Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
Greiöslufyrirkomulag gatnagerðargjalda lóða við Grafarvog:
47% vextir greiðast af
eftirstöðvum gjaldanna
Tillögu Alþýðuflokks um verðtryggingu eftirstöðva vísað frá
„TILLAGA borgarstjóra, sem borg-
arstjórn hefur samþykkt um
greiðslufyrirkomulag gatnageróar-
gjalda, gerir ráó fyrir að þeir úthlut-
unarhafar, sem úthlutun fá 1983 á
lóðum sem verða til afhendingar
1984 og 1985, greiði hæstu lögleyfðu
skuldabréfavexti af seinni hlutum
gatnagerðargjaldanna. Þessir vextir
eru nú um 47% á ári, sem er mun
lægra en almennar verðbólguspár,"
segir í frávísunartillögu meirihluta
borgarstjórnar, við tillögu Sigurðar
E. Guðmundssonar borgarfulltrúa
63.233 lestir bárust
á land í Eyjum 1982
Veslmannaeyjum. 10. janúar.
Heildarsjávarafli lagður á land í
Vestmannaeyjum á síðasta ári nam
63.233 lestum, en það er um 58 þús-
und lestum minni afli en árið 1981.
Þennan mikla mun má alfarið rekja
til loðnubrestsins, því að árið 1981
var landað hér rösklega 66 þúsund
lestum af loðnu, en aðeins 4 þúsund
lestum árið 1982.
Afli síðasta árs skiptist annars
þannig, að bátar lönduðu alls
44.976 lestum en togarar 14.002
lestum. Bátaaflinn er rúmum 4
þúsund lestum meiri en 1981, en
togaraaflinn 480 lestum minni,
miðað við óslægðan fisk. Hlutfall
þorsks í aflanum minnkaði um
27% miðað við 1981.
Fjórir togarar eru gerðir út frá
Eyjum. Þeirra aflahæstur varð
Breki með 4.4435,6 lestir. Afla-
verðmæti var 25 milljónir. Sindri
fékk 3.741,6 lestir og aflaverðmæti
17.7 milljónir. Klakkur fékk
3.257.7 lestir og aflaverðmæti 15,7
milljónir og Vestmannaey fékk
3.251,3 lestir og var aflaverðmætið
17,2 milljónir.
Gæftir hafa verið afleitar það
sem af er þessu ári, en þó höfðu
sex bátar lagt netin nú fyrir helg-
ina. Afli hefur verið tregur þá
sjaldan þeir hafa getað vitjað um
netin. Þrír togaranna fóru til
veiða strax eftir áramótin, en hafa
lítið getað athafnað sig vegna veð-
urs. Breki landaði hér í dag 80
lestum eftir viku veiðiferð. Fjórði
togarinn, Klakkur, hefur verið frá
veiðum frá miðjum desember
vegna bilunar í spili.
— Hermann
Alþýðuflokksins, en tillaga Sigurðar
var þess efnis að gatnagerðargjöld
lóða, sem úthlutaö verður á þessu
ári, en afhendast árið 1984 eða 1985,
skuli vera vísitölubundin og taki auk
þess vexti.
Tillaga Sigurðar E. Guðmunds-
sonar kom til atkvæða við síðari
umræðu um fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar, en hún var
samþykkt snemma á föstudags-
morgun.
í frávísunartillöginni segir
ennfremur, að greiðslufyrirkomu-
lag það, sem samþykkt hafi verið,
sé hvetjandi, þar sem úthlutun-
arhafar greiði í raun lægri gatna-
gerðargjöld en gjaldskrá segir til
um. Því feli tillaga borgarfulltrúa
Alþýðuflokksins það í sér, að um-
sóknir væntanlegra lóðarhafa
framreiknist með vöxtum og verð-
bótum til afhendingartíma lóð-
anna. Við þær aðstæður væri
heppilegra fyrir lóðarhafa að skila
inn lóðinni, fá aðra lóð gegn stað-
greiðslu og hirða mismuninn. Til-
lagan sé spor aftur á bak og því
vísað frá.
Ljósm. Ól.K.M.
Flotaforingi NATO í Reykjavík
Wesley McDonald, aðmíráll, yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATO,
dvaldist hér á landi í gær. Aðmírállinn er nýtekinn við störfum í
höfuðstöðvum Atlantshafsherstjórnarinnar í Norfolk í Bandaríkjunum.
Á meðan á dvöl hans stóð ræddi hann meðal annars við Olaf Jóhann-
esson, utanríkisráðherra, og var myndin tekin af þeim í Ráðherra-
bústaðnum við Tjarnargötu.
