Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 3 Tónverk Jóns Nordal vekur mikla athygli í Washington: „Stórkostlegt að lifa þennan atburð“ — segir Jón um frumflutning Symphony Orchestra á verk- inu undir stjórn Rostropovich í Kennedy Center „ÞAÐ VAR alveg stórkostlegt að lifa þennan atburð. Vcrkiö var sér- staklega vel spilað, flutningurinn hreint stórkostlegur," sagði Jón Nordal tónskáld í samtali við Mbl. í gær, en hljómsveitarverk hans „Choralis for orchestra" í flutningi National Symphony Orchestra undir stjórn Rostropovich í Kennedy Center i Washington í fyrrakvöld hefur vakið mikla at- hygli og fengið mjög góða dóma í Washington. Húsfyllir var við flutninginn, en auk tónverks Jóns voru á dagskrá verk eftir Grieg, Arne Nordheim og Carl Nielsen. Öll helstu dagblöðin í Washington sögðu frá tónleikunum í gær og fékk verk Jóns og flutningur þess mjög góða dóma. Rostropovich Jón sagðist aðspurður er Mbl. ræddi við hann símleiðis í Wash- ington í gær hafa samið þetta verk að beiðni Rostropovich sér- staklega til flutnings á þessum hljómleikum sem væru tilkomn- ir vegna norrænu menningar- kynningarinnar Scandinavia To- day. Hann sagði Rostropovich hafa haft samband við sig i fyrra, og að hann hefði síðan samið verkið í sumar og haust, en það var frumflutt á tónleik- unum í fyrrakvöld. Þá verður verkið flutt á þremur öðrum tón- leikum í Washington, einnig verður það flutt 1. desember nk. í Carnegie Hall í New York. Þá sagði Jón að í undirbúningi væri sérstök útvarpsdagskrá þar sem Jón Nordal verkið væri á dagskrá. Aðspurður sagði Jón tónverkið sambland af íslenzkri þjóðlaga- tónlist og nútímatónlist. Rostro- povich er heimskunnur tónlist- armaður og stjórnandi. Jón sagði að við lægi að hann væri dýrkaður af tónlistaráhuga- mönnum i Washington. „Menn vilja allt fyrir hann gera og eru mjög stoltir af að hafa hann hér. Hann hefur verið að byggja þessa hljómsveit, „National Symphony", upp undanfarin ár og er hún að verða ein af beztu hljómsveitum Bandaríkjanna," sagði hann. Jón var spurður hvernig hon- um hefði liðið að hlusta á frum- flutning verks síns. Hann svar- aði: „Þetta var alveg stórkostleg- ur flutningur og lífsreynsla að hlusta á. Rostropovich var mjög ánægður með þetta og sagði flutninginn hafa tekist sérstak- lega vel. Þá er alveg sérstök stemmning i kringum þetta og móttökurnar af hálfu National Symphony eru slíkar að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Eftir tónleikana í gærkvöldi var boð þar sem saman komu allir þekk- ustu og virtustu tónlistarmenn hér um slóðir og var mjög skemmtilegt að hitta það fólk.“ Norrænu tónlistarmennirnir Arne Nordheim og Carl Nielsen voru einnig viðstaddir flutning- inn, en verk Nordheim var einn- ig frumflutt í Kennedy Center eins og tónverk Jóns. Níræður og enn við vinnu Hannes Jónsson iðnverkamaður í Trésmiðjunni Víði varð 90 ára í gær. Hann vinnur enn í Trésmiðjunni Viði, þótt kominn sé á tíræðisaldur og í gærmorg- un færði Guðmundur Guðmundsson forstjóri honum gjöf í tilefni dagsins. Ennfremur komu fleiri i kaffi í Víði í gær, eins og t.d. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, stéttarfélags Hannesar. Á myndinni er Guðmundur Guð- mundsson að afhenda Hannesi afmælisgjöfina. Ljósm.: Kmiiía. Galdrakarlar leika fyrir dansi betri en nokkru sinni og Gísli Sveinn stjórnar^ diskótekinu JBk FERÐAKYNNING KANARÍEYJAR SALTZBURY STEIK LAUKSÚPA Allt fyrir aöeins kr. 95.- JOLAGLOGG (níutíu og fimm) Missið ekki af hlægilega ódýrri skemmtun Pantið borð strax í dag í síma 77500 Kenýa-farþegar Útsýnar eru boðnir velkomnir til landsins í dag og á Broadway sunnudag Magnús og Þorgeir skemmta af sinni atkunnu snilld dönsku dömurnar dansa og skemmta gestum á allsérstæöan hátt TfíUd Feröaskrifstofan Útsýn og Flugleiðir efna til kynningar á hinum vinsælu Kanaríeyjaferö- um á BICiOAID WAY næstkomandi sunnudagskvöld 28. nóvember kl. 19.00. BINGÓ spilaðar verða 3 umferðir og vinningar eru sólarlandaferðir mei og FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.