Morgunblaðið - 29.12.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1982
31
Helgi S. Jónsson
Keflavík - Minning
Fæddur 21. ágúst 1910
Dáinn 18. desember 1982
Þjóðkunnur Keflvíkingur, Helgi
S. Jónsson — lézt á Landspítalan-
um 18. desember sl. eftir stutta
dvöl þar, aðallega til rannsóknar.
Til stóð, að hann fengi jólaleyfi
frá sjúkrahúsinu yfir komandi há-
tíðar — en þá kom sá gesturinn í
heimsókn, sem hvorki fer í
manngreinarálit né gerir boð á
undan sér. Og ævin var öll.
Dögum áður, staldra eg við á
stofunni hjá Helga. Og eins og
fyrri daginn, er við finnumst, get-
ur svo sem allt borið á góma —
allt nema sjúkleika hans sjálfs.
— Mér líður vel, svarar hann
aðeins, aðspurður. Samt veit eg, að
hann hefur ekki gengið heill til
skógar undanfarin ár. Og oftar en
einu sinni verið lagður inn á
sjúkrahús. En vol og víl framgekk
ekki af hans munni, hvorki við
sína nánustu né aðra. Handtakið
er að venju hlýtt og létt yfir
kveðjuorðum. Eg kveðst koma
bráðlega aftur.
En þá er hann, skátaforinginn,
ekki lengur í tjaldstað: Farinn
heim.
Helgi Sigurgeir Jónsson fæddist
21. ágúst 1910 í Hattardal í Álfta-
firði vestur og hafði því tvo um
sjötugt, er hann lézt. Foreldrar
hans voru þau Hattardalshjón,
Sigríður Sigurgeirsdóttir og Jón
Helgi Ásgeirsson, bóndi og tré-
smiður. Bræður Helga voru,
Olgeir skrifstofumaður, Frið-
steinn veitingastjóri og Björn
verkstjóri, allir látnir. Uppeldis-
systur þeirra voru, Guðrún Helga-
dóttir, sem er látin, en á lífi er
Sigríður Benjamínsdóttir.
Á bernskuárunum í Hattardal
varð skólaganga Helga aðeins tíu
vikur einn veturinn. En því betur
lærði hann á bók náttúrunnar og
kom að góðu haldi síðar, er hann
gerðist meðal annars skáti og
fjallgöngugarpur. En til Reykja-
víkur fluttist Helgi með foreldrum
sínum 1925. Um það leyti veiktist
hann af liðagigt og lá rúmfastur á
annað ár. Nam hann þá af bókum
þau fræðin, sem hugurinn stóð
helzt til, en framhaldsnámið var í
skóla lífsins. Þar var margt prófið
þreytt og sum hver með ágætum.
I Reykjavík verður sveinninn úr
Hattardal þekktur sem Helgi hjá
Tómasi — að Laugavegi 2. Þar
reiðir hann kjötöxina fimlega til
höggs á skrokk eftir skrokk — í
spað fyrir uppábúnar frúr með
slegið sjal og skotthúfu. Fleira
verður þó til að gera nafn hans
munntamt um þessar mundir
heldur en kjöt í pott: Litla leikfé-
lagið — en Helgi var formaður
þess og lék í barnaleikritum
Óskars Kjartanssonar við loflegan
orðstír.
Og svo var það pólitíkin. Þá var
nú líf í þeim tuskunum — rauðum,
bláum eða brúnum. Marsérað á
Lækjartorg eða austur að kola-
bing. Og talað allt að því tungum.
Helgi var í fylkingarbrjósti —
þá liðlega tvítugur, ritstýrði eld-
fimu, hápólitísku blaði og fór i
framboð við bæjarstjórnarkosn-
ingar. En dag nokkurn 1934, er
hann á burt úr bænum. Sagður
kominn suður með sjó.
í Keflavík hófst nýr og varan-
legur kapítuli í lífi og starfi Helga
S. Jónssonar. Hann kvæntist eftir-
lifandi eigínkonu, Þórunni Ólafs-
dóttur, þann 7. desember 1940.
Dóttir þeirra er Guðrún Sigríður,
búsett á Bermúda, en dóttir Helga
frá fyrri tíð er Ingibjörg, búsett í
Reykholti. Foreldrar Þórunnar
voru Guðrún Einarsdóttir frá
Sandgerði og Ólafur J.A. Ólafsson,
kaupmaður í Keflavík. En eftir lát
hans, rak Guðrún verzlunina
áfram í áratugi ásamt póstaf-
greiðslu.
