Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
Sigurlína Margrét
Asbergsdóttir frétta-
maður — In Memoriam
Fædd. 29. júlí 1948
Dáin 13. janúar 1983
Við kveðjum Sigurlínu Ás-
bergsdóttur af djúpri hryggð. Hún
kom til starfa hjá Félagi sjálf-
stæðismanna í Arbæjar- og Sel-
áshverfi er hún flutti í hverfið úr
vesturbænum.
Sigurlína kom okkur fyrir sjónir
sem kjörin til forystu og þann
stutta tíma, sem liðinn er frá því
að hún kom til starfa hjá félaginu,
hafði það notið góðs af hæfileikum
hennar.
Sæti hennar verður vandfyllt.
Þar sem Sigurlína fór duldist eng-
um að sterkur og jákvæður per-
sónuleiki var á ferð. Hún var gædd
miklu atgervi til líkama og sálar,
bjartsýn, jákvæð og viljasterk.
Hún var fús til að leggja sitt af
mörkum til að sú stefna sem hún
aðhylltist mætti ná fram að
ganga. Við fráfall hennar er
Sjálfstæðisflokkurinn heilsteypt-
um liðsmanni fátækari.
Eitt af því sem gerði hana eftir-
sóknarverða í samstarfi var,
hversu hreinskiptin og heiðarleg
hún var, eiginleikar, sem jafnan
skipta miklu, en líklega óvíða eins
og í stjórnmálastarfi.
Mér er sérstaklega ljúft að
minnast hennar frá samstarfi
okkar síðastliðið vor, er hún lagði
alla sína krafta fram í vinnu við
undirbúning borgarstjórnarkosn-
inganna í Reykjavík. Þá geislaði
hún af atorku í starfi á kosn-
ingaskrifstofu félagsins í Hraun-
bænum, hrókur alls fagnaðar og
viss um að ná árangri. Það var
uppbyggjandi að starfa með henni
og lærdómsríkt að skynja hvernig
slík afstaða smitar út frá sér.
Sú vitneskja að hún gekk eigi
heil til skógar og að henni gætu
verið skammtaðir færri dagar til
átaka en aldur hennar hefði með
réttu átt að gefa tilefni til kom
aldrei fram í samvinnu með henni.
Hetjuskapur hennar var mikill og
nú, þegar hún er ekki lengur með-
al okkar, situr eftir í huga okkar
minning um frábæran félaga og
góðan vin.
Harmur hennar nánustu er
meiri en svo að við verði höfð orð.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við þeim. Blessuð veri
minning hennar.
F.h. stjórnarinnar,
Ásta Gunnarsdóttir.
Kveðja frá Hvöt,
félagi sjálfstæðiskvenna
Sigurlína Margrét Ásbergsdótt-
ir, fréttamaður, er látin. Við
Hvatarkonur kveðjum hana með
söknuði og þökkum vel unnin störf
í þágu félagsins og sjálfstæðis-
stefnunnar. Sigurlína var í
trúnaðarráði félagsins frá 1981, og
þar nutum við góðs af skarp-
skyggni hennar og raunsæi. Okkur
grunaði ekki 23. október, þegar við
glöddumst yfir nýútkomnu afmæl-
isriti, Frjáls hugsun — frelsi þjóð-
ar, að það yrði í hinsta sinn, sem
við hittumst.
Við biðjum guð að veita eigin-
manni, börnum og öðrum ástvin-
um styrk og blessun.
Bessi Jóhannsdóttir
Við andlát Sigurlínu Ásbergs-
dóttur var höggvið stórt skarð í
hÓD okkar vinkvenna hennar og
bekkjarsystra, sem lukum prófi úr
MR vorið 1967. Dugnaður Línu,
æðruleysi hennar og glaðværð,
þrátt fyrir þungbær veikindi hin
síðari ár, gaf okkur vonir um, að
hún væri á batavegi. Skyndileg
andlátsfregn hennar kom okkur
því á óvart.
Línu verður ætíð minnst með
söknuði. Óhjákvæmilega verður
hennar þó oft getið í okkar hópi,
ekki sízt vegna ákveðinna skoðana
hennar á nær öllum málum þjóð-
félagsins, sem vöktu okkur jafnan
til umhugsunar.
