Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
35
Athugasemd frá
Vilmundi Gylfasyni
BLAÐINU hefur borist eftirfarandi
athugasemd frá Vilmundi Gylfasyni:
Alþingi, 22. nóvember 1982.
Herra ritstjóri.
í Staksteinum Morgunblaðsins í
dag, sem mér hafa virst vera ein-
hvers konar æfingardálkar fyrir
Heimdellinga, sem Morgunblaðið
er að reyna að gera að mönnum, er
vikið að væntanlegu Bandalagi
jafnaðarmanna, og ber dálkahöf-
undur fyrir sig heldur lítilfjörlega
blaðagrein, sem Magnús Bjarn-
freðsson ritaði nýlega í DV, til
þess þó að koma eigin fordómum á
framfæri.
Það er aðeins ein athugasemd
Heimdellings í staksteinagervi,
sem ég vildi vinsamlegast fá að
gera athugasemd við. Það eru þau
ummæli, að væntanlegt Bandalag
jafnaðarmanna fái „nær allt það
lausafylgi, sem annars hefði farið
á Alþýðuflokkinn".
I þessum fáu orðum er lýst
slíkri fyrirlitningu á skoðunum
fólks og rétti þess, að varla tekur
tárum. Valdakerfið í landinu —
með Morgunblaðið og ríkisfjöl-
miðla í broddi fylkingar — hefur
búið sér til orðaforða, sem lýsir þó
auðvitað innræti þeirra sjálfra.
Hvað er „lausafylgi"? Er það það
fólk, sem notar sér þau mannrétt-
indi sín að greiða atkvæði eftir því
sem því þykir skynsamlegt hverju
sinni? — Af hverju skyldi flokks-
blað, eins og Morgunblaðið auðvit-
að er, varnartæki fyrir valdakerfi,
nota svo niðrandi orð um það fólk,
sem nýtir sér þau réttindi, sem því
eru tryggð í stjórnarskrá. Morg-
unblaðið gæti að þessu sinni skýlt
sér á bak við Magnús Bjarnfreðs-
son. En Morgunblaðið sjálft hefur
iðulega notað þetta dónalega orð
— og mörg fleiri slík.
Fylgi í kosningum er ekki fast-
eign — hvorki Sjálfstæðisflokks-
ins eða nokkurra annarra sam-
taka. Fólk er í sínum fulla rétti til
þess að nýta sér réttindi sín —
þrátt fyrir þennan gífuryrðaflaum
sem valdakerfið í landinu stefnir
geen því.
Sjálfstæðisflokkurinn „á“ ekki
þau rúmlega 30% atkvæða, sem
hann hefur fengið í síðustu kosn-
ingum. Það fylgi hefur hann þá
fengið, kannski fær hann meira
næst, kannski minna. Hann mun
væntanlega njóta verka sinna og
hugmynda!
Morgunblaðið ætti að temja sér
kursteislegra orðfæri um þau
grundvallarréttindi fólks, að
fylgja sannfæringu sinni og sam-
visku. Valdakerfið, flokkavaldið,
talar auðvitað um „lausafylgi",
„sérframboð", „aukaframboð", býr
til niðrandi orð yfir alla þá, sem
þeim þykir ógna friði þeirra og
hagsmunum.
Þetta er eitthvert versta ein-
kennið á valdbeitingu hinna fá-
mennu forréttindahópa í íslensku
samfélagi; svona beita þeir vald-
inu, með stöðugu nagi og níði; með
því að reyna að hrekja fólk frá
réttindum sínum.
Virðingarfyllst,
Vilmundur Gylfason,
alþingismaður.
ÍSLENSKIR
SAGNAÞÆTTIR
Æ'
Islenskir
sagnaþættir
Safnað af Gunnari
Þorleifssyni
KOMIÐ er út fyrsta bindi af íslensk-
um sagnaþáttum, sem Gunnar Þor-
leifsson hefur safnaö.
„Efnið er tínt saman úr ýmsum
áttum, úr gömlum blöðum og bók-
um,“ segir í frétt frá Bókaútgáfunni
Hildi, sem gefur bókina út. „Hug-
myndin er að halda þessari útgáfu
áfram og birta smám saman þætti
alls staðar að af landinu, gamla og
nýja, og mun kappkostað að hafa
efnið sem fjölbreytilegast."
Bókin skiptist í sex meginkafla,
sem bera heitin: Sagnaþættir, Nátt-
úruhamfarir, Einkennilegir menn,
Sagnir af Tyrkjaráninu, Sagnir af
útilegumönnum og Þjóðsagnaþætt-
ir.
GOODpYEAR
VEYRARDEKK
Bókin er 208 bls. að stærð.
sér í hljóðlátari, sparneytnari, öruggari og endingarbetri vól.
Bylting í öryggi og endingu
BARCO, báta- og vélaverslun hefir tekið við
íslandsumboði fyrir THORNYCROFT bátavél-
ar. Vélarnar eru byggöar á Leyland og Ford
vélum, en nýja 2720 línan frá Ford hefir vakiö
feikna athygli og er nú ein eftirsóttasta diesei-
vél á markaönum. Við bjóöum vélar frá
30—182 hestöfl. Afgreiðslufrestur er stuttur
svo og varahlutaafgreiðsla. Meðal nýjunga i
Thornycroft-vélunum má sérstaklega benda á
sjálfvirka lofttæmingu olíuverks, upphersla er ekki lengur nauösynleg. Olíueyðsla hefir minnkað
um 7—8% og síðast en ekki síst hefir hávaði og titringur minnkað um allt að 30%.
53322
52277
óorco _
BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, GARÐABÆ, |8é
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆDISFLOKKS
Við styðjum
GIIÐMOR) H.
GARÐARSSOK
vegna þess
að liann hefur barisí og ber&t fyrir öflngnm
lífeyri§sjódiun og réttindiim aldradra og
sjúkra.
STUÐNINGSMENN
SKRIFST0FAN • STIGAHLÍÐ 87 • SÍMAR 30217 & 25966
Ny sending
Donsk og ítölsk herraföt. Staki
jakkar og buxur í miklu úrvali.
Hagstsett verö. Yfirstaeröir.
GEíslP
H
F