Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 25 De Tause Rop Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir De tause rop er eftir Mary | Harris Kalfoss, bandaríska konu, sem hefur verið búsett í Noregi undanfarin tólf ár. Þetta mun vera fyrsta bók hennar, er í dag- bókarformi sem mjög er nú tíðkað, en að öðru leyti í hæsta máta óvenjuleg. Höfundur er hjúkrun- arkona á Det Norske Radiumho- spital í Osló og annast þar sjúkl- inga, sem eru mismunandi langt leiddir af krabbameini. Um sam- skipti hennar og sjúklinganna fjallar fyrri hluti þessarar fyrir- ferðarlitlu bókar. I formála segir hún: „Það var einskær heppni, að ég byrjaði að vinna á þessu sjúkrahúsi sama ár (og höfundur flutti nýgift til Noregs): Ég nota viljandi orðið heppni, því að mér finnst ég hafa notið forréttinda og láns að hafa fengið að deila tíu árum af lífi mínu með krabba- sjúklingum og aðstandendum þeirra. Þetta fólk kenndi mér að lifa og hefur gefið mér aðra sýn á lífið. Ég hef verið neydd til að hugsa um minn eigin dauða og hræðslu mína við hann og þetta hefur gert hvern dag dýrmætan. Ég hef lært að lifa með tímastærð og með ákefð og hef fengið tæki- færi til að skynja hlutina og at- burðina, sem hafa gildi. Þegar ég lít um öxl sé ég að það hefur verið sársaukafullur og erfiður gangur unz ég náði þeirri lífsafstöðu sem ég hef nú. Hefur krafizt tíma, krafizt þess að ég hlustaði, krafizt vilja að taka á sig sorg ann- arra, ótta og von. Allar manneskj- ur finna til einmanaleika, að minnsta kosti koma þau tímabil í lífi allra. Sjálf hef ég oft verið ein- mana. Stundum vildi ég einangra mig, af því að ég vildi vera ein. í önnur skipti var ég ein, vegna þess að ég þarfnaðist annarra og fannst þeir bregðast mér. í ein- semdinni hef ég uppgötvað innri verðmæti, gleði og kærleika, en einnig þjáningu og örvæntingu. Það hafa komið tvö tímabil í lífi mínu, þegar sársaukinn og ein- manaleikinn var svo sterkur að ég þurfti að fá útrás fyrir tilfinn- ingar mínar og hugsanir. Þá leit- aði ég á náðir dagbókarinnar. Það er óumræðilega erfitt að horfast í augu við vandamál lífs, dauða og kærleika. Stundum er lífið svo erf- itt, að við verðum að hörfa frá veruleikanum og horfa á úr fjar- lægð til að gefa afborið ... Eftir fimm ár sem hjúkrunarkona krabbameinssjúklinga var ég til- neydd að vera hreinskilin gagn- vart mér. Margoft hafði ég löngun til að flýja, sérstaklega þegar ég byrjaði á næturvöktum og varð þá að sinna sjúklingum, sem voru að heyja dauðastríð. Ég þráði svo innilega að þeir fengju að lifa, vegna þess að ég vildi sjálf fá að Eftir Mary H. Kalfoss lifa. Ég var hjálparvana og mér fannst ég ekki standa mig, þegar um var að tefla að uppfylía and- legar þarfir þessa fólks. Ég sveik fólkið sem ég hafði valið að sýna umhyggju. Samvizkubitið nagaði mig. Samt fann ég spurningar sjúklinga minna, ég gat lesið þær í augum þeirra og mér fannst þeir krefjast meira en ég gat gefið. Sumir munu mannski halda því fram að það sem ég las úr augun- um þeirra, hafi verið mín eigin heita bón um stuðning." Þessi fyrri kafli bókarinnar er að sönnu áhrifamikill og þó að les- andinn fái ekki tilfinningu fyrir því að Mary Harris Kalfoss nái ekki þeim tengslum, sem hún er að lýsa, má samt skynja ákveðna yf- irborðsmennsku í framkomu hennar, einhverja fjarlægð, sem væntanlega er lífsnauðsynleg því fólki sem þessi störf vinnur. Aftur á móti er síðari hluti bókarinnar svo fullur af þjáningu og hetju- lund, að það er nánast óskiljan- legt, hvernig hún kemur til skila reynslu sinni: kornungur sonur hennar, sprækur drengur á fjórða ári, veikist af krabbameini og deyr níu mánuðum síðar. Um þann tíma: „Ég lokaði mig frá öðrum, ég var niðurbrotin, nakin og tilfinningar mínar vöktu raeð mér óskaplega skelfingu, vegna þess mér fannst ég hafa verið firrt vitinu. Orð mín frá þessum tíma sýna meira en þau leyna og hvað ég fann innst inni ... Ég þarfnaðist þess að fá að tala hreinskilnislega um hversu erfið ég var og erfitt var að standa skil á öllum spurningunum og öll- um sársauka. Ef ég hefði bara get- að sagt hvað ég hugsaði hefði ég kannski ekki þurft að verja mig af slíku offorsi. En ég var hrædd. Óttaðist að biðja um hjálp. Óttað- ist að láta aðra sjá hver ég var raunverulega, veik og lítil. Síðan hef ég skilið að veikiyndi er ekki sama og ósigur. Við megum ekki vera hrædd við að sýna að við þörfnumst annarra í sorg okkar, angist og einsemd. Við verðum að rétta fram höndina, svo að aðrir fái