Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi: Samþykkti að viðhafa prófkjör TILLAGA um aA ekki færi fram prófkjör hjá Sjálfstæöisflokknum í Keykja- neskjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar var felld á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með 77 atkvæðuin gegn 44. í upphafi fundarins fór fram skoðana- könnun meðal fundarmanna, sem voru 113, um hvort vilji væri fyrir því að halda prófkjör. Tímasetning prófkjörsins var ekki ákveðin. Prófkjör vildu 65, ekki prófkjör þingiskosningum sem í hönd fara 44, 4 seðlar voru auðir í skoðana- könnuninni. Þá fór fram könnun um vilja manna um hverjir eigi að hafa kosningarétt í prófkjöri, ef ákveðið verður að viðhafa það. I lok fundarins var tillaga þar að lút- andi, samhljóða þeirri sem flest at- kvæði fékk í skoðanakönnuninni, samþykkt með 89 atkvæðum gegn 36, í skoðanakönnuninni var spurt hverjir atkvæðisrétt ættu að hafa í prófkjöri, ef ákveðið yrði. Gefnar voru upp þrjár leiðir. Sú fyrsta, og sú sem langflestir vildu fara, eða 74, hljóðaði svo: „Allir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins sem kosningarétt munu hafa í þeim Al- og flokksbundnir sjálfstæðismenn sem eru 16—19 ára prófkjörsdag- ana.“ önnur leiðin, sem fól í sér að einnig skyldu þeir stuðningsmenn flokksins, sem undirrita inntöku- beiðni fyrir lok kjörfundar og hafa kosningarétt í Alþingiskosningum, og þeir sem skrá sig til þátttöku innan tveggja sólarhringa fyrir kjörfund hafa atkvæðisrétt, hlaut 12 atkvæði. 19 aðhylltust þá leið, að auk flokksbundinna mættu þeir sem undirrituðu inngöngubeiðni í sjálfstæðisfélag á kjörfundi, og kosningarétt hafa í Alþingiskosn- ingunum, njóta kosningaréttar. Auðir seðlar í þessari könnun voru 8 talsins. Hraöfrystihús Keflavíkur: Niðurstöðu að vænta á mánudag FORSVARSMENN Hraðfrystihúss Keflavíkur og fulltrúar Byggða- Öryggislína bjargaði manni er tók út af togara ReyAarfírði í janúar. SUNNUDAGINN 9. janúar er skuttogarinn okkar, Snæfugl SU 20, var að veiðum í Rósagarði í slæmu veðri, fékk hann á sig hrotsjó er verið var að taka inn vörpuna. Við óhappið tók einn skipverja fyrir borð, annar kastað- ist niður á dekk og sá þriðji fékk högg á höfuðið. Tveir hinir síðarnefndu sluppu ómeiddir, en hjálmurinn bjarg- aði þeim er höfuðhöggið fékk. Sá er útbyrðis féll slapp einnig vel, því skylt er að nota öryggislínu þegar trollið er dregið inn, og tókst skipverjum að ná honum inn þar sem hann hékk í línunni. Hefði línunni ekki verið til að dreifa að þessu sinni hefði getað farið illa, því myrkur var á er óhappið varð. Maðurinn marðist illa á fæti og síðu, en hjálmur hlífði honum við höfuðmeiðslum. — Gréta. sjóðs hafa undanfarna dag rætt fjárhagsvanda fyrirtækisins og leit- að leiða til að leysa hann. Starf- semi fyrirtækisins hefur að mestu legið niðri frá áramótum og líkur eru á því, fáist ekki fyrirgreiðsla hjá Byggðasjóði, að selja verði ann- an togara fyrirtækisins til að rétta við fjáhaginn. