Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
11
"Dvi nm, BOfifiRRSnÖRl. hér er ^trrnglegfi bhnnrd HD SNÚH VID"
Deilt um nýjar talstöðvar:
Nýtt fasteignamat:
75 þúsund eigendur
96 þúsund fasteigna
Tilkynningarseðlar um nýtt fasteignamat verða á næstunni bornir til fast-
eignaeigenda, eða um leið og framtalseyðublöðum til skatts verður dreift.
Samtals verða hornir út 9fi þúsund seðlar til 75 þúsund eigenda, að því er fram
kom á blaðamannafundi hjá Fasteignamati ríkisins í gær. l’m er að ræða
fjölgun um 3 þúsund frá fyrra ári, er bornir voru út um 93 þúsund seðlar til um
72 þúsund eigenda.
Fasteignamatsseðlarnir eru lítt
breyttir frá fyrri árum. Þo hefur
einni upphæð verið bætt á seðlana,
það er endurstofnverð byggingar,
en endurstofnverð er mat Fast-
eignamatsins á byggingarkosntaði
eignarinnar. Það miðast við verðlag
1. október sl.
Húsavík:
95,5% bæjargjalda
innheimtust 1982
SSB-stöðvar teknar upp
vegna alþjóða þróunar
„ÁSTÆÐAN fyrir því að ákveðið var að taka upp SSB-stöðvar er að mikill
hörgull var orðinn á tíðnum. Árið 1968 kom fram í Alþjóðafjarskiptastofnun-
inni hugmynd um að fara úr gömlu tækninni — það er svokölluðu DSB-kerfi
yfir í SSB-kerfið. Þetta þýðir einfaldlega að í stað þess að senda út tvö
hliðarbönd í hverri sendingu, er sent út eitt hliðarband. Af þessu sparast
helmingur af því tíðnisviði, sem hver stöð sendir út. Því geta helmingi fleiri
fengið úthlutun innan sama tíðnisviðsins en áður. Þetta gildir ekki bara um
bílaþjónustu, heldur einnig skip og flugvélar," sagði Gústaf Arnar, yfir-
verkfræðingur hjá Pósti & síma, í samtali við Mbl. vegna gagnrýni sem fram
hefur komið að taka svokallaðar SSB-talstöðvar í notkun.
„SSB, sem kallað hefur verið
einhliðabandssending á íslenzku,
skilar oft betri árangri en gamla
kerfið, þannig að ekki bara vinnst
meira svigrúm, heldur einnig
meiri gæði.
Þetta eru fyrst og fremst ástæð-
ur þess, að Alþjóðafjarskipta-
stofnunin tók SSB-kerfið upp árið
1968. Þá var sett upp áætlun um,
að breytingin skyldi eiga sér stað
á 12 ára tímabili — fram til 1.
janúar 1982. Meðal annars var
gert ráð fyrir því að frá 1. janúar
1973 væri jafnvel bannað að setja
upp gömlu stöðvarnar — það er
DSP — en taka hina nýju tækni í
staðinn, það er SSB-kerfið.
Síðan var gert ráð fyrir því að á
næstu 10 árum hefðu þeir, sem
voru búnir að kaupa DSB-stöðvar,
möguleika á að afskrifa gömlu
stöðvarnar. Því var gefin 14 ára
frestur til þess að koma þessu í
kring. Island skrifaði undir sam-
þykktina innan Alþjóðafjar-
skiptastofnunarinnar eins og allir
aðrir, enda nánast útilokað að
vera einir á báti.
í ársbyrjun 1973 sendi Póstur &
sími út tilkynningu til allra not-
enda um þetta mál og kynnti
hvaðá reglur hefðu verið settar og
hvað menn þyrftu að gera á þessu
10 ára tímabili. Síðan sendum við
bréf aftur í lok 1981 til þess að
minna menn á, að þessi breyting
væri framundan. Ég tel að við höf-
um gert það sem við gátum til
þess að vekja athygli á þessu. Af
einhverjum ástæðum, sem mér
eru ekki alveg ljósar, hafa menn
verið mjög tregir til þess að taka
þetta til greina. Þessar gömlu
stöðvar eru ekki lengur til á mark-
aðnum — allar þjóðir hafa skipt
yfir og framleiðslu DSB-stöðva
hefur verið hætt. Þetta er því ekki
spurning um hvort við höfum val
— við einfaldlega verðum að gera
eins og aðrir.“
— Nú hefur komið fram gagn-
rýni á þetta nýja fyrirkomulag og
á það verið bent að rétt væri að
taka upp VHF-metrabylgjukerfið.
Er möguleiki að taka það kerfi
upp í langferðabíla?
„Um það geta verið skiptar
skoðanir. Þetta metrabylgjukerfi
er þannig uppbyggt að það dregur
ekki nema sjóndeildarhringinn.