Helgi gerðist skrifstofustjóri
hjá hf. Keflavík, rak verzlunina
Vatnsnes 1941—’52, þá skrifstofu-
maður, heilbrigðisfulltrúi og
slökkviliðsstjóri, síðar heiðursfé-
lagi þess. Hann gegndi og ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Keflavík-
urbæ og fleira mætti telja, svo
sem fréttamennsku fyrir útvarp
og Morgunblað. En félagsstörf og
framfaramál Keflavíkur áttu
jafnframt hug hans óskiptan.
Andi skátahreyfingarinnar
heillaði Helga sem ungan mann og
fylgdi honum að endadægri.
Skátafélagið Heiðabúa stofnaði
hann 1938, ásamt sjö efnispiltum
og var félagsforingi næsta aldar-
fjórðung, þá heiðursfélagi. Hlaut
einnig heiðursmerki skáta,
„svastikka". Varða er merki
Heiðabúa, en Helgi var ótrauður
að varða ungmennum veg um sína
daga.
Ritari Ungmennafélags Kefla-
víkur var hann í tíu ár — en í
þann tíð lét félagið mjög að sér
kveða, svo sem í íþróttamálum,
byggingu sundlaugar, leikstarf-
semi og stofnun byggðasafns.
Heiðursfélagi UMFK varð Helgi
1979. Hann var einn af stofnend-
um Rótarýklúbbs Keflavíkur 1945
og Hringfara 1964, en þeir lögðu
jafnan öræfin undir fót og komst
sá garpskapur á þrykk í bundnu
sem óbundnu máli.
Samstarf okkar Helga, á Kefla-
víkurárum mínum, var bæði náið
og víðtækt. Og batt okkur
tryggðaböndum, sem brustu ekki
þótt skylfu lönd. Báðir vorum við í
félögum, sem töldust hafa fram-
fara- og menningarmál að leið-
arljósi. Og báðir þeirrar náttúru
að varpa fram hugdettum, sem
þóttu fráleitar og fóru beint í
vaskinn. Sumar hverjar sáu þó
dagsins ljós í framkvæmd, er frá
leið.
Dæmi um skelegga framgöngu
og snör handtök Helga, þegar
mikið lá við — er sögusýningin
Mjallhvíta móðir, á ársafmæli lýð-
veldisstofnunar 17. júní 1945.
Hreppsnefndin fól okkur að velja
bókmenntaefni, semja og æfa
fjölda fólks — með einnar viku
fyrirvara. Það tókst og varð
tveggja tíma yerk í flutningi. Svo
sannarlega var Helgi í essinu sínu,
þá sólbjörtu sólarhringa.
Á ferðalögum okkar, utanlands
sem innan, miðlaði Helgi af þekk-
ingu sinni og fórnfýsi — hvort
heldur sem fararstjóri, yfirbryti
eða óbreyttur. Enda rómuðu þeir,
er reyndu. Maðurinn var líka svo
bráðskemmtilegur.
Nei, það leiddist engum í návist
Helga S.
Allmargir leikþættir liggja eftir
Helga, svo og greinar í blöðum og
tímaritum. Hann málaði einnig og
eru myndir hans víða á veggjum.
Heimilið sem Didda bjó fjöl-
skyldunni, fallegt og hlýlegt, stóð
ætíð opið. Fjölmörgum ráðum var
þar ráðið á mestu umsvifaárum
húsbóndans. Og glaðst með glöð-
um. Geymdar eru minningar og
órofa vinátta í þakklátum huga
þess, er þetta ritar.
Löng og oft þungbær sjúkdóms-
ár eru liðin í aldanna skaut. En þá
byrði bar Helgi ekki einn. Sú ham-
ingja hlotnaðist honum að eignast
þann lífsförunaut, sem í engu
mátti vamm sitt vita. Og aldrei
brást, þó að á móti blési. Ástúð-
arrík umönnun Diddu á erfiðum
stundum manns síns, er aðdáunar-
og þakkarverð.
Við greinarlok í minningu
Helga S. Jónssonar, verður mér
gengið að glugga undir skemmst-
um sólargangi. Myrkur himinninn
grúfir yfir.
En sem ég rýni dýpra í hvolfið,
blikar mér stjarna stök. Síðan er
einsog tendrist stjarna af stjörnu,
lýsandi vörður leiðina upp — og
áleiðis út í ómælið.
Ég óska mínum gamla vini
góðrar ferðar.
Diddu, dætrum og ástvinum
öðrum, votta ég dýpstu samúð
mína og barna minna.
Kristinn Reyr
Er ég frétti, að frændi minn og
vinur væri allur, fóru ljúfar minn-
ingar að hrannast upp í huga mín-
um, minningar, sem allar voru
fagrar um góðan dreng.
A hans yngri árum var hann sá
kraftur, sem ungum mönnum
þótti æskilegur, hann tengdist fé-
lagshópum og stefnum af hugsjón
og var þeim trúr til æviloka. Er
hér hægt að nefna skátahreyfing-
una, leiklist o.fl.
