Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 29 Minninp: Stefán Eggert Björnsson andstæðinga. Ég minnist þess að einn helsti forsvarsmaður í hópi pólitískra andstæðinga Guðmund- ar í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði við mig fyrir nokkrum árum er Guðmundur barst í tal okkar á milli: „Guðmundur er sá maður meðal pólitískra andstæðinga minna, sem ég met mest, þar koma til mannkostir hans og drenglyndi". Hér verða ekki rakin margvísleg störf Guðmundar, enda eru þessi orð mín hugsuð sem fátækleg þökk fyrir frábæra viðkynningu og vináttu er ég naut af hans hálfu á þeim fjórum áratugum sem kynni okkar hafa staðið. Ég og fjölskylda mín sendum Mörtu, börnum þeirra Guðmundar og fjölskyldum þeirra samúðar- kveðjur á þessari saknaðarstund, í vissu þess, að minningarnar um allt sem Guðmundur var þeim og öðrum samferðamönnum sínum verði þeim huggun harmi gegn. Blessuð sé minning Guðmundar. Sig. Guðgeirsson Þegar við starfsmenn Húsnæð- isstofnunar ríkisins komum til starfa að morgni hins 13. janúar sl. mætti okkur auður stóll, er set- inn hafði verið allt til verkloka kvöldið áður. Vinur okkar og sam- starfsmaður, Guðmundur Vigfús- son, forstöðumaður Byggingar- sjóðs verkamanna, var aðeins ný- kominn heim að loknu dagsverki er honum þyngdi svo mjög, að skjótt var hann allur. Okkur hafði verið ljóst síðustu mánuðina, að hann gekk ekki heill til skógar, en ekki kom það í neinu fram í störf- um hans og því hygg ég, að ekkert okkar hafi órað fyrir að endirinn væri svo skammt undan. Mér er þó ekki grunlaust um, að hann hafi sjálfur þótzt sjá að hverju fór. Samt var engan bilbug á honum að finna og daglegum störfum sín- um sinnti hann af sömu kostgæfni og ætíð áður. í því sambandi má geta þess, að áður en hann hélt af vinnustað hinn 12. janúar hafði hann lokið öllum undirbúningi vegna mála, sem nauðsyn bar til að leggja fyrir fund húsnæðis- málastjórnar hinn 17. janúar. En ekki lét hann þar við sitja, að ljúka gerð allra tillagna vegna verkamannabústaðanna, sem flytja þurfti á fundinum, heldur gekk hann sömuleiðis frá öllum þeim bréfum, sem senda þurfti í kjölfar hans. Þá hafði hann einnig lokið gerð viðamikilla skýrslna um byggingu verkamannabústaða á liðnu ári og stöðu Byggingasjóðs verkamanna um áramótin. Allt þetta beið okkar tilbúið, sam- starfsmanna hans, er við tókum að undirbúa stjórnarfundinn að öðru leyti sl. mánudag. Það má því með sanni segja, að hann hafi skil- ið eftir sig hreint borð. Ég kynntist Guðmundi fyrst sem stjórnarmanni í húsnæðis- málastjórn, er ég var ráðinn sem skrifstofustjóri hennar í septem- ber 1965. Hann hafði verið vara- maður í stjórninni frá 1957 og að- almaður frá 1961. Þar sat hann síðan allt til 1972 að hann gerðist einn af framkvæmdastjórum Framkvæmdastofnunar ríkisins, en þá hafði hann um tveggja ára skeið verið deildarstjóri í Hús- næðisstofnuninni. Hann sneri aft- ur 1974 og tók þá á nýjan leik við sínu gamla starfi. Því gegndi hann síðan fram á síðasta dag. Enn er mér minnisstætt er ég kom til míns nýja vinnustaðar í september 1965. Þar var þá Guð- mundur fyrir, fenginn til að leið- beina mér og setja mig inn í hið nýja starf. Og það gerði hann með þeirri nærgætni og nákvæmni, sem ætíð einkenndi öll hans störf. Þegar ég þótti sjálfbjarga lét hann af leiðsögn sinni, en áfram hafði ég hið bezta samstarf við hann í stjórn stofnunarinnar. Síðan kom sú tíð, að honum þótti tímabært að draga sig út úr argaþrasi stjórnmálanna og gerðist hann þá einn af starfsmönnum Húsnæðis- stofnunarinnar. Var það samtímis því, að Byggingarsjóður verka- manna var fenginn stofnuninni til umráða, samkvæmt nýsam- þykktum lögum vorið 1970, og naut hann eftir það forsjár Guð- mundar nær alla tíð. Og sú forsjá var eins og bezt varð á kosið. Störf hans einkenndust af nákvæmni, gætni og umhyggju fyrir þessum elzta fjárfestingarsjóði