Þannig að stöðvar í Reykjavík
draga ekki nema upp á Kjalarnes
og kannski Akranes og á heiðarn-
ar hér fyrir austan og suður á
Reykjanes.
Það þarf mjög margar stöðvar
til þess að þjóna öllu landinu.
Vegna þess hve kostnaður við
þessar stöðvar úti á landi er mik-
ill, sjáum við ekki fram á að hægt
væri að þjóna landinu eins og það
leggur sig. Við ákváðum heldur að
einbeita okkur að þéttbýlinu og
aðalþjóðvegunum. Það þýðir að
inni á miðhálendinu verður þessi
þjónusta ekki til staðar. Lang-
ferðabílar og aðrir sem eru utan
þessa þéttbýliskjarna verða að
treysta á millibylgjuna eins og
þeir hafa gert fram að þessu og
hafa SSB-stöðvar.“
— Menn hafa bent á að þessi
tæki séu óheyrilega dýr. Á tal-
stöðvunum er 35% tollur og 40%
vörugjald, samkvæmt ákvæðum
bráðabirgðalaganna frá í ágúst
síðastliðnum. Ofan á þetta bætist
síðan söluskattur. Langferðabíl-
stjórar hafa sótt um að tollar og
aðflutningsgjöld verði niðurfelld,
svipaðar ívilnanir og björgunar-
sveitir fengu.
„Það er vissulega rétt að stöðv-
arnar eru dýrar — allt upp í 100
þúsund krónur. En kostnaðurinn
er hlutfallslega lítill ef miðað er
við verð langferðabíla. Það er
óumdeilt að öryggisatriðið er mik-
ið og ekki hægt að horfa í þennan
kostnað.
Hitt er svo, að Póstur & sími
hefur lengi beitt sér fyrir að fá
opinberar álögur felldar niður af
tækjum til fyrirtækisins. Það hef-
ur ekki fengist í gegn, því miður,
og sama er farið um langferðabíl-
stjórana," sagði Gústaf Arnar.
H.Halls.
liúsavík. 12. janúar.
Á HTSAVÍK innheimtust 95 ,5% bæj-
argjalda á sl. ári og mun það vera ein
bezta innheimtan á landinu. Hverju
þakkar þú það Sverrir Jónsson, inn-
heimtustjóri,? spurði ég.
— Það eru nú margir samverkandi
þættir, fyrst og fremst fylgjumst við
vel með því, hvar gjaldendur vinna og
gerum kaupkröfur. Fólkið hefur einn-
ig góðan skilning á því, að það borgar
sig að standa í skilum, því dráttar-
vextir eru háir. Innheimtan var sl. ár
96,3% svo eldri vanskil eru hjá fáum.
Hvernig er svo þessu fé ráðstafað
spyr ég bæjarstjórann Bjarna Aðal-
geirsson?
— Félagsmálin taka til sín mikinn
hluta tekna bæjarfélagsins. í verkleg-
ar framkvæmdir fór mest til varan-
legrar gatnagerðar og í sambandi við
þá framkvæmd endurnýjun holræsa
og annarra lagna í göturnar. Saman-
lögð lengd gatna bæjarins er nú um
13 km og eru um 54% þeirra komnar
með varanlegt slitlag.
Stofnæð hitaveitu frá Hveravöllum
var tvöfölduð á rúmlega 3 km kafla og
er þá búið að tvöfalda um helming
stofnæðar og er flutningsgeta um 70
1/sek. og er það svipað magn og við
höfum nú handbært á Hveravöllum.
Næsta verkefni Hitaveitunnar verður
því að bora eftir meira vatni, en í
sumar vann Orkustofnun að jarðhita-
könnun á Hveravöllum fyrir okkur.
Lokið var við fyrsta áfanga drátt-
arbrautar við höfnina og var fyrsti
báturinn tekin á land í nóvember.
Þetta mannvirki er kostað af bæjar-
sjóði og hafnarsjóði og nemur hlut-
deild þeirra samtals 60% af kostnaði
en ríkissjóður greiðir 40%.. Heildar-
kostnaður nú er um 5,5 millj. króna.
Á næsta ári er stefnt að því að koma
upp hliðarfærslu við dráttarbrautina
fyrir að minnsta kosti einn bát.
Þetta er nú það fjárfrekasta, sem
ég hefi nefnt, en svo má nefna að
lokið hefur verið við barnaheimilið,
unnið að endurbótum á rafveitu,
hafnar framkvæmdir við íþróttahús,
lagt í nokkurn kostnað við Skrúðgarð-
inn og opin svæði í bænum, unnið að
skipulagsmálum og svo mætti lengi
telja.
En að lokum vil ég segja það að
atvinnuástand í Húsvík sl. ár telst
hafa verið allgott og það er fyrir
mestu að fólkið hafi atvinnu, segir
Bjarni bæjarstjóri að lokum.
