Morgunblaðið - 29.12.1982, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
Minning — Guðrún
Agústa Jónsdóttir
Fædd 23. júní 1899
Dáin 15. desember 1982
„Kveikt er Ijós vió Ijós,
hurl 'er sortans svið.
Augaó rós við rós,
opnast himins hlió.
Niður stjörnum stráð,
engill fram hjá fer.
Drottins na‘j{ð og náð
hoðin alþjóð er.‘*
(Stefán frá Hvíladal)
I myrkasta skammdeginu eftir
langa erfiða hausttíð, vitjaði eng-
ill náðarinnar móðursystur minn-
ar, Ágústu, og flutti hana á ljóss-
ins svið.
Guðrún Ágústa, sem alltaf gekk
undir seinna nafni, var fædd og
uppalin á Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri, dóttir hjónanna Jóns
Brynjólfssonar, bónda sama stað,
Eiríkssonar og Sigurveigar Sig-
urðardóttur, bónda Þykkvabæj-
arklaustri, Nikulássonar. Móðir
Sigurveigar var Rannveig Bjarna-
dóttir, bónda Þykkvabæjar-
klaustri, Jónssonar. Móðir Jóns
Brynjólfssonar var Málfríður
Ögmundsdóttir, bónda Rofum í
Mýrdal, Árnasonar.
Árið 1919 giftist Ágústa Oddi
Jónssyni, f. 26.3. 1894, en hann dó
15.5. 1968. Foreldrar hans voru
Jón Eyjólfsson bóndi og Þuríður
Oddsdóttir. Ágústa og Oddur
bjuggu fyrsta árið á Þykkvabæj-
arklaustri, 2 ár .í Vestmannaeyjum
og 4 ár í Hraunbæ, Álftaveri, þar
sem Oddur var við kennslu. Oddur
var listaskrifari og mátti þekkja á
skriftinni þá Álftveringa, sem
höfðu lært að draga til stafs hjá
honum. í Vík i Mýrdal bjuggu þau
1926-1938, í Reykjavík
1938—1960 og síðan í Kópavogi.
Síðustu árin dvaldi Ágústa á elli-
heimilunum Ási og Grund.
Ágústa og Oddur eignuðust 3
börn, Rannveigu húsmóður í
Reykjavík, Þuríði húsmóður í
Kópavogi og Jón Rafn skipstjóra á
Isafirði.
Á þeim árum, sem Ágústa og
Oddur bjuggu í Vík, voru einu
Móðir okkar,
HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR,
lést 28. desember.
Grettisgötu 26,
Ólafur Alexandersson,
Edda Alexandersdóttir.
+
Faðir okkar,
HINRIK JÓRMUNDUR SVEINSSON,
Granaskjóli 5,
lést í Landspítalanum 26. desember sl.
Jaröarförin auglýst síöar.
Guórún Hinriksdóttír,
Margrét I. Hinriksdóttir,
Ólafur Ólafsson.
t
Utför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
AGNARS KOFOED-HANSEN,
flugmálastjóra,
fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 30. desember kl. 3.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Flugbjörgunarsveitina.
Björg Kofoed-Hansen
og fjölskylda.
+
Útför eiginmanns míns,
SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR,
myndhöggvara,
veröur gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. desember, kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Bygg-
ingarsjóð Listasafns Islands.
Birgitta Spur Ólafsson.
+
JÓN EDVARÐSSON,
múrari,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. desem-
ber kl. 10.30 f.h.
Guóbjörg Hjartardóttir,
Harpa og Andrea Jónsdætur,
Helga María Bjarnadóttir.
+
Bróöir minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
HRÓBJARTUR OTTÓ MARTEINSSON,
sem andaöist 23. des. verður jarösunginn fimmtudaginn 30. des.
kl. 15.00 frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
Sveinn Marteinsson,
Svanbjörg Hróbjartsdóttir,
Guðlaug Hróbjartsdóttir, Erlendur Guömundsson
og barnabörn.
samgöngutæki bænda austan
Mýrdalssands hestar og hestvagn-
ar. Farið var í kaupstaðarferð til
Víkur tvisvar á ári, á vorin með
ullina og á haustin, þegar reka
varð sauðfé yfir Mýrdalssand til
slátrunar.
Ekki var húsið stórt, sem þau
bjuggu í, en þar var alltaf nóg
húsrými fyrir hrakta og lúna
ferðalanga. Algengt var að næt-
urgestir væru milli 10 og 20 og það
dögum saman í sláturtíðinni. Eng-
um var úthýst. Það var þó ósjald-
an, að húsmóðirin og börnin
þyrftu að sofa í flatsæng á eld-
húsgólfinu. Ágústa sá til þess, að
alltaf væri kaffi á könnunni og
matur á borðum án þess að krefja
greiðslu fyrir beinann. Svo sönn
var gestrisni og glaðværð Ágústu,
að allir fundu að þeir hefðu verið
henni aufúsugestir.
