Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 264. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Haughey spáð tapi á íriandi Oydinni, 24. nóvember. AP. GARRET Fitzgerald, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Fine Gael, var talinn sigurstranglegri en Charles Haughey forsætisráðherra, leiðtogi Fianna Fail, þegar írar gengu að kjörborðinu í dag. Ef Fitzgerald sigrar mun hann mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. En margir óttast að hvorugur flokkurinn fái hreinan meirihluta og smáflokkar vinstrisinna komist í oddaaðstöðu í þriðja skipti síðan Begin fær viðvörun Jenísalem, 24. nóvember. AP. Rannsóknarnefndin, sem skipuð var til að kanna aðdraganda fjölda- morðanna í Beirút, varaði í dag Beg- in og átta aðra háttsetta menn við og sagði þá mega búast við ásökunum um skeytingarleysi með því að leyfa kristnum hægrimönnum að fara inn í flóttamannabúðir Palestínumanna. Nefndin sagði, að níumenning- arnir hefðu hálfan mánuð til að fara yfir málskjölin, koma aftur fyrir nefndina, endurspyrja vitni og leita sér lögfræðilegrar aðstoð- ar. Sagt var, að Begin, Sharon varnarmálaráðherra og Shamir utanríkisráðherra kynnu að verða fundnir sekir um framferði, sem jafngilti því „að bregðast skyldu sinni". Shamir kom fyrir nefndina í dag og var þá spurður um þær við- varanir, sem honum bárust um framferði falangista í Beirút. „Ég gerði mér enga rellu út af því,“ svaraði hann og sagðist ekki hafa skeytt því frekar. Tillaga Verkamannaflokksins um vantraust á stjórn Begins var felld í dag með 59 atkvæðum gegn 50. Tillagan var borin fram vegna ásakana ríkisstjórnarinnar um að Verkamannaflokkurinn reyndi að fella stjórnina með því að fá Bandaríkjamenn til að skera niður aðstoðina við Israel. júní 1981, en það hefði í för með sér áframhaldandi sjálfheldu og óvissu á sama tíma og írar glíma við mesta efnahagsvanda sinn frá stofnun lýðveldisins. Kjörsókn var dræm framan af, en þó er spáð 75% kjörsókn. End- anleg úrslit verða ekki kunn fyrr en seint á föstudag. Á síðasta þingi hafði Fianna Fail 81 þing- sæti, Fine Gael 64, Verkamanna- flokkurinn 14 og óháðir vinstri- sinnar sex. Þingforsetinn er óháð- ur. Kosningabaráttan var hörð og óvægin og einkenndist af gagn- kvæmum ásökunum um rógsher- ferðir. Fitzgerald neitaði að heilsa Haughey með handabandi fyrir sjónvarpsupptöku á mánudaginn. Haughey sakaði Fitzgerald um að vinna á laun með Bretum að lausn deilumálanna á Norður- írlandi, en flestir kjósenda virtust hafa mestan áhuga á efnahags- málum. Gunnar Ásgeirsson skipatjóri i Þinganesl kemur með fullfermi af síld til Hafnar í Hornafirði fyrir nokkru. Á laugardag lýkur reknetavertíð slldarbáta. I gær var búið að veiða 13.800 tonn í reknet, en kvóti I reknet er 14.000 tonn. Þá var I gær aðeins eftir að veiða um 2 þúsund tonn upp í kvóta hringnótabáta. Ljósm. Snorri Snorrason Charles Haughey Herlögunum aflétt í Póllandi bráðlega? Vftrk'iá OA nÁvnmher A1® Varsjá, 24. nóvember. AP. GREINILEG, ný vísbending um að yfirvöld í Póllandi hyggist aflétta herlög- um fyrir 13.desember kom fram í dag þegar hin opinberu PRON-samtök skoruðu á þingið að aflétta neyðarástandinu hið allra fyrsta. Fréttir hafa ekki áður borizt um slíka áskorun síðan herlög voru sett. PRON eru samtök mennta- I og þeim var komið á fót til að afla manna, rithöfunda, leikara, yfirvöldum stuðnings eftir setn- íþróttamanna, embættismanna, ingu herlaganna. Samkvæmt góðum heimildum fær Noel að fara úr landi þegar hann hefur greitt sektina. Hann er fyrsti útlendingurinn sem hefur verið leiddur fyrir rétt fyrir að hjálpa Samstöðu. verkamanna, hermanna og bænda Nýr leiðtogi Japana heitir styrkri stiórn Tokyo, 24. nóvember. AP. YASUHIRO NAKASONE, íhaldsmaður þekktur fyrir baráttu fyrir efl- ingu landvarna, verður opinberlega valinn forseti Frjálslynda flokksins í