Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
Þrettándagleði
á Bolungarvík
Bolun^arvík 17. janúar.
HÉR ht-fur verið viðloðandi leiðinda tíðarfar það sem af er ári, og hefur
.sett niður mikinn snjó, sem skafið hefur i mannhæðaháar driftir víðast
hvar í bænum.
Sl. föstudag gerði hinsvegar
smá hlé og létti til, og var þá
tækifærið gripið og efnt til
„þrettándagleði" með álfadansi
og tilheyrandi. Þá voru með-
fylgjandi myndir teknar.
Vegna snjóþyngsla og ófærðar
var dansinn stiginn að þessu
sinni fyrir framan ráðhúsið, þar
sem ekki varð því við komið að
ryðja íþróttavöllinn.
Mikill fjöldi álfa og huldufólks
ásamt nokkrum jólasveinum,
Grýlu og Leppalúða, skrattanum
og hans púkum, gengu fylktu liði
með kyndla frá skólanum og að
ráðhúsi með viðkomu við sjúkra-
skýlið, þar sem staldrað var við
og sungið fyrir vistmenn þar.
Á svæðinu fyrir framan ráð-
húsið var stiginn álfadans við
harmonikkuundirleik og söng
kirkjukórs Bolungarvíkur. Grýla
og Leppalúði, jólasveinarnir og
skrattinn og þeirra fylgdarfólk,
létu ljós sitt skína þeim fjöl-
mörgu bæjarbúum sem komu til
að horfa á, sér til mikillar
skemmtunar.
Sá háttur hefur verið viðhafð-
ur hér um nokkurra ára skeið að
ísafjörður og Bolungarvík hafa
skipst á að halda þrettándagleði
og hefur sá háttur gefist vel.
Þrettándagleðin hér er jafnan
í höndum félagssamtaka á
staðnum. Þessi síðbúna
þrettándagleði létti lund Bolvík-
inga sem þessa dagana bölva tíð-
arfarinu, sköflunum og ófærð-
inni. Um næstu helgi er mein-
ingin að blóta Þorra á hinu ár-
lega þorrablóti sem bolvískar
konur bjóða mökum sínum til.
Gunnar
Veitum þingmönnum
okkar brautargengi
- eftir Þörunni
Sigurbjörnsdóttur
Gísli Jónsson, oddviti sjálf-
stæðismanna á Akureyri, lýsti í
Morgunblaðinu yfir eindregnum
stuðningi sínum við þingmenn
okkar, Lárus Jónsson og Halldór
Blöndal, í prófkjörinu um næstu
helgi. Um leið hvatti hann aðra
sjálfstæðismenn til að gera hið
sama. Gott er að fá svona yfir-
lýsingu, því enginn efast um
dómgreind Gísla Jónssonar í
framboðsmálum flokksins.
Lárus Jónsson hefur áunnið
sér virðingu og traust langt út
fyrir raðir sjálfstæðismanna
fyrir þekkingu á þjóðmálum og
dugnað í öllum störfum sínum á
Alþingi. Halldór Biöndal, sem
hefur verið einn af hugsjóna-
mönnum flokksins frá unga
aldri, er einnig þekktur út fyrir
raðir sjálfstæðismanna. Halldór
er einkum þekktur fyrir ræðu-
snilld sína og mælsku. Fáir
Lárus Jónsson
sjálfstæðismenn standa honum
þar jafnfætis. Þessir tveir þing-
menn og frambjóðendur til
prófkjörsins eru líka með ein-
dæmum samvinnufúsir og hafa
opinberlega lýst yfir stuðningi
hvor við annan.
Halldór Blöndal
Akureyringar og aðrir íbúar
Norðurlandskjördæmis eystra
sem kjósa í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins 22. og 23. janúar!
Veitum þingmönnum okkar
brautargengi áfram, reynslan
hefur sýnt að það er óhætt.
Vekalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur:
Síendurteknum árásum stjórn-
valda á kjarasamninga mótmælt
MORGUNBLAÐINIJ hefur borizt eft-
irfarandi ályktun til birtingar:
Aðalfundur Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Bolungarvíkur, hald-
inn 16. janúar 1983, mótmælir harð-
lega hinum síendurteknu árásum
stjórnvalda á gerða kjarasamninga,
sem allar miða að því, að skerða
kjör launþega og grafa undan
trausti launþega á samningsgerð-
inni og lama allt baráttuþrek
verkalýðshreyfingarinnar.
Fundurinn telur eitt brýnasta
verkefni verkalýðshreyfingarinnar,
og þá fyrst og fremst forystu henn-
ar, að finna leiðir sem sameina
hreyfinguna í því að stöðva þessa
illkynjuðu áráttu stjórnvalda.
Þá lýsir fundurinn yfir furðu
sinni á þeim útdeilingarreglum,
sem virðast gilda um hinar svoköll-
uðu láglaunabætur, sem í mörgum
tilfellum virðast sniðganga þá, sem
fyrst og fremst þyrftu bótanna með
en lenda þess í stað hjá hinum ólík-
legustu aðilum.
