Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 23 Sjötugur í dag: Kjartan Guðnason Sjötugur er í dag Kjartan Guðnason, Sjafnargötu 7, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Trygg- ingarstofnun ríkisins. í marg- þættum lífsstörfum Kjartans er hann okkur SÍBS-mönnum kunn- astur sem hinn ágætasti félagi, allt frá því að hann tengdist sam- tökum okkar árið 1948 er hann veiktist af berklum og með veru sinni á Vífilsstöðum bast SÍBS þeim böndum sem aldrei hafa rofnað síðan. Árið 1950 var hann kjörinn í stjórn Berklavarnar í Reykjavík, í stjórn Vinnuheimilis- ins að Reykjalundi átti hann sæti sem aðalmaður á árunum 1953—1956 og oft síðan sem vara- maður, stjórnarformaður Múla- lundar 1957—1962. Hann var kjör- inn í stjórn SÍBS á 10. þingi þess i maí 1956 og hefur átt þar sæti síð- an og stjórnarformaður frá því á 19. þingi samtakanna 1974. Þetta er lítil upptalning þeirra trúnað- arstarfa, sem Kjartan hefur innt af hendi innan samtaka okkar SÍBS-manna. Það er því ekki að furða, að skoðaðri þessari upp- talningu þótt sterk og náin tengsl hafi ofist milli þeirra manna, sem innan þessara samtaka hafa starf- að liðna áratugi. í aprilmánuði 1951 hóf Kjartan starf hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og sinnir því enn að hluta til. Hann hefur þó fyrir nokkru stytt starfsdag sinn verulega bæði fyrir aldurssakir en þó öllu heldur sökum sjúkleika sem hann hefur átt við að stríða nokkur undanfarin ár þótt ekki beri hann þess merki í augum þeirra, sem ekki þekkja manninn því betur. Á þessum vinnustað hafa málefni öryrkja mikið farið um hendur Kjartans og margir leitað hans liðsinnis bæði fyrir þá reynslu og þekkingu, sem hann hefir á réttindum þessa stóra hóps, sem til Tryggingastofnunar- innar þarf að leita og ekki hvað síst fyrir lipurð hans við úrlausnir þeirra mörgu og margvíslegu mála, sem þarna er oft á tíðum um að ræða. SIBS hefir marg oft notið leiðsagnar þessa ágæta félaga þegar undirbúin hafa verið og fram borin mál, sem varðað hafa hagsmuni ýmissa öryrkjahópa. Það munu fáir einir t.d. vita hvern þátt Kjartan átti í því að fá sam- þykktar greiðslur, svokallaða „vasapeninga" til þeirra sem á sjúkrahúsum dvelja og hafa engin fjárráð önnur en þau, sem vinir og vandamenn láta af hendi rakna til þessa fólks. Fátt eitt hefir hér ver- ið drepið á af þeim málum, sem SÍBS vill þakka Kjartani á þessum hans heiðursdegi. Allt það ónefnda geymum við félagar hans í minni, vitandi að ekki væri það að skapi afmælisbarnsins að tí- unduð yrðu mörg hver þau störf, sem það hefir innt af hendi í þágu hinna sjúku á leið margra hverra til sjálfsbjargar. Þeim hjónum Kjartani og Jónu flytjum við bestu hamingjuóskir í tilefni dagsins, en þau munu taka á móti gestum milli kl. 5 og 7 í dag í fé- lagsheimili Stangaveiðifélags Reykjavíkur að Háaleitisbraut 68. J.B. — O.ÓI. Hildibrandarnir við doriuna góðu, félagsheimilið, sem útgerðin gerir út. Hún er máluð í bandarísku fánalitunum, merkt Hildibrandi og dekkin einnig eins og sjá má. Við höfum þannig fengið að kenna á valdi örlaganna, en nú er bíllinn skráður fyrir fleiri, kvótinn var hækkaður og á tíma var hann 9 manna og þá fengum við okkur sparisófa af vönduðustu gerð í gripinn. Við rekum þennan bíl þannig að Hildibrandasöfnun aflar fjár með því, að þeir sem eiga pening í það og það skiptið borga benzínið. Þetta skiptist furðu jafnt á milli manna eins og náttúruöflin og við erum heldur ekki að velta fyrir okkur smámununum, það er alltof mikið gert af því í þessu landi og þess vegna er þetta allt í bölvuð- um hnút. Okkar stíll byggist á milliliðalausum stórhug.