Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 1

Morgunblaðið - 11.01.1983, Page 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 7. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Milljónir ítala lögðu niður vinnu í 2 klst. Mílanó, 10. janúar. Vl'. MILLJÓNIR italskra verkamanna lögðu niður vinnu í 2 klukkustundir í gær til að lýsa vanþóknun sinni á fjármála- og efnahagsstefnu hinnar mánaöargömlu samsteypustjórnar Amintore Fanfani. Verkamennirnir lögðu niður vinnu i trássi við óskir verkalýðsleiötoga sinna og þótt flest- ir héldu sig á vinnustöðum sínum meðan á skyndiverkfallinu stóð, fóru aðrir í kröfugöngur og trufluðu umferðar- og lestarsamgöngur. Að- gerðir þessar fóru fram aðeins þrem- ur dögum eftir mjög viðtækar og ófriölegar aðgerðir sem voru af sama toga spunnar. Efnahagsaðgerðirnar sem um ræðir eru fólgnar í því að stjórnin ákvað að ná inn upphæð sem nem- ur 7,7 milljörðum dollara með nýj- um skattakvöðum. Þá lagði stjórn Fanfanis fram ýmsar aðgerðir til að draga úr einkaneyslu í landinu. Aðgerðir stjórnarinnar miða að því að ná verðbólgunni niður í 13 prósent á hinu nýhafna ári, en ár- ið 1982 var verðbólgan í landinu 16,3 prósent. Methalli var á ríkis- fjárlögum Ítalíu á síðasta ári, hallinn nam 49,6 milljörðum doll- ara. Mótmælaaldan var ekki ákveðin fyrirfram, heldur tóku verka- mennirnir sig sjálfir saman og efndu til mótmælanna. Verka- lýðsleiðtogar reyndu að fá verka- mennina ofan af aðgerðum sínum, til dæmis tilkynnti ítalski Komm- únistaflokkurinn sérstaklega að hann ætti engan þátt í mótmælun- um. Sá flokkur stendur á bak við eitt af þrejnur stærstu verkalýðs- félögum landsins. Talsmaður Kommúnistaflokksins sagði hins vegar: „Vaxandi reiði almennings er eðlileg og við þurfum ekki að beita okkur fyrir henni." Flokkur- inn lá undir grun um að hafa stuðlað að aðgerðunum til að grafa undan fjögurra flokka samsteypustjórn Fanfanis. Er áttaviti í nefinu? I/ondon, 10. jan. Al’. ÞRÍR vísindamenn viö Háskól- ann í Manchester telja, að mað- urinn hafi prýðilegan áttavita innbyggðan í nefinu, en vegna breytinga á lifnaðarháttum hafi hann gleymt hvernig nota á fyrir- bærið. Ýmis dýr önnur, svo sem dúfur og höfrungar hafa þróaða seguláttavita í vitum sínum sem þau nota óspart. Þefvísi og áttaöryggi margra frumstæðra þjóðflokka og eyðimerkurbúa bendir til til- vistar innbyggðra áttavita og til þess að sanna mál sitt, tóku vísindamennirnir þrír 7 höfuð- kúpur og möluðu þær mélinu smærra. Því næst var raf- skauti komið fyrir í duftinu og það svo fjarlægt til þess að sá hvort segulmagnið ykist eða ekki. í ljós kom, að fimm haus- kúpur voru mjög segulmagn- aðar í kring um nefgöngin. Járn er í blóðinu og því er það skoðun umræddra vísinda- manna, að nefsegullinn fái járn sitt úr blóðinu. AP. Thatcher vel fagnað Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, kom óvænt til Falklandseyja sl. laugardag og var henni innilega fagnað af íbúum höfuðstaðarins, Port Stanley. Hér tekur hún við hvítri rós frá 12 ára gamalli stúlku, Carol Eynon að nafni. Sjá „Thatcher ákaft fagnað ...