Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 41

Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 21 Umsjónarmenn dómaramála: „Þeir ættu að segja af sér á stundinni" — sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar „Þeir sem standa ad þessum dómaramálum ættu aö sjá sóma sinn í þvi aö segja af sér og þaö á stundinni," sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörnunnar, allt annað en hress, eftir leikinn viö Þrótt á sunnudagskvöldið, en leikurinn hófst ekki fyrr en 42 mín. eftir auglýstan leiktíma, þar sem engir dómarar mættu á staöinn á réttum tíma. „Þetta er algjörlega ófært. Menn sem leggja eins mikiö á sig viö æfingar og eiga allt sitt undir svona mönnum geta ekki staöiö í svona löguöu," sagöi Gunnar. Þróttarar voru aö sjálfsögöu ekki hressir meö þetta frekar en Stjörnumenn. „Þaö er fyrir neöan allar hellur aö þetta gerist í 1. deild,“ sagöi Einar Sveinsson. „Þaö er búiö aö komast fyrir þetta aö langmestu leyti í yngri flokkunum, og þaö er alveg til skammar aö þetta skuli koma fyrir it1. deild,“ sagöi hann. „Menn eru á launum viö aö sjá um þessi mál og ættu því aö geta haft þetta í lagi.“ Ólafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar var á sama máli. „Þetta gerist hvergi nema á íslandi," sagöi hann. Menn virtust ekki sammála um þaö hverjir heföu átt aö dæma leikinn. Reynt var aö hafa sam- band viö umsjónarmenn dóm- aramálanna, en án árangurs, og þeir sem skráöir voru á leikinn könnuöust ekki viö aö hafa veriö boöaöir. Þaö er aö sjálfsögöu mjög slæmt þegar slíkt hendir og fjöldi áhorfenda mættir á staö- inn. Vonandi kemur þetta ekki fyrir aftur. — SH. • íslendingar og Danir léku þrjá landsleiki í körfu- knattleik hér um síðustu helgi. Islenska landsliðinu tókst að sigra í tveimur leikjum en tapaði einum. Á myndinni hér að ofan má sjá Axel Nikulásson í baráttu við einn danska leikmanninn. Axel lék mjög vel með íslenska liðinu gegn Dönum, og sýndi mikla baráttugleði. Sjá bls. 24—25. Lokeren sló Standard út úr bikarkeppninni — ÞETTA var virkilega góöur leikur hjá okkur í Lokeren, og Standard átti aldrei neina mögu- leika á sigri eftir aö viö höföum gert út um leikinn strax í fyrri hálfleik, en þá skoruöum viö þrjú mörk. Þaö var hollenski leikmaö- urinn í liöi okkar, Van der Gjip, sem skoraöi öll mörkin, og þau voru hvort ööru fallegra, sagöi Arnór Guöjohnsen er Mbl. spjall- aði við hann í gær. Liö hans, Lok- eren, kom á óvart meö því aö sigra Standard Liege 3—0 í Belg- ísku bikarkeppninni síðastliöinn sunnudag. Þetta var síðasti leikur Arnórs meö Lokeren nú í mánaö- artíma þar sem hann er nú kom- ÍSLENSKA unglingalandsliöiö í körfuknattleik tók um helgina þátt í Polar-Cup Noröurlanda- mótinu, sem fram fór í Dan- mörku. Liöið var í neösta sæti og tapaði öllum sínum leikjum á mótinu. Stærsti skellurinn var gegn Finnum í fyrsta leik mótsins — en Finnar uröu Norðurlanda- meistarar. Islandsmet í GÆRDAG setti Siguröur Matthí- asson nýtt íslandsmet í hástökki án atrennu á innanfélagsmóti hjá KR. Sigurður stökk 1,78 metra. Bætti hann gamla metið um einn sentimetra. Siguröur er í UMSE. inn í leikbann, og veröur ekki meö næstu fjóra leiki. — Þaö er ægilegt aö þurfa aö taka út svona langt leikbann, ég var aö vonast til þess aö fá bara tvo leiki, þar sem ég var ekki búinn aö fá gult spjald í vetur, og hef aldrei lent í neinum útistöðum á leikvellinum. En þetta veröur manni mikill lærdómur og dýrmæt reynsla, sagöi Arnór. — Ég mun æfa af miklum krafti og leika æfingaleiki til þess aö halda mér vel viö. Veöriö hér í Belgíu hefur aldrei veriö betra á þessum árstíma síöan ég kom hingað. Þaö er 16 stiga hiti og allar aöstæöur til þess aö leika knatt- Úrslit leikja íslenska liðsins uröu þessi: ísland — Finnland 76:118 island — Noregurt 65:69 ísland — Danmörk 79:83 ísland — Svíþjóö 77:84 Finnar uröu sigurvegarar á mót- inu — sigruðu Norömenn í úrslita- leik. Norömenn, sem yfirleitt hafa veriö taldir slakastir Noröurlanda- búa í körfuknattleik sýndu á sér allt aöra