Orð fá ekki lýst þeirri samúð,
sem við höfum með fjölskyldu
Línu. Við höfum misst góðan fé-
laga og ástkæra vinkonu, en sá
missir, sem fjölskylda Línu hefur
orðið fyrir, er mun meiri. Ólafi og
börnunum, foreldrum Línu og
systkinum vottum við okkar inni-
legustu samúð.
Fyrir hönd bekkjarsystra,
Eva Hreinsdóttir.
Það munu vera næstum 14 ár
síðan Ólafur sonur minn kynnti
fyrir mér unnustu sína. Þetta var
um hávetur, fremur kalt í veðri,
en mér fannst strax þá að henni
fylgdu bæði birta og hlýja, lífs-
kraftur og gleði. Kannski var það
útlit hennar og viðmót, sem gaf
mér þessar tilfinningar. Hún var
upplitsdjörf og glaðleg, með fal-
legt ljóst hár og sterklegan vel-
gerðan líkama og hún hafði áhuga
á að kynnast nýju fólki og nýjum
viðhorfum.
Ég minnist þess óblandna gleði-
dags, brúðkaupsdagsins þeirra
Línu og Óla. Það var vor í lofti og
stór hópur fjölskyldu og vina sam-
fögnuðu þeim og tóku þátt í gleði
þeirra og færði þeim innilegar
árnaðaróskir. Það er ógleymanlegt
að sjá fallegt ungt fólk standa
fyrir framan altarið og heita
hvort öðru ást og tryggð, þangað
til dauðinn aðskilur. Og það gefur
þægilega tilfinningu nú á þessum
döpru skilnaðardögum, að þau
heit voru haldin með gleði.
Ég minnist þess þegar fyrsta
barnið var skírt, Sólveig, sem nú
er 11 ára, hvað það var falleg og
stolt móðir, sem kom þar með nýj-
an þegn fram fyrir okkur vini og
vandamenn. Það komu margir
fleiri gleði- og veisludagar, bæði
þegar yngri börnin, Hjalti og
María Karen, voru skírð, og eins á
afmælum og stórhátíðum, þegar
við í fjölskyldunni fögnuðum með
foreldrunum gæfu og gengi líðandi
stundar.
En það komu alltof fljótt óveð-
ursský, sem boðuðu að dagur gæti
farið af lofti fyrr en varði. í sex ár
barðist Lína gegn voveiflegum
sjúkdómi af einstakri hetjudáð og
hélt að jafnaði velli, og kjarkur og
þrek hennar höfðu smitandi áhrif
á litlu fjölskylduna hennar, mann
og börn, og sennilega þótti henni
vænna um lífið og hverja sam-
verustund en flestum, sem lifa
áhyggjuminna lífi.
Við hjónin eigum margar
ógleymanlegar minningar um
Línu með Óla og börnunum, bæði
hér heima hjá okkur og eins í
sumarbústaðnum okkar á Hæli í
Hreppum. Hún undi sér vel í
fjallakyrrðinni í sumarbústaðnum
í „Miðnesi" og var óþreytandi að
uppfræða börnin sín um lífið og
tilveruna, þarna í fásinninu, en
þess á milli geislandi glöð og veit-
ul húsmóðir, þegar gesti bar að
garði. Allir sem áttu þess kost að
koma þar til hennar eiga þaðan
dýrmætar minningar.
Það er ekki nema eðlilegt að ung
kona, sem er kölluð burt úr þess-
um heimi í blóma lífsins, aðeins 34
ára að aldri frá ungum börnum, sé
grátin og treguð.
Það er þó ýmislegt til huggunar.
Hún lifði það að vera börnum sín-
um umhyggjusöm og góð móðir
fyrsta spölinn, og ég veit, að þar
hafa þau fengið giftudrjúgt vega-
nesti, sem þau munu njóta allt sitt
líf. Hún gaf manni sínum 14 ham-
ingjusöm ár og okkur öllum vinum
og vandamönnum margar gleði-
stundir á heimili þeirra og hjá
okkur þegar þau komu í heimsókn.
Hún lifði aðeins fram á hásum-
ar lífs síns og verður í minningu
okkar eins og ófölnuð blómjurt.
