Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Kirkjur á landsbyggðinni: Messur á sunnudaginn Karlakórinn Heimir 55 ára: Þrír af stofnendum kórs- ins syngja ennþá með BORGARNESKIRKJA: Messa á sunnudaginn kemur kl. 11. Organisti Jón Þ. Björnsson. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. LANDAKIRKJA Vestmannaeyj- um: Tíu ár frá upphafi eldgoss á Heimaey. Sunnudagaskóli kl. 11. Guósþjónusta kl. 14. Fulltrúar aðventista og hvítasunnumanna lesa pistla dagsins. Magnús Á. Magnússon, fyrrverandi bæjar- stjóri, flytur ræöu. Organisti Guömundur H. Guöjónsson. Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hábæjarkirkju kl. 10.30 og bænastund kl. 14. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir sókn- arprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa á sunnudaginn kl. 14. Hallgrímur Guðmannsson forstöóumaóur prédikar. Sóknarprestur. N armahlíð, IH. janúar. STARKSEMI karlakórsins Heimis >iefur undanfarin ár og áratugi verið fastur liður i félags- og menningarlífi Skagfirðinga. Kórinn hélt sína árlegu söngskemmtun laugardagskvöldið 15. janúar síðastliðinn í Miðgarði. l'pphaflega átti hún að fara fram viku fyrr eða um þrettándann, en var frestað vegna óveðurs og slæmrar l'ærðar í héraðinu. Formaður kórsins, Þorvaldur Óskarsson á Sleitustöðum, setti samkomuna og gat þess meðal ann- Partner verksmiðjuútsalan er nú hafin í Blossahúsinu, Ármúla 15. PARTNER verksmiðjuútsalan hafin Einu sinni á ári opnar Partner fyrirtækiö lagerinn fyrir almenn- ingi og efnir til verksmiöjuútsölu sem fræg er meðal borgarbúar. Partner verksmiðjuútsalan er nú á nýjum staö, í Blossahúsinu, Armúla 15, i stóru og glæsilegu húsnæði þar sem allt er troðfullt af hinum fjölbreyttasta fatnaöi. Þar má finna buxur í miklu úrvali, allt frá 2ja ára upp í 105 cm mitt- ismál og auk þess ýmsan annan fatnað svo sem boli, peysu, sokkar, úlpur, bóndaskyrtur, jakka og snjógalla að ógleymd- um köflóttu Dagsbrúnarskyrtun- um sem sumir koma gagngert til aö kaupa ár eftir ár. Mikiö af þessum fatnaöi er flutt inn sérstaklega fyrir verksmiðju- útsöluna og er þá yfirleitt um að ræða sérstakan afgangs fatnað frá framleiðendum víða um heim „Partner verksmiðjuútsalan er engin venjuleg útsala heldur eitthvert óúskýranlegt fyrirbæri í borgarlífinu, sem skýtur upp koll- inum einu sinni á ári“, varð ein- um viöskiptavinanna að svari þegar hann var spurður hvað drægi hann þangaö. „Ég hef komið hérna árlega síðustu fimm árin til að fá mér ódýrar vinnu- buxur og þetta skeður alltaf", segir hann um leið og hann hverfur út um dyrnar með þrjá útbólgna Partner-poka. Þær eru sjálfsagt margar skýr- ingarnar á vinsældum Partner verksmiðjuútsölunnar og við- skiptavinirnir eru af öllu tagi en allir eiga þaö þó sameiginlegt aö virðast skemmta sér konung- lega, ekki hvað sist börnin sem nú hafa fengið sitt leiksvdeöi með litabókum og Andrés blöðum og meira að segja „kafbát", heljar miklu leiktæki sem nýtur mikilla vinsælda. Það má kannski segja að lítill snáði hafi hitt naglann á höfuðið þegar foreldrunum tókst loksins að fá hann út með sér: „Mamma, mikið gasalega er þetta skemmtileg útsala". ars í ávarpi sínu, að um þessar mundir ætti kórinn 55 ára afmæli, en hann var stofnaður í lok des- ember 1927. Þrír af stofnendunum syngja enn með, þeir Halldór frá Fjalli, Björn á Krithóli og Rögn- valdur í Flugumýrarhvammi. Þá kom einnig fram hjá formanni, að kórnum hefur verið sýndur sá heið- ur, að honum er boðið að syngja í Skotlandi í vor á listahátíð Robert Burns og einnig á landbúnaðarsýn- ingu, sem halda á í Edinborg. Ekki hefur endanlega verið