lands- manna. Ég held að Guðmundur hafi unað því hlutskipi vel, svo mikill félagshyggjumaður sem hann var alla ævi, að mega starfa með þessum hætti að bættum kjörum og aðbúnaði alþýðufjöl- skyldnanna í landinu, sem hann bar svo mjög fyrir brjósti alla tíð. Þar til viðbótar kom, að í reynd var hann, sem forstöðumaður Byggingasjóðs verkamanna, einn helzti ráðgjafi húsnæðismála stjórnar og þar með æðstu stjórn- valda um stefnumörkun í málefn- um verkamannabústaðanna, var ætíð til kvaddur við samningu lagaákvæða og reglugerða þar að lútandi og tók líka þátt í sam- ningu almennrar húsnæðislög- gjafar oftar en einu sinni. Má af því nokkuð marka hve mikils hann var metinn. I daglegu samstarfi var Guð- mundur eins og bezt varð á kosið. Ætíð glaður, hlýr og vinsamlegur, reiðubúinn til að bera gott orð í milli ef nauðsyn bar til. Rabb við hann yfir kaffibolla eða við hádeg- isverð var manni daglegt tilhlökk- unarefni. Hann var þaulkunnugur mönnum og málefnum og engan vissi ég kunnugri en hann um bók- menntir og stjórnmál, sameiginleg hugðarefni okkar beggja. Og þeg- ar næðisstundum sleppti var hann maður raunsær, hygginn og ráða- góður í daglegum störfum — margoft nutum við samstarfs- menn hans góðs af því. Þegar Guðmundur er nú allur, svo óvænt og skyndilega minn- umst við hans með söknuði. Það má þó vera okkur huggun harmi gegn, að andlát hans skyldi taka svo skjótt af úr því að dauðastund hans var upp runninn. Við sendum Mörtu, konu hans, einlægar sam- úðarkveðjur, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, og biðjum þeim allrar blessunar. Þakklátum huga minnumst við allra samstarfsáranna með Guð- mundi og óskum sálu hans vel- farnaðar um ómælisgeim. Sigurður E. Guðmundsson. Fæddur 6. maí 1916 Dáinn 12. janúar 1983 í dag kl. 10.30 fer fram frá Dómkirkjunni útför Stefáns Egg- erts Björnssonar. Hann var fædd- ur 6. maí árið 1916 í Reykjavík og andaðist þar á sjúkrahúsi hinn 12. janúar 1983. Stefán var sonur hjónanna Guð- mundar Björnssonar og Margrét- ar Stephensen. Guðmundur var úr Húnavatnssýslu, sonur Björns Leví Guðmundssonar og konu hans, Þorbjargar Helgadóttur, er lengst bjuggu að Marðarnúpi í Vatnsdal. Guðmundur fór ungur til mennta og lauk námi í læknis- fræði í Kaupmannahöfp. Sinnti hann læknastörfum í Reykjavík og var í aldarfjórðung landlæknir, á árunum 1906—1931. Guðmundur var mikill gáfu- og atorkumaður. Var hann framarlega eða fremst- ur í flokki á mörgum sviðum þjóð- lífsins, m.a. þingmaður í um 10 ár og forseti efri deildar Alþingis um sex ára skeið. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Oddfell- owreglunnar hér á landi og átti í því sambandi m.a. þátt í byggingu holdsveikraspítalans í Laugarnesi, en hann mun hafa verið reistur fyrir gjafafé frá reglunni í Dan- mörku. Ennfremur beitti hann sér mjög fyrir byggingu Vífilsstaða- hælis. Guðmundur var skáld gott og þýddi einnig ljóð erlendra önd- vegishöfunda. Hann bar skálda- nafnið Gestur og mun ein bók með mörgum ljóðum hans hafa verið gefin út fyrir rúmum 60 árum. Hét hún „Undir ljúfum lögum". Margrét, móðir Stefáns, var dóttir Magnúsar Stephensen landshöfðingja og Elínar Jónas- dóttur Thorstensen, konu hans. Margrét var merk og góð kona. Eignuðust þau Guðmundur sex börn. Synirnir voru Magnús, Gunnlaugur, Jónas, Stefán og Glúmur í réttri aldursröð taldir. Dóttirin var ein og yngst þeirra systkina, Þórdís Ósk, „ljósið sem lifnaði síðast" eins og Guðmundur sagði í ljóðinu sínu kunna um hana, „Þú ert yndið mitt yngsta og besta". Af þeim systkinum eru nú á lífi Gunnlaugur og Glúmur. Margrét var síðari kona Guð- mundar. Fyrri kona hans var Guð- rún Sigurðardóttir, er ólst upp hjá Sigfúsi Eymundssyni bóksala. Guðmundi og Guðrúnu hafði orðið sjö barna auðið, fimm drengja og tveggja stúlkna. Nöfn þeirra voru í aldursröð: Sigfús, Björn, Sólveig, Gunnlaugur, Jóhann, Gunnar og