Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 jrcgmiIifafrUþ n& ^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Atvinnuástandið í Reykjavík: Helmingi fleiri atvinnulausir en í meðalári ATVINNIJLEYSI í Reykjavík er nú með mesta móti og fer vaxandi. Fjöldi atvinnulausra síöastliðinn miðvikudag var 514, og hafði tvöfaldast frá því um miðjan desember. Af skráðum atvinnulausum voru 369 karlar, en 145 konur. Á degi hverjum fjölgar atvinnulausum um 10—15 manns. Þetta kom fram í ræðu Vlagnúsar L. Sveinssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, for- manns atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar, þegar hann svaraði í borgar- stjórn fyrirspurn um atvinnumál. — Hjá Magnúsi kom það og fram að að undanförnu hefði sigið mjög á ógæfuhliðina og nú væru um tvöfalt fleiri atvinnulausir en í meðalári. Að vísu hefði atvinnu- leysið verið meira í fyrra, en þá hefðu verið óvenjulegar aðstæður vegna deilna sjómanna og útgerð- armanna. Af atvinnuleysi í einstökum greinum nefndi Magnús að 31 múrari væri skráður atvinnulaus og 28 trésmiðir, 136 verkamenn og 60 verkakonur, í verslunarmanna- stétt væru 66 skráðir atvinnu- lausir, í sjómannastétt væru 23 án vinnu og 56 bifreiðastjórar væru á atvinnuleysisskrá. Af hugsanlegum skýringum þessa ástands nefndi Magnús óhagstætt veðurfar og erfiðleika ýmissa fyrirtækja, enda væri staða atvinnuveganna slæm, t.d. hefðu stór byggingarfyrirtæki sagt upp hluta starfsfólks síns og ekki væri ráðið í störf sem losn- uðu. Þá væri ekki síst um að kenna fjárskorti húsbyggjenda og sam- drætti í lóðaúthlutunum nokkur undanfarin ár. Þá nefndi Magnús dæmi um, að tvo daga fyrir skömmu hefðu 60 verkakonur skráð sig atvinnulausar og þær hefðu komið frá einu fyrirtæki i borginni, Kirkjusandi, en ástæða atvinnuleysisins þar hefði verið sú að skip hefðu ekki lagt upp afla sinn þar, heldur siglt með hann utan. Guðmundur Þ. Jónsson borgar- fulltrúi Alþýðubandalags sagði við umræðurnar að hér væri um að ræða mesta atvinnuleysi frá árun- um 1968—1969. Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokks, benti hins vegar á, að eftir setu Alþýðubandalagsins í ríkis- stjórn nokkur undanfarin ár, hefði hagur hinna lægst launuðu versn- að, en hagur hinna efnameiri batnað. Þá var á fundinum samþykkt tillaga þess efnis að tímabært væri að kanna til hvaða ráða mætti grípa til þess að auka at- vinnu í borginni, ef ekki rættist úr atvinnuástandinu. Örlítið hlé varð á hlákunni, sem unnið hefur á sköflunum, sem þyngt hafa umferð á höfuðborg- arsvæðinu undanfarið. Veðurstofan spáði þó áframhaldandi hláku, vestan og suðvestan súld, þegar kæmi fram á morguninn. Spáð var hlýju veðri sunnanlands, en köldu norðanlands. f gær var víða mikil hálka og íshröngl á götum Reykjavíkur, en vonandi bætir áframhaldandi hláka gangfærið. Morgunbiaðið/KöB Lögin nái ekki til þjónustu er sveitarfélög greiða niður Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja til breytingu á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti ÁTTA þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram í neðri deild Alþingis í gær frumvarp til laga um breytingu á lögura um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Leggja flutnings- menn til að lögin taki ekki til þjónustu sveitarfélaga, sem greidd er niður með beinum framlögum úr sveitarsjóði. í greinargerð segja flutningsmenn það fjarstæðu að lögin taki til þjónustu sem greidd er niður með beinum framlögum úr sveitarsjóði. Þá nefna þeir deilu borgar- og verðlagsyfirvalda um fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur og segja hana í raun deilu um rétt ríkisvaldsins til að greiða niður vísitölu með fjármunum sem tekn- ir eru í borgarsjóði. Hér sé um að ræða deilu um grundvallaratriði — um sjálfstjórn sveitarfélaga og Tilskipun fjármálaráðuneytisins: Ríkisfyrirtæki skipti aðeins