Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983
24
Minning:
Ragnar Guðmunds-
son umsjónarmaður
Ragnar Guðmundsson umsjón-
armaður á Korpúlfsstöðum lést
hinn 8. janúar sl. á Borgarspítal-
anum í Reykjavík, eftir langa bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm. Hann
fæddist hinn 6. desember 1912 á
Borjfum í Nesjum, í A-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar hans voru heið-
urshjónin Guðmundur Jónsson og
kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.
Guðmundur var sonur Jóns bónda
á Fauurhólsmýri, Guðmundssonar
bónda í BorKarhöfn Jónssonar.
InnibjörK var dóttir Jóns bónda í
Þórisdal í Lóni, Jónssonar og konu
hans Þórunnar Jónsdóttur. Hún
var komin af Guðnýju dóttir sr.
Jóns Steingrímssonar hins fræga
eldklerks. Voru þau systkinabörn
Ingibjörg og Jörundur Brynjólfs-
son alþingismaður.
Árið 1920 flyst Ragnar með for-
eldrum sínum að Reykjanesi í
Grímsnesi, en 1928 kaupir Guð-
mundur höfuðbólið Nes í Selvogi
og flyst fjölskyldan þangað. Guð-
mundur dreif þar upp mjög stórt
fjárbú, og mun um tíma hafa verið
einn fjárríkasti bóndi á iandinu.
Guðmundur var afburðagáfaður
maður, stálminnugur og flug-
mælskur. Má nærri geta að mikið
hefur verið unnið og erfiðað af
allri fjölskyldunni. Ragnar hefur
því snemma vanist mikilli vinnu
og orðið að leggja sig allan framm.
Ungur fór Ragnar á vertíð á
togara, en fyrstu árin var hann
heima á sumrin og haustin. Síðan
fór hann alfarið til sjós, á togur-
um á vetrum en síld á sumrin.
Ragnar þótti duglegur sjómaður
og áræðinn, og til dæmis sigldi
hann til Englands öll stríðsárin.
Hægt er að ímynda sér það álag er
var á íslenskum sjómönnum á
þessum árum vegna stöðugrar
hættu á árásum kafbáta.
Árið 1941 ræðst hann sem há-
seti á bv. Venus frá Hafnarfirði,
til Vilhjálms Árnasonar skip-
stjóra, og var hann hjá því fyrir-
tæki til ársins 1952, er hann ræðst
til Hvals hf. Hjá Hval var hann
allt til ársins 1971, fyrstu tvö árin
sem háseti, síðan stýrimaður hjá
Ingólfi Þórðarsyni, nema þrjú síð-
ustu árin var hann skipstjóri á
Hval 6. Ragnar var því í þrjátíu ár
hjá sama manni, Lofti Bjarnasyni
en hann var forstjóri bæði fyrir
Venus hf. og Hval hf. Ragnar mat
þá manna mest Vilhjálm Árnason,
Ix>ft Bjarnason og Ingólf Þórðar-
son.
Árið 1948 ræðst Ragnar í það
þrekvirki að fara í Sjómannaskól-
ann, og var það mikill dugnaður
og áræði af 36 ára gömlum manni,
með aðeins venjulegt barnaskóla-
nám að baki, og hafa alltaf stund-
að erfiðisvinnu. Börnin voru þá
orðin fjögur, og enginn auður í
búi, en allt fór þetta vel, með
stakri ráðdeild og dugnaði. Lauk
hann námi á venjulegum tíma.
Ragnar steig mikið gæfuspor
þann 27. júlí 1940, er hann gekk að
eiga konu sína Sigríði Einarsdótt-
ur. Hún er fædd á Reyni í Mýrdal
hinn 23. sept. 1916, og voru for-
eldrar hennar hjónin Einar Ein-
arsson verslunarmaður frá Reyni
f. 18. janúar 1882, dáinn 25. ágúst
1927, og Kristín Ingileifsdóttir
fyrrverandi ljósmóðir í Vík í
Mýrdal, fædd 2. apríl 1889. Sigríð-
ur er mikið göfugmenni og stóð
hún ætíð við hlið manns síns
traust og sterk. Þau hjónin eign-
uðust sex mannvænleg börn en
þau eru: Kristín tannlæknir gift
Stefáni Má Stefánssyni prófessor,
Ingibjörg búsett í Svíþjóð gift
Arne Norrdeide norskum manni,
Þórunn gift Snorra Egilssyni að-
stoðarframkvæmdastj., Málfríður
kennari, ógift, Einar stýrimaður
heitbundinn Margréti Þorvalds-
dóttur, Guðmundur læknanemi,
ókvæntur. Barnabörnin eru nú
orðin ellefu. Ennfremur ólst upp á
heimili þeirra hjá tengdamóður
hans Guðlaug M. Guðlaugsdóttir,
húsfreyja að Sólheimum í Mýrdal,
og var Ragnar henni góður eins og
sínum eigin börnum.