í Reykjavík bjuggu Ágústa og
Oddur lengst af í risíbúð á Vestur-
götu 3 og voru þau því enn í miðri
þjóðbraut, það þótti sjálfsagt hjá
þeim fjölmörgu, sem þekktu þau,
að koma við þegar farið var í bæ-
inn og njóta gestrisni þeirra og
glaðværðar. I þessari vinalegu
íbúð var hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja en aldrei þraut þar
gistirýmið. Fjölmörg ungmenni
austan úr Skaftafellssýslu gistu
þar sínar fyrstu nætur í höfuð-
borginni og sum dvöldu þar lang-
tímum saman og var undirritaður
einn úr þeirra hópi. Ómetanleg
var handleiðsla þeirra og um-
hyggja og alla tíð var heimili
þeirra Ágústu og Odds athvarf
okkar og skjól. Ógleymanlegar eru
hinar mörgu gleðistundir, sem við
áttum hjá þessum hugljúfu hjón-
um.
Eins og fram hefur komið var
Ágústa mjög félagslynd og glað-
lynd. Strax við komuna til Reykja-
víkur gengu þau hjónin í stúkuna
Víking nr. 104 og lögðu þau fram
mikið starf í þágu stúku sinnar og
góðtemplarareglunnar í heild.
Oddur gerðist síðar félagi Muster-
isriddara og tók Ágústa einnig
þátt í félagsstörfum þar.
Þrátt fyrir langan vinnudag
þeirra hjóna safnaðist þeim ekki
veraldlegur auður, enda deildu
þau afrakstri vinnu sinnar jafnóð-
um til meðbræðra sinna og systra.
Auður þeirra var þó mikill, auður
gjafmildi, vináttu og kærleika.
Við systkinin frá Þykkvabæj-
arklaustri minnumst þess, þegar
Ágústa frænka kom í heimsókn.
Þá flutti þessi glæsilega fallega
kona glaðværð og birtu í bæinn.
Við þökkum henni fyrir allt það,
sem hún miðlaði okkur af auðlegð
hjartans á lífsleiðinni.
Guð blessi minningu hennar.
Einar S.M. Sveinsson
Mig langar að minnast móður-
systur minnar, Ágústu Jónsdótt-
ur, með nokkrum orðum, en hún
verður borin til grafar í dag.
Ágústa er fædd að Þykkvabæj-
arklaustri í Álftaveri 23. júní árið
1899. Foreldrar hennar voru Sig-
urveig Sigurðardóttir og Jón
Brynjólfsson, bóndi þar. Þau Jón
og Sigurveig áttu fjögur börn,
Hildi, Rannveigu, Sigurð og Ág-
ústu, og eru þau nú öll látin, en
eftir lifir fósturdóttir og frænd-
systir, Lilja Jónsdóttir, sem var
yngst barnanna.
Hún er nú ört að kveðja sú
kynslóð, sem stóð fyrir undrinu
mikla, þegar þjóðin reis úr örbirgð
til bjargálna og síðar til alls-
nægta. Það er hollt að gera sér
grein fyrir því, hve eljusemi þessa
fólks bar ríkulegan ávöxt, sem við
niðjar þeirra höfum síðan notið,
en það eru gömul sannindi, að
sjaldan njóta þeir eldanna, sem
fyrstir kveikja þá.
Ágústa var sannarlega að því
leyti barn síns tíma og alltaf tókst
henni að vera veitandi en aldrei
þiggjandi, þrátt fyrir takmörkuð
efni. Þennan fagra eiginleika veit
ég, að þau Klausturssystkinin
höfðu erft og borið með sér úr föð-
ur og móður garði.
Þær systurnar þrjár náðu allar
Fædd 8. nóvember 1923
Dáin 21. desember 1982
Það flugu margar minningar í
huga minn er heyrði ég lát Jónu
Sigurjónsdóttur frá Berghyl í
Hrunamannahreppi, að hún væri
horfin inn í annað líf.
Þegar ég kom að Berghyl sl.
haust heilsaði ég Jónu sem væri
hún systir mín, var hún afar kát
að sjá mig. Það voru búin að líða
svo mörg ár frá því ég hafði kom-
ið. „Nú er orðin mikil breyting,
Eiríkur sýnir þér þær,“ sagði hún.
hárri elli, en Sigurður bróðir
þeirra, sem var rafvirki í Reykja-
vík, lézt úr lungnabólgu langt um
aldur fram, aðeins 42 ára.
