Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 46

Morgunblaðið - 11.01.1983, Side 46
Fólk og fréttir í máli og myndum Þetta hafði Rossi að segja RÉTT FYRIR JÓLIN kom út mjög vönduð bók hjá Bókhlödunni um heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sem fram fór á Spáni síðasta sumar. Höfundur bókarinnar er hinn kunni blaðamaður Sigurður Sverrisson. Hann fókk engan annan en sjálfan knattspyrnusnillinginn Paolo Rossi til þess aö segja álít sitt á keppninni og frammistöðu sinni þar. Með leyfi Sigurðar birtum við nú hér hluta af því sem fram kemur í formála bókarinnar. Rossi hafði meöal annars þetta aö segja: Fyrstu viðbrögð mín eftir sigur- inn voru ósköp eölilega mikil gleði. Ég var ákaflega hamingjusamur yf- ir því að hafa lagt mitt af mörkum til þessa ánægjulega árangurs, sem kom verulega á óvart. Þá var gleöilegt til þess aö vita, aö viö hefðum unniö mikiö afrek og glatt hug og hjörtu allra íþróttaunnenda a Ítalíu og e.t.v. enn fleiri. Mér þótti þó vænst um þetta allt saman frá tilfinningalegu sjónarmiöi. Ég var ekki svo undrandi á því aö ég skyldi veröa valinn í lands- liöshópinn fyrir lokakeppnina, þótt val mitt hafi komið mörgum öörum mjög á óvart. Ég var heppinn. Þjálfari minn, Bernotti, hjá Juvent- us er maöur sem ég á mikið að þakka. Hann stappaöi í mig stálinu og færði mér sjálfstraustið á nýjan leik. Þaö er hann sem er maðurinn aö baki velgengni minni í dag. Velgengni mín byggist í sjálfu sér ekki á þeim mörkum, sem ég hef skoraö, heldur hvernig ég leik hverju sinni. Ég hef breytt um leikstíl fyrir tilstilli þjálfarans, en það er fyrst og fremst sjálfstraust- iö, sem hann hefur fært mór á ný, sem ég á honum aö þakka. Þaö er ómetanlegt. Sjálfur var ég ekki í neinum vafa meö eigin getu þrátt fyrir tveggja ára hlé. En eftir tvö ár veit aö sjálfsögðu enginn og þá heldur ekki ég sjálfur hvort hægt er aö komast í fulla æfingu á nokkrum mánuöum fyrir svo mikilvæga keppni. Viö mætum erfiðleikum alls staöar á lífsleiöinni. Mín heppni var aö koma inn í gott lið á réttum tíma, liö sem hjálpaði mér ákaflega mikiö. Jú, auövitaö var ég alsaklaus af öllum ákærum j hneykslismálinu, sem upp kom fyrir þremur árum. Ég held ekki aö þaö sé til neins aö vera aö rifja það mál upp rétt eina feröina. Það er oröiö gamalt og þreytt og heyrir fortíöinni til. Ég hef alltaf haldið fram sakleysi mínu og get vel ítrekað þaö enn einu sinni. Bannárin voru ömurlegur tími. Fyrra áriö æföi ég bara tvisvar í viku. Ég á byggingaverktakafyrir- tæki í Vicenza og notaöi þann tíma, sem ég haföi aflögu til aö sinna því gagngert. Síöara áriö flutti ég til Tórínó frá Vicenza og þá æföi ég auðvitað daglega. Þeirri hugsun skaut aldrei upp aö banniö væri endalok ferils míns. Ég var búinn aö leika knattspyrnu frá því á unga aldri og fannst ég eiga svo mikiö eftir sem knattspyrnumaöur. Hvaö mörkin mín í lokakeppn- inni varöar, sex aö tölu, finnst mér vænst um þaö fyrsta. Þaö var mér persónulega mest viröi enda greiddi þaö götu þeirra, sem á eftir komu. Auðvitað glöddu hin mörkin mig óumræðilega og reyndar ekki bara mig, heldur var almennt mikil ánægja meö þau á meðal liösins og áhangenda okkar. Þaö var hins vegar fyrsta markiö, sem var mór dýrmætast og veitti mér mesta ánægju. Ég held ekki aö nokkur okkar hafi átt von á því aö heimsmeist- aratitillinn félli okkur í skaut í bar- áttunni viö bestu liö heimsins. Viö gerðum okkur reyndar góðar vonir um aö standa okkur vel, en ekki beinlínis vonir um sigurlaunin. Nei, alls ekki. I lífi knattspyrnumannsins skipt- ast á skin og skúrir. Ég geri mór vonir um aö halda mér í góöri þjálfun þaö sem eftir er af knatt- spyrnumannsferli mínum, en þaö er erfitt aö halda þeim gæöa- stimpli, sem festist viö mann við þaö aö veröa heimsmeistari í knattspyrnu. Auövitaö fylgja því vissir erfiö- leikar aö vera oröinn heimsmeist- ari, álagiö er meira. Sú ábyrgö, sem hvílir á heröum okkar, sem heimsmeistarar, er talsverö. Maö- ur finnur vel fyrir þessari ábyrgö og er þess mjög meövitaður aö til- heyra liöinu, sem vann heims- meistaratitilinn í knattspyrnu. Þessi titill leggur manni vissar skyldur á heröar og nauöbeygir mann til þess aö berjast enn betur. Þetta er hlutur sem ég verö aö sætta mig viö. Þaö er starf mitt á knattspyrnuvellinum aö standa mig vel og skora mörk. • Sundsamband íslands hélt mikið námskeið á síðasta ári