Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 11.01.1983, Síða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Minning: Hólmfríður Jóna Ingvarsdóttir Fædd 21. september 1914 Dáin: I . janúar 1983 Glskuleg frænka mín, Hólmfríð- ur Jóna Ingvarsdóttir, er ekki lengur á meðal okkar, ástvina sinna og vina. Hún er „farin heim“ — einsog hún orðaði sjálf förina yfir landamærin. Jóna fæddist 21. september 1914 í Reykjavík, dóttir hjónanna Ás- dísar Jónsdóttur, föðursystur minnar, og Ingvars Benediktsson- ar, skipstjóra. Ólst hún upp í kær- um systkinahópi, tveggja systra og tveggja bræðra. Að loknu námi giftist hún, þann 4. nóvember 1933, eftirlifandi eig- inmanni sínum, Haraldi Sæ- mundssyni, rafvirkjameistara og síðar fulltrúa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í fimmtíu ár. Árið 1936 byggðu þau hús sitt að Karlagötu 1 hér í borg og hafa átt þar heima æ síðan. Dætur þeirra hjóna eru Ásdís og Ásthildur Inga, báðar búsettar í Kópavogi. Barnabörn Jónu og Haraldar eru orðin sex, en eitt þeirra er látið. Hinni látnu frænku minni var margt til lista lagt. Auk þess að búa manni sínum og dætrum fag- urt og vistlegt heimili, þá fekkst hún við kólasaum og lagði stund á hannyrðir um tíma. Einnig gekk hún í myndlistarskóla og lærði að teikna og mála. Hún fékkst líka við leirmótun og útskurð. Fegurðarþrá og listsköpun var henni þannig í blóð borið. En jafn- framt var henni fjarri skapi að keppa að frægð eða frama á þeim sviðum. Á kveðjustund verða hin gömlu, góðu kynni og vinátta frænku minnar mér efst í huga. Eins og þegar ég og dóttir mín vorum í vanda staddar á erfiðum tímum. Þá stóð heimilið að Karlagötu 1 okkur opið sem kærleiksrik vin í eyðimörk. Fyrir það góðverk og alla tryggð fyrr og síðar, er nú þakkað af heilum hug. Haraldi, dætrum og fjölskyld- um þeirra, votta ég innilega sam- úð mína, dóttur minnar og fjöl- skyldu. Helga Jóhannsdóttir Hin langa þraul er liAin nú loksins hlausiu frióinn ojj allt cr orðiA róll. (Sálmur) Jóna, eins og hún var kölluð, andaðist að morgni nýársdags á heimili Ingu, dóttur sinnar, eftir löng og erfið veikindi og kom slík fregn því ekki á óvart þeim er hana þekktu. Jóna var fædd 21. september 1914 og því 68 ára er hún lézt. Hún var ein af fimm börnum hjónanna, Ingvars Bene- diktssonar skipstjóra og Ásdísar Jónsdóttur, er eignuðust þrjár dætur og tvo syni. Ingveldi er dó á barnsaldri, Ásthildi er dó 18 ára, Ingvár, er var fyrsti skólastjóri Tækniskólans í Reykjavík og er nú látinn fyrir nokkrum árum, svo og Benedikt sem er einn eftirlifandi af þessum efnilega systkinahópi. Sem ung stúlka ólst Jóna upp hér í Reykjavík, tápmikil, hlát- urmild og stolt síns æskutíma. 19 ára giftist hún eftirlifandi eigin- manni sínum, Haraldi Sæmunds- syni rafvirkjameistara, er síðar varð fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eignuðust þau tvær dætur, Ásdísi og Ásthildu Ingu, sem nú verða að sjá á bak indællr- ar og umhyggjusamri móður og börn þeirra ástríkri og innilegri ömmu. Jóna var greind kona og snillingur í höndunum og var sama á hverju hún snerti. Hún hafði mikið yndi 'af því að sauma, og saumaði sem mest á dætur sín- ar og fjölskyldu, svo og hjálpar- hella annarra er á þurftu að halda, hvað saumaskap snerti. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er og eins og hún sagði eitt sinn: Líf manns allt búið og allt eftir að gera. En svo skipaðist heilsa hennar, að hún sá að dagurinn þverrandi fór, og gerði hún sér grein fyrir því. Aðeins þeir er í lenda vita hvað það er að berjast í okkar dómharða heimi og að oft þarf að bíta á jaxlinn ef ekki á að brotna niður. Jóna var ein af þeim er bitu á jaxlinn og var reiðubúin að berjast og njóta þess að vera með fjölskyldu sinni sem lengst. Á gulnuðum miða segir hún á ein- um stað: Ó Drottinn gcf mér kraft ojj þor, þín hoóoró öll aó halda. I>ij; ætíó finna mcóal vor, um allar aldir alda. (Sálmur) Þegar Jóna varð sextug gáfu dætur hennar henni málartrönur. En hún hafði oft gaman af að skissa upp og teikna. Og hvað skeður, hún málar hvert mál- verkið á eftir öðru og skipti þá ekki máli hvort um blýantsteikn- ingar eða landslags olíumálverk, nú eða andlits olíumálverk var að ræða, en hún átti aðeeins eftir ólokið málverki af einu sinna sex barnabarna er hún eignaðist um dagana. Tréskurð fór hún einnig út í og náði ótrúlegum árangri og þá ekki síður keramik og styttugerð er lék í höndum hennar þrátt fyrir allt það er hartia þjáði, á síðari árum, en baráttan við krabbameinið krefst mikils sálarþreks, skap- festu og lífslöngunar. 4. nóvember í ár hefðu Jóna og Haraldur átt 50 ára hjúskaparafmæli og verður það að segjast að heitbinding þeirra ungu og glæsilegu hjóna, hefur staðið af sér þann ólgusjó er lífinu fylgir. Á stund sem þessari er margs að minnast og margt að þakka. Haraldi votta ég innilegustu sam- úð mína, svo og gimsteinunum hennar, á Þinghólsbraut 47 og Sunnubraut 52. Við minnumst hennar. Kallið cr komið, komin cr nú slundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kvcðja vininn sinn látna, cr scfur hcr hinn síðasta blund. (Sálmur) Hafsteinn Jóhannesson Það er alltaf sárt til þess að vita þegar skyldmenni og ástvinir falla frá um aldur fram, en ástkær frænka okkar Jóna Ingvars, eins og hún var almennt kölluð, kvaddi þetta líf á nýársdagsmorgun á heimili yngri dóttur sinnar, eftir áralanga þrotlausa baráttu við einn erfiðasta sjúkdóm, sem herj- ar mannkyn. Hún barðist við sjúkdóm sinn af hugrekki og festu og jókst sálar- styrkur hennar eftir því sem nær dró úrslitastundu, en hún var stundum misskilin með það, að vilja bera í einrúmi byrði sína endrum og eins. Jóna var trúuð kona og treysti handleiðslu guðs, þótt vegir hans séu stundum lítt skiljanlegir okkur mönnunum. Þó vissi hún að hverju stefndi, hennar tími til brottfarar úr þessu lífi var að renna upp. En það vel þekkti ég frænku mína, að engan viðskilnað hefði hún kosið sér betri en þann sem hún fékk, að fá að vera jólin og áramótin utan sjúkrahússins í örmum fjölskyldu sinnar síðustu dagana í fullri sátt við allt og alla, með þeirri sannfæringu að hún myndi hitta ástvini sína aftur í öðru lífi. Foreldrar hennar, sem nú eru löngu látnir, voru hin valinkunnu sæmdarhjón Ásdís Jónsdóttir og Ingvar Benediktsson skipstjóri, sem án efa margir eldri Reykvík- ingar muna enn eftir. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, þriggja dætra og tveggja sona. Tvær systur sínar missti frænka, aðra á æskuskeiði og hét hún Ingveldur, hina í blóma lífsins og hét hún Ásthildur. Yngri bróðir hennar lést skyndilega af hjartaslagi langt um aldur fram, aðeins 57 ára gamall, en það var prófessor Ingvar Ingv- arsson rafmagnsverkfræðingur, sem þá þegar var orðinn þekktur á sviði rafmagnsvísinda og vann hann að undirbúningi að stofnun Tækniskóla íslands og var rektor hans fyrstu tvö árin, 1964—66. Eftirlifandi kona hans, Karen Helga Ingvarsson, er búsett í Bandaríkjunum ásamt 2 dætrum þeirra. Eftir lifir aðeins eldri bróðirinn, Benedikt, sem hefur um áratuga skeið verið yfirverkstjóri renniverkstæðis Vélsmiðjunnar Hamars hf. í Reykjavík, þekktur hagleiks- og verkkunnáttumaður í sinni grein. Kona hans er Hjördís Þorkelsdóttir og eiga þau þrjú börn og búa nú í Mosfellssveit. Það er erfitt að skilja hvers- vegna öll þessi fjögur systkini, sem bæði voru efnileg og í reynd mikið mannkostafólk, skyldu ekki fá að njóta lengri lífdaga, ástvin- um sínum, landi og þjóð til góðs. Jóna Ingvarsdóttir