Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 frá upphafi við erlendar fréttir og hafði svo mikinn áhuga á starfi sínu að það hvarflaði aðdrei að henni að hætta um lengri eða skemmri tíma. Fréttir hannar voru skýrar og ljósar og mergur- inn málsins, vald hennar á ís- lenskri tungu var gott, málfarið óskeikult, orðaforðinn mikill. Fréttastofan er lítill vinnustað- ur og þröngur og samskipti og samvinna mjög náin með starfs- fólkinu, og verður ekki komist hjá því að hver hafi áhrif á annan með atferli sínu, sjálfráðu eða ósjálf- ráðu. Þessi þrettán árin hefur það oft flogið í hugann að Lína væri eins og sólargeisli, þegar hún kom inn úr dyrunum björt og falleg, glöð, og með einhverjum sérstök- um hætti ljómandi, svo það birti yfir. Hvergi neitt smátt og lág- kúrulegt í fari hennar, engin skúmaskot, allt heilt og hreint. Það er gott að vera samvistum við fólk sem aldrei kemur aftan að heldur beint að framan. Samvistirnar við Línu hafa vak- ið mann til umhugsunar um ým- islegt, kannski dýpkað skilning á því hvað skipti máli og hvað sé fánýtt. Oft er bruðlað með orð eins og: sálarstyrkur og æðruleysi. Aldrei kom fyrir að við vinnufé- lagarnir heyrðum eitt æðruorð af munni Línu. Hún vorkenndi aldrei sjálfri sér og hefði síst af öllu þol- að að nokkur maður færi að vor- kenna henni. Einhverra hluta vegna er ennþá talað um að „bregðast karlmannlega" við ör- lögum sínum, og verður þá að hafa það orðalag um Línu þó að ég viti vel að hún hefði snúið út úr því. Hvað skyldi vera að bregðast „kvenlega" við örlögum sínum? Ég hef varla þekkt manneskju sem var eins laus við eigingirni, að biðja um eitthvað handa sjálfri sér. Hún hafði nóg að hugsa um og gekk upp í því, og gleymdi sjálfri sér. Og hún vissi varla hvað maður var að fara ef manni þótti þetta ganga út í öfgar og hafði orð á því. Einum eða tveimur dögum áður en meðvitundarleysið kom og síð- an dauðinn var Lína að teikna garð, garðinn sinn eins og hann átti að verða í sumar. Garðinn þeirra, hennar og óla og barn- anna. Þegar síðast náðist samband við hana var hún spurð hvar hún fyndi til. Og hún hvíslaði, óbuguð: Ja, sá sem vissi það nú. Og einn dimman janúarmorgun í snæríki þessa vetrar hafði dauð- inn sigrað, eða hvað? Ekki sigraði hann hug hennar né kjark. Lífs- fjörið var í henni til hinstu stund- ar. Lífsblómið fölnaði aldrei. Það var fellt í fullum blóma. Og líf rósarinnar er jafn langt lífi stóra og djúprætta trésins og ilmur hennar lifir í vitund okkar. Á sumrin verða blóm í garðin- um hennar Línu. Margrét Indriðadóttir Drottinn, gef þú dánum ró, hinum líkn, sem lifa. Hetja er fallin. Langvinnu stríði er lokið. Ættingjar og vinir sitja hnípnir. Upp í hugann hrannast minn- ingar liðinna ára, bæði hér í Reykjavík, á hátíðum austur á Selfossi og í Hreppum, einkum að sumar- og haustlagi, á hjáleigum okkar, Miðnesi og Hraunbæ. Sigurlína Margrét hét hún fullu nafni, alltaf nefnd Lína í daglegu tali. Linu kynntumst við fyrst fyrir fjórtán árum, er Ólafur bróðir minn og mágur kynnti hana fyrir okkur sem vin sinn — seinna varð hún eiginkona hans og áttu þau þrjú mannvænleg börn, Solveigu, Hjalta og Maríu Karen, öll á barnsaldri. Bæði komu Lína og Óli úr þann- ig umhverfi, að þau mátu heimilið mikils og voru vön sterkum fjöl- skylduböndum. Slík