Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR
16. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Irland:
Yfirmaður lögregl-
unnar segir af sér
Ifyflinni, 20. janúar. AP.
YFIRMAÐUR írsku lögreglunnar,
Patrick McLaughlin, og einn að-
stoðarmaður hans, Joseph Ains-
worth, hafa sagt upp störfum í
kjölfar rannsóknar sem stjórn-
völd létu fram fara á hugsanleg-
um símahlerunum í ráðherratíð
Charles Haughey, fyrrverandi
forsætisráðherra, segir í tilkynn-
ingu stjórnarinnar í kvöld.
Afsögn yfirmannanna
tveggja tekur gildi þann 1.
febrúar næstkomandi sem „af-
leiðing nokkurra þversagna sem
rannsóknin leiddi í ljós“, segir í
tilkynningunni.
Afsagnir þessar koma einum
Samkomulag
víðs fjarri
- eftir viðræður
Reagans og Nakasone
W a.shinglon, 20. janúar. AP.
o*MnARlKJAMENN virðast litlu
_samkomulagi við Japani eftir
heimsókn Yashuhiro Nakasone for-
sætisráðherra Japan til Bandarikj-
anna sem lauk í dag.
Viðræður milli Reagan Banda-
ríkjaforseta og Nakasone snerust
um þá kröfu Bandaríkjamanna að
fá fram tilslakanir á verndartoll-
um og innflutningshöftum og til-
raun Japana til að fá Bandaríkja-
menn ofan af innflutningshöftum
á japönskum vörutegundum.
Japanski forsætisráðherrann
sagði við brottförina frá Wash-
ington í dag að stefna hans hafi
sætt mikilli gagnrýni hjá banda-
rískum yfirmönnum meðan á
heimsókn hans stóð og hafi hann
verið undir stöðugu „gagnrýnis-
regni.“
Yfirmaður í Hvíta húsinu sem
ekki vildi láta nafns síns getið
sagði að ekki hefði verið um að
ræða neinar afdrifaríkar niður-
stöður varðandi málefni sem lúta
að Bandaríkjunum í þessum ný-
afstöðnu viðræðum, en talið er að
þeim verði fram haldið í Tókýó í
næsta mánuði þegar George P.
Shultz utanrikisráðherra Banda-
rikjanna fer í opinbera heimsókn
til Japan.
Charles Haughey, fyrrverandi for-
sætisráðherra.
sólarhring eftir að Michael
Noonan, dómsmálaráðherra
landsins, tilkynnti að nýjar
sannanir væru fyrir því að
Charles Haughey, fyrrverandi
forsætisráðherra, hefði látið
hlera síma pólitískra andstæð-
inga sinna og blaðamanna.
Kampakátir leidtogar
Franski forsetinn, Francois Mitterrand, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, spjalla saman í Bonn i
dag, en Mitterrand ávarpaði þingið í tilefni tuttugu ára afmælis vináttusamnings Frakka og Þjóðverja.
Sjá nánar bls. 14.
Eldflaugum komið fyrir
í V-Evrópu eftir áætlun
- sagði Reagan Bandaríkjaforseti í dag
Washington, 20. janúar. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkjastjórn
væri staðráðin í að framfylgja áætlunum um að koma upp meðal-
drægum eldflaugum í Vestur-Evrópu fyrir árslok 1983.
Reagan sagði að Sovétmenn
hefðu í hyggju að hafa nægilega
margar eldflaugar til að geta
grandað öllum helstu byggðum í
Evrópu og koma í veg fyrir að
þeim stafi hætta af kjarnorku-
mætti Bandaríkjamanna.
„Við erum ákveðnir í að fram-
fylgja áætlunum um að koma
fyrir Pershing II meðaldrægum
eldflaugum og stýrieldflaugum í
Vestur-Evrópu fyrir lok þessa
árs“, sagði hann og bætti því við
að stjórn hans myndi halda áfram
að leita leiða til að ná fram samn-
ingum um „0-lausnina“, sem felst í
því að Bandaríkjamenn hætti við
að koma upp meðaldrægum eld-
flaugum í Vestur-Evrópu gegn því
að Sovétstjórnin fjarlægi allar
meðaldrægar flaugar sínar sem
hafa Vestur-Evrópu fyrir skot-
mark.
