Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn oy skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakiö. Lögregla gegn verðbólgu Mikil gleði ríkir yfir því á Þjóðviljanum í gær, að sett hafi verið lögbann á þá ákvörðun . borgarstjórnar Reykjavíkur að hækka far- gjöld með strætisvögnum borgarinnar. í forystugrein Þjóðviljans er lögbannið túlk- að sem mikill sigur fyrir Al- þýðubandalagið en eins og fyrir liggur hjá Davíð Oddssyni, borgarstjóra, mun af því leiða margvíslegt óhagræði fyrir notendur vagnanna, þar sem skerða verður þjónustuna eigi að gæta nauðsynlegs aðhalds og sníða sér stakk eftir vexti. Hér er um það að ræða, hvort tap á rekstri SVR eigi að vera 80 milljónir á þessu ári eða 50 milljónir. í krafti aðstöðu í sjálfu fjármálaráðuneytinu beita alþýðubandalagsmenn sér fyrir því að tapið verði 80 milljónir króna. Það fer svo sannarlega vel á því að á sama tíma sem Ragnar Arn- alds, fjármálaráðherra jafn- réttisins með láglaunabæt- urnar í gunnfána sínum, fagnar sigri í þessu lög- bannsmáli ásamt með niður- talningarmeistaranum, ráð- herra verðlagsmála, Tómasi Árnasyni, skuli þeir félagar standa að því að hækka enn verð á bensíni en eins og kunnugt er tekur ríkið í sinn hlut 56% af því verði. Ekki minnkar tapið á Strætisvögn- um Reykjavíkur við það að eldsneyti þeirra hækkar. Kannski fjölgar þó farþegum þeirra, því að eins og menn vita er það stefnumál komm- únista að koma í veg fyrir að menn eigi einkabíl. Samkvæmt því sem segir í leiðara Þjóðviljans í gær eru fargjöld SVR einn helsti verð- bólguvaldurinn á íslandi. Tel- ur ríkisstjórnin sig vera búna að vinna sigur á verðbólgunni með lögbanninu á hækkun fargjaldanna? Haldi nú verð- bólgan áfram að vaxa þrátt fyrir þetta lögbann hljóta valdsmennirnir í stjórnarráð- inu að huga að því, hvar grípa skuli niður næst með þessum hætti og aðstoð lögreglu. Þeir hefðu svo sem getað staldrað við og skoðað bensínverðið með þetta í huga, en vegna umhyggjunnar fyrir ríkis- sjóði kemur það að sjálfsögðu ekki til álita hjá þeim. Eins og kunnugt er telja Ragnar Arnalds og alþýðubandalags- menn allar hækkanir rétt- lætanlegar sem skapa ríkis- sjóði tekjur, en eigi að beita skynsamlegum aðferðum við fjármálastjórn höfuðborgar- innar grípa þeir til lögreglu- aðgerða og framsókn dinglar með eins og við var að búast. Auðvitað mun verðbólgu- hjólið snúast með sífellt meiri hraða undir þessari ríkis- stjórn hvað svo sem tilraun- um hennar til að stöðva hjól strætisvagnanna í höfuðborg- inni líður. En það fara nú að vera sannkölluð öfugmæli hjá kommúnistum og framsókn- armönnum þegar þeir hneykslast á því, að sjálf- stæðismenn hafi ætlað að sigrast á verðbólgunni með efnahagsúrræðum sem þeir kenndu við leiftursókn. Sjálfstæðismönnum hefur áreiðanlega aldrei komið til hugar að hefja leiftursókn með lögreglu gegn verðbólg- unni. í ýmsum Suður-Amer- íkuríkjum þar sem verðbólga hefur farið upp í svipaðar hæðir og hér og meiri hafa herforingjar tekið sér einræð- isvald á þeim forsendum, að annars færi allt efnahagslífið á annan endann. Lögregluað- gerðirnar sem ríkisvaldið heimtaði gegn SVR og borg- arstjórn Reykjavíkur sverja sig í ætt við hugsunarhátt herforingjanna í Suður- Ameríku — lýðræðinu er fórnað á altari verðbólgunn- ar. Á milli fasisma og komm- únisma hefur aldrei verið langt bil, eins og dæmin sanna, og talsmenn beggja líta á sig sem sjálfskipaða forsvarsmenn þeirra sem minnst mega sín þegar þeir brjótast til valda. Þvergirðingsháttur ríkis- valdsins gagnvart ákvörðun- um borgarstjórnar Reykja- víkur um fargjöld SVR dæmir sig sjálfur hvað svo sem öll- um lögbannsmálum líður, en vert er að hafa í huga nú á kosningarári að hann kann að vera upphaf að öðru verra hjá purkunarlausum