uppeldisáhrif skapa trygga og góða vini og áttu þau þá í ríkum mæli. í veikindum Línu kom það svo greinilega í ljós. Óli og Lína höfðu nýlega komið sér upp hlýlegu heimili í nýbyggðu húsi í Selásnum — þar voru allir aufúsugestir og nutu glaðværðar húsráðenda og örlætis. Þaðan sást vel austur í Arnesþing — þar upp til fjalla var helgisetrið þeirra — staðurinn, sem fjölskyldan átti sitt afdrep í nálægð frænda og vina á Hæli, og nutu þau öll dvalar þar, enda mikil náttúrubörn og dýravinir. Því miður hafði um allmörg ár fylgt Línu sem skugginn sjúkdóm- ur, sem hún barðist hetjulegri baráttu við og heyrðist aldrei kvarta undan, en nefndi þó oft — svo okkur hinum þótti óþægilegt. Oft höfðum við á orði í sumar er leið, hversu vel allt gengi hjá Línu, en sjúkdómurinn virtist fylgja myrkrinu fast eftir í haust. Hann seig sífellt á eins og svartnættið, hvolfdist síðan grimmilega yfir og hlífði hvergi. Þess vegna var okk- ur mjög brugðið á jóladag, er fjöl- skyldan var öll samankomin á heimili okkar, að víkingurinn okk- ar, þessi glaðsinna stúlka, sem ætíð tók þátt í umræðum af einurð og festu var aðeins skugginn af sjálfri sér. Ég sé enn veika brosið á sigruðu andlitinu, þegar ég bauð henni valið sæti við jólaborðið. Það voru reyndar engin andmæli — engin stuna, en augun og brosið veika gáfu allt til kynna. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og kynnin góð. Sérstaklega viljum við bakka auk- ið inntak lífsins, sem hún gaf okkur með fordæmi sinu í baráttu sinni. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja Óla og börnin þeirra þrjú nú á sorgarstundu svo og alla þá, sem um sárt eiga að binda. ..í i»vrrrt var strí« þilt háA ag fall þitl hljóll — þú helja í krossfór lýdsins, sofAu rótt —“ Margrét og Kristján Guðmundsson Oft finnst okkur sem eftir erum á sjónarsviðinu, að dauðinn hafi tekið þann sem síst skyldi og ekki hafði enn lokið hlutverki sínu. Sagt er, að tíminn mildi harminn, en flesta samferðamenn missir maður þó á þann hátt að dauðinn tekur þá. Vissulega er hæfileikinn til þess að gleyma einhver sú besta gjöf sem manninum hefur verið gefin. Ef hann ætti á lífsleiðinni að taka með sér endurminningar um allt sem hefur hent hann frá fyrstu tíð, þá yrði byrðin býsna erfið, að hætt er við að menn kæmust ekki langt áleiðis. En þrátt fyrir það munu ætíð lifa í hugskoti okkar svipir fá- einna förunauta, sem hafa orðið okkur samferða um lengri eða skemmri tíma. Þessir förunautar, sem okkur reynist svo erfitt að gleyma, hafa yfirleitt verið manni náskyldir eða nákomnir á einn eða annan hátt. Sigurlína Ásbergsdóttir verður í hópi þeirra sem mun alltaf verða mér verulega minnisstæð sakir mannkosta hennar. Þegar mér barst andlátsfregn hennar, kenndi ég sársauka og tómleika. Hvers vegna endilega hún? En við ráðum engu og verðum að sætta okkur við lífsins gang, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sigurlína Ásbergsdóttir fæddist 29. júlí 1948 á ísafirði. Hún var af góðu bergi brotin í báðar ættir, dóttir hjónanna Sólveigar Jóns- dóttur og Ásbergs Sigurðssonar borgarfógeta í Reykjavík. Sigurlína lauk stúdentsprófi ár- ið 1967 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Ári seinna lauk hún kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands. Árið 1969 