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Maríassonar, fram- kvæmdastjóra Hraðfrystihúss Keflavíkur, og Benedikts Boga- sonar hjá Byggðasjóði hefur staða fyrirtækisins verið rædd við viðskiptabanka þess og nú er verið að leita leiða til úrbóta, bæði skammtímalausnar og framtíðarlausnar. Undanfarið hefur ekki verið hagnaður af fiskvinnslunni og er nú unnið að því að Ieita betri leiða í samvinnu við Framleiðni. Stefnt er að því að niðurstaða náist á mánudag og að sögn Guðmundar veltur mikið á því að lausn finnist og fyrirgreiðsla fáist hjá Byggða- sjóði, verði svo ekki, er ekki ólík- legt að grípa verði til þess að selja annan togara fyrirtækisins til að rétta fjárhaginn við. IJpptökusalurinn nýi. Aðstaða til kvikmyndagerðar opnuð AÐSTAÐA hf. heitir nýr upptöku- salur, sem kvikmyndagerðar- og auglýsingafyrirtækin Saga Film hf og Hugmynd hafa opnað að Vatna- görðum 4. Þetta er stærsti upptökusalur hér á landi. Húsnæðið er alls 600 fermetrar, þar af er upptökusal- urinn 400 fermetrar, lofthæð er 6 metrar og fastur bakgrunnur 6x12 metrar. Er öllum aðilum í auglýsinga- og kvikmyndagerð gefinn kostur á að leigja aðstöð- una og fylgir henni símaher- bergi, förðunar- og búningaað- staða, kaffistofa, snyrting, raf- magn og hiti. Þá er nóg rými til leikmyndagerðar og undirbún- ings upptöku og stórar inn- keyrsludyr. Um ljós og annan sviðsbúnað er svo hægt að semja sérstaklega. Eigendur Aðstöðu hf., eru þeir sömu og standa að gerð myndar- innar Trúnaðarmál, sem nú hef- ur hlotið nafnið Húsið. Klipp- ingu myndarinnar er nýverið lokið og hún komin í vinnslu er- lendis. Þess mun því ekki langt að bíða að enn ein íslensk mynd líti dagsins ljós, en æ styttra er nú milli frumsýninga á afrakstri þessa unga iðnaðar. Neyðarástand getur skapast í Siglufírði — vegna ónógs hitaveituvatns og hugsanlegra snjóflóða NEYÐARÁSTAND getur skapast með litlum fyrirvara í Siglufirði vegna slæmrar stöðu Hitaveitu Siglufjarðar, en vatn er þar af mjög skornum skammti, að sögn Sverris Sveinssonar veitustjóra. Ekki hefur verið unnt að bora elleftu holuna sem í undirbúningi hefur verið og vegna tíðarfars hefur þurft að keyra olíuknúna kyndistöð mikið að undanförnu. Arsnotkun á svartolíu nálgast 400 tonn. Snjóflóðahætta er mikil í Skútudal sem er í 5 kílómetra fjarlægð frá bænum, þar sem borholurnar og hitaveitudælurnar eru, og má einnig lítið út af bera með veðráttu svo erfiðleikum sé bundið að komast á staðinn. Sverrir sagði að vegna kuldanna að undanförnu hefði verið mikil vöntun á heitu vatni og gripið hefði verið til þess ráðs að af- tengja stórar byggingar í bænum og hefði nú verið aftengt á um 30 þúsund rúmmetrum húsnæðis. Hann sagði að úr 10 borholum kæmu nú 25 sekúndulítrar af 65 gráðu heitu vatni. Það dygði á meðan hitastigið væri yfir og um núll gráður, en um leið og frost nálgaðist 10 gráður og þar fyrir ofan ykist hitunarþörfin svo að grípa þyrfti til kyndistöðvarinnar. Þá hafa Siglfirðingar verið hvattir til að fara sparlega með heita vatnið. Sverrir sagði einnig að skömmu Framsóknarþingmenn í Norðurlandi vestra deila: Tek ekki sæti á listanum skipi Páll fyrsta sætið — segir Ingólfur Guðnason, sem vill Stefán Guðmundsson í 1. sæti „ÉG GAF þeim í uppstillning- arnefndinni það svar, að ef 1‘áll Pétursson skipaði fyrsta sæti list- ans myndi ég ekki taka sæti á hon- um. Ég tel eðlilegt að Stefán Guð- mundsson skipi fyrsta sætið að þessu sinni, þannig tel ég listann sterkastan," sagði Ingólfur Guðnason alþingismaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra í viðtali við Mbl. í gær, en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á listanum ef Páll