Árin 1959 dundi ógurlegt reiðar-
slag yfir fjölskylduna, en þá veikt-
ist Ragnar af berklum og þrjú
yngstu börn þeirra. Má ímynda
sér þær sálarkvalir er þau hjónin
máttu líða, en svo var styrkur
þeirra hjóna mikill að aldrei
heyrðist eitt einasta æðruorð frá
þeim. Úr þessu rættist betur en á
horfðist, börnin fengu bata og að-
gerð var gerð á Ragnari. Aðgerðin
tókst vel en aldrei varð Ragnar
samur til heilsu á eftir. Hélt hann
áfram stýrimannsstarfi sínu og
varð skipstjóri sem fyrr segir.
Þáttaskil urði í lífi Ragnars árið
1971, er hann hætti sjómennsku
og gerðist umsjónarmaður á
Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit.
Var það mikið lán fyrir hann að fá
þetta starf, því hann var ekki orð-
inn maður til að stunda erfiðis-
vinnu, enda búinn að gangast und-
ir tvo stóra uppskurði auk lungna-
uppskurðarins. Á Korpúlfsstöðum
undi Ragnar sér vel, nú var hann
kominn í sveitina. Hann gat
stundað laxveiðar í Korpu, og
sinnt fleiri hugðarefnum sínum.
Þó sjómennska yrði aðalstarf
Ragnars, þá hafði hann alltaf
mikinn áhuga fyrir landbúnaði,
gróðri og útiveru. Hafði hann mik-
ið yndi af veiðiskap, var slyngur
laxveiðimaður og góð skytta.
Dýravinur var hann mikill og eftir
að hann kom að Korpúlfsstöðum
fékk hann sér fljótlega hesta, og
var hann svo heppinn að fá Bleik
sinn hjá Þorgeiri í Gufunesi, af-
burðagæðing. Átti Ragnar margar
ánægjustundir með Bleik. Minnist
ég með óblandinni ánægju margra
ógleymanlegra stunda með þeim.
Þá var gaman að sjá hvað maður
og hestur voru samstilltir og hest-
urinn hlýddi Ragnari vel.
Ragnar var ágætlega greindur
maður, prúður í framkomu, ræð-
inn, skemmtilegur og oft smá
glettinn. Hann fylgdist vel með
landsmálum, var einarður í skoð-
unum, og hélt vel á sínu máli, hver
sem í hlut átti. Hann var mjög
barngóður og hændust þau mjög
að honum. Eg varð var við það, að
þegar unglingspiltar voru að byrja
til sjós, þá tók hann þá upp á sína
arma, leiðbeindi þeim og var inn-
an handar. Gestrisni þeirra Sig-
ríðar og Ragnars var mjög mikil
og var flestum er komu að Korp-
úlfsstöðum boðið upp á veitingar
og var þar oft mannmargt. Hafði
Ragnar mikla ánægju af að ræða
við gesti sína, og einnig að hjálpa
mönnum ef þeir lentu í óhöppum.
Það var haustið 1937 að fundum
okkar Ragnars bar fyrst saman.
Hann var þá heitbundinn systur
minni Sigríði, og kom að heim-
sækja hana, en við bjuggum þá í
Vík í Mýrdal. Myndaðist þá með
okkur einlæg vinátta, sem aldrei
hefur rofnað. Ég á mági mínum
mikið að þakka, hann var alltaf
verið boðinn og búinn að gera mér
greiða, og var mér sem bezti bróð-
ir. Haustið 1940 flyzt móðir mín
með fjölskyldu sína til Reykjavík-
ur og stofnum við heimili með
þeim hjónum Sigríði og Ragnari
að Vífilsgötu 22 og flytjum einnig
með þeim í Meðalholt 19. Mjög ná-
ið samband var með okkur Ragn-
ari á þessum árum.
í júní sl. veiktist Ragnar snögg-
lega og var fluttur í hasti á Borg-
arspítalann. Við rannsókn kom í
ljós að sjúkdómurinn var alvarleg-
ur, og gerður var á honum upp-
skurður, en það bar ekki árangur,
því sjúkdómurinn var verri en bú-
ist var við. Ragnar komst þó aftur
á fætur og virtist við þolanlega
heilsu. í haust elnaði honum sótt-
in og varð hann að leggjast á
sjúkrahús aftur, en fékk að fara
heim eftir nokkurn tíma. Heima
naut hann frábærrar aðhlynn-
ingar konu sinnar og barna, en í
nóvember var hann orðinn svo
sjúkur að flytja varð hann aftur á
sjúkrahúsið, og þar dvaldist hann
þar til yfir lauk.
