Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
Unnið að byggingu
skrifstofu sýslumanns
Flskifirði, 4. janúar.
ÞAÐ ER fremur sjaldgæft ad unn-
ið sé við að steypa hús hér á miðj-
um vetri. Nú er unnið við byggingu
á nýjum embættisbústað sýslu-
mannsembættis S-Múlasýslu hér á
Eskifirði. Byrjað var á húsinu síð-
astliðiö haust og seinasta steypu-
vinnan var núna rétt fyrir jól. Hús-
iö, sem kemur í stað gamals timb-
urhúss, stendur í hjarta bæjarins
við Strandgötu og í því veröa
skrifstofur sýslumannsembættis-
ins, lögreglustöð, fangageymslur
og fleira.
Byggingunni á að vera lokið
haustið 1983. Ævar
Varði doktorsrit-
gerð í veirufræði
HINN 16. desember sl., varði Ari K.
Sæmundsen doktorsritgerð sína i
veirufræði við Karolinska Institutet
i Stokkhólmi. Ritgerðin nefnist „Ac-
tivation of Epstein-Barr virus in vivo
and in vitro“ og fjallar í stórum
dráttum um samskipti Epstein-Barr
veirunnar (EBV) og hýsilfrumu
hennar.
Náttúrulegar hýsilfrumur EBV
eru hvítar blóðfrumur, svokallað-
ar B-frumur. Flestir sýkjast ungir
að aldri án nokkurra sjúkdóms-
einkenna. Sýkist fólk hinsvegar
seint á gelgjuskeiðinu eða á full-
orðinsárum, þá getur veiran vald-
ið svokallaðri kirtlaveiki (infect-
ious mononucleosis). Eftir frum-
sýkingu er erfðaefni veirunnar til
staðar í sýktum B-frumum, en
framleiðsla veiru á sér ekki stað.
Talið er að ónæmiskerfið, sér-
staklega hið frumubundna, haldi
veirunni í skefjum. Fólk með vissa
meðfædda erfðagalla í ónæmis-
kerfinu eða hvers ónæmiskerfi er
hamið með lyfjum, t.d. vegna líf-
færaflutninga, hefur meiri líkur á
að fá illkynja sjúkdóma (lymph-
oproliferative diseases/malignant
lymphomas (LD/ML) en annars.
Margir þessara sjúkdóma stafa af
hröðum, óviðráðanlegum vexti
B-frumna. Frumurnar hafa um-
breyst (transformed) í illkynja
frumur, og er talið, að EBV eigi
þar hlut að máli, en veiran um-
breytir auðveldlega B-frumum í
frumuræktunum.
Fyrri hluti ritgerðarinnar fjall-
ar um aðferðir til að nema erfða-
efni EBV í vefjasýnum úr sjúkl-
ingum með LD/ML. Niðurstöðurn-
ar styrkja þá tilgátu að EBV geti
verið orsakavaldur þessara sjúk-
dóma.
Ýmis efni (inducers) eru notuð
til að hvetja framleiðslu veiru í
frumuræktunum, þar sem veiru-
framleiðsla á sér venjulega ekki
stað, eða í mjög litlum mæli.
Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar
um rannsóknir á lífsferli veirunn-
ar í frumuræktunum og hvernig
hvatar hafa áhrif á frumurnar,
þannig að þær verða viðkvæmari
fyrir sýkingu.
Ari K. Sæmundsen er fæddur í
Reykjavík 30. mars 1951, sonur
hjónanna Péturs heitins Sæm-
undsen bankastjóra og Guðrúnar
HAPPDRÆTTISÍBS:
Drsettí frestað vegna ófazrðar
VH) DRÖGUM
FIMMTlíDAG
13.JANUAR!
Héma kaupirþú tniða
í Reykjavik og nágrenní
Athugaðu að vinningum hefur nú verið fjölgað í Happdrætti
SÍBS. Hver miði kostar 50 kr. en kaupirðu ársmiða sparar þú
ómælda fyrirhöfn.
Snúðu þértil þessara aðila:
Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23130.
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665.
Sjóbúðin, Grandagarði 7, sími 16814
Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632.
Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800.
S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180.
HAPPDRÆTTi SÍBS
Meira en fjórði hver miði hlýtur vinning.
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18,
Garðabæ, sími 42720.
Vilborg Sigurjónsdóttir c/o Bókabúð,
Olivers Steins, Strandgötu 31,
Hafnarfirði, sími 50045.
Lilja Sörladóttir, Túngötu 13,
Bessastaðahreppi,
sími 54163.
Dr. Ari K. Sæmundsen
Sæmundsen. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1971, og B.Sc. prófi í
líffræði frá Háskóla íslands 1974.
Að loknu B.Sc. námi starfaði hann
m.a. undir handleiðslu Margrétar
Guðnadóttur prófessors við Rann-
sóknarstofu Háskólans í veiru-
fræði. Árið 1976 hóf hann nám við
Virginia Polytechnic Institute &
State University og lauk þaðan
M.Sc. prófi í örverufræði, með
veirufræði sem aðalgrein, 1978.
Hann hélt síðan til Stokkhólms,
þar sem hann hefur unnið að dokt-
orsverkefni undir handleiðslu Dr.
Georg Klein við Institutionen för
Tumbörbiologi, Karolinska
Institutét.
Ari er tvíkvæntur Sigríði Á.
Skúladóttur og eiga þau tvö börn.
Tólf ára enskur piltur með marg-
vísleg áhugamál óskar að skrifast
á við pilta á sínu reki:
Richard Schneider,
71 Redway Drive,
Whitton,
Middlesex,
England TW2 7NN.
Þrettán ára stúlka í Ghana með
áhuga á tónlist, íþróttum, ljós-
myndun og póstkortasöfnun:
Jemimah Mercer Ricketts,
P.O.Box 38,
Cape Coast,
Ghana.
Þrítugur karlmaður í Óman, er
safnar frímerkjum, mynt, pen-
ingaseðlum, fyrstadagsumslögum,
og hefur mikinn áhuga á bréfa-
skriftum og tónlist, óskar að skrif-
ast á við fólk á öllum aldri:
Domnic D’souza,
P.O.Box 3580,
Ruwi,
Sultanate of Oman.
Þrettán ára sænsk stúlka með
áhuga á hestum, skíðaíþróttum og
teiknun:
Maria Granberg,
Blomsterkungsv. 140,
162 43 Vállingby,
Sweden.
Nítján ára nýsjálensk stúlka, sem
safnar frímerkjum og póstkortum,
og hefur áhuga á tónlist, íþróttum
og garðyrkju:
Sharon Burnett,
23 Sawyers Arms Road,
Papanui,
Christchurch 5,
New Zealand.
Nítján ára piltur í Ghana með
íþróttaáhuga:
Kwesi Vasco Hayford,
Ekwamasi Methodist Mission,
Box 2,
Abeadzi-Dominase,
Via Saltpond clr,
Ghana