Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Frakkland og V-Þýskaland: Tuttugu ára vináttu- samkomulags minnst Bonn, 20. janúar. AF. FRANCOIS Mitterrand, Frakk- landsforseti sagði i dag er hann ávarpaði v-þýska þingið, tveimur dögum fyrir 20. afmælisdag fransks-þýsks vináttusamkomulags, að það hefði verið merkur áfangi í sameiningu Evrópu fyrir tveimur áratugum. Sagði forsetinn ennfrem- ur, að undirritun samkomulagsins mætti þakka þann árangur, sem náðst hefði með stofnun Efnahags- bandalagsins. „An vinskapar Frakka og V-Þjóðverja hefði stofnun EBE verið útilokuð," sagði Mitterrand um leið og hann lofaði samstarf þjóðanna undanfarna tvo áratugi. „Það verður að hlúa að friðinum dag hvern," sagði forsetinn enn- fremur. Ræða Mitterrands stóð yfir í um þrjá stundarfjórðunga og gekk að mestu út á það, að samvinna og vináttusáttmáli þessara tveggja þjóða eftir margra alda styrjald- Sprengja fannst í lokuðu umslagi - rétt fyrir komu Thatcher í aöalstöövar íhaldsflokksins í Leeds liOfds, 20. janúar. AP. BRESKIR sprengjusérfræðingar sprengdu í dag sprengju, sem send var höfuðstöðvum breska íhalds- flokksins í Leeds, aðeins nokkrum klukkustundum áður en Margrét Thatcher forsætisráðherra var vænt- anleg til stöðvanna. Thatcher var í Lundúnum þegar sprengingin var framkvæmd af sérfræðingum, og enginn mun hafa slasast. Kona nokkur hringdi til blaðs- ins „Manchester Evening News í morgun og tilkynnti um sprengj- una, sem hún sagði hafa verið komið fyrir af litlum stjórnleys- ingjahópi. Ekki var gefin upp nein ástæða fyrir sprengjunni, sem komið hafði verið fyrir í bréfi. arástand, ætti að vera öðrum þjóðum heims fordæmi. Hann undirstrikaði um leið vilja Frakka til að vera áfram innan NATO. Svíþjóð: E.T. bönnuð yngri en 11 Stokkhólmi, 20. janúar. Ai’. Kvikmyndaeftirlit Sviþjóðar, Finn- lands og Noregs hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að kvikmyndin E.T. sé óhæf til sýninga fyrir börn. Kvik- myndin hefur engu að síður farið mikla sigurför um Norðurlönd og dreifendur myndarinnar þar segjast efast um, að þetta bann skipti nokkru máli gagnvart börnum, sem hafi virki- legan áhuga á að sjá myndina. Sænska kvikmyndaeftirlitið hef- ur með stuðningi sálfræðinga takmarkað aðsókn að myndinni við fólk 11 ára og eldra, þar sem mynd- in sýni fullorðna sem óvini barna. í Finnlandi er aðgangur bannaður yngri en 8 ára og í Noregi yngri en 12 ára. Danska kvikmyndaeftirlitið, sem takmarkar aðgang að mynda- flokknum „Star Wars“ og flestum öðrum vísindakvikmyndum við þá, sem eru 12 ára og eldri, setti engar aldurstakmarkanir við sýningum á E.T. Gunnel Arrback, yfirmaður sænska kvikmyndaeftirlitsins hef- ur sagt, að kvikmyndahúsagestir yngri en 11 ára gætu orðið hræddir við „það ógnvekjandi og hræðandi andrúmsloft", sem ríkjandi væri í myndinni að hennar áliti, þrátt fyrir það að lögð væri áhersla á að sýna E.T. sem vingjarnlega geim- veru, er börn hefðu skotið skjóls- húsi yfir. Þetta hefur sætt eindregnum mótmælum sænskra barna. Nokkur þeirra tóku sér stöðu við helzta kvikmyndahús Stokkhólms 10. des- ember sl., er kvikmyndin var frum- sýnd. Báru börnin mótmælaspjöld, þar sem á stóð: „Burt með 11 ára takmörkin" og „barnamyndir eru gerðar handa börnum“, og enn „Við viljum E.T.“ Mynd þcssi sýnir þá Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Erich Honecker, leiðtoga Austur- Þýskalands, en þeir ræddu saman í Austur-Berlín í dag. Gromyko er á heimleið eftir að hafa rætt við helstu leiðtoga í Vestur-Þýskalandi og í ræðu sinni í dag hvatti hann þá til að „endurskoða afstöðu sína einu sinni enn“ áður en þeir leyfðu NATO að koma fyrir nýjum kjarnorkuvopnum þar í landi. Sakaður um aðild að gyðingamorðum Kordcaux, 19. janúar. AP. MAURICE Papon, fyrrverandi fjár- lagaráðherra Frakklands var í dag ákærður fyrir glæpi gegn mannkyn- inu vegna handtöku og brottrekstr- ar franskra gyðinga, á meðan hern- ám nazista í Frakklandi stóð yfir. Papon, sem nú er 72 ára, er sakað- ur um að hafa átt þátt í brottflutn- ingi á 1.690 gyðingum í