Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982 Brigitte Bardot slær enn í gegn París, 28. dosember. AP. BRIGITTE Bardot, franska kyn- táknid sem skauzt upp á stjörnuhim- ininn fyrir þremur áratugum, hefur nú rofið þann þagnarmúr sem hefur umlukið hana að undanfornu, og er orðin vinsælasta sjónvarpsstjarna Frakka. Þessi fræga leikkona, sem oftast var aðeins nefnd upphafsstöfun- um B.B., kemur nú fram í þriggja þátta sjónvarpsdagskrá um kvikmyndir hennar, sem urðu 28, um misheppnuðu hjónaböndin þrjú, hatur hennar á „paparazzi", eða fréttaljósmyndurum, og um störf hennar til varnar selkópum. Sjónvarpsdagskráin hefur verið á skermum Frakka undanfarna tvo sunnudaga, og síðasti þáttur- inn verður sýndur 2. janúar. Ekki eru gerðar neinar kannanir í Frakklandi á því hvaða dagskrár- liðir sjónvarps eru vinsælastir, en hitt er víst að um enga þætti hafa dagblöð skrifað jafn mikið og „Brigitte Bardot: Þannig er hún“. I þáttunum eru notaðir bútar úr kvikmyndum B.B., viðtöl við hana, og við ýmsa þá, sem komið hafa við sögu í lífi hennar. Anatoli Zotov Zotov sakaöur um kynvillu I/ondon, 28. desember. AP. KYNVILLINGUR kveðst hafa haft kynmök við sovézka flotamálafull- trúann Anatoly Zotov, sem Bretar vísuðu úr landi fyrr i þessum mánuði fyrir njósnir, að sögn blaðsins Sun. Blaðið hefur eftir kynvillingn- um, Vikki de Lambray, að hann hafi ákveðið að leysa frá skjóð- unni þegar brezka leyniþjónustan hafði yfirheyrt hann um meint samband þeirra. Hann kvaðst ekki hafa vitað hvað Zotov hét þegar þeir voru saman í þrjá tíma í íbúð hans fyrir tveimur árum. Brigitte Bardot fæddist í París 28. september 1934, og 16 ára að aldri gerðist hún sýningarstúlka. Tveimur árum síðar giftist hún kvikmyndaframleiðandanum Rog- er Vadim. Eiginmaður nr. 2 var leikarinn Jacques Charrier, og með honum átti hún einkabarn sitt, soninn Nicolas Jaques Charrier, sem er að verða 23 ára. Þriðji eiginmaðurinn var svo vestur-þýzki auðmaðurinn Gúnth- er Sachs. B.B. leggur mikla fæð á frétta- ljósmyndara, sem aldrei létu hana í friði. Minnist hún sérstaklega tveggja tilvika í því sambandi í sjónvarpsþáttunum, þ.e. þegar sonurinn fæddist og þegar hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Dag- ana fyrir fæðingu sonarins, 11. janúar 1960, var íbúð hennar í París umsetin 250 ljósmyndurum og blaðamönnum, sem létu hana engan frið fá, og segir leikkonan að umfjöllun öll hafi verið mjög ómannúðleg. Sömu söguna var að segja tíu mánuðum síðar þegar hún reyndi að svipta sig lífi með því að taka of stóran skammt af svefntöflum og skera sig á púls- inn. Þá beið hennar skari frétta- ljósmyndara þegar hún nokkrum dögum síðar kom út úr sjúkrahús- inu í Nice. „Það getur stundum verið ban- vænt að leika í kvikmyndum," sagði Brigitte Bardot. „Það varð Marilyn að bana,“ bætti hún við, og átti þar við annað kyntákn, bandarísku leikkonuna Marilyn Monroe, sem svipti sig lífi árið 1962. Svíi sem týndi milljón lofar 10% fundarlaunum EINNI milljón danskra, eða tæpum tveimur milljónum íslenzkra króna, í dönskum og öðrum erlendum gjaldeyri var stolið um jólin af 49 ára gömlum Svía á bar í flughöfninni