Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Reagan og Weinberger varnarmálaráðherra. alvarlegum áhyggjum ef hópur öfgasinna virtist vera að taka við stjórn afvopnunarviðræðn- anna. Ummæli Rostows um stefnuna í Miðausturlöndum bættu ekki úr skák. Nýlega kast- aðist einnig í kekki, því að Reag- an lagðist gegn því að Robert Grey yrði aðalaðstoðarmaður Rostows, þótt forsetinn hefði í fyrstu lofað að samþykkja skip- un hans. Afstaða Reagans til hans breyttist vegna andstöðu íhaldssamra þingmanna undir forystu Jesse Helms, sem Paul Tsongas öldungadeildarmaður staðhæfði síðan að réði stefn- LEIÐTOG AFUNDUR ? ROSTOW: milli skers og báru ADELMAN: hlýéir skipunum LÍKLEGT þykir að Ronald Reagan og Yuri Andropov haldi fund með sér einhvern tíma á næstu tveimur árum. Andropov sagði að visu nýlega að „góðrar undirbúningsvinnu væri þörf“ svo árangur næðist og Reagan talaði um „skipulagðan" leiðtogafund. En þrátt fyrir efasemdir og ann- marka, sem eru á slíkum fundum, eru margir áhrifamenn fylgjandi hugmyndinni, Ld. Zbigniew Brzezinski og Richard Nixon. Meiriháttar samkomulag næðist varla ef Reagan og Andropov hittust á næstunni, en stuðlað yrði aö gagnkvæmum kynnum. And- rúmsloftið yrði líklega stirt, þar sem Reagan virðist enn óvanur í utanríkismálum og völd Andro- povs eru ekki alger í Kreml og svigrúm hans takmarkað. Trú- legast er að í hönd fari undir- búningsfundir undir eftirliti utanríkisráðherranna George P. Shultz og Andrei A. Gromyko og þeir leiði til leiðtogafundar seint á þessu ári eða snemma árs 1984, áður en kosningabaráttan hefst í Bandaríkjunum. Gagnkvæm tortryggni veldur því að hvor aðili um sig hafnar tillögum hins og það stendur í vegi fyrir leiðtogafundi í bráð. Þegar Bandaríkjamenn hafa sýnt áhuga á óformlegum við- ræðum hafa Rússar hafnað hugmyndinni og öfugt. Áhugi Rússa er meiri í svipinn, því þeir vilja nota ágreining í stjórn Reagans. Þeir gefa í skyn að ef leiðtogarnir hittist ekki fljótlega muni ekkert miða áfram í Genf. Þá muni Rússar gefa Reagan upp á bátinn og bíða þess að stefna Bandaríkjamanna breyt- ist eða ný stjórn taki við í Wash- ington. Staða Reagans hefur veikzt við ágreininginn í stjórn hans, en það kann að breytast þar sem tilgangur brottvikningar Eugene Rostows, yfirmanns afvopnun- arstofnunarinnar, var að tryggja öruggari stjórn forsetans og Schultz á stefnunni gagnvart Rússum og gera stefnuna markvissari í því skyni að tryg&ja takmörkun kjarnorku- eldflauga. Á sama tíma hafa borizt nýjar tillögur frá Rússum, m.a. tilboð þeirra um að fjar- lægja helming eldflauga sinna eða fækka þeim þannig að þær verði eins margar og Breta og Frakka til samans. Rostow var ekki á sömu bylgjulengd og starfsmenn Hvíta hússins, sem hafa talið stefnuna í molum vegna margra ólíkra hugmynda um ýmsa möguleika á lausn. Þetta hefur Reagan ekki líkað og heldur ekki hægrisinnuðum stuðnings- mönnum hans á þingi, sem sök- uðu Rostow um linkind. Þeir halda fast við stefnuna sem Reagan mótaði í nóvember 1981, núll-lausnina", sem gerir ráð fyrir að Rússar fjarlægi fjölda eldflauga, sem þeir miða á Evr- ópu, gegn því að Bandaríkja- menn komi ekki fyrir Pershing II-eldflaugum og stýrieldflaug- um í Vestur-Evrópu. Með því að skipa Kenneth Adelman eftirmann Rostows vill Reagan friðmælast við trygga hægrimenn, sem Adelman er handgenginn, og skipa samn- jngamann, sem framfylgir skip- unum hans af trúmennsku, svo að forsetinn og utanríkisráð- herrann gegni aðalhlutverkun- um. Samningamálin verða endurskipulögð og ríkisstjórnin á að geta fylgzt með þeim í smá- atriðum. Reagan sagði að breyt- ingarnar hefðu verið gerðar til að samstæðari hópur semdi við Rússa um raunhæfar aðgerðir og kallaði viðræðurnar „mikilvæg- asta vandamál þessarar kynslóð- ar“. Skipun Adelmans mætti telja fyrirboða harðari stefnu, en hún getur líka táknað tilraun til að grafa undan mótstöðu hægri- manna gegn sveigjanlegri stefnu. Lagt hefur verið til innan stjórnar og utan að meiri sátt- fýsi komi fram í opinberum yfir- lýsingum til að hamla gegn yfir- lýsingunum frá Kreml síðan Ándropov tók við. Rostow