Það hlýtur að vera krafa verka-
lýðshreyfingarinnar, að það litla
brot af síðustu kjaraskerðingu rík-
isstjórnarinnar, sem skila á aftur,
lendi í höndum þeirra, sem verst
eru settir og fyrst og fremst þurfa á
bótunum að halda.
Skorar fundurinn á þá aðila, sem
að úthlutunarreglunum stóðu, að
endurskoða þær og bægja frá því
hróplega óréttlæti sem reglurnar í
núverandi mynd hafa framkallað.
Fundurinn lýsir undrun sinni á,
að enn einu sinni skuli sjávarút-
vegsráðherra hafa fallið frá marg-
gefnum fyrirheitum sjómönnum til
handa, um að fella niður olíugjald-
ið, við ákvörðun fiskverðs nú um sl.
áramót. Þessum vanefndum ráð-
herrans mótmælir fundurinn harð-
lega.
Þá beinir fundurinn því til
stjórnar ASV og aðildarfélaga þess,
að kannað verði hvort ekki sé æski-
legt, að við gerð næstu kjarasamn-
inga verði haft í huga að sameina
tímasetningu þeirrar samnings-
gerðar, þannig að bæði landverka-
fólk og sjómenn séu með samnings-
gerð helzt á sama eða svipuðum
tíma.
Að lokum vekur fundurinn enn
einu sinni sérstaka athygli á því
geigvænlega misrétti, sem ríkir
varðandi orkuverð í landinu, um
leið og hann krefst þess af stjórn-
völdum, að staðið verði við gefin
fyrirheit um jöfnun orkuverðs, sem
gefin voru m.a. af forsætisráðherra,
Samkoma fyrir aldr-
aða í Háteigssókn
SAMKOMA fyrir aldraða fólkið í Há-
teigssókn verður í veitingasal Domus
Medica við Egilsgötu nk. sunnudag,
23. janúar, og hefst kl. 3 e.h.
Kvenfélag Háteigssóknar býður
öldruðu fólki til samkomu með
kaffiveitingum á sunnudaginn kem-
ur. Að vanda verður ýmislegt til
dægrastyttingar, Sigurður Gunn-
arsson fyrrverandi skólastjóri les
upp og Ingveldur Hjaltested, óperu-
söngvari, syngur við undirleik
Guðna Þ. Guðmundssonar. Tæki-
færi gefst til þess að rifja upp
gamlar minningar og endurnýja
kynnin um leið og notið er frábærra
veitinga kvennanna, sem ekki hafa
legið á liði sínu við undirbúning
þessarar samveru, þótt veður hafi
öll verið válynd upp á síðkastið.
Allt frá upphafi hafa þessar
skemmtanir verið fjölsóttar og hafa
allir farið glaðir og ánægðir heim.
Um leið og ég þakka Kvenfélagi Há-
teigssóknar ómetanlegt starf í þágu
kirkju og safnaðar, vil ég hvetja allt
eldra fólk í Háteigssöfnuði til að
koma til samkomunnar og njóta
þar samfélags, skemmtiatriða og
veitinga.
Tóma.s Sveinsson,
sóknarprestur.
við gerð kjarasamninga landverka-
fólks ASV og Vinnuveitendafélags
Vestfjarða í febrúar 1982.
28611
Fálkagata
Litið einbýlishús, steinhús 75 fm
á einni hæö. Byggingarréttur.
295 fm eignarlóð.
Laugateigur
Neöri sér hæð ásamt hálfum
kjallara og góöum bílskúr.
Silfurteigur
Óvenju góð 4ra herb. um 100
fm íbúð á 4. hæð á efri hæð í
fjölbýlishúsi. Suður svalir. Mikil
og góö sameign í kjallara og
bílskúrum. Ákveðin sala.
Samtún
Hæð og ris samtals um 122 fm
ásamt bílskúr í tvíbýlishúsi.
Töluvert endurnýjað.
Laugarnesvegur
Járnvariö timburhús parhús,
sem er kjallari hæð og ris. Góö-
ur bílskúr.
Álftahólar
5 herb. góð íbúð á 5. hæð. Get-
ur losnaö strax.
Hraunbær
Góð 4ra herb. 110 fm íbúð á 1.
hæð. Suöur svalir. Nýtt eldhús.
Ákv. sala.
Þingholtsstræti
Óvenju falleg 4ra herb. íbúð á
efri hæð. Svalir, góður garður.
Njarðargata
Stórglæsileg 2ja—3ja herb.
íbúð á 1. hæð. Nýtt eldhús.
Víðimelur
2ja herb. 60 fm íbúð i kjallara í
þríbýlishúsi. Laus 1. apríl.
Hús og Eignir,
Bankastræti 6
Lúövík Gizurarson hrl.,
kvöldsími 17677.
Til sölu,
(vesturbær)
j^Lskriftar-
síminn er 83033
4ra herb. ca. 110 fm íbúö á jaröhæö viö Hofsvalla-
götu, rétt viö Ægisíöu. Nýstandsett. Sér inngangur.
Jón Oddsson, hrl.,
Garðastræti 2,
sími 13040.