Ólöf. Þrjú þau elstu fluttust á yngri árum til Bandaríkjanna og settust þar að. Þau systkinin eru nú öll látin. Guðrún móðir þeirra varð bráðkvödd eftir fæðingu yngsta barnsins. Öll börn Guðmundar ólust upp í foreldrahúsum og eftir lát eigin- manns Ólafar flutti hún með börn sín tvö, Vigni og Guðmund Ár- sælssyni, heim á Amtmannsstíg- inn til Guðmundar föður síns og síðari konu hans,Margrétar. Elísabet, systir Guðmundar, tók við heimilishaldi eftir lát Guðrún- ar og var börnúnum sem besta móðir,og eftir að Guðmundur og Margrét giftust var hún á heimil- inu til dánardægurs á fimmta ára- tugnum. Var hún Margréti ómet- anleg stoð og stytta við heimilis- haldið og minnast hennar allir sem einstakrar gæðakonu. Stefán ólst upp á þessu fjöl- menna menntaheimili. Að honum stóðu sterkir og góðir stofnar, enda bar hann mörg hinna góðu einkenna foreldra sinna. Guð- mundur hlýtur að hafa haft sér- stakt dálæti á Stefáni, a.m.k. vakti Stefán þörf hjá föður sínum fyrir að yrkja kvæðið „Stebbi", er birt- ist í fyrrnefndri ljóðabók Guð- mundar. Kvæðið um Stebba hefur hann ort um hann reifabarn. í kvæðinu kemur fram að föðurnum þótti ungi sveinninn stórbokki, stirður í lund og óvæginn, en í því segir einnig m.a.: „Kn blíður er móðurbarmurinn og barnið fær þar dropann sinn; og Stebbi er enginn aplakálfur, eflaust hann veit það sjálfur, að út um víðan alheiminn er enginn sælustaðurinn eins og móðurfaðmurinn.** í niðurlagi kvæðisins spáir skáldið nokkuð í framtíð sonarins. Þann spádóm má túlka á ýmsa vegu, enda kvæðið allt í léttum dúr. Stefán stundaði nám í Verzlun- arskóla íslands og lauk þaðan prófi ungur að árum. Að námi loknu starfaði hann í mörg ár á skrifstofu Sláturfélags Suður- lands. Flest æviár sín vann hann þó hörðum höndum við höfnina í Reykjavík, í byggingarvinnu og í fjöldamörg ár vann hann við brú- argerð hjá Vegagerð ríkisins, fyrst undir verkstjórn hálfbróður síns, Sigurðar Björnssonar, brúar- smiðs, og síðar um 10 ára skeið • • Olver Thorarensen Gjögri — minning „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jöröin, einir fara og aðrir koma í dag, og alltaf bætast nýir hópar í skörðin.“ Þessar ljóðlínur Tómasar Guð- mundssonar komu oft í hug mér er ég sat við rúm bróður míns, Ölvers Thorarensen, síðustu stundir ævi hans. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 10. desember sl. eftir tæplega þriggja mánaða sjúkdómslegu. Ölver var fæddur á Gjögri þann 6. apríl 1935 og var hann því rúm- iega 47 ára að aldri er hann lést. Hann var næst elstur átta barna þeirra Axels Thorarensen og Agnesar Guðríðar Gísladóttur sem uppkomust. Ölver bjó alla tíð í föðurhúsum, á Gjögri í Strandasýslu. Þar undi hann hag sínum við sjómennsku, landbúnað auk þess sem hann var afgreiðslumaður fyrir OLIS á Gjögri. Einnig var hann í Sand- gerði og Reykjavík á vertíðum. Þá vann hann einnig á Álafossi, tvo vetur. Ölver var maður hlédrægur og rólyndur og flíkaði hann ekki til- finningum sínum. Kom það best í Ijós síðustu vikur ævi hans, því alltaf leið honum jafn vel að eigin sögn, þó annað væri sýnilegt. Ölver Thorarensen var maður ókvæntur og barnlaus. Hlýr var hann við börnin mín sem oft hafa dvalið sumarlangt á Gjögri. Fram á síðustu stundu spurði hann eftir þeim. Skal hann hafa þakkir fyrir alla þá umhyggjusemi í þeirra garð. Þegar við, fjölskyldan, vorum að koma í frí á sumrin sagði Ölver oft að skilnaði að hann ætlaði að fara að koma suður í heimsókn. En margra hluta vegna gaf hann sér aldrei tíma til þess arna fyrr en í haust, að sjúkdómur hans neyddi hann til suðurkomu. Þurfti hann fljótlega að leggjast inn á spítala. Þá sagðist hann ætla að heim- sækja frændfólk og vini þegar út af spítalanum kæmi. En það fór á annan veg en ætláð var. Nú er komið skarð í systkina- hópinn. Eg og mín fjölskýlda kveðjum Ölver með söknuði. Guð blessi aldraða foreldra okkar og gefi þeim styrk. „Kar þú í friði, friður guðs þig blessi, haf þú þokk fvrir alll og allt.