Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. JANÚAR1983
Skoruðu 28
stig í
heilum leik
ÞAO FÓR ekki mikid fyrír
leikmönnum Skallagríms í
Borgarnesi en þeir léku
gegn ÍS í 1. deildinni í körfu-
knattleik síöastliöinn
fimmtudag. Borgnesingar
skoruöu aöeins 28 stig í
leiknum sem er alveg ótrú-
lega lág stigatala. ÍS sigraöi
83—28. Liö Skallagríms er
nú í neösta sæti ( deildinni
með ekkert stig.
Staðan í 1. deild íslands-
mótsins í körfuknattleík er
nú þessi:
Haukar 8 8 0 756—544 16
Þór Ak. 8 6 2 658—577 12
ÍS 8 5 3 718—605 10
Grindavík9 2 7 632—785 4
SRjlta 9 0 9 »27-939 0
Valur með
forystu
TVEIR leikir fóru fram í 1
deild kvenna í íslandsmót-
inu í handknattleik um síö
ustu helgi. Valur sigraöi
Fram 14—10, og FH sigraöi
lið Hauka með yfirburöum
21—13. Eftir þessa tvo leiki
er staöan í deildinni þessí:
Valur 9 7 1 1 146—110 15
Fram 9 6 1 2 128—106 13
FH 8 5 2 1 132—99 12
ÍR 8 6 0 2 136—116 12
Víklngur 8 3 1 4 103—109 7
KR 8 2 0 6 91 — 103 4
Haukar 8 0 1 7 88—137 1
ÞórAk. 6 0 0 6 80—124 0
Næsti leíkur í 1. deild
kvenna er á miðvlkudags-
kvöldiö í Laugardalshöll, þá
leika ÍR og Víkingur.
2. deild:
Öruggur
Haukasigur
LEIKUR Hauka og HK, sem
tvívegis var frestaö í 2. deild,
var loks leikinn á sunnudag-
inn. Haukar sigruöu örugg-
lega í leiknum 26—21. Liö
Hauka er í mikilli framför og
á hraöri leiö uppávið í 2.
deild. Er ekki ólíklegt aö liö-
iö veröi í baráttunni um
toppinn ef svo heldur sem
horfir. Staöan í 2. deild er nú
þessi:
Haukar — HK 26—21
Breiðablik — Afturelding 18—18
KA 11
Grótta 10
Haukar 11
Breiðabl. 11
Þór. Ve 10
HK 11
Aftureld. 12
Ármann 10
722 278
703 240
524 255
443 217
4 3 3 221—218 11
4 1 6 237—248 9
2 3 7 231 — 159 7
1 3 6 205—224 5
-243
-243
-242
-208
Næsti leikur í 2. deild fer
fram 17. janúar í Laugar-
dalshöllinni. Þá leikur neðsta
liðiö í deildinni, Ármann, gegn
UBK.
Góður lokasprettur færði
Islandi sigur í fyrsta leiknum
ÍSLENDINGAR og Danir háöu fyrsta landsleikinn af þremur í þessari
heimsókn danska landsliósins, í íþróttahúsinu í Keflavík sl. föstudag.
Leikurinn, sem hefjast átti kl. 21.00 hófst ekki fyrr en kl. 21.35 vegna
seinkunar á flugi Dananna, sem komu beint úr vélinni í leikinn.
Leikurinn í heild var fremur slakur af beggja hálfu, og geta Danir
haft þreytu eftir feröina sér til afsökunar, en íslendingar ekkert, nema
ef vera skyldi lélegt leikskipulag, en sú hugmynd þjálfarans, aö láta
t.d. Val Ingimundarson leika bakvöró gekk ekki upp.
Fyrstu tvær minútur leiksins
skiptust liöin á að sækja, án þess
að þeim tækist aö skora, og var
hittni beggja liöanna meö ein-
dæmum léleg í upphafi leiksins.
Eftir rúmar tvær mínútur tókst
Dönum svo loks aö skora fyrstu
körfu, en Símon Ólafsson svaraöi
strax fyrir ísland og bætti viö
þriöja stiginu úr víti. Liöin skiptust
svo á að skora, og eftir 8 mínútur
var staöan 11:11 og eftir 10 mínút-
ur 17:17. Dönum tókst þá að skora
tvær körfur í röö og komast yfir
21:17, en eftir 16 mínútur var staö-
an aftur orðin jöfn 25:25. Eftir rúm-
ar 18 mínútur var staöan enn jöfn
33:33 en þá tóku íslendingar smá-
sprett og tryggöu sér forystu í hálf-
leik 39:34. Aö vísu voru blaöa-
menn sammála um aö staöan ætti
aö vera 37:35 fyrir ísland, og viö
yfirferð á leikskýrslu kom í Ijós að
ritari haföi fært 2 stig á Kristján
Ágústsson, leikmann Isl. nr. 10 en
haft 2 stig af Henrik Aas, leikmanni
Danm. nr. 10. Þrátt fyrir vinsam-
lega ábendingu blaöam. DV og yf-
irlýsingu Kristjáns um aö hann
ísland — 80
Danmörk 67
heföi ekkert stig skorað í hálfleikn-
um, neitaöi ritari öllum leiörétting-
um, brást bara hinn versti við.