“ á bls. 18. Líkur á Arafats Amman, Khaldc, 10. janúar. Al*. JÓRDANÍUMENN og fulltrúar PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, eru nú sagðir vera að ná samkomulagi um sameiginlega sendinefnd í væntanlegum viðra'ðum um frið í Miðausturlöndum en Arafat, leiötogi PLO, er nú í Amman til viðræðna við Hussein Jórdaníukonung. Samningamönnum Bandarikjanna, Israels og Libanon mistókst í dag enn einu sinni að ná saman um dagskrá viðræðufundanna um brottflutning erlends herliðs frá Líbanon en Bandaríkja- menn ætla að leggja fram nýja málamiðlunartillögu. samkomulagi og Husseins Arafat og Hussein áttu með sér fund í gær, sunnudag, og annan í dag og er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að þeir hafi komið sér ásamt um sameiginlega stefnu í væntanlegum viðræðum um fram- tíð Vesturbakkans og Gazasvæðis- ins. Ekki er þó búist við tilkynningu um þetta samkomulag að sinni og ekki fyrr en eftir skyndifund þjóð- arráðs Palestínumanna í Alsírbórg 14. febrúar nk. Meginefni sam- komulagsins mun vera byggt á til- lögum Reagans Bandaríkjaforseta um sjálfsstjórn Palestínumanna á Vesturbakka og í Gaza gegn viður- kenningu þeirra á ísrael. í dag kvaðst einn helsti leiðtogi Palest- ínumanna á Vesturbakkanum vera fús til að taka höndum saman við Hussein í friðarviðræðum við ísra- ela „að fengnu samþykki PLO“. Ekki tókst í dag samkomulag um dagskrá fundanna um brottflutning erlends herliðs frá Líbanon og er ekki vitað hvorir höfnuðu mála- miðlun Bandaríkjamanna, Líbanir eða ísraelar. Bandaríkjamenn eru tilbúnir með nýja sáttatillögu og munu fulltrúar þjóðanna taka af- stöðu til hennar á sjötta fundinum nk. fimmtudag. í dag var allt kyrrt í hafnarborg- inni Trípólí, í fyrsta sinn í tvo mán- uði, og höfðu palestínskir skærulið- ar gengið á milli vígamannanna, sem hvorirtveggju eru múhameðs- trúarmenn. Er önnur fylkingin and- víg Sýrlendingum en hin þeim með- mælt. Fyrstu fjárlög Palme-stjórnarinnar: „Þriðja leiðin“ farin við fjárlagagerðina 111 ianúar \ 1» ^ * Siokkhólmi, 10. janúar AP. RÍKISSTJÓRN Olofs I’alme lagði í dag fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp og er gert ráð fvrir, að hallinn á þeim nemi la-pum þriðjungi fjárlagauppha'ðarinnar. Að sögn stjórnarinnar var farin „þriðja leiðin" við gerð fjárlaganna en þau eru samhland af ströngum aðhaldsaðgerðum og eyðslu að öðru leyti. Sænska stjórnin stefnir að því að takmarka einkaneyslu, hafa taum- hald á fjárlagahallanum og auka samtímis því fjárfestingu í landinu, iðnframleiðslu og atvinnu. I tilkynn- ingu fjármálaráðuneytisins sagði, að við fjárlagagerð hefðu einkum tvær leiðir verið farnar að undanförnu. Þensla að dæmi Frakka eða niður- skurður og strangt aðhald eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sagði í tilkynningunni, að báðar þessar leið- ir væru ófullnægjandi og því hefði „þriðja leiöin" verið valin. Eftir henni myndi sænska þjóðin komast út úr kreppunni með sparnaði og skynsamlegum vinnubrögðum. I fjárlögunum er gert ráð fyrir, að útgjöld ríkisins verði 294,3 milljarð- ar skr. en tekjurnar 204,1 milljarður. Hallinn er 90,2 millj. og fer rúmlega helmingur hans til greiðslu afborg- ana og vaxta af þjóðarskuldinni, 377 milljörðum skr., en af henni eru 72 milljarðar erlend lán. Afborganir og ve.xtir eru 56,5 milljarðar skr. eða meira en allur tekjuskattur sænska ríkisins, skattar af bensíni, tóbaki og áfengi. Talið er, að kaupmáttur launa muni minnka um 4%, einkaneyslan um 2,5% og að atvinnuleysið verði áfram 3,2%. Verðbólgan er sögð munu verða um 11,5%, var 10% á síðasta ári, en því er spáð, að þjóðar- framleiðslan muni aukast um 1,4%. Engar félagslegar umbætur er að finna í fjárlagafrumvarpinu, sem er nýlunda hjá sænskum jafnaðar- Kyrrt var í líbönsku borginni Trípólí í gær en þar hafa verið stanslaus vígaferli í tvo mánuði. Um 200 manns hafa látist í þeim. Það eru múhameðstrúarmenn sem borist hafa á banaspjót, stuðningsmenn Sýrlendinga og andstæðingar þeirra. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.