Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 30

Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Landsliðshópurinn valinn: Sigurður Gunnarsson gefur ekki kost á sér HILMAR Björnsson landsliðs- þjálfari valdi í gær endanlegan 15 manna hóp til þátttöku í B-keppninni í Hollandi í febrúar. Eftirtaldir leikmenn hafa veriö valdir: Einar Þorvarðarson Val, Kristján Sigmundsson Víkingi, Brynjar Kvaran Stjörnunni, Þor- gils Óttar Mathiesen FH, Jóhann- es Stefánsson KR, Steindór Gunnarsson Val, Guðmundur Guðmundsson Víkingi, Ólafur Jónsson Víkingi, Bjarni Guö- mundsson Nettelstedt, Kristján Arason FH, Siguröur Sveinsson Nettelstedt, Páll Ólafsson Þrótti, Þorbjörn Jensson Val, Alfreð Gíslason KR og Hans Guð- mundsson FH. Verði Þorbergur Aðalsteins- son orðinn góður af meiöslum verður hann 16. leikmaöurinn i hópnum, en hann losnar við gipsiö á mánudag. Hann hefur æft mjög stíft undanfarið. Fyrstu varamenn ef einhver fellur úr vegna meiösla eru þeir Gunnar Gíslason og Haukur Geir- mundsson. Sigurður Gunnarsson Víkingi gefur ekki kost á sér til þátttöku í B-keppnina af persónulegum ástæðum og er það auðvitað mikil blóðtaka fyrir liðið. Þá kemur Þorbjörn Jensson aftur í hópinn eftir smá hlé. Auk framantaldra verða í hópnum, sem fer til Hollands, þeir Hilmar Björnsson og Gunnsteinn Skúla- son þjálfarar, Halldór Matthías- son sjúkraþjálfari, Friörik Guð- mundsson video-maður og aö- stoðarfararstjóri, en fararstjóri veröur Jón Erlendsson varafor- maður HSÍ. — SH • „Upp meö hendurnar í vörninni — upp með hendurnar sagöi ég. Já, avona ákveönir i þessu. Né boftanum at þeim, jé svona. Ah, rólegir, rólegir. Slappiö nú aöeins af — halda boltanum. Nei, hvernig gastu brennt þessu fseri af? Áfram strékar — viö megum ekkert slaka é. Þetta var laglegt — svona á aö spila körfubolta — gott hjá þér drengur. Fljótir í vörninal — áfram.“ Þeir sem lagt hafa leiö sína á leiki ÍR eöa landslíösins í körfubolta í vetur hafa með eigin augum séö Jim Dooley, þjálfara tiðanna. Óhætt er að segja aö meðan á leik stendur sé engin lognmolla yfir kappanum og oft á tíðum heyrist hærra í honum en áhorfendum þó stemmning sé meö ágætum í húsinu. Hann er óspar á hvatningarorö til sinna manna og nú virðist sem ÍR-liöiö sé að ná sér á strik undir stjórn þessa snjalla þjálfara. Þessar stórskemmtilegu myndir voru teknar af Dooley á miðvikudagskvöldíð er ÍR vann ÍBK í iþróttahúsi Hagaskóla og ættu þær að geta sagt meira en mörg orö af kappanum. — SH/ Ljósm. KÖE. Landsliðsmenn með liðum sínum Skýrt var frá því í Englandi í gær að bæöi enska og skoska knattspyrnusambandið hefðu samþykkt að gefa landsliös- mönnum frí í sumar þannig aö þeir gætu leikið með liöum sín- um á ferðum þeirra. Forráðamenn Manchester United og Liverpool höföu lýst yfir aö þeim væri illa vió aó leikmenn þeirra yröu með í vin- áttuleikjum landslióanna frekar en aö þeir tækju þátt í undir- búningi liðanna. Eina feröin sem þegar hefur verið ákveöin hjá Englandi er þriggja leikja feró til Ástralíu en Skotar hafa enn ekkert ákveöið í þessu sambandi. 