og aðrir hafa gagnrýnt forsetann fyrir að einangra sig frá samstarfsmönnum sínum og samstarfsmennina fyrir að þora ekki að andmæla skoðunum hans. Hvað sem því líður olli skortur á hollustu því að Reagan vék einnig úr starfi formanni sendinefndarinnar í viðræðun- um í Vín um gagnkvæma fækk- un herja, Richard Staar, og skip- aði í hans stað atvinnudiplómat- inn Morton Abramowitz. En Paul Nitze, aðalsamningamann- inum í viðræðunum í Genf um meðaldrægar eldflaugar, var ekki vikið frá og heldur ekki Edward Rowny hershöfðingja, aðalsamningamanninum í við- ræðunum um langdrægar flaug- ar. Rostow kallaði yfir sig brott- vikninguna með ummælum um að það mundi valda Rússum unni í afvopnunarmálum. Sjálf- ur sagði Rostow: „Ég reyni að sigla milli manna, sem vilja samning við Rússa, og manna, sem eru andvígir hvers konar samningum." Hermt er að Rostow og samn- ingsmenn Rússa hafi náð sam- komulagi um að Rússar fjar- lægðu SS-20-eldflaugar sínar og Bandaríkjamenn hættu við að koma Pershing II og stýrield- flaugum fyrir í V-Evrópu, en stjórnirnar í Washington og Moskvu neitað að staðfesta sam- komulagið. Ef eldflaugunum verður komið fyrir verða eld- flaugar Rússa á landi ekki eins óhultar. Rússar gætu neyðzt til að endurskipuleggja kjarnorku- herafla sinn og yrðu að ákveða hvort þeir ættu að koma upp eldflaugavörnum, þótt talið væri með Salt-I að hvorugt risaveldið þyrfti þess. Vopnaframleiðsla Rússa er skipulögð langt fram í tímann og þeir verða að ákveða innan tveggja ára hvaða vopnum þeir vilja tefla fram til næstu alda- móta. Ef þeim tekst ekki fljót- lega að hindra áætlanir Banda- ríkjamanna munu þeir telja gagnráðstafanir nauðsynlegar, þótt þeir hafi varla efni á nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Andro- pov hefur ítrekað þá stefnu- breytingu að neyzluvörufram- leiðsla verði aukin á kostnað iðnaðarframleiðslu og engir varasjóðir eru til. Einn mótleikur Rússa er áróð- ursherferð til að hagnýta ugg innan Atlantshafsbandalagsins um stefnu Reagans. Heimsókn Gromykos til Vestur-Þýzkalands er síðasta dæmið um baráttu Rússa fyrir því að fá íbúa V-Evr- ópu til að snúast gegn stýri- og Pershing-flaugum. Þeir hafa einnig reynt að semja við Banda- ríkjamenn, en við borð liggur að þeir hafi komizt að þeirri niður- stöðu að þeir geti ekki samið við Reagan og telji tillögur hans að- eins settar fram til að þeir hafni þeim. Þá virðist gruna að hann vilji neyða þá út í kapphlaup, sem þeir muni tapa. Ef Andropov og Reagan hitt- ast mun það benda til þess að Rússar telji sig geta tekið þátt í viðræðum um kjarnorkueld- flaugar þar sem samkomulag byggist á gagnkvæmum tilslök- unum. Þá teldu Rússar að þeir gætu aftur komið fram í eftir- lætishlutverki sínu, risaveldis sem semur við hitt risaveldið í heiminum á jafnréttisgrund- velli. Bæði risaveldin hafa skilið að góð stjórn verður að vera á samskiptum þeirra og að þau geta ekki leyst öll sambúðar- vandamál sín, sem varða allan heiminn. En þar sem vafi leikur á um þetta munu þeir reyna af fremsta megni að ónýta áform Reagans með því að nota óviss- una á Vesturlöndum. Unga fólkið á sama rétt til að byggja og áður eftir Halldór Blöndal alþm. Það er ógjörningur fyrir mann á miðjum aldri að setja sig í spor þess unga fólks sem nú er að hefja lífsbar- áttuna. Hugsum okkur ung hjón og foreldra þeirra, kannski 20 árum eldri. Þeir hófu búskap sinn við þær aðstæð- ur, að almenningur átti þess kost að eignast íbúð á mikilla efna. Ófáir hrósa sér af því að hafa ekki átt eyri, þegar þeir byrjuðu að byggja, og samt tekist það. Auðvitað voru það aðstæð- urnar, sem gerðu þetta kleift. Lána- möguleikarnir voru meiri þá en nú og alla vega rýmri. Úrslitum réð þó, að lánskjörin voru allt önnur og betri. Á þeim tíma saxaði verðbólgan á Iánin og gerði greiðslubyrðina léttari. Nú er þessu öfugt farið. Um leið og lífskjör- in versna, hækka afborganirnar af lánunum. Fjöldinn allur af ungu fólki sér engin ráð til að standa í skilum og þegar svo er komið, ræðst ekki við neitt. Hvers á unga fólkið að gjalda? Fram á síðustu ár hafa íbúðir verið almenningseign