Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 13

Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 13 sonar. Eftir að hafa bent á að landsmenn ættu að breyta eftir góðum dæmum í stað þess að gera sér úr þeim efni í víl og harmatöl- ur, skrifar Jón: „Þá munum vér sjá, að ísland mun renna upp og blómgast eins og fyrr og sýna oss að gallar þess voru meiri hjá oss og í atorkuleysi voru, kunnáttu- leysi og handvömmum en hjá landinu sjálfu." Markist stjórnmálin ekki af mannanna verkum, heldur fyrst og fremst ákomum náttúruafl- anna, er von að þar sé höggvið í harðan skalla að krefjast dyggða i athöfnum forsvarsmanna. Er því að vonum að í ávarpi sinu láti for- sætisráðherra súpu í grautinn með því að geta þess hvergi hvern- ig auka beri þjóðartekjurnar, en segja þess í stað að glæða beri málsmekk og „varðveita lögmál ís- lenzkrar ljóðlistar". Er nú mál að fara aftur í smiðju til Jóns Sig- urðssonar. Það er gott, segir Jón, að líta aftur fyrir sig eins og ís- lendingum er tamt. „En menn mega samt ekki gjöra of mikið af þessu, því annars fer svo fyrir oss, að meðan vér horfum aftur á bak á fornöld vora og undrumst hana glápandi og starandi, en gjörum lítið eða ekkert sem gjöra þarf, þá fer móður vorri, Islandi, aftur, svo það gengur lifandi ofan í jörðina, það er: eyðist og hrörnar fyrir ódugnað barna sinna og getur ekki framfært þau, því þau hafa ekki lag á að ganga sér að mat.“ I hartnær þrjú ár hefur þjóðin búið við siðblinda ríkisstjórn. Mun það teljast til afbrigða á Vestur- löndum að óhlutvöndum hlaupa- læknum skuli haldast uppi að hreykja sér eftir að sýnt er að þeir kunna engin ráð við landsins versnandi meinum. Meira er þó um vert að slíkur sjálfbirgingur stangast á við lungann úr Islend- ingseðlinu. Það eru ekki náttúru- öflin, heldur „einbúa viljinn, sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strendur." Fallandi gengi ætti ekki að verða okkur efni til að áfellast landið, heldur gera okkur ljóst að verk er að vinna og mál að hefja stjórnmálin til virðingar á ný: „Osnjallur maAur hyggst munu ey lifa, ef hann við víg varast; en elli gefur honum engi frirt, þótt honum geirar gefi.“ ygNKSS7KIV<------------ "STEINGRÍMUR HLÝTUfl AP HRFR LÝ5T YFlR RFTUR R9 Þffl) W\ EN6IN GEMFELLING11 Skidoo Citation 4500E Léttur, lipur, hress og þægilegur Skidoo Nordik Þetta er alhliða sleöi duglegur í brekkum og að draga. Skidoo Skandik Vinnuþjarkur á óvenju löngu belti, duglegur í djúpum snjó og drætti. Skidoo Everest 500E Stór kraftmikill og hraöskreiöur lúxussleöi. 500 kúbik-161/2“ belti. Skidoo Blizzard 9700 521,2 kúbik mótor. Tveir Mikuni VM-40. Ægilegur kraftur, en samt léttur. 161/2“ belti. Eini 2 belta sleðinn á markaönum. 640 kúbik mótor. Dregur meir og brattar en aörir. 2 gira áfram og afturábak. Beltabfll frá Bombardie. Sumar og vetrarbelti. Fordvél, 4 gírar áfram, ýtu- tönn fáanleg. Blizzard 5500 MX VP-2000 Nýr undirvagn á 161/2“ belti, algjörlega einstæö fjöörun. 500 kúbik mótor. Franskur, 6 hjól á beltum meö bílvél og 4 gírar áfram, kemst næstum allt á sjó og landi. GÍSLI JÓNSS0N & co hf„ Sundaborg 41, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.