ákveðið, hvort í þessa ferð verður ráðist, meðal annars vegna mikils kostn- aðar. Söngskrá kórsins var mjög fjöl- breytt, bæði innlend lög og erlend, þar á meðal nokkur fræg kórverk úr óperum. Stjórnandi kórsins í vetur er tékkneskur maður, Jirí Hlavhcek að nafni, en hann réðst hingað í Skagafjörð haustið 1981 sem tónlistarkennari við Tónlist- arskóla Skagafjarðarsýslu. Undir- leikari hjá Heimi í vetur er kona söngstjórans, Stanislava Hlavhce- kovha. Þau hjón léku einnig á pí- anó, bæði einleik og fjórhent og síðan spilaði sonur þeirra, Tómas, eitt verk á selló við undirleik föður síns. Ekki er vafi á, að þarna fór höndum um hljóðfærin mikið lista- fólk og er sannarlega mikill fengur fyrir Skagfirðinga að fá notið hæfi- leika þess. Auk þessa komu fram á þessum tónleikum tveir bræður austan úr Þingeyjarsýslu, þeir Baldur og Baldvin Baldvinssynir frá Rangá og sungu tvísöngslög við undirleik Úlriks Ólafssonar. Brugðu þeir félagar sér snögga ferð að austan til að syngja á þessari skemmtun og má það teljast vel af sér vikið svo sem tíðarfar hefur verið upp á síðkastið. Var gerður góður rómur að söng þeirra bræðra svo og öllu því er þarna fór fram enda tókst þessi skemmtun í alla staði mjög vel og er þeim Heimis- félögum til hins mesta sóma, svo sem við var að búast. Hafi þeir kærar þakkir fyrir eftirminnilegt kvöld. P.D. „Hildibrandur af tillitsemi við samfélagið“ Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja fór sérstaklega fram á það við þjóðhá- tíðargesti sl. sumar að þeir mættu prúðbúnir til setningar Þjóðhátiðar og að sjálfsögöu urðu Hildibrandarnir við þeim óskum eins og sjá má. Ljósmynd Curtm. Sijjfússon. Sérstæö „útgerÖ“ ungra manna í Eyjum „Það var ákveðið í einni hrotunni að kaupa þennan bíl, reyndar var það ekki svo naugið, en við vorum hrifnir af teppinu og þá var bara ð hala inn. Það var einhver Landey- ingur með hann á vertíð og okkur fannst ómögulegt að billinn færi héðan, við prófuðum hann heilan sunnudag, skiptum um dekk og ræstum svo budduna,“ sögðu nokkr- ir hressir Kyjapeyjar í samtali við okkur fyrir nokkru, en þeir hafa með sér eins konar félagsskap og kalla sig Hildibranda. Það er ekkert nýtt að ungir menn hópi sig þannig saman og leiki svolítið á nótnaborð lífsins, ekki alltaf í takt við vinsæl- ustu lögin, en þeir halda gjarnan sínu striki og athafnasemi þeirra fær aðlögunartíma fyrir átök hversdags- lífsins í framtíðinni og þannig er það til dæmis með Hildibrandana, þetta eru hörkustrákar þótt þeir hafi gam- an af að prakkarast í tíma og ótíma. Fengum sla-ml orð á okkur Við hittum þá að sjálfsögðu í „teppinu" og bekkurinn þröngt setinn, enda sögðu þeir að það væri vissara, því einhugurinn skipti máli í félagsskapnum. „Þetta byrjaði eiginlega árið 1979, við kölluðum okkur þá Úlf- ana, en fengum svo slæmt orð á okkur að við breyttum yfir í Hildi- brand þegar við keyptum bílinn, Chervolet Suburban árgerð 1973. Bíllinn hefur reyndar verið mikið bilaður og meira stopp en í gangi, en hann hefur dugað um helgar og það er mikils virði, því að ekki eiga allir strákarnir ballbuxur. Það var svolítið vandamál fyrst að bíllinn var aðeins skráður fyrir 3 og þá urðum við alltaf að liggja í eins konar flatsæng. Einu sinni sem oftar vorum við stöðvaðir og þá voru taldir 14 of margir út úr bílnum. Það var þó aðeins meðal- flóð, því mest hafa verið 24 manns í bílnum, í þremur sætum og lág- sófanum. Þá taldi lögreglan 19 út úr bílnum, einn týndist, en við fengum 3.700 kr. sekt og jukum þar með enn einum þætti við stuðning okkar í þágu ríkisbúsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.