Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 35 Opið bréf til stjórnmálamanna — eftir Sverri Runólfsson Nú! Loksins hefur þjóðin fengið að vita hvað hefur verið að gerast öll þessi ár í stjórnarskrárnefnd viðvíkjandi löggjöf um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú kem- ur í ljós, að lýðræði kom aldrei til greina, aðeins áframhaldandi flokksræði. „Spurðu fyrst og fremst hvað þú getur gert fyrir samfélag þitt, en ekki aðeins hvað samfélagið getur gert fyrir þig.“ Þetta er hugvekja mín til stjórnmálamanna á nýju ári. Hvað höfum við hinir al- mennu kjósendur heyrt sömu rull- una oft frá ykkur, sem hljóðar eitthvað á þessa leið: „Það er nauðsynlegt að hafa meiri tengsl við almenning og gefa almenningi meiri möguleika á að hafa áhrif á afgreiðslu rnála." Nú hafið þið svikið samfélagið um lýðræðislega stjórnarskrá í rúm 38 ár. Sem sagt frá stofnun „lýðveldisins". Og það lítur út fyrir að þið ætlið að reyna að blekkja okkur enn lengur. Við í hugsjónahreyfingunni Valfrelsi höfum verið dregnir á asnaeyrunum síðan Valfrelsi var stofnað 1. des. 1969, af öllum flokkum. Því ég minni ykkur á, að í öllum ykkar yfirlýsingum, stefnuskrám, stjórnarsáttmálum og mörgum persónulegum viðræð- um, hafið þið ávallt lýst yfir „að athuga skuli hvort þjóðarat- kvæðagreiðslur eigi að vera bind- andi þegar meirihluti kjósenda styður sérstök mál, eða aðeins ráðgefandi". Nú kemur í ljós að bindandi löggjöf kom aldrei til greina frá ykkar hendi. Sem sagt að ekkert skal breytast og áfram getið þið gert hverja vitleysuna á fætur annarri og þjóðin stendur ráðalaus gagnvart ykkur. Með ráðgefandi löggjöf einni þurfið þið ekki að taka mark á útkomunni í málefnakosningum þó að 99 prósent kjósenda styddu málið. Og þurfið ekki að spyrja þjóðina neins frekar en hingað til. Við í Valfrelsi vissum því miður ekki hvað var að gerast í stjórn- arskrárnefnd. Nefndin svarar ekki bréfum okkar og þegar maður af tilviljun hittir meðlimi nefndar- innar og spyr um framgang mála er eina svarið: „Það er trúnaðar- mál.“ Nú spyr ég formenn stjórnmála- flokkanna, Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson, Steingrím Hermannsson, Geir Hallgrímsson og alla samstarfsmenn ykkar, að minnsta kosti alla þá sem ég per- sónulega hef rætt við: „Hvað dvel- ur orminn langa?" Það er auðvelt að blekkja fólk sem þekkir ekki virkt lýðræði. En sem betur fer er máltæki Abra- ham Lincolns enn í gildi þegar hann sagði: „Þú getur blekkt suma stundum, nokkra lengi, en þú get- ur ekki blekkt alla endalaust." Mér sárnar persónulega „plat“ ykkar. I Kaliforníu, þar sem ég átti heima í nær 26 ár, komast pólitíkusar ekki upp með svona háttalag, því þar er hægt að víkja hverjum sem er frá hvenær sem er að ósk almennra kjósenda. Það er þetta aðhald sem menn þurfa að mínu áliti. Ef vel væri stjórnað álít ég að íslenska samfélagið gæti verið toppurinn í heiminum í staðinn fyrir að skulda meira en allar aðr- ar þjóðir og launþegar hafa einn minnsta kaupmátt allra þjóða. Það er ósk og áskorun mín til ykk- ar, að þið sýnið einu sinni rögg og afgreiðið bindandi löggjöf um al- mennar þjóðaratkvæðagreiðslur nú þegar. Því það er mál málanna, enda sjá augu betur en auga. í 25. grein stjórnarskrárinnar stendur: „Forseti lýðveldisins get- ur látið leggja fyrir Alþingi frum- vörp til laga og annarra sam- þykkta." Það væri æskilegt að for- T fPt/f, '°/ö> o9 Sverrir Runólfsson „Þaö er nauðsynlegt aÖ hafa meiri tengsl við al- menning og gefa almenn- ingi meiri möguleika á að hafa áhrif á afgreiðslu mála.