Ég sendi aldraðri ömmu hennar
og alnöfnu, foreldrum hennar og
systkinum, eiginmanni og börnum
þeirra mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og hinsta kveðja okkar
verður eins og frændi minn orðaði
það eitt sinn, „að döpur er dán-
arkveðjan, en dýrðlegt verður að
sjást".
Hjalti Gestsson
„FrómasU fegurð geói,
Toreldra sinna gleði,
frjáls og frár var andi
sem firrtur væri bandi
moldar mannlegrar.**
(Bjarni Thorarensen)
Það var kyrrð í lofti árla morg-
uns 13. janúar sl., en dökk kólgu-
ský voru í landsuðri og um mið-
morgun brast á með fannkomu.
Menn hafa frá upphafi orðið að
sætta sig við það hlutskipti að
veðrið breytist óháð vilja okkar.
En það að í lífinu skiptist á skin
og skúrir og engin fær ráðið örlög-
um sínum eiga menn erfiðara með
að sætta sig við.
Á þessa staðreynd vorum við
óþyrmilega minnt þennan sama
morgun er Sigurlína Margrét Ás-
bergsdóttir lést á Landspítalanum
aðeins 34 ára að aldri. Við sem
bárum þá von í brjósti að öll él
birti um síðir urðum að sætta
okkur við það hlutskipti að lúta
lögmálum þess veruleika er við lif-
um í, hversu erfitt sem það er.
Ég kynntist Línu í Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1965. Hafði
hún komið til náms í skólann ha-
ustið 1964, er foreldrar hennar,
Sólveig Jónsdóttir og Ásberg Sig-
urðsson fluttu heim frá Kaup-
mannahöfn. Kynni okkar hófust
með þeim hætti, að ég hafði í einn
kennslutíma vörslu með fata-
geymslu nemenda. Er kennslutími
átti að byrja kemur Lína til mín,
kynnir sig og við tökum tal saman,
er varði alla kennslustundina. Eft-
ir þessar samræður okkar urðum
við góðir vinir og eftir að hún gift-
ist æskuvini og frænda mínum,
Ólafi Hjaltasyni, árið 1970 styrkt-
ust vinaböndin varanlega. Þau
tengsl er mynduðust milli fjöl-
skyldna okkar síðar voru afar náin
og ánægjuleg. Þær ótal samveru-
stundir með Línu er nú standa
skyndilega fyrir hugskotssjónum
verða okkur minnisstæðar.
Lína var vinur vina sinna,
trölltrú og trygg, hún var félags-
vera fram í fingurgóma sem hafði
unun af að umgangast fólk. Hún
var alin upp á miklu menningar-
heimili og gestkvæmu, sem hún
mat mikils, og úr þeim æsku-
brunni hafði hún bergt þann mjöð
er einkenndi fas hennar og fram-
komu alla tíð. Lína var frjálsleg í
framkomu, hispurslaus, glettin og
glaðvær og kunni sannarlega að
umgangast fólk. Persónutöfrar
hennar, gáfur og víðtæk þekking á
margvíslegum þáttum mannlegs
lífs voru þess valdandi að á
mannamótum var sem allir drægj-
ust að henni, og í glöðum hópi var'
hún manna glöðust og um hana
ríkti aldrei nein lognmolla. Skap
hennar var stórt en gott, hún var
einörð og ákveðin en blíðlynd og
brosið var sérlega milt, fallegt og
aðlaðandi.
Hún átti sérlega auðvelt með að
greina hismi frá kjarna hvers
máls og kom sá eiginleiki sér vel í
starfi hennar sem fréttamaður.
Lína hafði fastmótaðar skoðanir á
flestum dægurmálum, sem hún
gat rökstutt af innstu sannfær-
ingu og oft var erfitt að vera á
andstæðri skoðun. I stjórnmálum
fylgdi hún Sjálfstæðisflokknum að
málum og fór pólitískur áhugi
hennar vaxandi á síðustu árum. í
huga hennar voru hreinskiptni og
heiðarleiki aðalsmerki baráttunn-
ar, en þoldi illa þá undirferli og
undirhyggju sem oft einkennir
stjórnmálin.