hóf hún störf sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu sem hún gegndi til dauðadags. Árið 1971 giftist Sigurlína eftir- lifandi eiginmanni sínum, Ólafi Hjaltasyni verslunarmanni. Sam- band þeirra var alla tíð hið besta og einkenndist af gagnkvæmri vináttu. I veikindum hennar reyndist Ólafur henni ómetanleg stoð, kom þá best í ljós, hvern mann hefur að geyma. Þau eign- uðust þrjú börn, Sólveigu, ellefu ára, Hjalta, tíu ára og Maríu Kar- en, sex ára, sem nú verða að sjá á bak móður sinni. Það sem framar öllu einkenndi Sigurlínu var brennandi fjör og áhugi. Hún sópaði burt allri deyfð og lognmollu hvar sem hún fór. Aldrei hef ég þekkt jafn mikinn lífskraft hjá nokkurri manneskju sem henni. Hún var gædd óbilandi bjartsýni og ósveigjanlegum vilja- krafti, enda lét hún aldrei hendur fallast, þótt á móti blési. Sigurlína var kvenna skemmtilegust og tókst alltaf að vekja glaum og gleði hvar sem hún fór. Hún var vel að sér um menn og málefni og hafði næman skilning á þjóðfé- lagsmálum. í þeim efnum var hún jafnan afdráttarlaus, skapheit og örgeðja. Og henni var ekki orða vant þegar hún varði þann mál- stað sem henni var hugstæður. Þótt veikindi Sigurlínu veittu nokkuð langa aðvörun, vonuðu all- ir að hún hefði sigrast á veikind- um sínum. Hún var lögð inn á sjúkrahús í desember sl., komst að vísu á fætur um stutta stund, en batavon var lítil og skömmu síðar lést hún í Landspitalanum. Ég kveð Sigurlínu með þakk- læti, hún var svo heil og óskemmd, eldur hennar logaði svo glatt, en er nú skyndilega slokknaður. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Sigríöur Ingvarsdóttir Kveðja frá Starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins. Andrúmsloft á sérhverjum vinnustað mótast mjög af þeim sem stunda þar vinnu. Fátt bregð- ur þá notalegri birtu á gráma hinna virku daga en návist sam- starfsmanns sem býr yfir lífs- þrótti, fjörmiklu gleði og léttri lund. Sigurlína var slíkur sam- starfsmaður. í návist hennar í önnum dagsins eða á góðri stund í glöðum hópi varð þess aldrei vart að nöturlegir vindar næddu um lífsneista þessarar ungu konu. Hún miðlaði okkur af ljósi sem logaði skært í skugga óvæginna örlaga uns yfir iauk. Við minnumst Sigurlínu á kveðjustund sem elskulegs sam- starfsmanns og skemmtilegs fé- laga. Minningar um hana eru okkur öllum mikils virði. Hug- rekki hennar veitir okkur þrótt til að lifa og deyja. Eiginmanni, börnum hennar og öðrum ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Stóllinn hennar Línu er auður og ritvélin tifar ekki lengur. Hún sest ekki framar með okkur inn í kaffistofu eftir hádegið til að ræða heimsmálin eða pólitíkina hér heima yfir rjúkandi kaffi. Það er erfitt að trúa því að hún komi ekki framar í vinnuna. Lát hennar hefði þó ekki átt að koma okkur sem unnum með henni á óvart. Við vissum að hún barðist við ban- vænan sjúkdóm. En það var auð- velt að gleyma því þegar Lína var annars vegar. Óbilandi kjarkur hennar og lífsgleði fékk menn til að trúa því að í þetta sinn myndi hið ómögulega gerast og lækning fást. Fáir voru hressari í umræð- 27 um en hún. Og enginn þurfti að efast um skoðanir hennar þegar stjórnmál bar á góma. Hún var eldheitur sjálfstæðismaður og víl- aði ekki fyrir sér að hella sér út í stjórnmálaþátttöku þrátt