ráðherrum kommúnista og framsóknar. Skrif Þjóðviljans um þetta mál sýna, að kommúnistar líta ekki á það með hagsmuni farþega SVR í huga þótt þeir að hætti skoðanabræðra sinna annars staðar segist gera það. Hér er miklu stærra mál á ferðinni. Það er rétt ákvörðun hjá Davíð Oddssyni að láta eftirleik lögbannsins ekki bitna á farþegum stræt- isvagnanna. Reykvíkingar treysta borgarstjóranum og samflokksmönnum hans til að leita hinna skynsamleg- ustu leiða í þessu máli. Og þeir munu svo með verðugum hætti fella pólitískan dóm yf- ir málssvörum lögregluað- gerða gegn verðbólgu í kom- andi þingkosningum. Fljótsdalur: Árangur skógræktar hefur farið fram úr björtustu vonum Haustveðráttan var hagstæð hér í Fljótsdal, snjólítið og frost væg. Nokkuð var um hvassviðri í nóv- ember, aðallega af vestan, án þess að tjón yrði. Þann 19. desember gekk í hvasst austanveður með slyddu og síðan snjókomu. Mjög mikill snjóþungi lagðist á síma og rafmagnsvíra, svo og trjágróður. I veðrinu brotnuðu raflinustaurar og heimtaug rofnaði frá heimarafstöð á Droplaugarstöð- um. Ekki var hægt að komast að stöðinni fyrr en næsta dag, og var þá rafallinn ónýtur. Hátíðahald um jólin fór fram með venjubundnum hætti. Fyrsta sunnudag í aðventu var aðventukvöld í Valþjófsstaðar- kirkju. Þar hélt Jónas Pétursson fyrrv. alþingismaður ræðu, ungl- ingar úr sveitinni lásu upp kvæði og sögur, en söng og hljóðfæra- leik önnuðust Jón Ólafur Sig- urðsson organisti, David Knowl- es, Ragnheiður Þórarinsdóttir og kirkjukór Valþjófsstaðarsóknar. Á jóladag var fyrirhuguð messa, en sökum mikils skaf- rennings var henni aflýst. Að öðru leyti var veður yfir hátíð- arnar mjög gott, hægviðri og nætur tunglskinsbjartar. Fjórða dag jóla var haldin fjöl- skylduhátíð í Végarði, félags- heimili sveitarinnar. Þar voru saman komin svo til öll börn í hreppnum og margir fullorðnir, og skemmtu allir sér fram eftir kvöldi. Félagsvist var einnig spiluð milli hátíðanna. Á gamlárskvöld var bjart og fagurt veður. Undir miðnættið mátti sjá flugelda á lofti víða um Héraðið, og mikil brenna var á Hallormsstað. Lagarfljót er íslaust eftir að kemur inn fyrir Egilsstaði, enda fátítt að það leggi fyrr en eftir áramót hér uppfrá. Af „Fljótsdalsáætluninni" um skógrækt er það að segja, að í haust var Iokið við skógræktar- girðingu í Víðivallagerði, um 50 ha að stærð. Eru þá girðingarnar orðnar fimm að tölu á 9 jörðum, Skógrækt í Fljótsdal. alls um 330 ha. Heildarplöntun er nú röskar 395 þúsund plöntur, þar af var plantað sl. sumar 57 þúsund plöntum. Er þá eftir að fylla í um það bil Víi friðaðs lands. Fyrsta gróðursetningin er frá árinu 1970. Segja má, að árangur þessarar ræktunar hafi farið framúr björtustu vonum. Skógrækt ríkisins á Hall- ormsstað hefur séð um plöntu- uppeldið og framkvæmdir við gróðursetningu. Nýjar aðferðir við plöntuuppeldið þar valda byltingu í sambandi við fram- leiðsluna. Þá sá skógræktin um uppsetn- ingu á skógræktargirðingu við Litlu-Grund, sem er í eigu starfsmannafélags Búnaðar- bankans og er hún 2,3 ha að stærð. F.V.Þ. Um helgina: Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi og Norðurlandi eystra - Prófkjör Alþýðuflokks á Suðurlandi, forval, síðari umferð, Alþýðubandalags á Vestfjörðum PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi fer fram um helgina, einnig prófkjör Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra. Hjá Alþýðuflokki fer fram prófkjör um annað sæti listans á Suðurlandi um helgina. Síðari umferð forvals Alþýðu- bandalagsins hefst á morgun, laugar- dag, á Vestfjörðum og stendur hún yfir fram til 30. þ.m. Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi verður kosið báða dag- ana. Kosningarétt hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn 16 ára og eldri, svo og allir stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins 20 ára og eldri og jafnframt þeir stuðningsmenn sem ná 20 ára aldri á yfirstandandi ári. Kjósa skal 4 frambjóðendur, einn úr hverju um- dæmi (hólfi), með þeim hætti að númera 1, 2, 3, 4 fyrir framan nafn viðkomandi frambjóðenda. Ekki skal númera við fleiri og ekki færri, eigi seðill að teljast gildur. I framboði eru 12 en þeir eru: Fyrir Selfoss og Árnessýslu: Bryn- leifur H. Steingrímsson, Óli Þ. Guð- bjartsson og Þorsteinn Pálsson. Rangárvallasýslu: Eiggert Haukdal, Jón Þorgilsson og Óli Már Arons- son. Vestmannaeyjar: Árni John- sen, Guðmundur Karlsson og Kristján Torfason. Fyrir V-Skafta- fellssýslu: Björn Þorláksson, Einar Kjartansson og Siggeir Björnsson. Kjörstaðir eru eftirtaldir og opnunartími þeirra um helgina: Kirkjubæjarklaustri og Vík báða dagana kl. 14—18. Skógum laugar- dag kl. 16—20, sunnudag kl. 13—18. Félagsheimilinu Vestur-Eyjafjalla- hreppi kl. 12—18, Gunnarshólma og Njálsbúð laugardag kl. 11—18. Fljótshlíðarskóla laugardag kl. 12— 18. Félagsheimilinu Hvoli laugardag kl. 10—19, sunnudag kl. 10—20. Hellubíói báða daga kl. 10—20. Félagsheimilinu Brúarlundi laugardag kl. 13—18. Laugalandi Ásmundarstöðum báða daga kl. 13— 16 og Samkomuhúsinu Djúp- árhreppi laugardag kl. 17—20, sunnudag kl. 13—20. Árnesi, Flúð- um og Aratungu báða dagana kl. 14— 18. Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði, Þorláks- höfn og Vestmannaeyjum kl. 10—20 báða dagana. Sjálfstædisflokkurinn á Norðurlandi eystra Þátttökurétt hafa allir félagar sjálfstæðisfélaganna sem náð hafa 16 ára aldri, auk þess þeir stuðn- ingsmenn sem eiga munu kosn- ingarétt í kjördæminu við kosn- ingarnar og undirritað hafa inn- tökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjör- dæminu fyrir lok kjörfundar eða hafa skráð sig til þátttöku í próf- kjörinu innan tveggja sólarhringa áður en kjörfundur hefst. Númera skal við nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem kjósandi vill að þeir skipi listann, hið fæsta skal númera við fjögur nöfn, flest sex. Frambjóðendur eru eftirtaldir: Björn Dagbjartsson, Halldór Blön- dal, Júlíus Sólnes, Lárus Jónsson, Svavar B. Magnússon, Sverrir Leósson og Vigfús B. Jónsson. Kjörstaðir eru: Akureyri í Kaup- angi við Mýrarveg, Hauganesi, Dalvík, Ólafsfirði, Eyjafirði, Greni- vík, Húsavík, Mývatnssveit, Öxar- firði, Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Alþýöuflokkurinn á Suðurlandi Rétt til þátttöku í prófkjöri Al- þýðuflokksins hafa allir þeir sem náð hafa átján ára aldri og eru ekki flokksbundnir í öðrum stjórnmála- flokkum. Kjörstaðir verða opnir sem hér segir: í Vestmannaeyjum, Tryggvaskála Selfossi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Stað Eyrarbakka, Gimli Stokkseyri, Verkalýðsfélags- húsinu Hellu og símstöðvarhúsinu Hvolsvelli, laugardag milli 10 og 16 og sunnudag milli 13 og 18. Á laug- ardag verður opið í hreppshúsinu á Laugarvatni milli 10 og 12, í félags- heimilinu Aratungu milli 13 og 15, í Asparlundi í Laugarási milli 16 og 18 og í Leikskálum Vík milli 13 og 16. Á sunnudag verður opið í Búr- felli milli 10 og 12, í félagsheimilinu að Flúðum milli 13 og 15, í Braut- arholti milli 16 og 18 og í Brúar- landi Landsveit milli 13 og 15. Magnús H. Magnússon alþingis- maður er sjálfkjörinn í fyrsta sætið, en þrír bjóða sig fram í annað sætið, þeir Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Hreinn Erlendsson og Steingrímur Ingvarsson. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Síðari umferð forvals fer fram dagana 22.