Niðurskurði fjárveitingar til tækjakaupa Borgarspítalans mótmælt:
Ríkið skuldar borginni tugi milljóna
vegna framkvæmda og tækjakaupa
Hætta á flóð-
um þegar
hlánar
EF hlánar skyndilega þá getur
skapast hætta á flóðum, því nú
eru óvenju mikil snjóalög. Rétt
er að benda fólki á að hreinsa
niðurfoll hjá húsum sínum og
fylgjast með því að þau haldist
opin ef að hlánar.
Samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið aflaði sér,
þá nær húseigendatrygging og
heimilistrygging ekki yfir tjón
af völdum vatns, sem kemur
utan frá og ekki er vitað til að
hægt sé að tryggja sig fyrir
tjóni af þessu tagi.
— segir Davíð Oddsson
„VIÐ teljum engan vafa leika á í þeim efnum, að ríkið á að greiða helming
kostnaðar við tækjakaup Borgarspítalans á móti borginni lögum samkvæmt, en
það hefur ríkið ekki gert. Reyndar skuldar ríkið Reykjavíkurborg, vegna
Borgarspítalans, stórkostlegar fjáruppæðir og ef Grensásdeild Borgarspítalans
er þar talin með, þá nemur skuld ríkisins tugum milljóna," sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið, en borgarstjórn samþykkti
að fjárframlag til tækjakaupa fyrir Borgarspítalann yrði 8,3 milljónir i ár í stað
18,6 milljóna, eins og lagt hafði verið til.
Í bréfi sem yfirlæknar Borgar-
spítalans rituðu borgarstjórn fyrir
afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlun-
ar segir, að þeir hafi lagt til að
lágmarksupphæð til viðhalds og
kaupa á tækjum fyrir spítalann
yrði 18,6 milljónir króna. Tækja-
kaupanefnd Borgarspítalans hefði
komist að sömu niðurstöðu og til-
laga þar um hefði síðan verið sam-
þykkt í stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar. Læknarnir
lýsa furðu sinni á niðurskurði
borgarstjórnar á þessum lið og
telja að með því sé starfsemi spít-
alans stefnt í hættu. Einnig benda
þeir á, að á síðasta ári hafi 7 millj-
ónir runnið til tækjakaupa. Stór
hluti tækja sé keyptur á dollara-
verði, sem hafi hækkað um meira
en 100% á tímabilinu og sýni þessi
gengisþróun hversu
niðurskurðurinn sé.
háskalegur
Davíð Oddsson gat þess, að skuld
ríkisins kæmi til bæði vegna 85%
reglunnar svokölluðu, en ríkinu ber
að greiða 85% byggingarkostnaðar
við sjúkrastofnanir, en einnig væri
um talsverða skuld að ræða varð-
andi kaup á tækjum. Því væri hag-
ur Borgarspítalans þrengri en ella
væri. Þær 8,3 milljónir sem veitt
væri til tækjakaupa á núverandi
fjárhagsáætlun væru framlag
borgarinnar einnar, framlag frá
ríkisvaldinu kæmi þar ekki á móti
eins og lög kvæðu á um.
Davíð var spurður um þá skoðun
sem fram hefur komið, að borgin
gæti gefið fé til líknarfélaga, sem
síðan gætu keypt tæki fyrir spítal-
ann og komist þar með hjá að
greiða opinber gjöld af tækjunum,
en samkvæmt núverandi kerfi tek-
ur hið opinbera talsverðan hluta
Færð víðast að batna
nema á Vestfjörðum
Margeir varö
annar í Hamar
MARGEIR Pétursson hafnaði í 2/3 sæti ásamt Kudrin hinum landflótta
Sovétmanni, sem nú býr í Bandaríkjunum, á alþjóðlegu skákmóti í Hamar í
Noregi og lauk um helgina. Þeir hlutu 6'/a vinning í 9 umferðum en DeFirmi-
an sigraði, hlaut 7' 2 vinning. Margeir vann Norðmanninn Bjerke í 8. umferð
og gerði jafntcfli við Ilavis, Englandi í siðustu umferð.
Karl Þorsteins hlaut 5 vinninga
og náði með því FIDE—áfanga.
Sævar Bjarnason hlaut 4 vinninga
í mótinu. Um helgina hófst svo al-
þjóðlegt skákmót í Gausdal í Nor-
egi og eru þeir Margeir, Karl og
Sævar meðal þáttakenda ásamt
Guðmundi Sigurjónssyni.