Sem betur fer höföu þesssi 3 stig
ekki úrslitaáhrif í leiknum.
I síöari hálfleik hélt sama þófiö
áfram og eftir um 4 mínútur var
staöan 45:39 fyrir ísland, en þá
tóku Danir aö hitta úr langskotum,
en slíkt haföi varla sést í leiknum,
og tókst aö jafna 51:51 og eftir
tæpar 9 mínútur aö komast yfir
55:53. Næstu 4 mínútur var ýmist
jafnt eða Danir 2 stigum yfir. Á
KðrfuknaltlelKur
þessum mínútum færöist nokkur
harka í leikinn, einkum vegna eix-
arskafta danska dómarans Finn
Mugskaard, en með mikilli rögg-
semi tókst hinum afburöagóða
dómara, Kristbirni Albertssyni, aö
róa leikinn og hafa stjórn bæöi á
leikmönnum og danska dómaran-
um. Er tæpar 7 mínútur voru eftir
haföi íslendingum aftur tekist aö
ná forystunni 62:60. Þá tók Axel
Nikulásson mjög góöan sprett, og
skoraði 3 körfur í röö. Þessi kraftur
Axels virtist smita út frá sér, og
aörir leikmenn íslenska liðsins
tóku viö sér, og þegar tæpar 2
mínútur voru eftir var staöan oröin
76:64 og sigurinn í höfn. Lokaúrslit
uröu svo sem áöur segir 80:67
(78:68).
Besti leikmaöur íslenska liösins
var Símon Ólafsson, og hélt hann
eiginlega íslenska liðinu á floti í
fyrri hálfleik og skoraöi þá 15 stig
en í allt skoraöi Símon 24 stig. Þá
voru þeir Axel (meö 18 stig) og Jón
Kr. Gíslason (meö 16 stig) góöir,
en aörir leikmenn léku langt undir
venjulegri getu. Stigahæstur Dana
var Steffen Heegaard meö 21 stig,
en besti maöur Dana var Henrik
Aas, sém skoraði 13 (15) stig, öll í
fyrri hálfleik, en fór fljótlega út af í
síðari hálfleik með 5 villur, þar af 3
fyrir þras viö dómarann. Leiöinleg-
ur Ijóöur á góöum leikmanni.
Ó.T.
Spennandi leik UMFA og
UBK lauk með jafntefli
JÖFNUM og spennandi leik
UMFA og UBK, sem leikinn var aö
Varmá á sunnudaginn, lauk meö
jafntefli 18:18 og voru þaö nokkuö
sanngjörn úrslit miöaö viö gang
leiksins í heild. Staöan í hálfleik
var 7:8, fyrir UBK.
Lið UBK byrjaði leikinn af krafti
tók strax öll völd á vellinum.
Leikmenn UMFA voru ekki, aö því
er virtist, vaknaðir.
Þeir vöknuöu þó upp viö vond-
an draum þegar 3 mínútur voru til
leikhlés. Þeir voru komnir fjórum
mörkum undir, 4:8. Tóku þeir þá
leikinn í sínar hendur og skoruöu
þrjú mörk án þess að Kópa-
vogsbúar svöruðu. Staöan í hálf-
leik 7:8, fyrir UBK.
Brynjar og Kristján skoruöu tvö
fyrstu mörk seinni hálfleiks, fyrir
UBK, staöan 7:10.
UBK gaf ekki eftir forystu sína,
þrátt fyrir snörp áhlaup leikmanna
UMFA á köflum. En svo loks í einu
áhlaupanna brast vörn UBK og
leikmenn UMFA geystust fram
með ofurkrafti og breyttu stööunni
úr 12:15 i 17:16 en vegna mikils
kiaufaskapar tókst þeim ekki að
sigra.
Undir lokin var leikmönnum og
stjórnendum þeirra oröiö æöi heitt
í hamsi og voru mörg Ijót orð látin
falla en þrátt fyrir þaö lauk leiknum
meö jafntefli, 18:18.