Reagan sagði að Bandaríkin
muni halda áfram að taka þátt í
afvopnunarviðræðunum í Genf og
sagði að mikilvægasti þátturinn í
sérhverju samkomulagi væri sá,
að um væri að ræða „réttsýni" á
báða bóga.
Áhrifamikill yfirmaður í Hvíta
húsinu sagði í dag að Sovétmenn
hefðu hótað því á síðastliðnu ári
að hætta viðræðum um niður-
skurð á langdrægum kjarnorku-
vopnum, en hefðu skipt um skoðun
og væru nú reiðubúnir til samn-
inga í þeim tilgangi að reyna að
koma í veg fyrir að Bandaríkja-
menn komi upp meðaldrægum eld-
flaugum í Vestur-Evrópu.
„Afstaða Sovétmanna í þessum
málum nú er sú, að meðan enn
fara fram samningaviðræður um
afvopnunarmál þá verði Banda-
ríkjamenn að fresta uppsetningu
eldflauganna í Vestur-Evrópu",
sagði yfirmaðurinn sem óskaði
nafnleyndar.
Samningaviðræðurnar sem
fram fara í Genf og kallaðar hafa
verið Start-viðræðurnar, hófust í
júní síðastliðnum og lýkur 3.
febrúar næstkomandi.
Walesa og þrettán aðrir leiðtogar Samstöðu
hafa sent stjórnvöldum bréf:
Mótmæla fang-
elsun samherja
Sérkennileg eignaskipting:
Skipti húsinu með keðjusög
Ontral ('ily, Kcntucky, 20. janúar. AP.
MAÐUR nokkur, Virgil M. Ever-
hart, sem stendur í skilnaðarmáli
um þessar mundir, ákvað að hefja
sjálfur skiptingu á eignum þeirra
hjóna og byrjaði á því að saga ein-
býlishús þeirra í tvennt með keðju-
sög.
Þegar hann tók sér hvíld í gær
hafði hann sagað að mestu sund-
ur gólf hússins, en varð að
staldra við þar sem starfsmenn
sjónvarpsins voru ekki komnir
til að taka sjónvarpsvira úr sam-
bandi á þaki. Samkvæmt fregn-
um vina hans er u.þ.b. fjörutíu
sentimetra breið rauf eftir öllu
gólfi hússins og veggjum, en sög-
in vann ekki á baðinu og það
stendur því uppi heilt.
Everhart kveðst síðan ætla að
búa í sínum hluta hússins, en
sagðist ekki viss um ráðagerðir
konunnar og barnanna.
Varsjá, 20. janúar. AP.
LECIl Walesa, leiðtogi óháðu verka-
lýðsfélaganna, Samstöðu, sem nú
eru bönnuð, og þrettán aðrir
verkalýðsleiðtogar sendu í dag frá
sér mótmæli vegna handtöku sjö
samherja þeirra, segir í bréfi sem
afhent var vestrænum frétta-
mönnum í dag.
„Ákæra á hendur þeim er ná-
kvæmlega það sama og ákæra á
hendur óháðu verkalýðsfélögunum
og þeirra réttarhöld yrðu réttar-
höld yfir Samstöðu," segir í bréf-
inu og bent er á að samherjarnir
sjö hafi verið í varðhaldi frá því
herlög gengu í gildi, þann þrett-
ánda desember 1981.
I bréfinu, sem er dagsett 19.
janúar og stílað á pólska þingið, er
farið fram á lausn þessara fanga
sem og annarra sem sitja í fang-
elsi vegna stuðnings við óháðu
verkalýðsfélögin og þess krafist að
hætt verði að beita hvers kyns
kúgun.
Flestir þeirra sem bréfið undir-
rituðu voru látnir lausir úr fang-
elsi fyrir tveimur mánuðum.
Yfirmaður stjórnvalda, sem sér
um málefni sem lúta að óháðu
verkalýðsfélögunum í Gdansk
sagði síðan í dag, að hann myndi
ekki reyna að koma í veg fyrir að
Lech Walesa fengi starf sitt í
Lenín-skipasmíðatöðvunum að
nýju.
Honum var sem kunnugt er
meinað að ganga til sinna fyrri
starfa síðastliðinn föstudag, á
þeim forsendum að hann þyrfti
opinber skilríki frá yfirmanninum
Napieraj, sem sanna eiga að hann
hafi ekki starfað annars staðar
frá því hann hætti þar, og einnig
þyrfti hann að sýna pappíra um að
mál hans gagnvart Samstöðu
hefðu verið afgreidd.