Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983
Skólahald
liggur ennþá
niðri í Lauga-
gerðisskóla
llorg, Miklahollshreppi, 10. janúar.
EKKI viröist vera lát á veðurofsan-
um ennþá. Þótt upp rofni smástund,
þá er það bara hlé meöan veðurátt
er að breytast, það virðist koma
stormur og úrkoma úr öllum áttum
á hverjum einasta sólarhring. Allar
leiðir eru ófærar, því alltaf bætir
við hvern dag.
Ekki hefur skólahald í Lauga-
gerðisskóla getað hafist ennþá
vegna samgönguerfiðleika og veð-
urvonsku. Á föstudag var sótt
mjólk frá Borgarnesi og komið
með vörur af mikilli hörku og
dugnaði bílstjóranna. Var brotist
á marga bæi og komu þeir ekki úr
þeirri ferð fyrr en seint á laug-
ardag.
Á laugardag tókst að koma á
símasambandi í Staðarsveit. Það
voru sendir menn frá Borgarnesi
og unnu þeir við það verk við afar
erfiðar aðstæður. Einnig hafa
áætlunarbifreiðir frá Reykjavík
ekki getað komist vegna ófærðar.
Sem betur fer hafa engin slys
orðið hér og heilsufar fólks og
fénaðar í bezta lagi.
PáH.
Um áramótin voru að venju upplýst ártöl í hlíð Geirseyrarmúla við Patreksfjörð.
Morgunbladid/ Jón Pétursson.
íslenzkur hjúkrunar-
fræðingur til Thailands
Nýtt flutninga-
fyrirtæki stofn-
að í Siglufiröi
Siglufirdi, 10. janúar.
STOFNAÐ hefur verið hér í Siglu-
firði flutningafyrirtækið Siglu-
fjarðarleið hf., en það eru vöru-
bifreiðastjórarnir Sigurður Hilm-
arsson og Hilmar Sigursteinsson,
tveir ungir menn, sem stofnuðu
fyrirtækið nú um helgina.
í raun og veru er hér um sam-
runa tveggja vöruflutningafyr-
irtækja að ræða. Hefur hið nýja
fyrirtæki yfir þremur vöru-
flutningabílum að ráða, og verð-
ur afgreiðslustaður þeirra í
Reykjavík hjá Vöruflutninga-
miðstöðinni í Borgartúni.
Fyrirhugaðar eru tvær viku-
legar ferðir til Reykjavíkur yfir
vetrarmánuðina, en auk þess
eftir því sem til fellur hverju
sinni.
Frél larilari.
FIMMTUDAGINN 6. janúar barst
Rauða krossi íslands beiðni frá Al-
þjóða Kauða krossinum um að
senda hjúkrunarfræöing til Thai-
lands til að starfa þar með norræn-
um læknahópi. Hildur Nielsen
hjúkrunarfræðingur var ráðin til
fararinnar. Hún var lögð af stað til
Thaiiands á laugardagsmorgun,
tveimur sólarhringum eftir að
beiðnin barst.
Frá þessu er sagt í fréttatil-
kynningu frá Rauða krossi ís-
lands. Ennfremur segir:
„I Thailandi ríkir nú neyðar-
ástand af völdum ófriðar. Sem
dæmi um það má nefna að
starfshópur lækna og hjúkrunar-
fræðinga, sem verið hefur í land-
inu að undanförnu á vegum Al-
þjóða Rauða krossins, gerði á
einni viku að meiðslum 200
manns sem særst höfðu í átök-
um.
Hildur Nielsen starfaði áður
fyrir þremur árum um þriggja
mánaða skeið í Thailandi á veg-
um Rauða krossins.
Á síðasta ári barst Alþjóða
Rauða krossinum 26 sinnum
beiðni um aðstoð vegna neyðar-
ástands víða um heim. Rauða
krossinum hafa aldrei fyrr borist
á einu ári jafnmargar beiðnir af
þessu tagi.
Oftast var óskað aðstoðar
vegna náttúruhamfara eða hung-
ursneyðar af völdum þurrka en
einnig var beðið um hjálp vegna
flóttamanna, bæði þeirra sem
hafa flúið land og annarra sem
hyggjast snúa aftur til heim-
kynna sinna.