Ernir var það skátafélag, sem
Helgi tengdist og hann var hinn
sanni skáti til æviloka, eins og
skátaheitið ber með sér, en jafn-
framt var hann stofnandi og aðal-
hvatamaður að stofnun Heiðabúa
í Keflavík og unni þeim félagsskap
og viðgangi hans, jafnframt sem
hann var leiðbeinandi foringja-
efna. Ég minnist þess hversu líf-
legir þeir voru, meðstofnendur
hans í Heiðabúum, sem nú reynd-
ar eru farnir að týna tölunni. Er
þeir fóru helgargönguferðir hér
um slóðir komu þeir m.a. við hjá
okkur í Hveragerði.
Leiklist var Helga S. Jónssyni
hjartfólgin og starfaði hann í
Reykjavík með Litla leikfélaginu
og síðar í Keflavík með
Ungmennafélaginu, en þar mun
hann hafa verið mjög virkur fé-
lagi.
Helgi var hagur vel og lék allt í
höndum hans, mótaði og málaði
fallegar myndir. Var hann einn af
þátttakendum sýninga Félags
fristundamálara í gamla Lista-
mannaskálanum, átti gott bóka-
safn og var víðlesinn, sjálfmennt-
aður vel, enda skólaganga stutt,
ritfær, hafði góða hönd og var vel
máli farinn.
Heimsóknir mínar til afa og
ömmu á Klapparstíg í Keflavík á
sínum tíma voru ávallt skemmti-
legar, svo og sú aukna ánægja,
sem hann veitti okkur öllum
bræðrabörnum sínum í heimsókn-
um okkar þangað suður. Rætur
hans urðu hvað sterkastar í Kefla-
vík. Veit ég, að hann unni þeim
bæ, en jafnframt átti hann hlýjar
tilfinningar til æskustöðvanna í
Álftafirði við ísafjarðardjúp.
Hin seinni ár voru erfið, en sami
eldmóðurinn var í samræðum,
sem við áttum og þegar eilífðar-
málin bar á góma, kom hin bjarg-
fasta trú hans fram.
Minningar mínar munu því
ávallt verða fagrar um leiðbein-
anda og góðan dreng. Megi því all-
ar góðar vættir fylgja Helga S.
Jónssyni til hins eilífa austurs.
Umhyggjusamri eiginkonu, Þór-
unni, votta ég samúð mína og
minna, svo og börnum og barna-
börnum.
K.F.
Þegar við fluttumst til Keflavík-
ur árið 1938 var Helgi S., eins og
hann var ávallt kallaður, kominn
þangað nokkrum árum áður. Við
könnuðumst lítillega við Helga úr
Reykjavík, en þekktum hann ekk-
ert. Við vorum ekki búin að vera
lengi í Keflavík, þegar við vorum
leidd í allan sannleika um hver
maðurinn væri. Hann var bók-
staflega allt í öllu að okkur fannst.
Hann var nú fyrir það fyrsta mik-
ill listamaður og málaði fjölda
mynda og gaf þær flestar. Málverk
Hel^a prýða mörg heimili. Ef
hann hefði af alvöru helgað sig
málaralistinni eingöngu, er ekki
að efa að hann hefði orðið stór-
kostlegur málari. Hann hélt
nokkrar málverkasýningar, en þá
alltaf að tilhlutun annarra, því
hann var mjög hlédrægur á þessu
sviði, taldi að hann málaði sér að-
eins til skemmtunar. Skátaforingi
var hann í Keflavík og dáðu ungu
skátarnir hann mjög og mín börn
nutu þar handleiðslu hans í þess-
um féiagsskap. Hann starfaði af
lífi og sál að leikhússtarfseminni í
Keflavík, bæði með börnum og
fullorðnum, málaði leiktjöldin, bjó
oft til leikritin og lék sjálfur ef svo
bar undir. Ef prýða átti bæinn af
einhverju tilefni eins og t.d. for-
setaheimsóknum, sem voru tvær
meðan ég bjó í Keflavík, þá var
það auðvitað hann sem sá um all-
ar skreytingar. Helgi var fljúg-
andi greindur og las mikið, enda
átti hann stórt og gott bókasafn.
Hann var mikið fyrir fjallgöngur
og útivistarferðalög og stundaði
slíkt meðan heilsan leyfði. Honum
tókst meira að segja einu sinni að
fá eiginmann minn, sem annars
var ákaflega lítið fyrir fjallgöng-
ur, til að fara með sér upp á Keili,
eina fagra Jónsmessunótt og fóru
þeir fjórir saman og var Kristinn
Reyr skáld einn af þeim og orti
hann kvæði um þetta skemmtilega
ferðalag. Þegar Tónlistarfélag
Keflavíkur var stofnað, var hann
auðvitað með í því og var frá upp-
hafi þar í stjórn. Hann unni öllum
fögrum listum. Þegar samkeppni
fór fram um bæjarmerki Kefla-
víkur, þá tók Helgi þátt í henni, en
samkeppnin var leynileg og auð-
vitað vann Helgi samkeppnina.