—30. janúar. Velja skal menn í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sjö einstaklinga sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með við- eigandi tölustaf við nöfn þeirra. Kosningarétt hafa félagar í alþýðu- bandalagsfélögum Vestfjarða og stuðningsmenn flokksins þar sem engin félög eru starfandi. Kjörstjór- ar á hverjum stað sjá um kosning- una og ber kjósendum að snúa sér til þeirra. Þá er hægt að kjósa utan- kjörstaðar í Reykjavík í skrifstofu flokksins. Frambjóðendur í síðari hluta for- valsins eru eftirtaldir: Finnbogi Hermannsson, Gestur Kristinsson, Halldór G. Jónsson, Kjartan Ólafs- son, Kristinn H. Gunnarsson, Pálmi Sigurðsson og Þuríður Pétursdóttir. Kagna Hall og Jóhanna Kjartansdóttir. Mynd Mbl./ KÖE Bing og Gröndal veita verðlaun - úrslit í samkeppni um postulínsskreytingar Postulínsfyrirtækið Bing & Gröndahl efndi nýlega til sam- keppni hérlendis um skreytingar á diska. Um 200 tóku þátt í keppninni og skiluðu inn skreytingum sín- um á pappadiska sem afhentir voru þátttakendum. Listráðgjaf- ar fyrirtækisins í Kaupmanna- höfn skáru svo úr um hverjir skyldu hljóta verðlaun. í fyrsta sæti varð Ragna Björg Sigrún- ardóttir með platta sem hún kallar Ráðhústorgið, í öðru sæti var Ragna Hall og í þriðja Jó- hanna Kjartansdóttir. Hlutu þær í verðlaun styttur frá Bing & Gröndahl. Plattarnir verða til sýnis í glugga Rammagerðarinnar næstu daga. Ragna Björg Sigrúnardóttir með verðlaunaplatta sinn. IJómb. kök Þórshöfn: Stakfell með 110 tonn, eftir níu daga úthald bórshöfn, 20. janúar. TOGARINN Stakfell kom í morgun eftir niu daga veidiferd med 110 tonn, mestallt þorskur. Er þetta hans önnur veiðiferð frá áramótum, en fyrr i mánuðinum landaði hann hér um 85 tonnum. Veðurfar hefur verið erFitt frá áramótum fyrir minni bátana og er bátafiskur um 25 tonn frá áramótum. Atvinnuleysi hefur ekkert verið hér nema hvað hraðfrystistöðin stoppaði milli jóla og nýárs til þess að mála og laga til. Verið er að ljúka við byggingu fjögurra íbúða í verkamannabú- stöðum og verða þær afhentar kaupendum í dag. Eru þetta tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja íbúðir. Verktaki var Kaup- félag Langnesinga. Sveitarstjóra- skipti urðu hjá Þórshafnarhreppi um áramótin. Ólafur Rafn Jóns- son sem verið hefur sveitarstjóri hér sl. fjögur ár gerðist lögreglu- þjónn og við tók Stefán Þór Jóns- son frá Fáskrúðsfirði. Hann starf- aði sem byggingarfulltrúi og skrifstofumaður hjá Búðahreppi auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann er 34 ára, kvæntur Elísu Guðjónsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Þorkell Hveragerði: Illt yfirferðar í hálku og krapi llveragerói, 20. janúar. ^ JL ÓBLIÐ veðrátta hefur verið hér í Hverageröi það sem af er þessu nýja ári. Hefur snjóað flesta daga eitthvað og suma sólarhringana verið glórulaus bylur og fannkoma. Hér var því allt komið á kaf í snjó, en í gær tók að rigna og er nú illt yfirferðar í hálku og krapi. Færðin í bænum er og hefur verið erfið, brátt fyrir þrotlausan snjómokstur, en snjóruðningstæk- in hafa verið að frá morgni til kvölds síðustu vikur. Segja elstu menn varla muna svo óslitinn óveðurskafla hér um slóðir. Nú þegar hlánar má sjá að tré og runnar eru mikið skemmd og brot- in. Verið er að ryðja Hellisheiði, en hún er búin að vera ófær frá áramótum. Skólahald hefur fallið niður nokkra daga og erfitt hefur verið að kotna börnum til og frá skóla. Þá hafa margir átt mjög erfitt með að sækja sér vistir í búðirnar, einkum aldraðir og sjúk- ir. Hreppsnefndin brá á það ráð að láta starfsmenn hreppsins flytja pantanir úr verzlununum til þessa fólks og einnig ryðja snjó frá bif- reiðum þeirra, sem þær eiga. Hér er einnig hjálparsveit skáta og veitti hún mörgum aðstoð þeg- ar mesta óveðrið gekk yfir. Eru þeir félagar ævinlega fúsir til starfa. Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.