fyrir veikindin. Víl og vol voru henni enda víðsfjarri. Um leið og við kveðjum góðan vinnufélaga, send- um við eiginmanni Línu, foreldr- um og börnum samúðarkveðjur. Vinnufélagar á Fréttastofu útvarps. í dag verður til moldar borin elskuleg vinkona okkar, Sigurlína Ásbergsdóttir, aðeins 34 ára að aldri.Við hjónin minnumst hennar með þakklæti, og teljum okkur gæfumanneskjur að hafa átt hana að vini. Kynni okkar af Línu, eins og hún var ávallt kölluð, hófust þegar hún ásamt eiginmanni og tveimur börnum flutti inn í sama hús og við búum í. Var frá byrjun mikill og góður vinskapur okkar á milli. Það var oft glatt á hjalla og margt spjallað um menn og málefni. Lína fylgdist vel með í landsmál- um og voru oft heitar og fjörugar eldhúsumræður á Fálkagötunni. Það er oft erfitt fyrir ungt fólk með tápmikil og dugleg börn að setjast að í húsi með fólki, sem þegar hefur komið upp sínum börnum, en það tókst allt vel. Brátt fæddist lítil dóttir í viðbót, en hún var ekki nema á öðru ári, þegar Lína sagði okkur að fundist hefði ber í brjósti sínu, og að það þyrfti að fjarlægja. Það var eins og dregið hefði fyrir sólu, en krabbamein í brjósti er sá sjúk- dómur, sem allar konur hræðast svo mjög. Þetta var ekki sann- gjarnt, og gat ekki verið rétt, hún var aðeins 28 ára. En hún tók þessu eins og hennar var von og vísa, talaði af skynsemi um sinn sjúkdóm og fór eftir því sem lækn- ar hennar ráðlögðu. Næstu fimm ár voru góð ár, og maður gleymdi langtímum saman „skugganum". Lína og Óli byggðu raðhús í Árbæjarhverfi, sem þau fluttu inn í sumarið 1980. Þá naut Lína sín vel við að skapa þeim fallegt heim- ili. Á síðastliðnu sumri hóf hún undirbúning við að skipuleggja garðinn sinn, en hún var mikill unnandi blóma og trjáa og naut sín vel úti í náttúrunni. En því miður entist ekki æfin til að ljúka því. Það voru þung spor að heim- sækja Línu síðustu vikurnar sem hún lifði, vitandi það, að þar sem þessi hetja lá í rúminu sínu og brosti sínu bjarta og hughreyst- andi brosi til manns, fann maður hversu lítilsmegnugur maður er. Blessuð sé minning hennar. Elsku Óli, börnin þrjú, foreldrar og aðrir vandamenn. Við biðjum góðan Guð að styðja ykkur öll. Þorbjörg og Baldvin Minning: Guðmundur Jóhannesson frá Fremri-Fitjum Fæddur 10. febrúar 1899 I)áinn 15. janúar 1983 Guðmundur Jóhannesson frá Fremri-Fitjum lést í sjúkrahúsinu á Hvammstanga s.l. laugardag. Andlát hans kom ekki á óvart vin- um hans og vandamönnum. Heilsu hans hafði hrakað hin síðari ár, þrekið orðið lítið og sjónin næst- um horfin, en andlegri heilsu hélt hann til hinstu stundar. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Þuríður Jóhannesdóttir og Jóhannes Kristófersson, sem lengi bjuggu á Fremri-Fitjum í Mið- firði. Þuríður var áður gift Skarp- héðni Finnssyni á Finnmörk en missti hann eftir tveggja ára hjónaband. Þau höfðu eignast tvo syni, Jakob síðar bónda að Þverá í Núpsdal og Skarphéðin síðar bónda að Króki í Víðidal. Þau Þur- íður og Jóhannes eignuðust sex börn. Elstur var Kristófer f. 1893, bóndi á Finnmörk, 2. Lára f. 1896, ráðskona bræðra sinna á Fremri- Fitjum, 3. Guðmundur, sem hér er minnst. 