I einkalífi sínu var Lína ham-
ingjumanneskja. Hún var fræð-
andi, þolinmóð og elskuleg móðir
og hún og Óli samstiga í öllum
sínum gerðum.
í rúm 5 ár barðist Lína við þann
sjúkdóm er að lokum bar yfir-
höndina. Allir sem til þekktu
undruðust og dáðust að þreki
hennar og krafti. Óhætt mun að
fullyrða að við þessar aðstæður
sýndi hún nánast ofurmannlegan
sálarstyrk og baráttuvilja, aldrei
var æðrast né bugast, ávallt sama
lífsglcðin.
En þannig var Lína. Hún lifði
lífinu lifandi, ávallt sátt við sitt
hlutskipti þar. Hún naut hverrar
stundar er lífið gaf og þrátt fyrir
skammvinna ævi lifði hún lengur
en margur eldri gerir. í hugum
okkar er nutum þess að njóta vin-
fengis hennar í þessu lífi mun
minningin um hana lifa.
Örfáum dögum fyrir andlát sitt
rissaði hún upp hugmyndir sínar
um ræktun í garði sínum að vori. í
jarðvist okkar voraði ekki hjá
henni til að hefja þá ræktun. En í
annarri tilvist hefur hún nú hafið
sína ræktun að nýju og nýtur þar
ríkulega ávaxta sinna héðan.
Við æskufélagar þínir, Óli, og
fjölskyldur okkar sendum með
þessum fáum línum þér og börn-
unum ásamt ættingjum Línu
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Megi sú mikla lífsgleði sem Guð
gaf henni vera ykkur styrkur í
sorg ykkar.
„I.yslu |n*im héAan,
er lokast brá,
heilaga (íudsmódir
himnum frá.“ (Stefán frá Hvíladal)
Helgi Bjarnason
Sigríður Hermannsdóttir
Það hefur verið merkileg lífs-
reynsla að fylgjast með fimm ára
viðureign ungrar konu og dauð-
ans. Margir skjóta sér með ýmsum
hætti undan því að lifa lífinu með
ljósi þess og skuggum, þótt heil-
brigðir teljist og dóla um sviðið
sljóir uns gröfin gleypir þá.
Lína var fyrst skorin upp við
krabbameini fyrir fimm árum og
þremur mánuðum, rétt orðin 29
ára gömul, þriggja barna móðir,
yngsta barnið eins árs. Öll þessi
fimm ár og þrjá mánuði skaut hún
sér ekki eitt andartak undan því
að lifa lífinu. Reyndar virtist
henni eðlilegt að lifa lífinu eins og
ekkert hefði í skorist og ekki gat
nokkur maður séð að návist dauð-
ans truflaði líf hennar og starf að
neinu leyti, hún hélt áfram að lifa
sínu lífi. Hún hugsaði um börn sín
og sitt heimili, hún stundaði sína
vinnu, hún sinnti sínum mörgu
áhugamálum af lífi og sál, vinum
sínum og vandamönnum, og hún
byggði sitt hús úr steinsteypu.
Hún hélt sínu striki.
Hún horfðist einörð í augu við
dauðann, og leit aldrei undan.
Ástvini sína bjó hún undir að hún
færi kannski burt. Hún var ein af
þessum fágætu manneskjum sem
eru bjartar ytra sem innra og bera
öðrum birtu og gleði og auðga líf
þeirra sem eru nærri.
Ég þykist vita að öðrum hafi
farið sem mér að undrast og dást
að æðruleysi Línu sem aldrei brá
út af hvað sem á dundi. Var hún
þá komin beint frá þeim í íslend-
ingasögum sem sagt var að hvorki
brygði við sár né bana?
Sigurlína Margrét Ásbergsdótt-
ir fæddist 29. júlí 1948, dóttir
hjónanna Solveigar Jónsdóttur frá
Hofi á Höfðaströnd og Ásbergs
Sigurðssonar borgarfógeta. Hún
ólst upp á glaðværu, gestkvæmu
menningarheimili, næstyngst
fjögurra systkina, á ísafirði, síðar
í Kaupmannahöfn og á Patreks-
firði.
