Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 ASKUR LAUGAVEGI 28 Réttur kvöldsins Forréttur Kjötseyöi Valencia eöa Fiskitoppur meö andalúsíusósu og Paella Spænskur hrísgrjónaréttur m/kjúklingum og skelfisk framreiddur meö hvítlaukssnittubrauöi ÞOKULUKTIR VINNULJÓS OG KASTARAR ísetning ástaönum. BOSCH ÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR ORMSSON LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 % Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötalstíma þessa. Hagnar Svainn Laugardaginn 27. nóvember veröa til viötals kl. 10—12 Ragnar Júlíusson og Sveinn Björnsson. ■VF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu um afvopn- unarmál og takmörkun vígbúnaðar á mánudagskvöldið. Ræð- unni var sjónvarpað um öll Bandaríkin og með aðstoð mynda lagði forsetinn sig fram um að skýra hernaðarstöðuna milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Um leið og hann skýrði frá tillögu sinni um nýju MX-eldflaugarnar og að þeim skuli komið fyrir á skotpöllum í þyrpingu, ítrekaði hann fyrri tillögur sínar í afvopnunarmálum og lagði fram nýjar hugmyndir. Þennan sama mánudag flutti hinn nýi leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, Yuri Andropov, stefnuræðu á fundi miðstjórnar flokksins. Þar fjallaði hann einnig um stöðuna í vígbúnaðar- málum. Hér verður leitast við að gera nokkra grein fyrir því, sem þeir Ronald Reagan og Yuri Andropov höfðu að segja. skoðunar, að Ronald Reagan og aðrir leiðtogar Vesturlanda fari með rangt mál, þegar þeir tala um forskot Sovétríkjanna í vígbúnaði, það sé í raun ekki fyrir hendi heldur ríki nú „jafn- ræði eða jafnrétti". Yuri Andro- pov sagði á miðstjórnarfundin- um á mánudaginn í þýðingu áróðursskrifstofu sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík: „Við lítum svo á, að inntakið í viðræðum við Bandaríkin og önnur vestræn ríki, liggi ekki fyrst og fremst í því að ræða skoðanaágreining, heldur í því á hvern hátt við getum orðið sam- mála um að stemma stigu við vígbúnaðinum. Fyrir okkur eru slikar viðræður sameiginlegt átak ólíkra ríkja til að reyna að ná sem mestum, hugsanlegum árangri fyrir alla aðila. Vanda- málin hverfa ekki af sjálfu sér, ef viðræðurnar fara aðeins fram' viðræðnanna vegna, eins og allt- of oft á sér stað. Við viljum leita að heilbrigðum grundvelli, sem er aðgengilegur fyrir báða aðila, þar sem leysa má hin marg- slungnu vandamál, einkum, auð- vitað, hvernig stöðva má víg- búnaðarkapphlaupið, þar með talið kapphlaup með bæði kjarnorkuvopn og hefðbundin vopn. En látum engan vonast eftir einhliða afvopnun frá okkar hendi. Við erum ekki barnaleg þjóð. Við sækjumst heldur ekki eftir einhliða af- Reagan og Andropov um frið og afvopnun Bandaríkjaforseti sýndi með myndum, línuritum og súl- um, að á næstum öllum sviðum vígbúnaðar standa Sovétmenn framar en Bandaríkjamenn. Gerði hann síðan grein fyrir því, hvers vegna hann teldi nauð- synlegt að koma MX-eldflaug- unum fyrir. Hann sagði, að vafalaust ættu ýmsir erfitt með að átta sig á því, hvers vegna það væri friðarviðleitni að endurnýja eldflaugar. Hann út- skýrði það með því að vísa til kenningarinnar um það, sem á íslensku hefur verið nefnt fæl- ing en á ensku er „deterrence", að varnarviðbúnaður sé ávallt svo öflugur, að hugsanlegum árásaraðila sé ljóst, að árás hans yrði honum sjálfum of dýrkeypt, hann myndi tapa meiru sjálfur en andstæðingur- inn. Reagan sagði, að fælingar- kenningin hefði staðist reynslu tímans, en hins vegar þyrfti að grípa til ýmissa nýrra úrræða til að framkvæma hana. Þá benti