4. Þuríður Anna f. 1902, húsfreyja að Syðra-Langholti, Árn., 5. Tryggvi f. 1903, bóndi Fremri-Fitjum, 6. Lúðvík f. 1905, bóndi Ytri-Völlum. Ennfremur ólu þau upp Marinó Jónsson, sem bú- settur er í Reykjavík. Til er umsögn um þau Fremri- Fitjahjón, rituð af kunnugum manni. Um Jóhannes segir m.a.: „Jóhannes Kristófersson var maður vel í meðallagi hár, fríður í andliti með nokkuð hátt enni, dökkhærður, vel vaxinn en varð dálítið lotinn í herðum á efri ár- um. Prúður og snyrtilegur í fram- komu, ræðinn og athugull og myndaði sér ákveðnar skoðanir á málefnum, gestrisinn og glaðlynd- ur og hafði gaman af græskulausu spaugi, vinafastur og hjálpfús ef á þurfti að halda. Hafði gaman af bókum og las mikið á seinni árum, áður en sjón fór að daprast, skiln- ingsgóður og mundi vel. Fékk í æsku enga fræðslu aðra en lestur og einfaldasta reikning, reiknaði alltaf í huganum. Þuríður Jóhannesdóttir var tæplega í meðallagi há, með rauðbrúnt hár, hátt enni, svipmik- ið og myndarlegt andlit, frjáls og röskleg í framgöngu, Varð barn að aldri að vinna á fátæku heimili foreldra sinna og eftir það á mannmörgu heimili í Víðidals- tungu. Fræðslu fékk hún enga aðra en lestur og barnalærdóm undir fermingu en var námfús og bókhneigð og lærði og mundi sem hún las, enda kunni hún mikið af sögum, kvæðum og rímum, sem hún las eða heyrði. Hafði gott vit á skáldskap og mun sjálf hafa verið hagmælt, þó hún ekki stundaði það. Hún var áhugasöm um bú- skap og aðra heimilisvinnu, vel verki farin og féll ekki verk úr henni meðan heilsa og kraftar entust". Guðmundur, sem og systkini hans, erfði marga af eðliskostum foreldra sinna. Hann stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1924—26 og svaldi síðan eitt ár í Noregi og Danmörku við landbún- aðarstörf. Hann var félagslega sinnaður og var m.a. einn af stofn- endum Ungmennasambands V-Húnvetninga árið 1931 og var þá kjörinn varaformaður en tók fljótlega við formennsku, er for- maðurinn flutti burtu úr hérað- inu. í hreppsnefnd átti hann sæti í mörg ár og ýmis fleiri félagsmál lét hann til sín taka, þótt það verði ekki rakið nánar hér. Árið 1932 tóku þeir bræður, Guðmundur og Tryggvi, við búi á Fremri-Fitjum, og var Lára systir þeirra, ráðskona hjá þeim. Þegar Guðmundur var kominn um og yf- ir sextugt réðist hann í það stór- virki að reisa nýbýli í landi Fremri-Fitja. Nefndi hann býlið Ásland. Byggði hann þar fjárhús fyrir á fjórða hundrað fjár, fjós og geymslur o.fl. Allt ver þetta sér- lega vandað og traust, enda var Guðmundur smiður góður og ein- staklega vandvirkur að hverju sem hann vann. Því miður naut Guðmundur ekki þessara verka sinna svo lengi sem skyldi, því heilsan tók að bila og varð hann að selja jörð sína skömmu eftir 1970. Dvaldi hann um skeið hjá hinum nýja eiganda en stundum á sjúkrahúsi. Bygging dvalarheimil- is fyrir aldraða á Hvammstanga var honum mikið áhugamál og barðist hann fyrir framgangi þess máls og gaf eigur sínar til þeirrar stofnunar. Þegar dvalarheimilið var risið af grunni og raunar áður en það væri fullgert flutti Guð- mundur þar inn fyrstur manna og átti þar heimili síðan. Dvaldi hann þar svo lengi sem þess var nokkur kostur og naut aðhlynningar á vegum sjúkrahúss Hvammstanga og frá ýmsu ágætu fólki og eiga hlutaðeigandi miklar þakkir skil- ið. Guðmundur kvæntist ekki og eignaðist ekki afkomendur. Blessuð sé minning hans. Jóhanncs Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.