Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Egill Jónsson alþingismaður: Ríkisstjórnin hefur brugðist landbúnaðinum Marka þarf landbúnaðarstefnu til frambúðar Ggill Jónsson (S) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun í landbúnaði, sem hann flytur ásamt 18 öðrum þingmönn- um Sjálfstæðisflokks (sjá frétt hér á þingsíðu). Þetta er í fjórða sinn sem þessi tillaga er flutt og hefur Egili mælt fyrir henni á þremur fyrri þingum. Egill hóf mál sitt á því að geta þess að stéttarfélag og stofnanir bænda, sem fengu tillöguna til umsagnir, hafi látið í té jákvæðar umsagnir. Hún hafi einnig fallið í góðan jarðveg í atvinnumála- nefnd Sameinaðs þing. Væri hér ekki um tillögu frá stjórnar- andstöðu að ræða, sagði Egill, hygg ég að hún hefði fyrir löngu fengið samþykki þingsins. í stjórnarsáttmála frá í febrú- ar 1980 segir að „stefnan í mál- efnum landbúnaðar verði mörkuð með ályktun Alþingis og við það miðað að tryggja afkomu bænda .. Lögum um Framleiðsluráð verði breytt í því skyni að tiyggja stefnuna í framkvæmd." A síð- asta degi síðasta þings kom loks tillaga frá ríkisstjórninni til stefnumörkunar í landbúnaði. Hún er nú til umræðu, þremur árum eftir að ríkisstjórnin kunn- gerði stjórnarsáttmála sinn og þremur mánuðum áður en hún verður væntanlega öll. Tillagan fellur um ýmislegt í sama farveg og tillaga sjálfstæð- ismanna, þó óljósari sé og loðn- ari, en ég vænti þess engu að síð- ur, að Alþingi geti fellt þær báðar í eina sem stefnumörkun í þess- um þýðingarmikla atvinnuvegi. Egill Jónsson sagði að ríkis- stjórnin hefði brugðizt landbún- aðinum í veigamiklum þáttum: 1) Þegar jarðræktarlögum hafi verið breytt 1979 hafi verið heitið stuðningi við nýjar búgreinar. Nánast ekkert fjármagn hefur komið til þess að fjármagna nýj- ungar í landbúnaði. 2) Hlutur sauðfjárbænda hafi aldrei verið minni en um þessar mundir. 3) Heitið hafi verið, einnig 1979, að skerða ekki tekjustofna Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins. Á hverju ári síðan hafi fram- lag ríkissjóðs til deildarinnar verið skert. Gengistap áburðarverksmiðju hafi verið 140 m.kr. á sl. 3 árum. Þetta tap er ógreitt. Það kemur fram í hækkuðum tilkostnaði í landbúnaði. Egill sagði rangt hjá landbún- aðarráðherra að útflutningsbóta- réttur hefði ekki verið fullnýtur vegna bættrar framleiðslustjórn- unar. Ástæðan væri sú að ekki hefði tekizt að selja alla fram- leiðsluna úr landi, hún væri að drjúgum hluta enn í birgðum. Hefði hún öll selzt hefði bótarétt- urinn verið meira en fullnýttur. Það segir kannski mest um það, hvern veg staða landbúnaðar er í endaðan feril þessarar ríkis- stjórnar, að í skýrslu Fram- kvæmdastofnunar um mannafla og tekjur í íslenzkum atvinnuveg- um var staða landbúnaðar það slæm, að ekki var hægt að hafa hann með í samanburðardæminu. I skýrslunni segir, að ef landbún- aður væri ekki felldur þá kæmi í ljós, að í þeim landshlutum sem bændur eru fjölmennastir væri tekjustig mjög bágt og tekju- þróun óhagstæð. Egill ítrekaði að Alþingi þyrfti að standa sameiginlega að stefnumörkun í landbúnaði. Ef tryggja ætti byggð í landinu öllu þyrfti að búa svo í haginn að Landbúnaðurinn hefur tekið á sig samdrátt í hefðbundnum bú- greinum, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, er hann mælti fyrir tillögu frá ríkisstjórn- inni um stefnumörkun í landbún- aði á Alþingi í gær. Auk þess hafa síðustu ár verið hörð og