Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.01.1983, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1983 Samgöngur við Eyjar hafa truflast verulega Vcslinannarvjum, 10. janúar. VESTMANNAEYINGAR hafa ekki frekar en aðrir landsmenn farið varhluta af veðralátunum sem geysað hafa á landinu síð- Hrútafjördur: IllviÖri tefur samgöngur og skólahald Slaó í llrúlafirói, 10. janúar. VEÐRAHAMURINN síðustu daga og vikur hefur haft sin áhrif hér hjá okkur eins og annars staðar á land- inu, þótt fannfergið sé að vísu minna hér en viða annars staðar. Hér voru um 70 manns veður- tepptir í tvo sólarhringa, en fólkið komst á brott á föstudaginn þegar opnaðist aftur. Nú er hins vegar aftur komið fólk hingað, því hér eru fjórir bílar á suðurleið, sem ekki komast lengra. Gífurlegur snjór er hér suður af, allt frá heiðarsporðinum að Munaðarnesi í Borgarfirði. Ég hef talsvert verið í ferðum hér undanfarin fimmtán ár, og man ekki eftir öðrum eins snjóalögum. Skólakrakkarnir hafa ekki farið varhluta af veðrinu frekar en aðrir, og gekk illa að koma öllum nem- endum Reykjaskóla í skólann að loknu skóialeyfi. Hópur nemenda var til dæmis tepptur í Borgarfirði í tvo sólarhringa. Nú eru þeir þó komnir norður, og fer vonandi að sjá fyrir endann á veðrinu, þannig að lífið færist í eðlilegt horf á ný. —M.G. ustu dagana. Hefur ekki verið óalgengt að hér hafi verið þrenns konar veður á sama sólarhringn- um. Fólk hefur brotist í vinnu að morgni í austan roki og snjóbyl, farið heim í hádegismatinn í logni og blíðu og síðan hefur ver- ið kominn beljandi útsynningur þegar haldið var heim úr vinnu að kvöldi. Ekki hafa borist fréttir af neinum teljandi skemmdum eða óhöppum vegna veður- hamsins, enda hefur svo sem áður gustað duglega á Stór- höfða. Samgöngur við Eyjar hafa truflast verulega þessa fyrstu daga ársins. Flugleiðir hafa að- eins náð að fljúga eina áætlun- arferð hingað frá því á gaml- ársdag. Herjólfur varð að fella niður ferð til Þorlákshafnar á sunnudaginn vegna sjólags og ófærðar á fastalandinu og er það í annað skiptið frá áramót- um sem ferð fellur niður hjá skipinu. Auk þess mátti skipið í síðustu viku Síða í sólarhring í Þorlákshöfn meðan brotist var með farþega milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Það er fátítt að Herjólfur verði að fella niður ferðir. Á síðasta ári fór skipið 355 ferðir milli lands og eyja og flutti alls 46.122 far- þega, 10.180 bifreiðar, auk 1.119 vöruvagna og annars varnings. Farþegum með Herj- ólfi fækkaði um 1.900 frá árinu 1981, en bifreiðar voru 712 fleiri. — Hermann Arnessýsla: Rafmagnslaust í allt að nítján klukkutíma „ÞAÐ VAR töluvert um bilanir um helgina, einkum á Reykjanesi, í Árnes- sýslu op í Ranj'árþint'i," sagói Haldur Helgason aðstoðarrekstrarstjóri Raf- magnsveitna ríkisins í samtali við blaðamann Mort'unblaðsins í gær er hann var spurður hver áhrif veðrið um helgina hefði haft á raforkudreifint'u RAR- IK. Baldur kvað rafmagn hafa farið af á svipuðum tíma á Suðurnesjum og fyrir austan Fjall, eða um klukkan 5 á sunnudagsmorgun. Það hefði verið ísing er sleit línur og saltmengaður snjór er settist á einangrara er einkum olli truflun- um og bilunum. Rafmagn fór af Grindavík, Sandgerði, Vogum og Garðinum á áðurgreindum tíma, og komst það ekki á að nýju fyrr en milli kl. 15 og 16 á sunnudag. Enn lengur var rafmagnslaust fvrir austan, einkum í sveitum, svo sem í Flóanum, þar sem rafmagn var ekki að fullu komið á fyrr en um miðnætti á sunnudagskvöld. Rafmagn var hinsvegar komið aft- ur á á Selfossi um hádegi, og um kaffileytið á Stokkseyri og Eyrar- bakka, en stofnlína þangað slitn- aði. Þorlákshöfn fékk einnig raf- magn um kaffileytið, og svipaða sögu kvað Baldur vera að segja frá Hellu, en rafmagn fór ekki svo lengi af á Hvolsvelli. Nánast engar truflanir kvað Baldur hafa orðið á öðrum stöðum