var bæði fal- leg kona og vel greind, listfeng með afbrigðum, hvort heldur hún skar út, mótaði leir, málaði, teikn- aði, saumaði klæði eða listaverk. Fegurðarsmekkur hennar og handverk sýndu bæði þroska og verkkunnáttu. Mirming: Sunnudaginn 19. desember síð- astliðinn andaðist Jónína Her- mannsdóttir frá Flatey á spítalan- um í Stykkishólmi eftir árslanga legu, níutíu og þriggja ára að aldri og hálfu betur. Mig langar hér að minnast ömmu minnar með nokkrum orð- um. Jónína amma var fædd í Flat- ey 25. júní 1889, dóttir Þorbjargar Jensdóttur og Hermanns S. Jóns- sonar skipstjóra. í frumbernsku fór hún í Skáleyjar og var þar í fóstri fram á unglingsár. Síðan lá leið hennar á ný í foreldrahús í Flatey. I Flatey lifði hún og starf- aði fram í háa elli, átti þar sitt heimili í Hermannshúsi og annað- ist föður sinn og verslun hans þar til hann lést, og að honum látnum til ársins 1967. Þá flutti hún og maður hennar, Friðrik Salómons- son, til okkar í Ólafsvík og áttu þau sitt heimili hér á vetrum eftir það. Þau vitjuðu jafnan Flateyjar er sumra tók og dvöldu þar og versluðu fram á haust. í júní 1971 lést Friðrik er þau voru nýkomin í eyna og var hann henni mikill harmdauði. Amma og Friðrik frændi, eins og við kölluðum hann jafnan, giftu sig árið 1929, hann 36 ára og hún fertug. Eignuðust þau ekki börn, en Jónína ól upp syst- urdóttur sína, Þorbjörgu móður mína, og gekk Friðrik henni í föð- Bar fjölbreytileiki listar hennar merki frjórrar hugsunar og stórbrotinnar skapgerðar. Hún hafði ákveðnar skoðanir' á mönnum og málefnum, var vinur vina sinna og átti án efa engan óvin. Ég minnist yndislegrar ungrar frænku minnar allt frá því að barnsminni mitt hófst. Kátínunn- ar, brosmildu augnanna og léttu stríðninnar, sem hún sýndi okkur systkinunum þegar hún gætti okkar. Einnig minnist ég systur hennar, Ásthildar, með ljúfu þakklæti sem átti drjúgan þátt í gæslu okkar systkinanna meðan hún var á lífi. Þegar Jóna lauk námi sínu í Kvennaskólanum, kynntist hún ung að árum myndarlegum efnis- pilti, Haraldi Sæmundarsyni, síð- ar rafvirkjameistara, sem um fullra 50 ára skeið var starfsmað- ur Rafveitu Reykjavíkur og vann sig fljótlega upp, sem verkstjóri og eftirlitsmaður. Þau giftu sig síðar, 4. nóvember árið 1933, og leigðu sér fyrst hús- næði eins og títt er um ungt fólk þegar það hefur búskap, en þegar byrjaði að fjölga hjá þeim ungu hjónunum var allt sett í gang að koma yfir sig eigin húsi. Aðeins þrem árum eftir giftingu hófust þau handa um að byggja framtíðarheimilið árið 1936. Það mikla áherslu lögðu hin ungu hjón á uppbyggingu framtíð- arheimilis síns, að Haraldur sleppti þeim mikla sóma að keppa sem liðsmaður í sundknattleiksliði íslands á Ólympíuleikunum í Ber- lín árið 1936. „Geri aðrir betur." Þessi ungu framsýnu hjón urðu ein þau fyrstu til að byggja hús austan Snorrabrautar, að Karla- götu 1, sem þá var í órafjarlægð frá miðbænum á þeirra tíma vísu, aðeins nokkrir bæir þar innar og bar þar hæst að mínu mati býlið Klambra, sem stóð í námunda við þann stað sem Kjarvalsstaðir standa nú. Þau byggðu stórt, tvær hæðir með kjallara ásamt bílskúr, síðar bættu þau við, rifu af þakið og settu á það veglegt ris. Þar unnu þau hjónin myrkr- anna á milli allar helgar og öll kvöld og þegar haft er í huga að þessar framkvæmdir voru að mestu unnar á kreppuárunum fyrir stríð, þegar endurrétta þurfti hvern nagla oftar en einu sinni, þetta var aðdáunarverj framtak enda þau hjónin ávallt þakklát vinum og vandamönnum, ur stað. Betri föður var vart hægt að óska sér að öðrum ólöstuðum. Mín kynni af þeim ömmu og frænda hófust fyrir alvöru er ég var sendur þeim til sumarfósturs ásamt Bjarna bróður mtnum 1946, og var ég hjá þeim á hverju sumri til ársins 