Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 21 „Þrautgóðir á rauna- stund“ 14. bindið komið BÓKAÚTGÁFAN örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina „Þrautgódir á raunastund — Björgunar- og sjóslysa- sögu íslands" eftir Steinar J. Lúð- víksson. Er þetta 14. bindió i þessum mikla bókaflokki og fjallar bókin um atburði áranna 1959—1961 að báðum árum meðtöldum, en 1 fyrri bókum bókaflokksins befur rerið fjallað um atburði frá aldamótum 1900 fram til 1958. í bókinni er getið margra sögu- legra atburða er urðu á árunum sem bókin fjallar um. Enn lengsti og veigamesti kafli bókarinnar fjallar um svonefnt „Nýfundnalandsveður“ snemma á árinu 1959, en þá lentu margir íslenskir togarar sem voru að veiðum á Nýfundnalandsmiðum í miklum hrakningum í ofsaveðri og mikilli ísingu og einn togari, bv. Júll frá Hafnarfirði, fórst með allri áhöfn í óveðrinu. Eru kápumyndir bókarinnar teknar um borð í einum togaranna sem var á Nýfundna- landsmiðum, b.v. Gerpi frá Nes- kaupstað, og munu nær einu mynd- irnar sem teknar voru í óveðrinu. Sýna þær skipverja á bv. Gerpi berja ís af skipinu. Þá er einnig i bókinni sagt frá leitinni að bv. Úranusi og fleiri at- burðum. „Þrautgóðir á raunastund" er sett, umbrotin, filmuunnin og prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Sem fyrr segir eru myndir á kápu teknar af einum skipverjanna á b.v. Gerpi, Magnúsi Hermannssyni, en Sigur- þór Jakobsson hannaði kápuna. Jr Oskasteinn Armanns Kr. gefinn út á ný BÓKAFORLAGIÐ Vaka hefur gepð út bókina Óskasteinninn eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Bókin er aukin og endurskoðuð útgáfa Ármanns af bókinni óskasteinninn hans óla. Hún kom út fyrir tveimur áratugum, seldist þá upp og hefur verið ófáanleg síð- an. I frétt frá útgáfunni segir m.a.: „Ármann Kr. Einarsson rithöf- undur hefur með penna sínum leitt tugþúsundir íslenzkra barna og unglinga inn í ævintýraheim, sem þau hafa notið til hins ýtrasta. Hann hefur fyrir löngu hlotið við- urkenningu sem einn fremsti barna- og unglingabókahöfundur okkar, og bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála." • Óskasteinninn er um 100 síður að stærð, teikningar í bókinni eru eft- ir Halldór Pétursson, en hún er sett og búin til prentunar hjá Korpus hf., en prentun og bókband annaðist Oddi hf. Tónleikar kammermúsík- klúbbsins TÓNLEIKAR kammermús- íkklúbbsins sem fresta varð vegna veðurs þriðjudaginn 16. nóvember verða haldnir í kvöld klukkan 20.30 að Kjarvalsstöð- um. Þar leika Árni Kristjáns- son, Laufey Sigurðardóttir og Gunnar Kvaran tríó eftir Tchaikovsky og Brahms. ^?ídag fimmtudag kl. 17-21 Sýnikennsla ígerö aóventukransa Fyrsti sunnudagur í aðventu er n.k. sunnudag. Búið sjálf til aðventuskreytingarnar. Skreytingameistarar Blómavals munu í dag kl. 17-21 kynna og sýna gerð mismunandi aðventuskreytinga. Komið og lærið handbragðið. Eigum allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Skreytingaverkstæðið verður opið alla næstu helgi. Gróðurhúsinu viö Sigtún: Simar36770-86340 Prófkjör sjálfstœðismanna 28.-29. nóvember nk. „ ■■ lét af - formaðui . innfc so...- m^ra sjáif-i bands ung ] ii-ÍmSíV \ fórust nu' wlSis ;ráfarandi formaður. JOn I Magnusson logf rieóingur. let nu [ I af storf um ef tir langvinnt starf i | I roðum ungra sjalf sfjpðismanna 1 Jon hefur þott f r jalslyndur | j maður. an þess þo að verd frjals I hvoQjumaður. og tiefur hann I 1 goldið bess frekar en notið i for | mennsku sinni. Auðvifað ma | lendalaust deila um einstaka | personur. en Jon Magnusson a að ] | sjalf sfæðisstef nu, sem gert hef ur I Sialfstjeðisf lokkinn að fiolda~ hreyf inqu. Flokk.jrinn hef ur ekki KJ0SUM BARATTUMANN A ÞING Stuðningsmenn. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.