hliö aö þessu sinni og skutu íslandi, Danmörku og Sví- þjóö ref fyrir rass. En er í úrslita- leikinn sjálfan kom höföu þeir ekk- ert aö segja í Finnana, sem sigruöu þá mjög auöveldlega. spyrnu eins góöar og hugsast get- ur. Arnór sagöist hafa verið ánægöur meö frammistööu sína í þessum síðasta leik sínum um tíma. Hann hefði lagt upp eitt markiö og átt sterkan leik á miöj- unni gegn Arie Haan, hinum þekkta leikmanni hjá Standard. Úrslitin í 16 liöa úrslitum í belg- ísku bikarkeppninni um síöustu helgi uröu þessi: Winterslag — Anderleicht 2—1 AAGent — Antwerpen 1 — 1 Lierse — CS Brugge 2—0 Kortrijk — FC Brugge 0—1 Aalast — Beveren 0—1 Lokeren — Standard Liege 3—0 Tongeren — TWD Molenbeckl—3 Luik — Waregem 1—2 Þ.R. • Amór og félagar hans fögnuöu góöum aigri um aíöuatu helgi. En þá aigraöi Lokeren Standard 3—0 í bikarkeppninní. Norðurlandamót unglinga: íslendingar höfnuöu í neðsta sætinu Níu særðust er sprengju var kastaö Að minnsta kosti níu manns særöust — þar af tveir mjög alvarlega — er sprengjum var varpað að áhangendum Ajax í Hollandi á bikarleiknum gegn Den Haag á sunnudaginn. Tvær sprengjur sprungu meðan á leiknum stóö — sú fyrri rétt fyrir leikhlé og önnur um miðjan síðari hálfleikinn. Þá særöust meðal annars tveir lögregluþjónar. Að sögn lögreglu voru sprengjurnar heimatilbúnar og í hvorri þeirra var a.m.k. eitt kíló af oddhvössum járn- bitum. Sá, er særöist mest, var illa haldinn vegna skuröa á fótum, höndum og maga, er hann hlaut er sprengikúlur þeyttust í hann. Lögreglan handtók fjóra aöila — tvo vegna gruns um aö hafa hent sprengjunum og tvo aöra fyrir „óspektir á al- mannafæri“ eins og þaö var oröað i skeyti frá AP. Þeir sem teknir voru vegna sprengjanna voru 18 ára unglingur og 25 ára karlmaö- ur — báöir frá Haag. — SH. Bikarmeistar- arnir fengu WBA heima í GÆR var dregið til 4. umferöar í ensku bikarkeppninni og veröa þessir leikir spilaöir laug- ardaginn 29. þessa mánaðar. Ensku meistararnir Liverpool voru nokkuö heppnir meö mót- herja. Þeir leika gegn Sheffield United eða Stoke á heimavelli sínum. Annars viröist litlu máli skipta viö hverja þeir leika um þessar mundir — þeir leggja alla aö velli. Bikarmeistarar Tottenham mæta West Brom- wich Albion á White Hart Lane og aðrir athyglisveröir leikir eru viöureignir Arsenal og Leeds, Aston Villa og Wolves, Luton og Manchester United og Watford og Fulham. Drátturinn lítur ann- ars þannig út: Newport eöa Everton — Shrewsbury Oxford eöa Torquay — South- end eöa Sheffield Wednesday Arsenal — Leeds Aston Villa — Wolves Brighton eöa Newcastle — Sunderland eða Manchester City Coventry — Norwich Middlesbrough eða Bishop’s Stortford — Notts County Watford — Fulham Ipswich — Scunthorpe eða Grimsby Luton — Manchester United Liverpool — Sheffield United eöa Stoke Crystal Palace — Walsall eöa Birmingham Derby — Huddersfield eöa Chelsea Tottenham — WBA Cambridge — Barnsley Carlisle eða Burnley — Swind- on — SH. * ♦ V.#' Gerets leikmaður ársins ERIK Gerets, hinn 28 ára gamli bakvöröur hjá Standard Liege, var kjörinn knattspyrnumaöur Belgíu áriö 1982. Gerets sem stóð sig frábærlega vel í HM-keppninni á Spáni síðast- liöið sumar með belgíska lands- liöinu fékk 452 stig og hlaut því gullskóinn sem nafnbótinni fylgir. Næstur kom Ludo Coeck leikmaður hjá Anderlecht meö 208 stig. Þriðji varö Juan Loz- ano einnig leikmaður hjá And- erlecht, hann hlaut 175 stig. Þaö eru íþróttafréttamenn og þjálf- arar sem velja leikmann ársins. • » Fylkir er langefst í 3. deild EINN leikur fór fram í 3. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina. Fylkir sigraði Reyni Sandgeröi meö 26 mörkum gegn 18. Nokkrum leikjum varö að fresta vegna veöursins. Staöan í 3. deild er nú þessi: Fylkir 9 9 0 0 199:141 18 Reynir S 9 6 1 2 212—174 13 Þór Ak. 9 5 2 2 234—165 12 Akranes 8 4 1 3 210—166 9 Keflavík 8 4 1 3 171—144 9 Týr 8 3 1 4 173—151 7 Dalvík 7 2 0 5 164—165 4 Skallagr. 8 1 0 7 139—213 2 Ögri 8 0 0 8 87—268 0 — SH.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.