Ágústa giftist Oddi Jónssyni frá
Holti á Síðu sumarið 1919. Fyrsta
giftingarárið bjuggu þau að
Þykkvabæjarklaustri, fluttust þá
um tveggja ára skeið til Vest-
mannaeyja. Síðan var Oddur við
kennslu í Hraunbæ í Álftaveri og
Vík í Mýrdal um 16 ára skeið, en
1938 fluttu þau til Reykjavíkur,
þar sem Oddur starfaði sem efn-
isvörður og afgreiðslumaður til
æviloka, 1968, lengst af hjá
Bræðrunum Ormsson hf.
Þegar Ágústa er kvödd er margs
að minnast og margt að þakka.
Þeim, sem ritar þessi orð, fannst
ávallt sem Hildur, Ágústa og Lilja
væru honum aðrar mæður ekki
síður en systir þeirra Rannveig.
Ágústa og Oddur voru vissulega
sínir eigin gæfu smiðir. Sam-
heldni og gagnkvæm ást og virð-
ing þeirra var hverjum ljós, sem
umgengust þau.
Að leiðarlokum bið ég Guð að
blessa minningu þeirra Klaust-
urssystkina og þakka samfylgdina
af heilum hug.
Karl Eiríksson
Heimilisstörf voru henni
ánægja hvort sem var úti eða inni,
allt hafði hún í lagi hvað sem það
nefndist. Nú hverfur hún án þess
að geta sagt gleðileg jól, hún hefur
vafalaust verið búin að undirbúa
jólin eins og svo oft áður.
Hún gat ekki tilkynnt að hún
væri að fara héðan og ekki hvatt
sína vini, svo var dauðinn fljótur
að koma. Nú hvílir hún í nýjum
heimi og annir dagsins horfnar.
Jóna og Eiríkur ólu upp fjögur
börn, Jóna stóð við hlið mannsins
síns í einu og öllu.
Ég átti marga glaða stund á
Berghyl, þar átti ég jól og var eins
og heima hjá mér.
Vil ég þakka Jónu á Berghyl
fyrir góð kynni og óska henni góðs
inn í nýjan heim. Guð blessi minn-
ingu hennar. Nú hvílir hún og
svífur yfir jarðnesku lífi.
Milt hofurt, guð, ég hneigi
að hjartað stíga megi
í Ijúfri bæn til þín,
lát heims ei glys mér granda
en gef mér hænaranda
af hjartans andvörp heyr þú mig.“
(Úr Sálmabókinni)
Kristján S. Jósefsson
+
Þökkum Innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samuö og vinar-
hug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
HALLDORSAUDUNSSONAR,
fyrrverandi ökukennara,
Faxaskjóli 18,
Reykjavík.
Ingileif M. Halldórsdóttir, Reynir Ólafsson
Jóhann Páll Halldórsson,
Fríöfinnur Halldórsson, Bjarney A. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Góðir innst inni?
Ég held, að innst inni séu allir menn góðir. Samt segir sumt
trúrækið fólk, að sitthvað, sem ég geri, sé rangt.
Það er skammgóður vermir að hugga sig við slíkar
skoðanir. Oft heyrum við fólk segja: „Þeir koma illa
fram, en þeir eru góðir inni við beinið." Guð dæmir
okkur ekki samkvæmt flöktandi tilfinningum, en
verkin lýsa okkur, hann dæmir í samræmi við þau.
Hann hefur sagt hvernig maðurinn er í raun og
veru innst inni: „Svikult er hjartað fremur öllu öðru
og spillt er það.“ Hin beztu á meðal okkar gætu orðið
morðingjar, fjársvikarar, þjófar. Þetta er ástæðan
til þess að Jesús Kristur var krossfestur — til þess
að endurleysa okkur og bjarga okkur frá þessari
glötun.
Ef við hefðum öll verið „góð inni við beinið", hefði
Kristur ekki verið gefinn sem fórn fyrir syndir
heimsins.
Það gildir einu, hvað „sumt trúrækið fólk“ segir
um yður. Allt veltur á því, hvernig Guð lítur á málin.
Hann sagði — og þér eruð meðtalinn: „Allir hafa
syndgað og skortir dýrð Guðs.“ Hann sendi frelsara
til þess að frelsa okkur frá syndinni. Hygginn er sá,
sem veitir honum viðtöku sem frelsara sínum.
Jóna Sigurjónsdóttir
frá Berghyl — Minning