I uppeldinu naut hún líka áhrifa
frá ömmum, afa og langömmu. Á
sumrum var hún oft hjá afa sínum
og ömmu á Hofi á Höfðaströnd,
Sigurlínu Björnsdóttur sem enn
lifir og Jóni Jónssyni. Og þar var
til heimilis langamma hennar,
Stefanía Ólafsdóttir, sem Línu
þótti afar vænt um. í Reykjavík
naut hún samvista við föðurömmu
sína, Ásdísi Þorgrímsdóttur,
ekkju Sigurðar Þórólfssonar
skólastjóra á Hvítárbakka, en um
bæði þessi heimili má segja að þau
hafi verið í þjóðbraut. Þangað
komu margir og bar margt á góma
sem eflaust hefur mótað ungan og
næman huga og vakið margvísleg-
ar spurningar um lífið og tilver-
una.
Lína var ekki há í loftinu þegar
fram komu ýmsir þeir eiginleikar
sem einkenndu hana alla tíð. Hún
var mjög einörð lítil stúlka, og
hélt áfram að vera það. Hún var
einstaklega hreinskiptin og
hreinskilin, ómyrk í máli um hvað
sem var og við hvern sem var, og
hélt sannarlega áfram að vera
það. Ekki vantaði skapið í þá
stuttu og stundum gat það hlaupið
með hana út í það sem ýmsir kalla
öfgar eða gönur, en þetta var
henni eðlisborið. Hennar sveifla
var stór og hún náði betri tökum á
að stýra skapi sínu með aldrinum.
Hún hætti aldrei að koma til dyr-
anna eins og hún var klædd og
kærði sig kollótta um afleið-
ingarnar. Lína var baldinn krakki
og lét ekki alltaf að stjórn, ólgandi
af lífi og fjöri og fylgdi þó nokkur
hávaði, siskemmtileg og má nærri
geta hvort svona manneskja hafi
ekki truflað heimilisfriðinn oftar
en ætlast var til. Kannski var hún
líka stundum óþægilega skarpur
krakki, hún hafði þesskonar at-
hyglisgáfu og greind sem ristir í
gegnum aukaatriði og vaðal, beint
að kjarnanum. Þetta með öðru olli
því að síðar varð hún fyrsta flokks
fréttamaður og síst átti það við
um hana að fella talið þegar kom-
ið var að kjarna málsins. Sagt er
að þessi eða hinn sé vinur vina
sinna, — og þá fylgir stundum að
vera óvinur óvina sinna. Lína var
vinur vina sinna og fágætlega
trygglynd. Félli henni hinsvegar
eitthvað miður, hvort sem var
málefni eða sérstakir eiginleikar í
fari manna, lá hún ekkert á því.
Hún var bæði skoðanamikil og
skoðanaföst. Hún var enginn ving-
ull og lét ekki hræra í sér, væri
hún búin að mynda sér skoðun, og
vissulega má segja að fátt mann-
legt væri henni óviðkomandi.
Eftir stúdentspróf var Lína um
skeið flugfreyja en byrjaði að
vinna á fréttastofu útvarps 1. des-
ember 1969, og vann þar alla tíð
síðan. Það urðu viðburðarík ár í
lífi hennar. Hún giftist eftirlif-
andi manni sínum Ólafi Hjalta-
syni deildarstjóra Gestssonar frá
Hæli skömmu seinna, eða 29. mars
1970. Þau eignuðust þrjú börn:
Solveigu 11 ára, Hjalta 10 ára og
Maríu Karenu 6 ára. Það var
aldrei slakað á þessi árin og lífinu
var lifað ört, af þrótti og fjöri, allt
gerðist hratt og ekki tvínónað við
neitt. Og alltaf vann Lina á frétta-
stofunni þótt börnunum fjölgaði
og heimilið stækkaði. Hún vann
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við fráfall og jarð-
arför
JÓNS EIRÍKSSONAR,
skipstjóra.
Sérstakar þakkir sendum viö Skipstjórafélagi Islands fyrir virðingu
honum sýnda.
Ólafur H. Jónsson, Hólmfríóur Þórhallsdóttir,
Ragnheióur S. Jónsdóttir, Björgvin Kristófersson,
Einar J. Eiríksson,
barnabörn hins látna og aðrir niojar.