skilið, komi til okkar og hjálpi okkar að hjálpa okkur sjálf." Bókin De tause rop er þrátt fyrir alla þjáningu sem hún inni- heldur aldrei skrifuð af hávaða, né heldur tilbúningi af neinu tagi. Þetta er einlæg bók, sterk og sönn. Um afmarkað svið kannski, en þó svo mikilvægt að það kemur okkur öllum við. Skjoldemöer — en kvindemyte ATHYGLISVERÐRA bóka rak á fjörur mínar um daginn. „Skjolde- möeren kvindemyte" eftir Lise Præstegaard Andersen, kennara og vísindmann í norrænni bók- menntasögu við háskólann í Óðinsvéum. Bókin fjallar um skjaldmeyjar til forna og skjald-| meyjar samtimans. Konur sem vilja að minnsta kosti tvennt,1 kynnast ást og ná árangri í starfi sínu. Því hefur löngum verið hald- ið á lofti að konur þurfi að sýna langtum meiri snerpu og dugnað til að ná jafnlangt karlmönnum í alls konar störfum, og það hefur verið ofarlega í mörgum að kona sem nær árangri í starfi, hljóti að vera ókvenleg og sé ekki gædd hin- um fínlegu og dægilegu kvenlegu eiginleikum. Höfundurinn hefur leitað fanga víða og í formála skýrir hann frá því, að kannski sé aðgengilegast fyrir lesendur sem hafa einkum áhuga á kynjabaráttunni að lesa fjóra síðustu kaflana fyrst, kannski höfundur búist ekki við að hinn almenni lesandi nenni að koma sér í gegnum hávísindaleg skrif hennar og rökstuðning fyrir máli sínu en þegar fer að líða á bókina hefur hún fært nægilega gild rök fyrir máli sínu og getur farið að víkja að því almennari orðum. Ég er efins í að Eddukvæði og riddarakvæði miðalda hafi ver- ið notuð á sama hátt og áður, þ.e. raunverulegur upphafspúnktur að umræðubók. Því að þetta er tví- Eftir Lise Præste- gaard Andersen mælalaust bók sem hlýtur að vekja umræður og hún er þannig skrifuð, að hún er aðgengileg leik- mönnum og áhugamönnum. Aukin heldur er hún skrifuð í jákvæðari og manneskjulegri tón en margar sérstaklega þreytandi „kvenna- bækur” þar sem prédikunin og beizkjan verður yfirsierkari inni- haldinu. Skjaldmeyjar voru eins og al- kunna er hjálpardísir Óðins og tóku þátt í bardögum með karl- mönnum upp á sömu býti. Þær völdu hverjir féllu í bardögum og kæmust til Valhallar. Þó svo að hér sé aðeins um goðsagnir að ræða eiga skjaldmeyjar sér engu að síður sess í bókmenntum, þær eru fulltrúi ákveðinnar gjörðar kvenna og gegna ákveðnu hlut- verki, sem er í senn spennandi og ábyrgðarfullt. Og út frá þessum titli, sem bókin ber, er hún hvort- tveggja í senn, könnun á kven- gerðum í norrænum fornsögum og hetjukvæðum og úttekt á afstöð- unni til konunnar nú. Ávinningur er að slíkri bók og hún er ekki aðeins til þess fallin að vekja út- jaskaðar umræður, um stöðu kon- unnar, heldur ætti hún að beina þeim inn í nýjan og skemmtilegan farveg. FræðafélagiÖ í Kaupmannahöfn: Gefur út 4. bindi Jarða- bókar Arna og Vídallns „ÚT ER komið 4. bindi Jarðabókar Árna Magnús- sonar og Páls Vídalín í Ijós- prentaðri útgáfu Hins ís- lenska fræðafélags í Kaup- mannahöfn. Þetta bindi er um Borgarfjarðar- og Mýra- sýslur og kom fyrst út í Kaupmannahöfn áriö 1927 í útgáfu Boga Th. Melsteð sagnfræðings. Jarðabókin um Borgarfjarð- arsýslu var samin á árunum 1706—1708, en um Mýrasýslu 1708-1709. Útlit bókarkápu er verk Tómasar Jónssonar, en káp- una prýðir handgerð eftir- mynd af íslandskorti Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1670. Band hefur hannað Hilmar Einarsson. Fræðafélagið hóf endurút- gáfu Jarðabókarinnar árið 1980, og er von á 5. og 6. bindi á þessu ári, en alls eru bindin 11. Að síðustu verða svo gefin út ýmis jarðabókaskjöl og at- riðisorðaskrá fyrir öll bindin. Umboð fyrir Hið íslenska fræðafélag hér á landi hefur Sögufélag, Garðastræti 13b, 101 Reykjavík, og geta áskrif- endur vitjað bókarinnar þar.“ Leiðrétting Greinin „Prófkjörsskjálfti í Suðurlandskjördæmi", sem birt- ist í blaðinu í gær, er eftir Kristján Torfason bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, en nafn höf- undar féll því miður niður. Beð- ist er afsökunar á þeim mistök- um. Fer inn á lang flest B heimili landsins! OPIÐ föstudag kl. 10—22 laugardag kl. 10—19 Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu Ármúla 15. Sími86101. Ný sending Dagkjólar — Stuttir samkvœmiskjólar — Síðir samkvæmiskjólar — Blússur — Frottesloppar — Frotteinniskór — Hand- klœði J.H. Parket auglýsir: Er parketið orðið Ijótt? Pússum upp og lökkum PARKET Eínnig pússum við upp og lökkum hverskyns viðargólf. Uppl. í síma 12114 eftir kl. 2 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.