fyrir sund- þjálfara. Einn þekktasti þjálfari Svía, Ake Hansson, kom hingað til lands og hélt hér fyrirlestra og var meö verklega kennslu. Á efri myndínni má sjá Ake við útskýringar. En á neðri myndinni þann mikla fjölda af sundþjálfurum sem námskeiðiö sótti. En þeir voru víðsvegar af landinu. • Jim Hoiton hélt fyrir nokkru upp á það að þá voru liðin tvö ár síðan hann spilaði síöast í deild- arleik. Holton, sem hefur leikið 15 leiki fyrir Skotlands hönd, fékk árið 1980 tveggja vikna leikbann og komst síöan ekki í aðallið Coventry er hann fékk að leika á ný. Síðasta sumar var hann svo seldur til Sheffield Wednesday, en vegna meiðsla gat hann ekki leikið fyrst um sinn. Þegar hann var svo orðinn keppnisfær var annar tekinn við stööu hans hjá liöinu. • Manuel Bento, landsliðsmark- maður Benfica, fékk þriggja mán- aða bann fyrir að hafa ráðist á landsliösframherjann Manuel Fernandes sem spilar með Sport- ing Lissabon, er liöin áttust við. • Sagt er að hver leikmaöur it- alíu hafi fengið 270.000 krónur aö- eins fyrir það aö komast í millirið- il HM á Spáni. • í HM á Spáni voru um 7500 fjöl- miðlamenn mættir á staöinn, eöa u.þ.b. 1000 Ijósmyndarar, 3000 sjónvarps- og útvarpsmenn, og 3500 blaöamenn, en auk þess fjöldinn allur af tæknimönnum. • Laszlo Fazekas, 34 ára gamall og með 85 landsleiki að baki, naut ekki mikils af peningum þeim er hann fékk fyrir að koma Ungverjalandi ( HM-keppnina. Hann ákvaö að gefa vini sínum JUrgen Götz þá alla eftir að liðið sem hann hafði veriö forseti hjá fór á hausinn, en við þaö tapaði hann nærri tveim milljónum kr. • Leikmenn Kuwait fengu fín- ustu tegund af Cadillac auk einn- ar milljónar króna fyrir að komast áfram í HM-keppnina á Spáni. • Leikmenn Frakklands dvöldu í Pýreneafjöllum yfir jólin og nýár- ið síðasta við æfingar. Höföu þeir alla sína fjölskyldu með sér og líkaði vistin vel. Æfíngar voru fólgnar í skíðahlaupum. • Þegar Ijóst var að N-írland kæmist áfram í HM-keppninni var samningur við framkvæmda- stjóra liðsins, Billy Bingham, framlengdur til þriggja ára og laun hans hækkuö úr 100.000 krónum á ári upp í 250.000 krón- ur. • Socrates, sem var fyrirliöi Brasilíu á Spáni í sumar, virðist vera margt til lista lagt. Þessum 28 ára gamla barnalækni var gert tilboð um aö leika í kvikmynd um siðvenjur í Brasilíu, og hófust upptökur um leíö og hann kom heim frá Spáni, en handritiö fékk hann til lestrar í maí síðastliðn- um, þegar undirbúningur lands- liðsins stóö sem hæst. Paolo Rossi er nú sá knattspyrnumaöur heimsins, sem óumdeilanlega nýtur mestrar hylli. Frammistaða hans með ítalska landsliðinu í loka- keppni HM á Spáni var slík, að hún færði honum hinn eftirsótta markakóngstitil keppninnar og nafnbótina „besti knattspyrnumaður heimsmeistarakeppninnar“ að auki. KSÍ hefur borist bréf frá Allen Wade, sem um tveggja áratuga skeiö var yfirmaöur tæknimála hjá enska sambandinu. Allen býöst til að skipuleggja námskeiö um hin ýmsu sviö knatt- spyrnunnar fyrir Islendinga í ein- hverju þekktu knattspyrnulandi í Evrópu, t.d. í janúar eöa febrúar nk. Hér er um mjög athyglisvert mál aö ræöa og ætti aö athuga fljótt og vel, hvort sem námskeiöin yröu hér á landi eða erlendis. — O — Borist hefur bréf frá Professor Dr. Paul Mojzes, Rosemont, Pennsylvaníu, USA. Hann þjálfar lið drengja, 12—14 ára, Suburban Soccer Club. Liöinu hefur verið boöiö til V-Þýskalands á næsta ári. Liðið hefur áhuga á aö leika a.m.k. einn leik hér á landi á heimleiö, þar sem þeir munu feröast meö Flug- leiöum. Áætlaöur komutími hingaö er 11,—12. júní. • Norbert Nigbur hefur fram- lengt samning sinn við Schalke 04 út þetta tímabil. • AEK Athen hefur keypt Hector Martinez, hinn 27 ára argentínska framherja frá River Plate. • Martin Chivers, fyrrum fram- herji hjá Tottenham og South- ampton, ásamt landsliðinu, geröi slíka lukku með annarrar deildar liðinu Vard í Noregi að honum var boðið að spila meö liðinu aftur og nú vera framkvæmdastjóri einn- ■g- • Agostino di Bartolomei, fyrir- ■iöi AS Roma, sem oft hefur veriö kallaður „kaldi kjúklingurínn" hefur gert samtals 36 mörk beint úr aukaspyrnu, en hann hefur spilað í 13 ár í deildinni. „Ég æfi mig sérstaklega í þessu, en vandamálið er bara það að and- stæðingarnir eru aldrei neina 9,15 metra frá boltanum eins og regl- ur gera ráð fyrir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.