Hildur Nielsen
Athugasemd við frétt um
atvinnuleysi á Fáskrúðsfirði
fiskiskipin hætta veiðum rétt fyrir
jól og fara ekki aftur á veiðar fyrr
en eftir áramót. Kemur af þessum
sökum nokkur frítími hjá verka-
fólki og sjómönnum á Fáskrúðs-
firði um jól og áramót. Þessi
stöðvun um jólin hefur mælst
mjög vel fyrir hjá fólkinu, en hér
er atvinna ekki stöðvuð í annan
tíma á árinu. En ekki sitja allir
auðum höndum um þennan tíma
því þessir dagar eru rækilega
nýttir í viðhald á atvinnutækjun-
um, svo sem í vélarupptektir og
málningu á húsum og skipum o.fl.
Þeir 84 sem skráðir voru atvinnu-
Ærkjötið kom-
ið til Póllands
TVÖHUNDRUÐ tonnum af ær-
kjöti var í gær skipað upp úr Bæjar-
fossi í Gedynia, en kjöt þetta er gjöf
til Pólverja á vegum Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar í samvinnu við land-
bú<iaðaráðuneytið, ASÍ, Kaþólsku
kirkjuna og Rauða krossinn. Frá
þessu er skýrt í fréttatilkynningu frá
Hjálparsofnun kirkjunnar, sem
Morgunblaðinu barst í gær.
Þar segir ennfremur:
„Kjötinu verður dreift vítt um
landið til þurfandi fólks þar. Um
næstu mánaðarmót er ákveðið að
100 tonn fari til viðbótar, og í febrú-
ar fari um 55 tonn af síld, en fyrir
síldina greiðir Alkirkjuráðið, en það
greiðir einnig fyrir flutningana á
kjötinu. Þess skal getið, að Reykvísk
endurtrygging hefur gefið tryggingar
vegna flutnings á kjötinu.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Gísla
Jónatanssyni, kaupfélagsstjóra á
Fáskrúðsfirði, við frétt frá fréttarit-
ara blaðsins um atvinnuástandið þar
í bæ í síðustu viku:
„Ég undirritaður leyfi mér að
gera eftirfarandi athugasemd við
frétt sem birtist í Morgunblaðinu
þann 6. janúar um atvinnuleysi á
Fáskrúðsfirði. Greinin ber yfir-
skriftina „84 skráðir atvinnulausir
í jólamánuði". Það hefur verið
hefð á Fáskrúðsfirði í mörg ár, að
Húsavík:
„Gaf engin loforð
um kaup og kjör“
— segir umboösmaöur Búlandstinds í Kanada
„ÞAÐ ER rangt að ég hafi gefið einhver loforð varöandi kaup og kjör,
eins og haldið hefur verið fram. Ég boðaði þetta fólk á sínum tíma heim
til mín og skýrði frá hvað tekjurnar væru og hverju þær samsvöruðu í
dollurum, en í millitíðinni hafa gengisbreytingar raskað hlutfallinu. Einn-
ig sagöi ég frá hver aðbúnaðurinn á Djúpavogi væri. Það vil ég að komi
skýrt fram, að ég lofaöi ekki einu eða neinu varðandi kaup og kjör, enda
hafði ég enga heimild til þess,“ sagði Garðar Garðarsson í Stonewall
Manitoba í Kanada í samtali við Morgunblaðið, en hann hafði milligöngu
við ráðningu Kanadamannanna til Búlandstinds á Djúpavogi.
„Ég viðurkenni að það var ekkert mál og hlutirnir færðir úr
slæmt að hafa ekki meiri gögn lagi,“ sagði Garðar.
handa á milli um hvernig staðið
skyldi að ráðningu útlendra
verkamanna til landsins. En þeir
sem eru á Djúpavogi eru þar
hæstánægðir og aðbúnaðurinn
er góður. Mér sýnist allt til
fyrirmyndar hjá Búlandstindi.