“ seti vor notaði þetta ákvæði þegar það er augljóst að þið (alþingis- menn) eruð að gera hluti algjör- lega á móti vilja fólksins. Könnun sem Valfrelsi hefur í gangi sýnir að nær 70% vilja sterkan, þjóðkjörinn forseta, 98% vilja persónubundnar kosningar en ekki listakosningar eins og nú er. Og 99% vilja málefnakosn- ingar. Hvort þær eigi að vera bindandi eða ráðgefandi verður að leggja fyrir dóm kjósenda. Auðvit- að verður að útskýra hvert mál vel fyrir kjósendum. í ritinu Valfrelsi sýnum við einmitt hvernig það ætti að gerast. Já, það er því miður farið illa með góða þjóð. '*<)’ 4, © Frjálst Framtak hf. Óskar eftir að ráöa í eftirtalin störf nú þegar. 1. Sendil á vélhjóli í hálft starf. 2. Sölufólk til aö vinna á kvöldin og um helgar, í tímabundin verkefni. Um er að ræöa háar prósentur sem sölulaun. Upplýsingar um liö 1. veitir Erna en liö 2. Jón Rafnar eöa Örn. Frjálst Framtak hf. Ármúla 18, sími 82300. Bladburðarfólk óskast! Austurbær Miöbær I Miöbær II Skólavörðustígur Ingólfsstræti Þingholtsstræti Úthverfi Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Skeiðarvogur \ % wyrk 5 k % Wí 4 Vesturbær Tjarnarstígur Garðastræti Bárugata Faxaskjól Skerjafjörður sunnan flugvallar 3 m Fjölbreytt námskeiðanald 1. Alhliðanámskeið SÉRFRÆÐINGAR LEIÐBEINA MEÐ: Snyrtingu • Framkomu • Göngu • Hárgreiðslu • Kurteisi • Hagsýni • Fataval — • Borðsiðir • Ræöu- hreinlæti _ gestaboð mennska 12 sinnum — tvisvar í viku. ■ 0 í hÓD Snyrtivörurnar F' sem unnið verður með BOURðOlsJHr^Éf Snyrtifræðingar: Brynhildur Þorsteinsdóttir og Ása Magnúsdóttir. Hárgreiðslumeistari: Sólveig Leifsdóttir. m_ — rn— Jr/// Hvaða /Jry' Æ. hópur hentar þér? 2. Fyrir ungar konur á öll- um aldri 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hárgreiðsla — Snyrting — Fataval — Borðsiðir. 10 í hóp. 3. Stutt snyrtinámskeið 3 sinnum — 3 klst. Handsnyrting — Andlitshreinsun — Dagsnyrting — Kvöldsnyrting. 6 í hóp. 4. Fyrir starfshópa — Saumaklúbba 6 sinnum — einu sinni í viku. Snyrting — Framkoma — Hár- greiðsla — Borðsiðir. 10 í hóp. 5. Fyrir ungar stúlkur 14—16 ára (skólahópa) 8 sinnum — einu sinni í viku. Framkoma — Hreinlæti — Fatnað- ur — Snyrting — Borðsiðir — Ganga — Hagsýni. 10 í hóp. 6. Fyrir herra á öllum aldri 7 sinnum — einu sinni í viku. Hárgreiðsla — Hreinlæti — Fatn- aöur — Snyrting — Ræðumennska — Kurteisi. 10 í hóp. 7. Modelnámskeið 15 sinnum — fyrir verðandi sýn- ingaHólk. Dömur — Herrar. Kurteisi — Framkoma — Snyrting — Fatnaður — Ganga — Hrein- læti. 8 í hóp. Nánari uppl. og innritun daglega í símum 36141 — 15118 kl. 2—6. Kennsla hefst í næstu viku. Unnur Arngrimsdóttir, Skólavörðustíg 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.