við ríkisbanka „FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út fyrirmæli til allra ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana um að þau beini viðskiptum sinum eingöngu til ríkisbank- anna," sagði Ragnar Onundarson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðarbankans, m.a. í erindi sínu á ráðstefnu Verzlunarráðs íslands um lánamarkaðinn í liðinni viku, þegar hann fjallaði um opinbera íhlutun í bankastarfsemi. I þessu sambandi er vert að rifja upp bréf, sem fjármálaráðu- neytið sendi öllum ráðuneytum 11. mai 1977, en þar segir m.a.: „Hinn 6. nóvember 1968 ritaði fjármála- ráðuneytið öllum ráðuneytunum svofellt bréf: Athygli ráðuneytis- ins hefur verið vakin á þeirri hneigð sumra vörzlumanna fjár hjá einstökum ríkisfyrirtækjum og stofnunum, að dreifa lausu fé, sem stofnanirnar hafa til vörzlu um lengri eða skemmri tíma, til geymslu í bankareikningum margra banka. Af þessu tilefni vill ráðuneytið taka fram, að það telur eðlilegt, að ríkisfyrirtæki og stöfnanir hafi hverju sinni sem allra minnstan sjóð, taki t.d. ekki fé úr ríkissjóði nema þess sé nauðsynlega þörf hverju sinni. Laust fé, sem ríkis- fyrirtæki eða stofnun hefur yfir að ráða um stundarsakir, telur ráðuneytið rétt að sé annað hvort geymt í ríkissjóði eða í einum ríkisbanka. Óskar ráðuneytið þess, að hluta- aðeigandi ráðuneyti komi þessu á framfæri við stofnanir og fyrir- tæki á þess vegum." Ennfremur segir: „Nú hefur ráðuneytið orðið þess vart, að frá þessari stefnu hefur í einstökum tilvikum verið vikið. Til þess kunna að vera frambærileg rök í einstökum tilfellum, en engu að síður vill ráðuneytið árétta þessa stefnu og ætlast til þess, að hún sé áframhaldandi virt." valddreifingu í þjóðfélaginu. Flutningsmenn frumvarpsins eru eftirtaldir þingmenn Sjálfstæðisflokksins: Friðrik Sophusson, Birgir ísl. Gunn- arsson, Albert Guðmundsson, Matthías Á. Mathiesen, Jósef H. Þorgeirsson, Ólafur G. Einars- son, Sigurlaug Bjarnadóttir og Steinþór Gestsson. Lagt er til að við 2. gr. laganna bætist 3. mgr. svohljóðandi: Lðgin taka ekki til þjónustu sveitarfélaga, sem greidd er niður með beinum framlögum úr sveitarsjóði. í greinargerð stendur m. a. : „Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um verðlagn- ingu opinberrar þjónustu. Eftir að verðstöðvunarlög féllu úr gildi í árslok 1981 hafa sveitar- stjórnir bent á það, að þeim beri allur réttur til verðlagningar á orku frá veitustofnun sveitarfé- lags, en staðfesting ráðherra á gjaldskrám í samræmi við orkulög sé formsatriði eitt sem tryggja eigi það að rétt sé að gjaldskrárákvörðunum staðið. Iðnaðarráðherra hefur hins vegar talið að með ákvæði um staðfestingu gjaldskrár beri sér réttur til íhlutunar um verð- lagningu orku rétt eins og verð- stöðvunarákvæðin hafi aldrei fallið úr gildi. Lögin um verðlag, samkeppn- ishömlur og óréttmæta við- skiptahætti taka aðeins að litlu leyti til þjónustu sveitarfélaga, þ. e. til þeirrar þjónustu sem eigi er um fjallað í sérstökum lögum, s.s. þjónustu almenn- ingsvagna og sundstaða. Flutn- ingsmenn telja það fjarstæðu, að lögin taki til þjónustu sem greidd er niður með beinum framlögum úr sveitarsjóði. Það er hlutverk kjörinna full- trúa í sveitarstjórn að ákvarða framlag til niðurgreiðslu þjón- ustunnar úr sveitarsjóði, en ekki verðlagsyfirvalda." Lánskjara- vísitalan hækkaði um 63,6% á liðnu ári SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir febrúarmánuð og reyndist hún vera 512 stig. Hún hefur því hækkað um 4,92% frá janú- armánuði, þegar hún var 488 stig. Á síðustu tólf mánuðum hefur lánskjaravísitala hækkað um tæplega 63,6%, eða úr 313 stigum í 512 stig. Árshækkun lánskjaravísi- tölunnar, eða hækkunin milli janúar og febrúar fram- reiknuð næstu tólf mánuði, er liðlega 69,6%, sem segja má að sé verðbólguhraðinn um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.