Sigríður annaðist Ragnar af
mikilli alúð og þrautseigju í hans
erfiðu veikindum. Dvaldist hún
ásamt börnum þeirra meira og
minna á sjúkrahúsinu hjá honum,
þannig að hann var aldrei einn, til
þess að létta honum baráttuna og
hjúkra. Hann andaðist sem fyrr
segir laugardagsmorguninn hinn
8. janúar sl. og var kona hans hjá
honum. Svo andlega sterkur var
Ragnar að aldrei heyrðist eitt ein-
asta æðruorð frá honum, og hefur
hann þó ábyggilega vitað hvert
stefndi.
Sár söknuður ríkir nú hjá fjöl-
skyldunni á Korpúlfsstöðum, sér-
staklega hjá eiginkonu, sem sér á
eftir traustum maka. Eg vil leyfa
mér fyrir hönd móður minnar að
flytja honum innilegt þakklæti
fyrir allt sem hann hefur gert
fyrir hana á liðnum árum. Votta
ég systur minni, börnum þeirra,
tengdabörnum og barnabörnum
og systkinum hans mína dýpstu
samúð.
t
Elsku maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÓSKAR GÍSLASON
frá Skálholti, Vestmannaeyjum,
lést í Landspitalanum 19. janúar.
Lára Ágústsdóttir,
Erla Óskars, Kári Óskarsson,
Hrefna Óskars, John Minner,
Ágústa Óskars, Ernst Kettler.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
TORFI MAGNUSSON,
Hvammi, Hvítársíöu,
veröur jarösunginn frá Gilsbakkakirkju. laugardaginn 22. janúar kl.
14 Bílferö veröur frá Bifreiöastöö Islands kl. 9.30 sama dag.
Jóhanna Egilsdóttir og börn.
t
Systir mín,
KRISTJANA EBENEZERSDÓTTIR,
Grenimel 33,
lést í hjukrunardeild Borgarspítalans viö Barónsstíg 9. janúar sl.
Útför hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu.
Salvör Ebenesersdóttir,
Gremmel 33.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
JÓNA ÁRNÝ JÓHANNSDÓTTIR,
Fossheiöi 17, Selfossi,
veröur jarösett frá Selfosskirkju, laugardaginn 22. janúar kl. 14.00.
Gunnar Hallgrímsson,
Hallgrímur Gunnarsson,
Anna Jóna Gunnarsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir.
t
Utför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa,
GESTS MARINÓS KRISTJÁNSSONAR,
Fífumóa 10, Njarðvík,
er lést á Landspitalanum 13. janúar sl. fer fram frá Ytri-Njarövik-
urkirkju, laugardaginn 22. janúar kl. 14.00.
bóra Sigrún Guðmundsdóttir,
Kristján Gestsson,
Ólöf Sigurrós Gestsdóttir, Hjalti örn Ólason,
og dætur.
t
Útför móöur okkar,
ÞÓRDÍSAR TORFADÓTTUR,
Kirkjuvegi 7, Keflavík,
fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 22. janúar kl. 2.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vilja minnast
hennar láti líknarfélög vinsamlega njóta þess.
Torfi Stefánsson,
Nanna Stefánsdóttir,
Ástríóur Siguröardóttir.
t
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
DÓRÓTHEA ERLENDSDÓTTIR,
Sunnubraut 14, Akranesi,
veröur jarösungin frá Akraneskirkju, laugardaginn 22. janúar kl.
11.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta
þess.
Hilmar Hálfdánarson,
Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Kristján Frióriksson,
Sveinn G. Hálfdánarson, Ása Balduradóttlr,
Helgi Hálfdánarson, Ágústa Garðarsdóttir,
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og útför bróður okkar,
HALLGRÍMS INDRIDASONAR,
Ásatúni, Hrunamannahreppi.
Systkinin Ásatúni.
t
Þökkum innilega öllum sem auösýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og útför
HINRIKS JÓRMUNDAR SVEINS80NAR,
Granaskjóli 5.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Handlækningadeildar 11 G Land-
spítalans fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Guðrún Hinriksdóttir, Jónas Runólfsson,
Margrót I. Hinriksdóttir, Ágúat Guðmundsson,
Ólafur Ólafsson, Dagbjört Guöjónsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug samúö og hlutteknlngu vegna andláts og útfarar
fööur okkar, tengdafööur og afa,
MAGNÚSAR ÞÓRDARSONAR
frá Neöradal.
Þórarinn Magnússon, Gunnlaug Einarsdóttir,
Sigmundur Magnússon, Guólaug Sigurgeirsdóttir,
Þórður Eydal Magnússon, Kristín Guðbergsdóttir
og barnabörn.
Einar Jón Einarsson