Þetta er leiðindamál allt saman
og þykir mér miður að blaða-
fulltrúi Alþýðusambandsins
skyldi segja af sér vegna þess,
þar sem þetta er í raun og veru
Garðar var með í fórum sínum
bréf sem 14 Kanadamenn hjá
Búlandstindi undirrituðu vegna
blaðaskrifa um brottför fjögurra
stúlkna þaðan. í bréfinu er stað-
fest að Garðar lofaði Kanada-
mönnunum engu varðandi laun,
heldur hafi hann einungis upp-
lýst hver launin væru miðað við
þá gengisskráningu sem þá lá
fyrir.
Jafnframt lýsa fjórtánmenn-
ingarnir ánægju sinni með að-
búnað í hótel Framtíð og að-
stæður í samræmi við það sem
þeim hafi verið sagt fyrir brott-
för til Islands. Fjórtánmenning-
arnir lýsa því einnig yfir að þeir
telji umboðsmanninn í Kanada
(Garðar) í engu hafa brotið lög
við ráðningu þeirra til Djúpa-
vogs.
Garðar kvaðst vilja leiðrétta
það, sem staðið hefði í Mbl. að
hann væri ræðismaður íslands í
Kanada. Svo væri ekki, heldur
væri það Birgir Brynjólfsson Jó-
hannessonar leikara. Sagði
Garðar Birgi hafa haft mikinn
áhuga á ráðningu Kanadamann-
anna til Djúpavogs og fylgst með
málinu frá byrjun, þar sem hann
hefði mikinn áhuga á auknum
samskiptum Vestur-íslendinga
við ísland.
lausir um áramótin eru að lang-
mestu leyti starfsfólk, sem ekki er
í vinnu af fyrrgreindum ástæðum.
En á sama tíma í fyrra voru 73
skráðir atvinnulausir eftir toppár
í framleiðsiu sjávarafurða 1981.
Greinin frá 6. janúar sl. er því
mjög villandi og gefur alranga
hugmynd um atvinnuástand á
Fáskrúðsfirði, sem hefur verið hið
traustasta árum saman og tekjur
á einstakling með þeim hæstu sem
þekkjast í þessu landi."
Gísli Jónatansson.
Lögregla flutti
börn af barna-
skemmtun
llúsavík, 10. janúar.
f FYRRAKVÖLD brast hér á norðan-
hríðarveður svo að lögreglan varð að
flytja barnaskólabörn heim af skemmt-
un kvenfélagsins. Mikinn snjó setti
niður í fyrrinótt svo að flestar götur í
bænum voru ófærar í gær. Og með
kvöldinu birti og fór þá sérleyfisbíllinn
til Akureyrar samkvæmt áætlun og
gekk nokkuð vel.
Mjólkurflutningar hafa gengið vel
þó erfitt hafi verið að komast heim
að einstaka bæjum. Bíll kom frá
Kópaskeri í dag um Tjörnes til að
sækja mjólk en Kópaskersbúar og
Raufarhafnarbúar fá alla sína mjólk
frá Húsavík.
Enginn bátur hefur róið síðast-
liðna viku vegna ógæfta.
FrétUriUri.
Framsóknarflokkurinn:
Skoðanakönnun í Norður-
landi vestra um næstu helgi
UM NÆSTU helgi fer fram
skoðanakönnun innan kjördæmis-
ráðs Framsóknarflokksins á Norður-
landi vestra. Á Austfjörðum og Vest-
fjörðum fara fram skoðanakannanir
síðustu helgi janúarmánaðar.
Skoðanakönnunum framsóknar-
manna er lokið á Norðurlandi eystra
og í Suðurlandskjördæmi. Á Vestur-
landi er uppstillingarnefnd að störf-
um og ekki reiknað með að þar fari
fram skoðanakönnun að sögn
Hauks Ingibergssonar blaðafulltrúa
Framsóknarflokksins.
í framboði á kjördæmisþingi
Framsóknarflokksins á Norður-
landi vestra, sem fram fer nk.
laugardag, eru eftirtaldir: Ingólf-
ur Guðnason alþingismaður, Jón
Ingi Ingvarsson Skagaströnd, Páll
Pétursson alþingismaður, Stefán
Guðmundsson alþingismaður og
Sverrir Sveinsson Siglufirði. Kjör-
dæmisþingið verður haldið í Mið-
garði. í skoðanakönnuninni eru
úrslit bindandi fyrir þrjá efstu
menn. Framsóknarmenn á Norð-
urlandi vestra eiga nú þrjá alþing-