Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals: Engar mótmælastöð- ur við Long John Silver „SUMAR þær forsendur, sem stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna leggur til grundvallar hvatningu sinni til ríkistjórnarinnar um að mótmæla ekki samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni frá 1986, eru beinlínis rangar," sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. í samtali við Mbl. vegna fréttar í blaðinu þess efnis að stjórn SH hefði gengið á fund Steingríms Hermannssonar og hvatt til að banni við hvalveiðum verði ekki mótmælt. „Það sem átti sér stað er að stjórn SH hélt fund 14. desember síðastliðinn. Þá var mættur Þor- steinn Gíslason, forstjóri Coldwat- er, dótturfyrirtækis SH í Banda- ríkjunum. Þorsteinn fékk stjórn SH til að samþykkja téða sam- þykkt og lá svo mikið á að afgreiða þetta mál strax, að ekki kom til greina að stjórnarmenn gætu svo mikið sem kynnt sér allar hliðar málsins. Þegar ég var á ferð í Bandaríkj- unum i lok nóvember og byrjun desember siðastliðnum, ræddi ég við Þorstein Gíslason og fleiri aðila sem tengjast fiskiðnaði í Bandríkj- unum, um þessi mál. Ég verð að segja að ýmislegt af því er Þor- steinn Gíslason er að fóðra stjórn SH með og kemur fram í frétt af hvatningu SH og viðtali við Guð- mund H. Garðarsson, blaðafulltrúa SH, er rangt. Til dæmis að þegar það var kannað af hlutlausum aðila hjá Long John Silver, þá könnuðust þeir ekki við mótmælastöður við veitingahús sín. Það er með ólíkindum hve af- staða Þorsteins Gíslasonar til hvalveiða Islendinga hefur breyst snögglega, en fram til þessa hefur hann talið, samkvæmt blaðaviðtöl- um, að áróður hvalaelskenda hafi hverfandi áhrif á almenning í Bandaríkj unum. Aróður gegn hvalveiðum í Bandaríkjunum er ekkert nýr af nálinni og hefur ekki tekið þeim stakkaskiptum síðustu misserin að það réttlæti kúvendingu af þessu tagi. Hvað hér hangir á spýtunni er mér erfitt að ráða í en helst er ég á því, að Þorsteinn vilji með þessum sinnaskiptum þóknast einhverjum hvalaelskendum þar í landi. En ef Þorsteini Gíslasyni tekst ætlunarverk sitt, þá er ég viss um að Adam verður ekki lengi í Para- dís er hvalaelskenduir fara að lesa selapóstinn sinn og komast að þvi, 3^ hver sé aðalaðmírállinn í Hring- ormanefndinni frægu. Öllum er kunnugt um ástand nytjafiskstofna hér við land og væri það að bæta gráu ofan á svart að fara að friða algjörlega þau sjávardýr sem keppa við okkur um nyt þeirra. Benda má á að Norð- menn gera sér fyllilega grein fyrir þeirri hættu sem í því felst að al- friða svo afkastamikinn keppinaut sem hvalurinn er. Þetta sést best af því, að þrátt fyrir að hvalveiðar séu lítill hluti þjóðartekna Norðmanna, hika þeir ekki við að bjóða hvalaelskendum í Bandaríkjunum birginn og hafa samkvæmt fréttum hafið kynningu á sjónarmiðum sínum þar í landi. Ljóst er að hvalir taka sinn stóra toll af lífríki sjávar og ef svo ofan á það bætist við að ekki megi skjóta, til að mynda sel, þá held ég að eng- inn vafi leiki á því hver þróun verði á fiskveiðum og fiskvinnslu hÓr á landi,“ sagði Kristján Loftsson að lokum. Vegna sérstakra samninga við MAZDA verksmiðjurnar getum við nú boðið takmarkað magn af MAZDA bílum á hreint ótrúlegu verði: MAZDA 929 SuperDeLuxe verð áður kr. -208.-300" VERÐ NÚ kr. 177.700 MAZDA 323 1300 DeLuxe 3 dyra verð áður kr. .163.600" VERÐ NÚ kr. 151.200 Notið þetta einstaka tækifæri og tryggið ykkur bíl strax meðan þetta lága verð helst, því aðeins er um takmarkaðan fjölda af bílum að ræða. (Gengisskr. 21.12. 1982) BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 ó !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.