir hússtjórnarkennari. Þátttaka tilkynnist í síma 17244. HLJOMBÆR HLJOM’HEIMILIS’SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999 17244 HÚSGÖGN ÞU ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ HÚSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFOA 20 - 110 REYKJAVÍK » 91-81199 og 81410 l-AMISMOMSTl okkar pakkar og sendir hvert á land sem er. I sima 91-81410 færdu upplysing? um verd, gæði og ó. orgunarkjör. T>eir stoppa stutt Tosca Hornsófinn er úrvalsvara fæst núna í nokkrum leðurlitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.