dreifingarsvæðis Rarik, svo sem í Borgarfirði, og Snæfellsnes, Norð- urland og Austurland sluppu al- veg. Framsóknarflokkur: Ólafur Jóhannesson efstur I Reykjavík — Skoóanakönnun í Reykjaneskjördæmi frestaö NIÐI’RSTÖÐl’R skoðanakönnunar meðal fulllrúaráðsmanna Kramsóknar- flokksins um skipan framboðslisla flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, sem fram fór um helgina, urðu þær að Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra varð efstur með 207 atkvæði í fyrsta sa*ti. I öðru sæti varð llaraldur Olafsson með 127 atkvæði í 1. og 2. sa*ti og í þriðja sæti Björn l.índal með 101 atkvæði í 1.—3. sæti. 350 manns voru á kjörskrá, um HO'/, þeirra tóku þátt í skoðana- könnuninni. I rn helgina átti einnig að fara fram skoðanakönnun innan kjördæmisráðs Kramsóknarflokksins á Reykjanesi, henni varð að fresta vegna veðurs og slæmrar færðar. Röðun manna í Reykjavík, neðan við þriðja sætið var þannig: í fjórða sæti Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir með 131 atkvæði í 1. til 4. sæti. í fimmta til sjötta sæti voru jöfn Bolli Héðinsson og Stein- unn Finnbogadóttir með 156 at- kvæði í 1. til 5. sæti. Varpað var hlutkesti milli þeirra, sem Bolli vann, þannig að hann skipar 5. sæti en Steinunn 6. sæti. Tíu voru í framboði, röðun sæta neðan við 6. sætið er ekki gefin upp. Reglur skoðanakönnunarinnar í Reykjavík eru þannig að sögn Hrólfs Halldórssonar formanns fulltrúaráðsins, að niðurstöður eru ekki bindandi. Norræn vefjarlist III á Kjarvalsstöðum. Eiður Guðnason formaður Menningarmálanefndar Norðurlandaráðs: Við eigum að stefna að tvöföldun norrænu menningarfjárlaganna á næstu 3 árum SÝNINGIN Norræn vefjarlist III var opnuð á Kjarvalsstöðum í laugardaginn þrátt fyrir vonsku- veður og ófærð á höfuborgar- svæðinu. A sýningunni eru 86 textílverk eftir listamenn frá öllum Noröur- löndunum, þar af fimm íslenska og einnig er sérstök íslensk smá- myndasýning, þar sem 12 textíl- listamenn eiga verk. Hér er um farandssýningu að ræða, sem sett var upp í Kinnlandi i haust, og fer síöan um öll Norðurlöndin. Sýn- ingin er í öllu húsinu, og er opin daglega frá kl. 14—22 fram til 30. þessa mánaðar. Eiður Guðnason, alþingismaður, formaður Menn- ingarmálanefndar Noröurlanda- ráðs, flutti eftirfarandi ræðu við opnun sýningarinnar: „Góðir gestir. Ég ætti líklega að segja harðsnúna lið, sem hingað hefur brotist í þessu rammís lenska vetrarveðri. Þessi glæsilega sýning er ekki aðeins árangur og afrakstur hugarflugs og handmenntar þeirra áttatíu og tveggja lista- manna, sem hér hafa lagt hönd að verki, heldur er hún ekki síð- ur ávöxtur norrænnar sam- vinnu, sem ég fullyrði, að ekki á sinn líka meðal frjálsra og full- valda ríkja í veröldinni. Sam- vinnu sem orðin er ótrúlega náin og víðfeðm og tekur ekki aðeins til hinna hátíðlegu stunda, held- ur gætir hennar og á nær öllum sviðum hins daglega lífs. Menningarsamvinna Norður- landanna á sér auðvitað langa sögu. Að forminu til byggist hún á norræna menningarmála- samningnum, sem menntamála- ráðherrar landanna undirrituðu 15. mars 1971 og tók gildi í árs- byrjun 1972, og hefur því verið í gildi í ellefu ár. Samningurinn byggir á þeirri meginstaðreynd hve margt Norðurlöndunum er sameiginlegt í menningarlegu tilliti, hve margt sameinar, þótt víst sé eitt og annað ólíkt og að- skilji með nökkrum hætti. En það er einmitt markmið nor- rænnar samvinnu í menning- armálum að draga fram, efla og styrkja það sem við eigum sam- eiginlegt, og þá ekki síður hlú að hinu sem sérstætt er fyrir hvern og einn, sem er sérstakt og þjóð- legt. Allt samstarf af þessu tagi, hverju nafni sem nefnist, sem og raunar flest öll menningarvið- leitni, kostar fé. Á vettvangi Norðurlandaráðs eru samþykkt menningarfjárlög á hverju ári. Þau nema í ár um 246 milljónum íslenskra króna. Kann ýmsum að >ykja það sæmilega rífleg upp- hæð. Svo