köld. Bændur búa því við misjafna af- komu. Þessvegna hef ég sett nefnd á laggir, undir forystu Bjarna Braga Jónssonar, hagfræðings, til aö kanna fjárhagslega afkomu bænda. Nefndin á að skila skýrslu og tillögum til úrbóta til landbúnaöarráöuneytisins. Ég hefi tæplega heyrt óánægjuraddir innan bænda- stéttarinnar með þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið til fram- leiðslustjórnunar, sagði ráðherra. Ef aðrar stéttir tækju með sama hætti á vandamálum sínum og bændastéttin hefur gert væri margt öðru vísi í þessu landi. Pálmi Jónsson sagði tillögu ríkisstjórnarinnar fyrst flutta í aprílmánuði sl. en væri nú endur- þessi atvinnuvegur, sem jafn- framt hefði drjúga atvinnu- og afkomuþýðingu fyrir fólk í flest- um þéttbýliskjörnum landsins, stæði traustari fótum til framtíð- flutt. Tillögugreinin sjálf fjallaði um meginmarkmið og leiðir að þeim markmiðum. ítarleg grein- argerð fylgdi. Þrjú meginmark- mið kæmu fram í tillögunni: 1) að framleiða búvöru með þeirri fjöl- breytni sem landkostir, veðurfar og markaður leyfa. 2) Að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og félags- legt jafnrétti búandfólks. 3) Að varðveita náttúru og hlunnindi bújarða og lands. 4300 bændur starfa innan at- vinnugreinarinnar. 4000 að hefðbundnum búgreinum, sauð- fjárrækt og mjólkurbúskap, en 300 við aðrar búgreinar. Það þarf að styrkja hinar hefðbundnu greinar og efla nýjar. Það er for- senda þess að hægt sé að halda byggð í landinu öllu, eins og menn eru sammála um. Stökk- breytingar eru of kostnaðarsam- ar, sagði ráðherra, en þróa þarf landbúnaðinn að þeim aðstæðum, sem markaðurinn skapar, fyrst og fremst hér innanlands, en einnig á heimsmarkaði, en hann væri breytilegur. Pálmi Jónsson, landbúnaöarráöherra: Nefnd kannar afkomu bændastéttarinnar - „Sjálfseignarábúd grundvallarform - en félagsbúskapur fái fastmótad form í lögum“ Stefnumörkun í landbúnaði: Hagkvæmni, fjölbreytni, fullvinnsla Málefni landbúnaðar settu svip á þinghald í gær. Tvær tillögur um stefnumörkun í landbúnaöi voru ræddar. Annarsvegar tillaga flutt af Agli Jónssyni og átján öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hinsvegar tillaga flutt af ríkis- stjórninni. Tillögurnar hljóðuðu svo: Tillaga 19 þingmanna Sjálfstæð- isflokksins: „Alþingi ályktar að stefnumörk- un i málefnum landbúnaðarins skuli byggjast á eftirfarandi grundvallaratriðum: • I. Treysta skal sjálfseignar- ábúð bænda á jörðum. Eignar- réttur einstaklinga og sveitarfé- Iaga á landi og hlunnindum verði verndaður. Landbúnaðurinn verði jafnan metinn sem sjálf- stæður atvinnurekstur, þar sem framsýni og hyggindi njóti sín og sú áhætta, sem felst í rekstri og uppbyggingu, leiði til aðhalds og ábyrgðar. • II. Grundvöllur landbúnaðar, er felst í ræktun landsins, verði treystur og verðmæti jarðar- gróðurs aukin með nýrri þekk- ingu og tækni. Unnið verði markvisst að aukinni hag- kvæmni í landbúnaðinum ásamt' fjölbreytni í framleiðslu og full- vinnslu búvara. • III. Framleiðsla landbúnað- arafurða miðist fyrst og fremst við það, að fullnægt verði þörf- um þjóðarinnar fyrir neysluvör- ur og hráefni til iðnaðar. Auk þess verði tekið fullt tillit til þjóðhagslegt gildis þeirra at- vinnutækifæra annarra, sem landbúnaðarframleiðslan veitir. • IV. Áhersla verði lögð á að treysta byggð í sveitum landsins. Miðað verði við að hefðbundnar búgreinar ásamt aukinni nýt- ingu hlunninda fullnægi