Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Halldór Blnndal „Ég hef spurst fyrir um það, hvernig unga fólkið fer að til að eignast samastað. Allir eru sam- mála um að það sjáist ekki lengur á hinum frjálsa markaði bygg- ingaverktaka, en á hinn bóginn lengist sá listi stöðugt, sem er yfir nöfn þeirra, sem sækj- ast eftir íbúð í verka- mannabústöðum. Þá er áberandi, að ungt fólk reynir að komast yfir gamla íbúð, oft illa farna, sem það getur lagfært og endurbætt smám saman.“ Frá mínum bæjardyrum séð getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki átt aðild að ríkisstjórn, nema húsnæðismálin séu leyst. Við höfum sýnt fram á að það er fjárhagslega kleift. Þetta er á hinn bóginn spurning um það á hvað við viljum leggja mesta áherslu. Ég álit, að heimilin eigi að sitja í fyrir- rúmi. Þau eru hornsteinn þjóðfélags- ins. En það er ekki nóg að hækka lánin. Lánstímann verður að lengja. Ég hef fest mig við 42 ár, sem ég álít hæfi- legan tíma til þess að greiðslubyrðin vegna afborgana og vaxta verði við- ráðanleg. Og svo er að sjálfsögðu nauðsynlegt, að lánskjör þeirra verði betri, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð. Verkefnaskortur í byggingariðnaðinum Þegar einstaklingarnir kippa að sér hendinni varðandi húsbyggingar, hef- ur það óhjákvæmilega örlagaríkar af- leiðingar fyrir byggingariðnaðinn, einkum úti á landi, þar sem opinberar framkvæmdir eru hlutfallslega mest- ar á Reykjavíkursvæðinu. Þessa sjá- um við glögg merki hér fyrir norðan. Atvinnuleysið er orðið að veruleika og fjölmargir hafa við orð að flytja suð- ur. Frjáls sparnaður kemur ekki af sjálfu sér. Á undanförnum áratugum hefur hann birst okkur í fjölda íbúð- arhúsa og varðveitist þar. Þetta hefur skapað mikla vinnu og framtak. Ef öld verkamannabústaðanna gengur í garð, fer þessi sparnaður að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan. Hús- næðisekla verður á næsta leiti og vaxtabroddurinn er tekinn úr bygg- ingariðnaðinum. Tillaga okkar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum kemur í veg fyrir að þetta ástand skapist. Hún miðar að því að við íslendingar stöndum aftur jafnt að vigi varðandi eigið húsnæði. Lánskjörin verður að bæta Við höfum fundið smjörþefinn af því, hvernig það er að búa við verð- tryggð lán í 50 til 70% verðbólgu. í flestum fjölskyldum þekkjum við dæmin um það, að þetta hefur komið mönnum í koll, enda eru lífskjörin að versna og uppgripin minni en áður. Og mönnum er vorkunn. Við höfðum enga reynslu á verðtryggðum lánum áður og því var haldið að þjóðinni, að verð- bólgan yrði senn að velli lögð. Nú harðnar á dalnum. Fjölmörg opinber fyrirtæki hafa fengið að hag- ræða lánum sínum og í fréttum er stöðugt sagt frá því, að þessi eða hin fyrirtækin séu að fá hallærislán. Sams konar leiðréttingu er nauðsyn- legt að gefa þeim kost á, sem hafa steypt sér í skuldir vegna húsbygginga eða húsakaupa. Ég er ekki að tala um það, að menn endurgreiði ekki sínar skuldir, heldur að bönkunum sé gert kleift að breyta skammtímalánum, oft til eins eða þriggja ára, í lengri lán, svo að unnt sé að standa í skilum. Ríkisstjórnin hefur ekki hikað við að skerða launin og hækka skattana. Nú er röðin komin að hinum almenna borgara. Hann verður líka að lifa. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Nýi farkosturinn á Keflavíkurflugvelli, SAAB 99 turbo, sérhannaður bíll til viðnámsmælinga á flugbrautum. slíka mælingu eftir að hafa feng- ið lágmarks takkafræðslu. Áður fyrr voru þessar mælingar gerð- ar með útbúnaði sem dreginn var á eftir bíl, en sá útbúnaður endurskapaði ekki lendingar- aðstæður flugvéla og gaf því ekki eins raunhæfa mælingu, sér- staklega í snjó og vatni, einmitt þeim aðstæðum sem okkur skipta mestu. Auk þess þurfti að hand- reikna þær upplýsingar sem sá útbúnaður gaf. Þessi nýi SAAB á því bæði eftir að auka öryggið í mælingum og auðveida okkur vinnuna," sagði Sveinn. IVIikil vinna viA umhirðu vallarins Á Keflavíkurflugvelli vinna 48 manns á 34 tækjum við snjó- hreinsun og ísvarnir. Sérlega snjóþungt hefur verið í vetur og á tímabilinu 1. okt.—10. jan. hef- ur snjóað 79,5 þumlunga á völl- inn, en á sama tímabili 1981—’82 var snjómagnið 28,4 þumlungar. Vinnustundir við notkun tækja eru 5.379 á umræddu tímabili núna, en voru á sama tíma árið áður 3.102. Kostnaður við snjó- hreinsun og ísvarnir frá 1. okt.—10. jan. er u.þ.b. $500.000. Aðeins í Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Valgerður Þóra: ÁSTARÓÐUR. Teikningar: Guðrún Berg. Reykjavík 1982. Þessi bók Valgerðar Þóru er einn samfelldur ástaróður. Ást sinni lýsir hún á þessa leið: Ást mín á sér engan endi hún er mýkst í sorg, mest í gleói og alltaf til. Ást deyr aldrei en kveikir af sér annað líf sem frjóvgar og gleður, sem breytir nótt í dag, Við lifum aðeins í kærleika ef kærleika sleppir er lífið þungt, ófrjótt, dautt án gleði og friðar. Lífið er ást. Það er hin undirgefna ást, sú ást sem fyrirgefur allt sem birtist í Ástaróði. Konan sættir sig meira að segja við að vera „ein af mörg- kærleika um afþreyingum" mannsins. Hún ímyndar sér kannski að það sé henni léttir þegar maðurinn yfir- gefur hana, en fljótlega fer hún að þjást í óróa sínum eftir honum. Hún verður ekki róleg fyrr en hún veit að hann kemur aftur: Ég elskaði þig í alla, alla, alla nótt, og ég hefi aldrei verið eins og óskaplega, unaðslega nálægt þér. Ég er svo róleg núna. Ég veit þú kemur aftur, Ijós lýsi á veg þinn. Þetta er ekki beinlínis ort í anda kvennabókmennta samtímans, vandamálin verða lítilvæg i sam- anburði við gleði ástarinnar, það að maðurinn vilji gefa konunni ást sína. Mestu skiptir að gera hann hamingjusaman. Þessi ljóð Valgerðar Þóru hafa þá kosti að í þeim er lifandi til- finning, ást og losti haldast í hendur í ljóðmáli sem stundum er trúverðugt. En oft verða ljóðin fremur máttlítil; þótt þau vilji vera markviss og forðast orða- Valgerður Þóra gjálfur falla þau stundum í slíka freistni. Hér er á ferð skáld í leit að formi til að tjá hug sinn. Bókin ber þess merki að vera frumsmíð í ljóðagerð, skírskotanir eru of al- mennar, myndbeiting losaraleg. En stundum verka myndirnar sannfærandi, einkum þegar kemur að ímyndunum og óhugnaði, draumurinn breytist í martröð. Teikningar Guðrúnar Berg eru mjög í anda Ijóðanna, fara þeim vel. kursus i HILDUR - dansk for voksne Nýstárleg kennslubók í dönsku HILDUR er samin til notkunar með sjónvarps- og útvarps- þáttum sem Ríkisútvarpið mun flytja á næstu vikum. Efnið er ætlað þeim sem hafa einhverja undirstöðu í dönsku máli. í bókinni eru fjölmargir kaflar úr verkum danskra höfunda um Danmörku og dönsk málefni. Þá eru í bókinni greinar um málfræði, æfingar og verkefni um málnotkun og myndar bókin, útvarps- og sjónvarpsþættimir þannig heild viðfangsefna. Notið þetta einstæða tækifæri, fylgist með spennandi framhaldsþáttum í sjónvarpi og útvarpi og hressið um leið upp á dönskukunnáttuna með skemmtilegu heimanámi. Bókin HILDUR fæst í bókaverslunum og Skólavörubúð- inni Laugavegi 166. Verð kr. 335.- NÁMSGAGNASTOFNUN Útsendingartímar Ríkisútvarps: Sjónvarp - laugardagar kl. 18.00 Útvarp - mánudagar kl. 17.40 miðvikudagar kl. 18.35 fimmtudagar kl. 17.45 1 V WfHTj Bladid sem þú vaknar við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.