hann einnig á það, að ákvarðanir Bandaríkjamanna um endurnýjun á vopnakerfum, hvettu Sovétmenn til þess að ræða af alvöru um niðurskurð herafla og Bandaríkjamenn vildu verulegan niðurskurð. Bandaríkjaforseti vísaði enn til forskots Sovétmanna á hin- um ýmsu sviðum og einmitt þess vegna hefðu þeir lítinn áhuga á því að semja um afvopnun. Bandaríkjamenn yrðu þess vegna að skapa hernaðarlegt jafnvægi að nýju til að fá Sov- étmenn til samninga. Rifjaði hann upp, að 1969 vildu Sovét- menn ekki semja um bann við gagneldflaugakerfum (ABM- kerfum). Þá hefði öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt með naumum meirihluta að hefja smíði sliks kerfis. Eftir það voru Sovétmenn miklu viðráðanlegri og síðan var samið um framtíð- arskipan þeirra mála, sem báðir una við enn í dag. Eftir að Ronald Reagan hafði rakið tillögur stjórnar sinnar um útþurrkun á meðallang- drægum eldflaugum í Evrópu, stórfelldan niðurskurð á lang- drægum kjarnorkuvopnum og fækkun í venjulegum herafla í Mið-Evrópu, rakti hann fleiri atriði, sem ræða ætti við Sov- étmenn. í fyrsta lagi um að risa- veldin tilkynntu hvort öðru fyrirfram ef þau ætluðu að gera tilraunir með langdrægar land- eldflaugar, langdrægar kafbáta- eldflaugar og meðallangdrægar eldflaugar. í öðru lagi tilkynntu þau hvort öðru fyrirfram um meiriháttar heræfingar. Næði þetta hvorttveggja fram væri hættu á misskilningi bægt frá. í þriðja lagi ættu risaveldin að skiptast á nákvæmum upplýs- ingum um kjarnorkuherstyrk sinn. Og Ioks sagðist Reagan ætla að beita sér fyrir því að „beina símalínan" milli Hvíta hússins og Kremlar yrði endur- bætt. Síðan Sovétmenn náðu því forskoti sem Ronald Reagan vís- aði til og sýndi áhorfendum og áheyrendum sínum fram á með tölum og töflum, hafa eftirlætis- orð sovéskra ráðamanna verið „jafnræði" og ,jafnrétti“, þegar þeir tala um stöðuna í miðkerf- inu, en það orð er notað um kjarnorkuvopnin, sem mynda ógnarjafnvægið svokallaða milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Kremlverjar eru þeirrar vopnun vestursins. Við viljum jafnrétti, þar sem tekið er tillit til hagsmuna beggja aðila, við viljum heiðarlegt samkomulag, og við erum reiðubúnir til að gera slíkt samkomulag." Sé boðskapur þeirra Reagans og Andropovs borinn saman í stuttu máli, kemur í ljós, að Bandaríkjaforseti hefur frum- kvæði að því að setja fram markvissar tillögur um það að hverju skuli stefnt með afvopn- unarsamningum, leiðtogi sov- éska kommúnistaflokksins setur ekki fram neinar slíkar tillögur heldur talar almennt um vilja til „heiðariegs samkomulags". Sumir spyrja og ekki að ástæðu- lausu, hvenær hafa Sovétmenn gert „heiðarlegt samkomulag" eða staðið „heiðarlega" að fram- kvæmd samkomulags? Það eru ekki síst nánustu samstarfs- menn Ronald Reagans í afvopn- unarmálum, sem velt hafa þess- ari spurningu fyrir sér í ræðu og riti og nægir þar að nefna Eug- ene Rostow, sem er fyrir afvopn- unarstofnun Bandaríkjastjórn- ar. Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur hvað eftir annað skýrt frá því eftir að hann lét af embætti, að Leonid Brezhnev og Sovétstjórnin hafi hafnað öllum hugmyndum sín- um um afdráttarlaus og skjót skref til afvopnunar. Ræðu Andropovs verður að skoða í þessu ljósi — Sovétmenn kunna vel við stöðuna eins og hún er. Fyrrum yfirmaður KGB veit um undirróður manna sinna á Vest- urlöndum og baráttuna fyrir einhliða afvopnun þar, en Sovét- menn eru „ekki barnaleg þjóð" og hafna því einhliða afvopnun fyrir sitt leyti, segir Andropov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.