Helgi fylgdi Sjálfstæðisflokknum
að málum og var oft í gamla daga
gaman að vera með Helga á fram-
boðsfundum sem tíðkuðust þá.
Hann var mjög mælskur og talaði
alltaf blaðalaust og oft var gaman
að heyra hvað hann gat verið
eldfljótur að svara andstæðingun-
um, en aldrei ódrengilegur, því
það átti hann ekki til. En eitt var
það sem Helgi vinur minn tók sér
fyrir hendur, þar sem hann var
örugglega á rangri hillu og það -
var þegar hann fór að versla.
Verslunin var auðvitað falleg, en
það er nú einu sinni ekki hægt að
reka versiun upp á það, að við-
skiptavinirnir „borgi bara seinna
þegar vel stendur á“, enda hætti
hann verslunarrekstri því á hon-
um hafði hann engan áhuga. Aldr-
ei öll þessi ár sem ég hefi þekkt
Helga, hefi ég heyrt hann tala illa
um nokkurn mann. Helgi vildi öll-
um greiða gera, en krafðist aldrei
neins fyrir sjálfan sig. Helgi lagði
grunninn ef svo má segja að
Byggðasafni Keflavíkur. Hann
áttaði sig fljótt á því að vert væri
að halda til haga ýmsum gömlum
raunum og hafði mikinn áhuga á
þeim málum. Það er mikill missir
fyrir bæ eins og Keflavík, þegar
svona maður hverfur af sjónar-
sviðinu. Það er sagt að það komi
alltaf maður í manns stað, en ég
er ekki viss um að það eigi alltaf
við.
Helgi var um margt svo sér-1
stæður persónuleiki að mér finnst
í huganum hann eiginlega engum
vera líkur sem ég hefi kynnst. Ég
hugsa að margir taki undir þetta
með mér. Helgi bar veikindi sín
með sérstakri karlmennsku og
vildi sem minnst um þau tala. Ef
hann var spurður hvernig honum
liði, þá leið honum alltaf ágætlega
þó vitað væri að hann var sárþjáð-
ur. Þórunn kona hans hefur líka
svo sannarlega staðið við hliðina á
honum í þessum veikindum og
gert allt sem í hennar valdi stóð
til að honum liði betur. Helgi og
Alfreð eiginmaður minn voru
ákaflega góðir vinir og unnu mikið
saman í Sjálfstæðisfélaginu og
Rotaryklúbbnum. Það er óhætt að
segja að við hjónin áttum góða og
trausta vini þar sem Helgi og Þór-
unn voru.
En það er svona eins og hann
sagði sjálfur við son minn, þegar
hann heimsótti hann á sjúkrahús-
ið fyrir nokkrum dögum: Þú veist
ég er forlagatrúar og stundin er
komin.
Ég og börn mín og tengdabörn
sendum Þórunni vinkonu minni og
allri fjölskyldunni innilegar sam-
úðarkveðjur.
Vigdís Jakobsdóttir
t
Jaröarför eiginkonu minnar,
INGIGERDAR GUDNADÓTTUR,
Logalandi 8,
fer fram frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag
Islands.
Bjarni Þjóöleifsson.
Skrifstofur vorar
verða lokaðar
fimmtudaginn 30. desember vegna útfarar
AGNARS KOFOED-HANSEN
flugmálastjóra.
Flugmálastjórn.
t
Utför sonar míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
HAFSTEINS AXELSSONAR,
Holtsgötu 18, Njarövík,
sem lóst 24. desember, fer fram fimmtudaginn 30. desember
kl. 14.00 frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Ingunn Ingvarsdóttir,
Baldur Matthíasson,
Hilmar Hafsteinsson,
Guörún Hafsteinsdóttir,
Elsa Hafsteinsdóttir,
Ingunn Hafsteinsdóttir,
Hafdís Hafsteinsdóttir,
Sigurjón Hafsteinsson,
Matthildur Hafsteinsdóttir
og barnabörn.
Margrét Bergsdóttir,
Svala Sveinsdóttir,
Edward G. Moore,
Gunnar Sigurösson,
Hreinn Guömundsson,
Minningarspjöld Bygging-
arsjóðs Listasafns Islands
fást í skrifstofu safnsins, Bókabúö Máls og menning-
ar, Laugavegi 18, og Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Austurstræti 18.
Listasafn íslands.