“ Jóhanna hjá Jónasi Gíslasyni, brúarsmið. Báða þessa menn mat hann mik- ils. Stefán sá tíðast um járnalögn í byggingarvinnunni og fórst það vel úr hendi, enda sérstaklega vandvirkur og samviskusamur í öllum sínum störfum. í brúarvinn- unni vann hann einnig við bók- haldið og nauðsynleg skrifstofu- störf á vinnustaðnum af eigi minni vandvirkni, snyrtimennsku, nákvæmni og öryggi. Reyndar var það svo, að verk sín öll vann hann af innlifun vísindamannsins. Hann virtist vilja þrauthugsa hvert það verkefni, sem honum var falið að leysa og vinna að því með stærðfræðilegum forskrift- um, enda stærðfræðingur mikill. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, sennilega of miklar, í öllum störfum og skilaði árangri í sam- ræmi við það. Á vetrum var hann oft norður í Húnavatnssýslu hjá frændfólki sínu, einkum hjá Oktavíu og Halldóri á Leysingja- stöðum og syni þeirra Jónasi. Stefán var rúmlega meðalmað- ur á hæð, þéttur á velli og allur hinn myndarlegasti maður og andlegt atgervi hans var mikið. Hann var maður grandvar í hví- vetna til orðs og æðis. Hallmæli heyrðust eigi frá hans vörum og hendur lét hann ekki skipta. Mál- tækið segir, að hver sé sinnar gæfu smiður. En hvað er gæfa? Stefáni auðnaðist ekki að eignast konu og börn og aldrei varð hann auðugur af veraldargæðum. Bakk- us var hans fylgdarsveinn áratug- um saman og tók af honum ráðin um lengri eða skemmri tíma í senn. Aldrei braut hann þó niður heiðarleika hans í hvívetna. í bar- áttunni við þann leiða bölvald naut hann aðstoðar góðra manna og góðs félagsskapar þar sem AA-samtökin eru. Þangað sótti hann tíðum styrk og var þátttak- andi í þeirra starfi. Síðustu árin dvaldi hann tíðum að Víðinesi og starfaði þar við framleiðsluverk- efni staðarins og naut þar góðs atlætis. Eftir að hann, fyrir 3—4 árum, kenndi þess illkynja blóð- sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli, dvaldi hann þar nær óslit- ið. Hjá Ingibjörgu og Glúmi bróð- ur sínum átti hann einnig alltaf vist og gott athvarf, en kært var með þeim bræðrum. Hann háði baráttuna af reisn, hvort sem í hlut átti Bakkus eða blóðmeinið. Hann lét aldrei hugfallast. Hann var hraustmenni til líkama og sál- ar. Um ævina hóf hann ávallt störf á ný fullur atorku og lífsvilja og þótt hann hafi ekki unnið síð- ustu tæp tvö árin, virtist hans andlegi þróttur lítt minni en áður. Stefán vissi að hverju dró og hafði kynnt sér vel og af sinni einstöku nákvæmni sjúkdóm sinn. Hann gat því rætt um hann af mikilli þekkingu við þann ágæta lækni sem í krafti læknavísindanna barðist með honum við síðasta vágestinn. Kynni mín af Stefáni standa á gömlum merg. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna og síðar okkar hjóna. Hann gaf mér fagra skírnargjöf, hann var minn fyrsti enskukennari á unglingsár- um, hann tók þátt í húsbyggingu okkar hjóna, við hittumst á Landakoti til lækninga og nú síð- ast lágum við samtímis þar nokkra daga um miðjan desember. Maður finnur það enn betur nú en áður hvílíkur mannkostamaður Stefán var. Ég efast um að margir hafi í raun fylgt kenningum kristninnar betur en hann, þótt trúmaður hafi hann ekki getað talist framan af ævi, eftir því sem ég best veit. Hann las mikið og ekki síst erlend rit á ensku, enda var hann afburðagóður enskumað- ur. Lestrarefni hans var fyrst og fremst á sviði þekkingarleitarinn- ar og vísindanna. Ávallt hafði hann manni eitthvað nýtt að segja úr lestrarefninu og þá með heim- spekilegu ívafi sínu. Hann vildi kryfja hlutina, vita innsta eðli þeirra svo og orðanna og hugtak- anna, þekkja upprunann. Hann skyldi eitthvað eftir að loknum fundi. Og þegar hann er allur verður manni þetta ljósara. Stefán var öðlingur. Blessuð sé minning hans. Grétar Áss Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.