hér á landi. Þjóðfélag, sem getur boðið þegnum sínum slíkt öryggi er gott þjóðfélag og við eigum að leggja mikið af mörkum til að það breytist ekki til frambúðar. Það hefur siðferðilegt gildi í sjálfu sér og hvetur til elju og vinnusemi. Jafnaldrar mín- ir eru stoltir af húsum sínum og ég er ekki í vafa um, að það sjálfstæði sem slíku fylgir, stuðlar að hamingju og hollu fjölskyldulífi. Ég hef spurst fyrir um það, hvernig unga fólkið fer að til að eignast sama- stað. Allir eru sammála um, að það sjáist ekki lengur á hinum frjálsa markaði byggingarverktaka, en á hinn bóginn lengist sá listi stöðugt, sem er yfir nöfn þeirra sem sækjast eftir íbúð í verkamannabústöðum. Þá er áber- andi, að ungt fólk reyni að komast yfir gamla íbúð, oft illa farna, sem það getur lagfært og endurbætt smám saman. Hér hefur orðið mjög skyndileg breyting. Og það er ekki unga fólkinu að kenna. Það vill leggja jafnmikið á sig og áður til að búa í haginn fyrir framtiðina, en þjóðfélagið bannar því að gera það. Lánin verða að hækka svo um munar Ég er í vafa um að lán húsnæðis- málastjórnar til íbúðabygginga nái 10% af byggingarkostnaði eins og nú er komið. Þetta jafngildir því í raun, að öðrum en þeim efnameiri sé bann- að að byggja. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda, hvaða afleiðingar slíkt misræmi milli þegnanna skapaði, ef því yrði leyft að grafa um sig og verða viðvarandi. Er þá ekki skammt í það, að tvær þjóðir búi í þessu landi? Ekki myndi það auðvelda okkur að hafa stjórn á eigin málum. Við sjálfstæðismenn höfum beitt okkur fyrir því á alþingi að lán hús- næðismálastjórnar verði í raun 25% byggingarkostnaðar á þessu ári og hækki upp í 80% á næstu fimm árum. Við vildum hafa fyrsta skrefið stærra, en efnahagsástandið leyfir það ekki. Við fylgdum þessum tillögum okkar eftir við 2. umræðu fjárlaga, en ríkis- stjórnina skorti kjark til að leysa fjár- lagadæmið á þeim grundvelli. Viljann vantaði þegar til kastanna kom. Nýr farkostur á Keflavíkurflugvelli: Fullkomið tæki til að mæla viðnám á brautum „JÆJA drengir mínir, velkomnir í dýrasta fólksbíl á land- inu,“ sagði Sveinn R. Eiríksson, slökkvisstjóri á Keflavíkur- flugvelli við biaðamenn sl. mánudag, en Sveinn var þá að kynna fyrir þeim nýjasta farkost slökkviliðsins: glænýjan SAAB 99 turbo með „flugvélahjóli“ og flóknum tölvubúnaði — sérhannaðan bíl til að mæla „1.280.000 krónur kostar hann án aðflutningsgjalda," hélt Sveinn áfram á meðan hann brenndi út á flugbraut, en mein- ingin var að gera eina mælingu. „Eins og þið vitið, strákar, er Keflavíkurflugvöllur gífurlega mikilvægur, á 2.000 mílna svæði er hann næsti flugvöllur og því má segja að hann sé eins konar björgunarskip á miðju Atlants- hafi. Það gefur því augaleið að hann þarf alltaf að vera í góðu standi, og það er töluvert í það lagt að svo sé. Og tíðar og full- komnar viðnámsmælingar á flugbrautunum er stór liður í eft- irliti flugvallarins. Að meðaltali eru gerðar 16 slíkar mælingar á dag, en fjöldinn er auðvitað mjög breytilegur eftir árstímum og veðurfari almennt. Þessi SAAB 99 er fullkomn- asta tæki í heiminum til að mæla ástand flugbrauta. Það stafar fyrst og fremst af þvi að fimmta hjólið undir vagninum er smæð- viónám á flaugbrautum. arútgáfa af flugvélarhjóli; er úr sams konar gúmmí, hefur eins munstur og sama þrýsting. Bíll- inn er keyrður eftir flugbraut- inni og þegar hann hefur náð 100 km hraða heldur hann honum stöðugum, flugvélarhjólið sprett- ur sjálfkrafa niður og mæling hefst. Viðnám er mælt í einingunni Mu (grískur bókstafur), en eitt Mu er fullkomið viðnám, sem samsvarar því að rekast á stein- vegg. Viðnámskvarðinn nær frá núlli upp í eitt Mu. Á þurri flugbraut er viðnámið um 0.6 Mu en þá eru lendingaskilyrði ágæt. Ef viðnámið fer niður fyrir 0.25 Mu er hins vegar ekki á það hættandi að lenda. Talvan í bíln- um reiknar út viðnámið á braut- inni og gefur það upp, bæði jafn- óðum á mæli og síðan sem línurit á strimli. Mannshöndin kemur þar hvergi nærri, og það getur hvaða viðvaningur sem er gert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.