á Kastrup. Hann hefur heitið 10% fundarlaunum. Svíinn, Sigmund Abaffy, segir að hann hafi átt þessa peninga og safnað þeim þegar hann stjórnaði rannsóknar- og þróun- aráætlun á vegum SÞ í Tyrk- landi. Blaðið Berlingske Tidende segir hins vegar að sendiráð Sví- þjóðar í Ankara kannist ekki við nokkurn sænskan forstöðumann áætlunar á vegum SÞ í Tyrk- landi. Önnur blöð segja að hann hafi einnig stjórnað áætlunum SÞ í Sýrlandi. Að sögn Affaby stjórnaði hann starfi á vegum SÞ frá 1974 til marz 1982, fyrst í Ankara og síðan í Damaskus, þar sem hann hafi haft 8.000 dollara í laun á mánuði. Peningarnir væru spari- fé eftir átta ára starf. Samning- úr hans rann út í marz og var ekki endurnýjaður, þar sem ekki var þörf fyrir mann með hans menntun í rafmagnsverkfræði og stjórnun að hans sögn. • Affaby kveðst hafa verið á þriggja mánaða ferðalagi um Evrópu og síðast verið í Ham- borg, þar sem hann hafi leitað sér að atvinnu. Hann hafði pen- ingana meðferðis allan þennan tíma. Affaby segist hafa komið til Danmerkur í bifreið á Þor- láksmessu og hafi ætlaði til Sví- 'þjóðar með spariféð, sem hann geymdi í brúnni leðurtösku. í töskunni voru 260.000 þýzk mörk í þúsund marka seðlum, þar af mörg í splunkunýjum búntum, 6.000 svissneskir frank- ar og 4.500 danskar krónur. Ætl- un hans var sú að kaupa eigin íbúð í Helsingborg fyrir pen- ingana. Tvær dætur Affabys, 17 og 19 ára, voru í fylgd með honum og þau fóru til Kastrup til að sækja farangur. Þau geymdu bílinn á bílastæði og gengu inn í barinn „Royal Pub“ til að fá sér að borða. Einhver misskilningur reis upp þegar feðginin ætluðu að fara frá barnum. Önnur dóttirin þurfti að fara á salernið. Þegar hún kom aftur stóð faðirinn og hin dóttirin á fætur, tóku saman pjönkur sínar og gengu út að bflnum. Þegar þau komu út uppgötv- uðu þau að þau höfðu gleymt töskunni með peningunum þar sem hún hafði staðið á borðinu sem þau höfðu setið við. Affaby hljóp inn, en taskan var horfin. Royal Pub á Kastrup þar sem Affaby gleymdi brúnu töskunni með milljóninni. Svíinn Sigmund Affaby, sem býður 100.000 d.kr. i verðlaun fyrir milljónina sem hann týndi. 19 Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell 'i '1 - Arnarfell 7/J/1 Arnarfell .. 31 /1 > Arnarfell 14/2 ROTTERDAM: Arnarfell 5/1 Arnarfell 19/1 Arnarfell 2/2 Arnarfell 16/2 ANTWERPEN: Arnarfell 7/1 Arnarfell 20/1 Arnarfell 3/2 Arnarfell 17/2 HAMBORG: Helgafell 13/1 Helgafell 7/2 HELSINKI: Disarfell 31/1 LARVIK: Hvassafell 4/1 Hvassafell 17/1 Hvassafell 31/1 Hvassafell 14/2 GAUTABORG: Hvassafell 5/1 Hvassafell 18/1 Hvassafell 1/2 Hvassafell 15/2 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 6/1 Hvassafell 19/1 Hvassafell 2/2 Hvassafell 16/2 SVENDBORG: Hvassafell 7/1 Helgafell 15/1 Hvassafell 20/1 Hvassafell 3/2 AARHUS: Helgafell 18/1 Helgafell 11/2 GLOUCESTER MASS. Jökulfell 29/1 Jökulfell ....'—29/10 1 HALIFAX, KANADa: Jökulfell ........ 31/12 SKIPADEILJj SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 ÚRVAUÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA waQa™ ©.aitmaaaBa ca? ÁNANAUSTUM. SÍMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.