Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Ryðið versti óvinur bílsins - er niðurstaða norræns vinnuhóps, sem samið hefur reglur um ryðvörn fólksbifreiða Á ÁKINU 1982 starfaði vinnuhópur á vvgum Norrænu embættismanna- nefndarinnar, sem fjallaði sérstak- lega um ryðvörn bifreiða. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að ýmislegt benti til að ryð sé í flestum tilfellum aðalástæða þess að bif- reiðir verði ónothæfar á óeðlilega skömmum tíma. Löggjöf á Norður- löndum veitir bifreiðaeigendum ófullna-gjandi vernd ef tjón verður af ryði, enda koma skemmdirnar yf- irleitt fyrst í Ijós eftir að ábyrgðar- tími er útrunninn. Vinnuhópurinn hefur af þeim sökum samið reglur um ryðvörn fólksbifreiða þar sem kveðið er á um aukna ábyrgð umboðanna á ryðvörnum. Verður skorað á öll bifreiðaumboð á Norðurlöndum að beita sér fyri því að þessar reglur öðlist gildi, en samkvæmt reglun- um er ætlast til að umboðsmenn skuldbindi sig til að veita kaup- endum þriggja ára ábyrgð á ryð- og lakkskemmdum á ytra borði bifreiðar og 6 ára ábyrgð vegna ryðgunar í gegn. Félag íslenskra bifreiðaeigenda og neytendamáladeild Verðlags- stofnunar boðuðu í gær til fundar með blaðamönnum til að kynna þessar reglur og vekja athygli á mikilvægi þess að ryðvarnir bif- reiða komist í betra horf. Kom fram á fundinum að megin- markmið þessara reglna væri að örva framleiðendur til að fram- leiða betri bifreiðir í framtíðinni sem síður tærast. Var sérstaklega minnst á útblásturskerfið í þessu sambandi, en það virðist vera sá hluti bifreiða sem hvað verst er úr garði gerður með tilliti til tær- ingar. Þá töldu menn að eftirlit með ryðskemmdum og fyrirbyggj- andi ryðvarnarráðstafanir myndu stórbatna ef umboðið bæri ábyrgðina, en í reglunum er gert ráð fyrir að sá sem ábyrgðina veit- ir eigi rétt á því að fá bifreiðina til skoðunar á ábyrgðartímanum, eigandanum að kostnaðarlausu. Meðalendingartími bifreiða hér á landi er um 8—9 ár, en fundar- menn töldu að hiklaust mætti auka hann bíla um 1—3 ár með bættum ryðvörnum og auknu eft- irliti með ryðskemmdum. Ef það er rétt gæti það sparað bifreiða- eigendum milljónir króna og þjóð- inni gífurlegan gjaldeyri. Hugmyndin er að FÍB muni á árinu standa fyrir námskeiði um ryðvörn bæði fyrir neytendur og þá sem við ryðvarnir starfa. Frá blaðamannafundi FÍB og neytendatnáladeildar Verólagsstofnunar. Frá vinstri: Jón Krlendsson forstöðumaður upplýsingaþjónustu Kannsóknaráðs, en hann hefur aflað upplýsinga fyrir FIB, Hafsteinn Vilhelmsson fram- kvæmdastjóri FÍB, Sigríður Ilaraldsdóttir deijdarstjóri hjá Verðlagsstofnun og Arinbjörn Kolbeinsson stjórnarformaður FÍB. Bókasafn Kópavogs: Sýning á glitvefnaði Elínbjartar Jónsdóttur ÞRIÐJUDAGINN 18. janúar sl. var sett upp í Bókasafni Kópavogs sýn- ing á glitvefnaði Elínbjargar Jóns- dóttur og mun sýningin standa til 12. febrúar. Nýlokið er sýningu á ljósmynd- um Sigurðar Þorgeirssonar. Er ætlunin að halda sýningar reglu- lega yfir vetrarmánuðina á opnun- artíma safnsins, sem er mánudaga til föstudaga kl. 11 til 21 og laug- ardaga kl. 14—17. Stefnt er að því að efna til ein- hvers konar uppákomu á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 20 og 21 og reið Ásgeir Þórhallsson skáld á vaðið með því að lesa úr verkum sínum fimmtudaginn 13. jan. og Matthías S. Magnússon skáld les úr verkum sínum fimmtudaginn 20. jan. Þá mun El- ínbjört halda sýnikennslu í glit- vefnaði fimmtudaginn 27. jan. nk. (Fréttatilkynning) &tZ Meira en þú geturímyndad þér! Vetrarríki í Ólafsvík óiafsvík, i4. januar. Unglingar sækja skóla á skíðum og þau hafa líka ÞESSAR myndir tók Björn Guðmundsson í Ólafsvik verið farkostur fólks í vinnuna. Þetta ber ekki við á af vetrarríkinu hér. Síðan þessar myndir voru teknar hverjum degi hér, jafnvel þótt vetur sé, því útnesið hefir enn bætt við snjóinn. hér er þekktara fyrir rigninguna. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.