Þremur umferðum er lokið og
hafa úrslit orðið: Guðmundur Sig-
urjónsson gerði jafntefli við Wed-
berg og Helmers og á biðskák við
Hawksworth frá Englandi. Mar-
geir vann Bletz frá V—Þýzkalandi
í 1. umferð og á betri biðskákir
gegn Westerinen, Finnlandi og
Kristiansen, Noregi.
Sævar Bjarnason gerði jafntefli
við Davis, Englandi, Wedberg Sví-
þjóð og Donaldsson, Bandaríkjun-
um og Karl Þorsteins vann Schol-
seth og Bjerke frá Noregi en tap-
aði fyrir Kudrin, Bandaríkjunum.
í GÆRKVELDI var góð færð um
Reykjanesbraut suður til Keflavík-
ur og annarra staða á Suðurnesj-
um, samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið fékk hjá vegaeftirliti
Vegagerðar ríkisins. Þá var einnig
góð færð frá Reykjavík austur í
Árnessýslu um Þrengsli og þaðan
allt til Víkur í Mýrdal. Frá Vík var
stórum bílum og jeppum fært allt
til Hafnar í Hornafirði.
Sæmileg færð var um HvaL
fjörð og til Akraness og Borgar-
ness og í dag á að moka veginn
norður til Akureyrar, Siglufjarð-
ar og Hólmavíkur og á Snæ-
fellsnesi og um Dali vestur í
Reykhólasveit. í dag á einnig að
moka í uppsveitum Árnessýslu
og vegi austur á Austfirði.
Oddsskarð verður einnig mokað í
dag, en Fjarðarheiði og Fagridal-
ur voru mokuð í gær.
Frá Akureyri var í gær ágæt
færð austur um Dalsmynni til
Húsavíkur og þaðan í Mý-
vatnssveit og um Tjörnes til
Raufarhafnar.
Á Vestfjörðum voru vegirnir
milli Bolungarvíkur og ísafjarð-
ar og Súðavíkur opnaðir í gær-
morgun, en vegir milli allra ann-
arra þéttbýlisstaða eru enn lok-
aðir.
fjárins í opinberum gjöldum. Davíð
sagðist ekki hafa hugleitt þá skoð-
un, en hún sýndi glöggt hverskonar
skrípaleik um væri að ræða, ef
menn þyrftu að fara þannig að.
Lítið flogið
INNANLANDSFLUG til og frá
Reykjavík lá að mestu niðri í gær
vegna veðurs, en millilandaflug
gekk vel ef undan eru skildar tafir,
sem urðu vegna þess að rútum úr
Reykjavík sóttist ferðin til Keflavík-
urflugvallar seint.
Flugleiðum tókst að fara eina
ferð til Egilsstaða í gær en vél sem
hélt til ísafjarðar varð að snúa við
þar sem ekki tókst að lenda vestra.
Til stóð að fljúga á Boeing-þotum
milli Keflavíkur og Akureyrar, en
veður leyfði það ekki. Arnarflugi
tókst að fljúga til Siglufjarðar og
Stykkishólms í gær.
Veðurspá var örlítið hagstæðari
flugi í gærkvöldi og því búist við
að takast mætti að fljúga eitthvað
á flugleiðum innanlands í dag.
Féll í höfnina á Flateyri:
„Ég var ekki feig-
ur í þetta sinn“
„ÉG VAR á leið út í bátinn, sem lá við legufæri um 10 faðma frá landi. Fór
á bátskænu út, cn ekki tókst betur til en svo, að kænunni hvolfdi og ég
steyptist í sjóinn. Ég hóf þegar að krafla mig í land — rekís var í höfninni
og sjór kaldur. Mér tókst að komast að kantinum, sem er rúmlega tveggja
metra hár og klifra upp. Ég var orðinn örmagna af þreytu þegar ég loks
komst á þurrt,“ sagði Aðalsteinn Guðmundsson, 46 ára, útgerðarmaður á
Flateyri, í samtali við Mbl. en hann sýndi mikla karlmennsku eflir að hafa
fallið í höfnina á fimmtudagsmorgun, Tókst að krafla sig í land og ganga
heim til sín í erfiðri færð.
„Enginn var sjáanlegur. Mín
fyrsta hugsun eftir að vera kom-
inn á þurrt var að hvíla mig en ég
féll ekki í þá freistni. Annaðhvort
var aö duga eða drepast og halda
heim. Allt var á kafi í snjó og
færð erfið. Mér tókst að komast
heim en var þá orðinn helvíti
slæptur. Ekki þurr þráður á mér
og stígvélin full af sjó og kalt úti.
Ég held að allir geti verið sam-
mála um, að betur fór en á horfð-
ist. Segja má, að ég hafi ekki verið
feigur í þetta sinn,“ sagði Aðal-
steinn Guðmundsson.