at- vinnuþörf sveitanna í núverandi mynd, en nýjar búgreinar og aukin atvinnutækifæri, m.a. í iðnaði og þjónustugreinum, auki á styrk byggðar í sveitum lands- ins. • V. Landbúnaðinum verði búin þau skilyrði, að unnt sé að tryggja bændum sambærileg lífskjör við aðrar fjölmennar stéttir þjóðfélagsins. • VI. Ibúum sveitanna verði með lögum veitt sambærileg fé- lagsleg réttindi og þorri annarra þegna þjóðfélagsins nýtur. Auk- ið verði jafnræði í aðstöðu til mennta og í þjónustu opinberra aðila án tillits til búsetu. • VII. Gætt verði hófsemi í um- gengni við landið og náttúru þess. Tryggt verði, svo sem tök eru á, að varðveitt séu sérstæð náttúrufyrirbrigði, gróður, dýra- líf og hlunnindi. Öllum verði gef- inn kostur á að njóta samskipta við náttúru landsins og séð verði fyrir opnum svæðum til útivist- ar, þjóðgörðum og tjaldstæðum." Tillaga ríkisstjórnar: „Alþingi ályktar, að megintil- gangur og markmið í íslenskum landbúnaði skuli vera þessi: • I. Að framleiða landbúnaðar- afurðir með þeirri fjölbreytni, sem landkostir, veðurfar og markaðsskilyrði leyfa. • II. Að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og félagslegt jafnrétti bændafólks og eigna- og um- ráðarétt þess á bújörðum. Fjöl- skyldubúskapur og sjálfseignar- ábúð bænda verði grundvallar- form rekstrareininga, en félags- búskapur fái fastmótað form í lögum. Réttur þéttbýlisbúa til umgengni við landið og náttúru þess verði tryggður. • III. Að leggja áherslu á að varðveita náttúruauðæfi lands- ins, landkosti og hlunnindi bú- jarða og eðlilega byggð í landinu, fyrir næstu kynslóðir, m.a. með gerð áætlana um landgræðslu og landvernd. Landbúnaðurinn og úrvinnslugreinar landbúnaðar- afurða leggi fram sinn skerf til vaxandi þjóðartekna með hag- kvæmri nýtingu landsgæða og síaukinni framleiðni vinnu og fjármuna." ar. Ekki væri líklegt að ynnist tími til þess að nú að ganga frá slíkri stefnumörkun. En þau at- riði, sem sjálfstæðismenn legðu megináherzlu á, væru: • 1) Svæðaskipulag. Kvóta- kerfið gæti ekki gengið nema skamman tíma. • 2) Virkara greiðslu- og rekstr- arfjárfyrirkomulag, en í þeim efnum mætti ýmsislegt færa bændum til hags. • 3) Víðtækari heimildir á ráðstöfun útflutningsfjár með hliðsjón af bættum rekstrarskil- yrðum, þ.e. að nota hluta þess til að bæta rekstrarskilyrði og draga úr framleiðslukostnaði, sem kæmi fram í lægra verði og minni þörf fyrir útflutningsbætur. Nýjungar í landbúnaði. Um það efni hefur Egill flutt 4 frumvörp. Hann leggur áherzlu á sjóðs- stofnun, sem auðveldi nýjungar, og bændasamtökin hafi umsjón með. Ráðherra rakti í ítarlegu máli stöðu einstakra búgreina, aðgerð- ir til takmörkunar á búvöru- framleiðslu til samræmis við sölumöguleika, efnisatriði tillög- unnar og greinargerðar, sem fylgdi, og lagði áherzlu á skapa bændum og búandliði samskonar aðstöðu, efnahagslega og félags- lega, t.d. varðandi orlof, og aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins hefðu þegar náð. Mikil aukn- ing á flutn- ingum hjá Akraborg Á SÍÐASTA ári voru fluttar 73.196 bifreiðir í 3.202 ferðum með nýju og gömlu Akraborg milli Reykja- vikur og Akraness. Er það um 25% aukning frá árinu á undan en þá voru fluttar 58.182 bifreiðir í 2.850 ferðum. Alls voru fluttir 260.609 far- þegar, þar af 182.990 í bílum. Það er um 22% aukning frá ár- inu á undan en þá voru fluttir 214.039 farþegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.