FréllariUri.
Laganefnd Norðurlandaráðs:
Vill aukna samvinnu gegn
eiturlyfjavandamálinu
„ÞAÐ eru allir sammála um að eit-
urlyfjavandamálið er eitt mesta
vandamál sem við er að glíma á
Norðurlöndum í dag og er meira en
menn gera sér almennt grein fyrir.
Menn hafa áhuga á mun meiri sam-
vinnu á því sviði", sagði Halldór Ás-
grímsson fulltrúi Islands í laganefnd
Norðurlandaráðs er Mbl. spurði
hann í gær hvaða mál væru efst á
baugi í undirbúningsvinnu fyrir þing
Norðurlandaráðs sem hefst í Osló
21. febrúar, en nefndir ráðsins eru
nú allar að störfum í Stokkhólmi.
Halldór sagði að fram hefði
komið í laganefndinni að eitur-
lyfjavandamálið væri orðið gífur-
legt og menn lýstu þar áhuga á
stóraukinni samvinnu gegn því.
Ljóst virtist að mest af eiturlyfj-
um bærust frá ákveðnum stöðum,
t.d. Kaupmannahöfn, og væri
hugm.vnd uppi um að löndin ættu
hvert um sig fulltrúa á þeim stöð-
um.
Lyfjabúðum fjölgað um 10
— þar af ein í Breiöholti III
HKILBRIGDIS- og tryggingamálaráðuneytið hefur samkv;emt ákvæði í lög-
um um lyfjadreifingu nr. 76/1982, er öðluðust gildi 1. janúar sl„ gefið út
reglugerð uni staðsetningu lyfjabúða og lyfjaútibúa.
Samkvæmt ákvæðum reglu-
gerðarinnar fjölgar lyfjabúðum
landsins um 10 þegar reglugerðin
er að fullu komin til framkvæmda,
þar af um eina í Breiðholtshverfi
III í Reykjavík og aðra á Seltjarn-
arnesi. Fjölgun lyfjabúða mun
komið á í áföngum og þannig er
fyrirhugað að fyrst í stað verði
einungis 4 lyfsöluleyfi auglýst laus
til umsóknar eða Breiðholtshverfi
III í Reykjavík, Fáskrúðsfjörður,
Olafsvík og Seltjarnarnes.
I reglugerðinni er leitast við, að
þjór.usta við landsmenn á sviði
lyfjadreifingar verði sem jöfnust
og enginn landshluti verði útund-
an, en öllum má ljóst vera að slíkt
er örðugt hér á landi af félagsleg-
um ástæðum og vegna þess hvern-
ig landshættir eru. Með reglugerð-
inni er einnig stefnt að því, að
lyfjasala fari úr höndum lækna,
en sem kunnugt er hafa læknar að
verulegu leyti annast lyfjasölu í
strjálbýli en með stofnun lyfjaúti-
búa fjölgar verulega þeim dreif-
ingarstöðum lyfja, þar sem þjón-
usta lyfjafræðings skal vera fyrir
hendi. Lyfjaútibúum mun komið á
fót eftir því sem aðstæður leyfa og
er þá fyrst og fremst miðað við að
takist að útvega lyfjafræðinga til
starfa í þeim.
Hugur og hönd
Heimilisiðnaðarfé-
lag íslands gefur út
rit til kynningar á ís-
lenzkum heimilis- og
listiðnaði, Hugur og
hönd. Nýtt hefti er
komið út með for-
síðumynd í litum af
steindum glugga eft-
ir Leif Breiðfjörð. í
ritinu er rtiinnst dr.
Kristjáns Eldjárns,
sem hafði eins og svo
oft áður ætlað að rita
grein í þetta hefti, og
Hulda Stefánsdóttir
minnist Halldóru
Bjarnadóttur og birt-
ar eru myndir af
munum úr Halldóru-
stofu í Heimilisiðn-
aðarsafni hún-
vetnskra kvenna á
Blönduósi.
Að venju eru
myndir og prjóna-
uppskriftir af
margvíslegu tagi í
heftinu, útsaumi frá
liðnum öldum,
Álftafótur útblásinn og þurrkaður notaður
fyrir smádót. Mynd úr nýútkomnu hefti af
Hugur og hönd.
m.vndskreytt grein
um hagleiksfólk í
sveit. Sérstaklega er
fjallað um kirkju-
skreytingar, fjallað
um lín og línrækt
o.fl. Mjög er vandað
til alls frágans og
nrynda, að venju.
Ritnefnd skipa: Auð-
ur Sveinsdóttir,
Gerður Hjórleifs-
dóttir, Fríða Krist-
insdóttir, Hallfríður
Tryggvadóttir og
Vigdís Pálsdóttir.