1951, eða í sex sumur samfieytt. Það var dýrðartími fyrir strákpjakkinn að fara heim í Flat- ey, eins og maður kallaði það, og jafn leiðinlegt að kveðja þau og eyna á hverju hausti. Þaðan á ég margar góðar minningar, sem ljúft er að geyma, jafnvel þó að umhyggja og elskusemi ömmu ættu til með að fara í taugarnar á ungum framkvæmdamanninum er stundum fannst sem helsi væri lagt á frjálsræðið er dagur var sem lengstur og veður blíð. í Hermannshúsi var eilíft „opið hús“, eins og nú er sagt, því ömmu var ákaflega sýnt að gera fólki vel í mat og drykk. Átti það jafnt við vini og vandalausa. í henni bjó þessi aldagamla íslenska gest- risni, sem er arfur frá þeim tíma er fólk þurfti virkilega á því að halda að njóta beina á ferðum sín- um. Eldhúsið hennar í Flatey var heimur út af fyrir sig með sinni stóru síheitu eldavél og vox- dúksklædda matborði undir glugganum er oft var hlaðið föng- sem léðu þeim lið við hið erfiða verk. Þau hjónin létu ekki þar við sitja í byggingarframkvæmdum, það vantaði sumarbústað, bát og bátaskýli. Það var framkvæmt með sama hugarfari á fallegri sjávarlóð í Kópavogshreppi, langt frá byggð þar á þeim tíma. Á þeim slóðum er nú eitt eftir- sóttasta einbýlishúsasvæði Kópa- vogsbæjar. Ég vil gjarnan geta þess hér að auk síns fasta starfs og uppbygg- ingar heimilisins liggja eftir Har- ald Sæmundsson yfir 1500 frum- teikningar af raflögnum í hús og mannvirki á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og víðar um land, sem hann vann við í sínum frístundum. Hann má líta stoltur yfir farinn veg. Hjá þeim að Karlagötu 1 bjuggu einnig á síðara skeiði ævi sinnar foreldrar Jónu, en Ásdís móðir Jónu var föðursystir okkar systk- inanna og má því með sanni segja að dugnaður þeirra hafi komið fleiri kynslóðum að gagni en þeirra sjálfra og niðjum þeirra. Þau hjónin eignuðust tvær ynd- islegar dætur, sem voru auga- steinar þeirra, en þær eru: Ásdís, fædd 17. febrúar 1934, gift Þor- valdi Ragnarssyni bifreiðastjóra og eiga þau þrjár dætur og eina dótturdóttur; Ásthildur Inga, fædd 9. júlí, 1943, giftist Helga Oddssyni verslunarmanni og áttu þau þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Þau urðu fyrir þeirri djúpu sorg að missa yngsta son sinn niður um vök á ísilögðum sjónum í Kópavoginum, þar sem hann drökknaði ásamt vini sínum. Þau Helgi slitu samvistum, en unnusti og sambýlismaður Ingu nú er Haf- steinn Jóhannesson vélfræðingur. Á sumarbústaðalandinu í Kópa- vogi hafa dæturnar reist með fjöl- skyldum sínum myndarleg einbýl- ishús og má með sanni segja að þar nutu þær framsýni foreldra sinna, enda þeim afar þakklát fyrir. Það er margra ljúfra stunda að minnast frá liðnum árum, en í stuttri minningargrein er aldrei hægt að segja allt, sem maður gjarnan hefði viljað. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldunni allri og fyrir hönd móður minnar og fjöj- skyldna okkar systkinanna kveðj- um við Jónu, og bið ég góðan guð að varðveita hana. Ingvar Jóhannsson Njarðvík um og setið þétt, þegar inneyinga, landmenn eða farþega flóabátsins bar að garði. Ömmu var mikil raun að niðurlægingu Flateyjar- byggðar og sparn hún við fótum meðan kraftar entust og verslaði þar vel fram yfir áttrætt. En hver má við þeim öflum, er þar voru að verki? Varð hún því að láta undan síga, en jafnan var hugur hennar í eynni sem vonlegt var. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Dvalar- heimilinu í Stykkishólmi. Þar var hún meðal vina sinna og frænd- liðs. Að lokum langar mig að þakka öllum þeim er studdu hana og styrktu á ævikvöldi hennar, til síðustu stundar. Blessuð sé minning Jónínu Her- mannsdóttur. Jón Arngrímsson Jónína Hermanns- dóttir frá Flatey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.