1. deildin galopnaðist ÍS sigraði Hauka í 1. deildinni í körfu í gærkvöldi meö 71 stigi gegn 70. Leikurinn var æsispenn- andi og mjög skemmtilegur, og er deíldin nú mjög opin. Haukar hafa nú tapað tveimur leikjum í röö — fyrir Þór og ÍS, og hafa Þór og Haukar bæði tapaó fjórum stigum en ÍS sex. Þegar 20 sek. voru til leiksloka var staöan 70:68 fyrir Hauka. Gísli Gíslason skoraöi þá fyrir IS og fékk aö auki vítaskot sem hann skoraöi úr. Staðan 70:71. Hauk- arnir brunuöu upp en leiktíminn rann út áöur en þeir náöu aö skora. Stigin: (iuómundur Jóhannsson skoraói 23 sfig fyrir ÍS, l’at liock 22, (iísli (iíaslason gerði 15. Hjá llaukum var Pálmar Sijjurðsson með 18 stig, Jón llalldór (iarðarson 12, Webster með 10 og Olafur Kafnsson einnig. —SH/IHÞ. • Graeme Souneaa og félagar hans hjé Liverpool mæta Burn- ley í undanúrslitunum. Liverpool datt í lukkupottinn - mætir Burnley í bikarnum „Auðvitaö hefðum vió kosið aö mæta Burnley en við eigum fyrri leikinn á útivelli þannig aó við komum til með aö vita hvaö viö þurfum aö gera á Old Traff- ord í síðari leiknum," sagði Mick Brown, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Manchester Un- ited, í samtali viö AP í gær, eftir að dregið hafði verið í undan- úrslitum Mjólkur/deildar-bik- arsins. Manchester United dróst gegn Arsenal og fer fyrri leikurinn fram á Highbury. Liverpool datt í lukkupottinn og fékk 2. deildarliö Burnley. Burnley hefur staðiö sig frábærlega vel í keppninni til þessa — slegið út þrjú 1. deildar liö, nú síöast Tottenham meö 4:1-sigri í London. Fyrri leikur Liverpool og Burnley fer fram á Anfield Road, heimavelli meistar- anna. Fyrri leikirnir veröa spilaöir 8. eöa 9. febrúar og hinir seinni í vikunni þar á eftir. KR-ingar fóru létt meö Fram Sigurinn var auöveldur. Það fer ekki á milli mála. KR lagöi Fram í 1. deildinni í handbolta í gær, 26:19, eftir að staöan í hálfleik var 13:8. Sigurinn var auðveldur, já, en KR-ingarnir virtust samt aldreí þurfa að leika af þeim krafti sem þeir geta. Einstaka menn áttu mjög góðan leik, eins og Gunnar Gíslason og þá var Alfreö bróðir hans einnig nokkuð góöur. Framarar tóku þaö til bragös þegar í upphafi lelksins aö taka Anders Dahl úr umferö og var hann sama og ekkert með í sókn- arieiknum — hékk bara úti á velli og þar meö var einum Framaran- um færra í vörninni. Alfreö gat skotið nánast þegar hann vildi enda Fram-vörnin ekki sterk. Gísli Felix stóö í markinu mestallan tím- ann og varöi vel, en síöan kom Jens inn á í lokin og varöi einnig vel. Hann lét ekki þar viö sitja heldur kom fram á völllnn í síöustu sókninni og skoraöi síöasta mark KR er tvær sek. voru eftir meö lág- skoti utan af velli. Þaö var einkennandi fyrir Fram- ara hve lengi þeir voru aö drattast i vörnina ef þeir glutruöu boltanum í sókninni. Oftast voru KR-ingar búnir aö skora er leikmenn Fram nálguöust eigin vítateig. Munurinn í lokin var sjö mörk en heföi sennilega getaö oröiö enn stærri. En Framarar geröu þó einnig góöa hluti og voru Egill og Siguröur markvöröur Þórarinsson iönastir viö þaö. Mörkin: KK: (iunnar (■íslason 9/2, Alfreð (iíslason 6, (>uðmundur AlbfrUsson 4, Jóhannes Stofánsson 2, Anders Dahl 2, Slefán Halldórsson 2, Jens Kinarsson 1. Fram: Kgill Jóhannesson 7/2, Krlendur Davíðsson 4/1, Brynjar Stefáns- son 2, llermann Björnsson 2, Dagur Jónason I, Jón Arni Kúnarsson 1, Ajfnar Sigurðsson 1 og llinrik Ólafsson 1. Sigurður bórarinsson varði víti frá Anders Dahl, (lísli Felix varði eitt frá Agli Jóhannessyni og Jens eitt frá Krlendi. Krlendur var rekinn út af í tvær mín. og einnig þeir Jóhannes Stef. og Stefán Halldórsson KK-ingar. — SH. • Gunnar Gíslason skoraöi níu mörk gegn Fram í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.