Japan á morgun og þingið mun kjósa hann forsætisráðherra á föstudag- inn í stað Zenko Suzuki. Nakasone, sem er 64 ára gam- all, hefur stefnt að því að verða forsætisráðherra í tíu ár. Búizt er við því að hann muni auka áhrif Japana í heiminum, en ekki hvika frá þeirri megin- stefnu að viðhalda nánum tengslum við Bandaríkin og vinsamlegum samskiptum við vestræn ríki yfirleitt. Þótt Bandaríkjamenn fagni stuðningi Nakasone við eflingu landvarna kann afstaða hans að valda áhyggjum í grannríkjum Japans í Ásíu, sem hafa varað við endurvakningu japanskrar hernaðarstefnu. Nakasone hefur hvatt til endurskoðunar á ákvæðum stjórnarskrár Japans gegn stríði og verulegrar aukningar her- útgjalda, en mildaði orðalag sitt í baráttunni um stöðu eftir- manns Suzuki og kvaðst ekki hvetja til endurvígbúnaðar. Eina markmið sitt væri að Japanir gætu varið lofthelgi sína og sigl- ingaleiðir og það markmið styðja Bandaríkjamenn. Tæp ein milljón félaga-Frjáls- lynda flokksins tók þátt í kosn- ingunni um eftirmann Suzuki og Nakasone sigraði með yfirburð- um. Hann hlaut 559,673 atkvæði, eða 58%. Toshio Komoto, for- stöðumaður fjárhagsráðs, hlaut 265,078 atkvæði, Shintaro Abe viðskipta- og iðnaðarráðherra 80,443 atkvæði og Ichiro Nakag- awa, forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar, 66,041 at- kvæði. Keppinautar Nakasone hvöttu til umbóta í flokknum til að draga úr áhrifum Kakuei Tanaka fv. forsætisráðherra, sem á yfir höfði sér ákærur fyrir mútur í Lockheed-réttarhöldun- um. Stærsti armur flokksins er skipaður stuðningsmönnum Tanaka og þar hefur Nakasone fengið mest fylgi. I hópi stuðningsmanna Naka- sone eru aðeins 40 þingmenn af 421. Nakasone hefur oft verið kallaður „vindhani", þar sem hann hefur ekki þótt við eina fjölina felldur í innanflokksdeil- um. Háttsettur embættismaður sagði völdum hópi fréttamanna í dag að „öll sólarmerki" bentu til þess að herlög yrðu afnumin fyrir 13. desember, en hann taldi að nokkrar reglur yrðu sennilega áfram í gildi. Samstöðu-leiðtoginn Wladyslaw Frasyniuk var í dag dæmdur í sex ára fangelsi og til fjögurra ára sviptingar mannréttinda fyrir að halda áfram verklýðsstarfsemi eftir setningu herlaga. Dómarinn sagði að dómurinn væri vægur og tillit hefði verið tekið til þess að Frasyniuk væri ungur, óreyndur og byggi við erf- iðar heimilisaðstæður. Þetta voru fyrstu meiriháttar réttarhöldin gegn leiðtoga Sam- stöðu. Yfirvöld hafa ekki viljað gera réttarhöldin að pólitísku stórmáli og þau gefa til kynna að yfirvöld vilji gera lítið úr mikil- vægi Samstöðu. Herdómstóll dæmdi í dag ungan belgískan stjórnleysingja, Roger Noel, til að greiða 11.250 dollara sekt fyrir að útvega útvarpsstöð Samstöðu ólöglegan senditækja- búnað. Noel játaði að hann ætti senditækið í júlí, en neitaði því að hann hefði hjálpað leyniútvarps- stöð Samstöðu og dreift flugmið- um. Rússar kusu ekki forseta Moskvu, 24.nóvember. AP. TVEGGJA daga fundi Ertsta ráðs- ins lauk í dag án þess að Yuri Andropov væri kosinn forseti í stað Leonid Brezhnevs eins og bú- izt hafði verið við. , Engin opinber skýring var gefin á þessu, en austur-evrópsk- ur heimildarmaður sagði að Andropov virtist ekki vilja að nýr þjóðhöfðingi yrði tilnefndur svo fljótt eftir fráfall Brezhnevs. Bent er á að Æðsta ráðið kemur aftur saman í desemberlok. Fyrrverandi ritari forsætis- nefndarinnar, Mikhail Georg- adhze, lézt skömmu eftir að fundur var settur í dag og Tengiz Menteshashuili, áður flokksleið- togi í Tiblisi í Grúsíu, var skipað- ur í hans stað. Yfirmaður KGB, Vitaly Fedor- chuk, mælti fyrir lögum sem voru samþykkt um landamæri Sovétríkjanna og kvað nauðsyn- legt að auka árvekni á landa- mærunum. Hann sagði að vest- rænar leyniþjónustur reyndu að smygla hergögnum, sprengiefni, útvarpsútbúnaði og prentuðum gögnum til Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.