Liö UBK var mjög jafnt og var
þaö aöeins einn sem reis upp úr
meðalmennskunni, en þaö var
Björn Jónsson. Geysihættuleg
skytta sem er illviöráöanleg. Aörir
jafnir.
Gamla brýniö, Björn Bjarnason,
var bestur hjá UMFA. Hann sýndi
þaö og sannaöi í þessum leik aö
allt er fertugum fært, nema allt sé
ófært. Magnús og Steinar voru
einnig góöir.
Mörk UMFA: Björn Bjarnason
6/3, Magnús Guömundsson 3,
Steinar Tómasson 3, Ingvar
Hreinsson, Jón Ástvaldsson og
Lárus Halldórsson 2 hver.
Mörk UBK: Björn Jónsson 7/2,
Andrés Bridde 3/1, Kristján Hall-
dórsson 3, Aöalsteinn Jónsson 2,
Brynjar Björnsson 2, Ólafur
Björnsson 1.
Dómarar voru Stefán Arnalds-
son og Rögnvaldur Erlingsson.
— íben.
Bandaríska sjónvarpsstödin
NBC kaupir útsendingarréttinn
á næstu HM-keppni í knattspyrnu
— greiöir sex milljónir dollara fyrir réttinn
BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin
NBC hefur gert samning viö al-
þjóöaknattspyrnusambandiö
FIFA um sjónvarpsréttinn á
heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu árið 1986. NBC-sjón-
varpsstööin greiðir sex milljónir
dollara fyrir allan sjónvarpsrétt
frá keppninni. Er þetta hæsta
upphæð sem nokkurn tíma hefur
veríð greidd fyrir sjónvarpsrétt-
indi frá heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu.
Ekki hefur enn verið ákveöiö
hvar næsta HM-keppni í knatt-
spyrnu fer fram en tvö lönd þykja
koma mest til greina. Eru þaö
Bandaríkin og Kanada. Brasilía og
Mexico hafa einnig sótt um keppn-
ina en líklegra þykir aö keppnin
veröi annað hvort í Kanada eöa
Bandaríkjunum, áriö 1986.
Danskur sigur
í þriðja leiknum
Það fór aldrei svo aó Dönum
tækist ekki aö sigra landann í
landsleik í þessari heimsókn, því
þeir sigruðu í síóasta leiknum
sem fram fór í Hagaskóla á
sunnudaginn. Vegna ófærðar
varö aö hætta viö að spila í Borg-
arnesi eins og ráðgert hafði verið.
Danir sigruöu sem sagt, skoruðu
88 stig gegn 77 stigum íslands.
Munurinn var nánast sá sami í
leikhléi — Danir voru þá 10 stig
(37:47) yfir.
Danir beittu sömu varnaraöferö
og í öörum leiknum — 1-3-1
svæöisvörn — í fyrri hálfleiknum
og gekk þá hvorki né rak hjá ís-
lendingum. Öllum á óvart léku
Danirnir þessa aöferö ekki allan
leikinn og skömmu fyrir miöjan
síöari hálfleikinn voru íslendingar
búnir aö jafna, og var mjög jafnt í
nokkurn tíma. Danir sigu svo fram
úr aftur og unnu öruggan sigur.
Pétur Guömundsson fékk sína
4. villu strax á 1. min. síöari hálf-
leiks og gat því ekki beitt sér sem
skyldi eftir þaö, en sína 5. villu fékk
hann er sex og hálf mín. voru eftir
og var ísland þá aöeins einu stigi
undir — 69:70 — og allt heföi get-
aö gerst. Pétur átti mjög góöan
Ebbe Salling var yfirburöa-
hjá Dönum, frábær leik-
lásson.
maður
maöur.
Stigin: ísland: Símon Ólafsson
18, Pétur Guðmundsson 17, Axel
Nikulásson 12, Torfi Magnússon,
Jón Kr. Gíslason, Ríkharöur
Hrafnkelsson og Þorvaldur Geirs-
son 6 stig hver, Kristján Ágústsson
4 og Viðar Þorkelsson 1. Ebbe
Salling var stigahæstur dönsku
leikmannanna meö 22 stig, Frank
Jörgensen geröi 21 og Steffen
Heegaard geröi 13. Aörir voru meö
miklu færri.
— SH.
Pétur Guómundsson treóur hér knettinum gla
leiki um helgina. Hann var langhæsti leikrr
greinilega mjög. Greinilegt er aó Pétur er ly
slæmt ef hann getur ekki leikiö meö því í framt
alþjóöa körfuboltasambandið, aó Pétur sé el
mun þó reyna aó fá því breytt og tekst það voi
Jón Kr. Gíslason brunar hér fram völlinn í Hagas