Péturs- son skipar á ný fyrsta sætið. Hann sagðist vilja Stefán Guð- mundsson, sem nú skipar annað sæti listans, upp í fyrsta, þannig yrði listinn pólitískt sterkari. „Út af fyrir sig hef ég lítinn áhuga á að gefa yfirlýsingar vegna ummæla Ingólfs. Mér var að vísu kunnugt um þessa af- stöðu hans og mér kom hún á óvart. Okkur hefur aldrei borið neitt á milli, svoleiðis að ég átti nú ekki von á þessu, en það er fjarri því að ég vilji fara í nokk- urn bardaga við Stefán Guð- mundsson um eitt eða neitt," sagði Páll Pétursson er Mbl. spuri hann álits á þessari af- stöðu Ingólfs. Eins og komið hefur fram í fréttum fer fram skoðanakönn- un um röðun á listann meðal framsóknarmanna í kjördæminu á kjördæmisþingi í lok mánaðar- ins. Páll var spurður hvort hann myndi víkja fyrir Stefáni úr fyrsta sætinu, ef hann hlyti það í skoðanakönnuninni, til að halda Ingólfi inni á listanum. Hann svaraði: „Ég hef alltaf verið til- búinn til að lúta dómi framsókn- armanna og ég hef ekki verið með nein skilyrði við þá, og kem ekki til með að vera. Ég bauð mig fram, þeir koma til með að dæma mig, en hins vegar er það flokknum ekki til framdráttar að vera að flagga með afslátt- arhross.“ Stefán Guðmundsson sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi að gagnvart sér liti málið þannig út, að kjördæmisþing það sem kemur saman í lok mánaðarins myndi með skoðanakönnun með- al þingfulltrúa og varamanna þeirra segja sitt álit um það hvernig framboðslistinn verður skipaður. Hann sagðist myndu hlíta þeirri niðurstöðu flokks- bræðrá sinna og systra. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. eftir að borholurnar og dælurnar, sem eru tvær, voru teknar í notk- un, hefði snjóflóð fallið í Skútudal með þeim afleiðingum að önnur dælan skemmdist. Tók það nokk- urn tíma að komast til viðgerða, en á þeim tíma hefðu flest hús enn haft fyrri upphitunarbúnað sem flestir væru aftur á móti búnir að losa sig við í dag. „Það má því lítið út af bera, snjóflóðahætta er mikil og vatnið þegar af skornum skammti", sagði hann. Um úr- lausn mála taldi hann elleftu borholuna geta hjálpað mikið. Allt væri tilbúið til borunar, en staðið hefði á því að bor sá sem ætlunin var að nota væri fastur á Ólafs- firði og búinn að vera þar til 7—8 mánuði í stað 2, eins og upphaf- lega var reiknað með. Orkuráð hefur haft borunarmál Siglfirð- inga til meðferðar og sagðist Sverrir reikna með að það af- greiddi það á fundi sínum i byrjun febrúarmánaðar, vonandi á þá lund að þeim yrði heimilið borun á næsta ári. Eldur laus í íbúð: „Allt er í lagi“ hrópaði maðurinn til lögreglunnar LAUST fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags sá vegfarandi á lcið um Skólavörðustíg, að eldur var laus i risíbúð. Hann hringdi umsvifalaust á slökkvilið og lögreglu. Þegar lög- reglumenn komu á staðinn, spíg- sporaði maður um svalirnar og lét eins og ekkert væri. Lögreglumenn kölluðu til mannsins og spurðu hvort rétt væri að eldur væri laus í ibúðinni. „Nei — allt er í lagi, allt er í lagi“ hrópaði maðurinn á móti. Slökkvi- liðsmenn fóru upp í íbúðina og var þá eidur laus í teppi, bréfarusli og lampaskerm. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Um íkveikju var að ræða og var maðurinn skömmu síðar fluttur í geðsjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.