er þó ekki, og er þar langur vegur frá. Nærri liggur, að til þessa menningarsamstarfs leggi hver einstaklingur á Norð- urlöndum fram í kringum tíu krónur á þessu ári. Árlega er ekki unnt að sinna nema broti þeirra beiðna, sem Frá opnun Norræn vefjarlist III. Eiður Guðnason í ræðustóli. berst um styrki eða aðstoð til ýmiskonar menningarstarfs. Mikið er um það talað á vett- vangi Norðurlandaráðs, að nú ári illa í henni veröld okkar, og því getum við ekki aukið þessi framlög, kannski rétt haldið í horfi. Það er áreiðanlega rétt, að oft hefur árað betur. Samt er það bjargföst skoðun mín, að við eigum að leggja meira fram til þessa samstarfs, sem á svo mörgum sviðum hefur ótvírætt sannað gildi sitt. Þótt nú beri hátt tal um kreppu og samdrátt, þá er allt afstætt, og lífskjör og velmegun í löndunum okkar eru „með ólík- indum góð“, ef horft er til ann- arra hluta heims. Við megum ekki láta krepputalið draga úr okkur dug. Við eigum að stefna að því, að tvöfalda norrænu menningarfjárlögin á næstu þremur árum eða svo. Þá væri hlutur hvers íbúa sem svaraði tuttugu krónum, og áreiðanlega erum við aflögufær um það, og jafnvel þótt eilítið meira væri. Þessi þriðja farandsýning á norrænni vefjarlist hefur svo sem tvær hinár fyrri notið nokk- urrar fyrirgreiðslu frá Norræna menningarsjóðnum, sem fær fé sitt af norrænu menningarfjár- lögunum. Svo háttar þar starfs- reglum sjóðsins, að ekki eru veittir styrkir til samskonar verkefna oftar en þrisvar. Það samstarf, sem tekist hefur með norrænum listvefurum um þess- ar sýningar, hefur hinsvegar tekist svo vel og gefið þá raun, að rík ástæða er til að greiða fyrir að það geti áfram haldið. Þessvegna hafa fulltrúar íslands og Finnlands í Norrænu menn- ingarmálanefndinni lagt fram tillögu í Norðurlandaráði um fjárhagslegan frambúðarstuðn- ing við norrænar listsýningar af þessum toga. Sú tillaga er nú til umsagnar hjá þeim aðilum, sem helst láta sig þessi mál varða. Umsagnarfresti lýkur hinn fyrsta febrúar næstkomandi. Mun ég eftir megni beita mér fyrir því, að tillagan fái sem fyrst jakvæða afgreiðslu í menn- ingarmálanefnd Norður- landaráðs. Þessi þriðja farandsýning á norrænni vefjarlist, sem hér blasir við, var fyrst sett upp í Helskini í ágúst, en því næst í Svíþjóð og fer héðan til Færeyja, Noregs og Danmerkur. Af hálfu starfshópsins, sem setti þessa sýningu upp, hef ég verið beðinn að flytja starfsfólki Kjarvalsstaða sérstakar þakkir, sérstaklega þeim Þóru Krist- jánsdóttur og Stefáni Halldórs- syni. Við sjáum þess glögg merki á listaverkunum hér, að norræn vefjarlist á sér langa sögu, en samt er hún ný og fylgist með tímanum. Gömlu handverki hef- ur verið gefið nýtt gildi, gömlum vinnubrögðum forðað frá því að falla í gleymsku, ný list í alda- gamalli norrænni hefð. Heitin á hlutum gamla vef- stólsins eru okkur nútíma- mönnum kannski orðin nokkuð fjarlæg, heiti eins og hræll, höf- öld, vipputré, spjálk og meiðmar, en það breytir ekki því, að við fáum notið þessarra einstæðu listaverka, sem hér getur að líta. Norræn list, sagði ég hér áðan. En auðvitað er listin alþjóðleg og þekkir ekki landamæri. Nor- rænir vefarar njóta álits og við- urkenningar um víða veröid, og vissulega að verðleikum. Að nokkru erum við öll vefar- ar, þótt með ólíkum hætti sé. Sem þátttakendur í norrænu samstarfi erum við að vefa hinn norræna samstarfsvef, þá voð, margmynstraða, ótrúlega fjöl- lita og margþætta, sem lengist og breikkar með hverju árinu. Það er okkar framtíðaverk, að halda áfram að vefa hinn nor- ræna samstarfsvef, þétta hann og styrkja til varnar hinum sam- eiginlega menningararfi okkar, um leið og við í hann blöndum þeim þáttum bestum, sem frá öðrum berast. Ég lýsi því yfir, að sýningin Norræn vefjarlist sú hin þriðja í röðinni er hér með hafin. Njót- um vel!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.