“ l»á er bara að pumpa „Einu sinni ætluðum við að vera töff og býsa benzíni á bílinn, en þegar á reyndi nennti enginn að standa í þvílíku veseni. Við höfum hins vegar unnið markvisst að því að þróa bílinn upp og erum nú komnir með loftdempara. Ef bíll- inn er mjög hlaðinn, þá er bara að pumpa. Annars er það mjög sjaldgæft að við séum töff og við gerum okkur grein fyrir því, að það fer miklu minna fyrir okkur í bílnum heldur en var. Þetta fyrirtæki okkar „Hildibrandur" er því af til- litssemi við samfélagið, hin mesta þjóðþrifa útgerð." Að vera með poka „Jú, við höfum einnig þróað upp nokkurn orðaforða til þess að forða íslenzkunni frá pólitískri stöðnun og þótt af þessu skapist nokkur hætta þá er þetta liður í því að fá fólk til að hugsa og vara sig á hættunum, yfirstíga þær. Auk þess að hafa varadekk á „teppinu" hafa þeir félagar einnig bjarghring, svona upp á öryggið. Ljósmynd Mbl. Sijjurgeir Við rímum við líðandi stund og til dæmis köllum við Stóra- Hvamm Texas vegna þess hve húsið hefur vestrænt útlit. Af ný- yrðum okkar má nefna að orðið smörgel þýðir frábært eða gæjó, prímadonna þýðir sama. Að vella er að kaupa eitthvað, kæna er vindlingur, að smegga er að reykja og að hippa einni smeggu þýðir að rétta vindling. Að gilja gás er spurning um það hvort menn hafi lent með dömu, hulstur þýðir nærbuxur, þú ert nú meiri pappa- kassinn þýðir, þú ert nú meiri asn- inn. Sementspoki þýðir Skaga- maður og ef Hildibrandur lendir með Skagapíu þá er hann með poka. Það er bezt að fara varlega með þetta, því nýyrðasafnið er orðið mílu langt." „Þá var það búið“ Þeir eru 11 í búskapnum um bíl- inn og ég spurði þá hvort ekki hefði gengið á hópinn síðan farið var af stað. „Við erum búnir að missa einn úr grúppunni, það var ein sem náði honum. Við höfum því tekið upp þá stefnu að reyna að koma slíkum samböndum fyrir kattar- nef ef hættuástand er komið upp. Við höfum mismunandi aðferðir til slíks og einnig er þetta gert ef einhverjir í grúppunni eru óánægðir með val hinna. Einn var til dæmis með ágætis píu, en vald hennar jókst stöðugt svo við hinir urðum að grípa í taumana. Við komum því svo fyrir, að þau voru bæði stödd í eldhúsi í samkvæmi, hún við vinnuborðið, hann í borðkróknum og hélt að hún væri á snyrtiher- berginu. Einn okkar spurði eld- gleypinn þá hvað það ætti að þýða að velja sér ekki betri píu en þetta. „Ég ætla bara að nota þetta þangað til ég finn eitthvað betra," svaraði gleypirinn umkringdur og í sömu andrá sást unnustan sveifla jakka sínum á öxl og strunza út úr húsinu. Þá var það búið.“ Herradómurinn og danska mærin „Það er svona eitt og annað sem kemur upp, við framleiddum 120 boli og gáfum brjóstaberum, við auglýsum þjóðþrifamál í bæjar- blöðunum, en meginmottóið í grúppunni er: vestræn samvinna, skemmtum okkur og náunganum og svölum skemmtanafýsninni á tiltölulega hæverskan hátt. Við höfum þó orðið að grípa til rót- tækra ráðstafana eins og til dæm- is þegar danska nektardansmærin Lady Jane lenti hér innan land- helgi með læraburð sinn. Við vildum sýna henni tilhlýði- lega kurteisi og koma til móts við þarfir hennar. Við mættum til leiks sérlega prúðbúnir og frakka- klæddir að auki. Þegar mærin danska var búin að vippa af sér flestu sem tilheyrir hégóma þessa heims og dillaði sér á sviðinu í sakleysislegu holdi sínu einu sam- an, þá komum við herrarnir til skjalanna, stukkum upp á svið og sviptum frökkum okkar upp í hæðir þannig að svæðisbundið samræmi var milli meyjarinnar dönsku og peyjanna úr Eyjum. Við höfum hins vegar ekki gert ráð fyrir því að herradómur okkar vekti slíka hrifningu að allur áhugi á mærinni dönsku ryki út í veður og vind hjá samkomugest- um. Þetta var þó vel meint hjá okkur þótt mærin danska kynni því illa, enda óvön aflahrotum. Rauk hún á dyr, en við létum frakkalöfin falla." — á.j. Bambus-stólar Bambus-hillur Verd frá kr. 1.326.- Á vegg og gólf. Margar geröir. Sendum um land allt Opiö til kl. 8 í kvöld og til hádegis laugardag Vörumarkaðurinn hf. Sími 86112 Húsgögn Vörumarkaösverð Bambus-sófasett 2ja sæta sófi + 2 stólar + borö. Verö kr. 7.826.- Furumatboró 10 geróir. Borö og 4 stólar frá kr. 4.665.- Furukojur m/dýnum og rúmfataskúffu. Verö kr. 4.799.- Leikfimisrimlar kr. 1.343.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.