suðaust- urhluta Frakklands á árunum 1942—1944, unz Frakkland var Nýr sérhannaður fatlaða frá Nissan bíll fyrir I Japan Tókíó, 20. janúar. AP. NISSAN-bifreiðaverksmiðjurnar hafa nú sett á markað í Japan sér- staka tegund bifreiða, sem fólk Kvenlegt útlit einkenni sumar- tízkunnar 1983 París, 20. janúar. AP. SÝNINGAR á vor- og sumartísk- unni eiga að hefjast í Paris á sunnudaginn kemur og beinist athyglin að þessu sinni einkum að Chanel-tískuhúsinu. flafa lot þaðan alltaf verið mjög eftirsótt af mörgum best klæddu konum heims. Gert er ráð fyrir, að bæði Chanel og yfir 20 önnur tísku- sýningarhús í París sem sýna vörur sínar á næstunni, eigi eftir að leggja aðaláherslu á kvenlegt útlit á þessu ári. Er líklegt að pilsfaldurinn eigi eftir að nema við hnéð og að hælar verði lágir. Tískukóngar Parísar eru taldir líklegir til þess nú sem fyrr að ráða kvenfatatískunni í heiminum á sumri komanda að verulegu leyti. sem misst hefur annan handlegg- inn eða jafnvel báða getur stjórn- að. Að sögn talsmanns fyrirtækis- ins hefur það ekki í hyggju að flytja þcssa bifreið út. Toyota- verksmiðjurnar hafa þegar fram- leitt og selt um 700 bíla, sérhann- aða fyrir fatlaða. Þessi nýja bifreið frá Nissan er búin ýmsum sérhönnuðum bún- aði, sem auðveldar fötluðum mjög að stjórna henni. Má t.d. nefna lyftu til þess að auðvelda fötluðum að komast inn í hana, hnapp, sem ýtt er á með vinstri fæti til þess að gangsetja bifreið- ina, og stöng, sem nota má með hægri fæti til þess að opna og loka bílstjórahurðinni. Stýrisbúnaðurinn er þannig, að ökumaður notar til þess fótstig við vinstri fót. Fótstig þetta snýst í þá átt, sem ökumaður kýs og virkar því eins og venjulegt stýri. Bílinn er að sjálfsögðu sjálfskipt- ur, til þæginda. Þá má nefna, að handhemlinum er beitt með mjöðminni. Þá eru aðalhemlar bílsins þannig útbúnir, að þeir eru með öryggislæsingu, sem opnast ekki er hemlað hefur ver- ið. Bíllinn rennur því ekki áfram fyrr en ökumaður kýs. Stefnuljós eru þannig útbúin, að ökumaður beitir hnakkanum við notkun þeirra, en þurrkum og rúðusprautum er stjórnað með hægri öxlinni. Þá er flautan í stórri hringlaga plötu á gólfinu. Öryggisbelti spennist sjálfkrafa utan um ökumanninn um leið og hann hefur sest. Þá er þessi svo mjög sérstaka bifreið útbúin hjólbörðum, sem hafa þann eiginleika, að aka má á þeim allt að 100 km vegalengd, þó ekki hraðar en á 60 km hraða, eftir að sprungið hefur. frelsað. Papon var þá háttsettur innan stjórnsýslunnar í Gironde. Formleg ákæra gegn Papon er fyrst borin fram nú, en á árunum 1981 og 1982 voru höfðuð 10 einka- mál á hendur honum. Var Papon þar gefið að sök, að hafa tekið þátt í brottflutningi 600 gyðinga á sín- um tíma. Þessi dómsmál voru að nokkru leyti byggð á upplýsingum, sem birtust fyrir tæpum tveimur árum í vikuritinu Le Canard Enchaine. Voru þar birt ljósrit af skjölum, sem gáfu til kynna, að Papon hefði verið viðriðinn hand- töku á gyðingum, sem fram fór að frumkvæði Vichy-stjórnarinnar svonefndu í stríðinu. Eitt af þeim skjölum, sem birt- ust í Le Canard og eiga að vera undirrituð af Papon, hefur að geyma fyrirmæli um flutninga á 400 gyðingum frá fangabúðum í grennd við Bordeaux til Parísar. Þessir gyðingar voru síðar fluttir í þýzkar fangabúðir. Papon hefur lýst því yfir, að hin ljósrituðu skjöl séu fölsuð og að hann myndi sjálfur óska eftir opinberri rannsókn til þess að hreina sig af áburðinum. Sagði Papon, að málarekstur gegn sér hefði verið hafinn í því skyni að koma Giscard d’Estaing, þáver- andi forseta Frakklands, í vanda, Francois Papon sést hér við upphaf réttarhaldanna yfir honum í borg- inni Bordeaux í Vestur-Frakklandi, þar sem hann er ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu með því að hafa átt aðild að gyðingamorðum í síðari heimsstyrjöldinni. en Papon var ráðherra í stjórn hans. Þá væri málið vakið upp nú til þess að koma hægri flokkunum í Frakklandi í vanda fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar þær, sem fram eiga að fara í landinu í marz nk. Fjaðrafok vegna útskriftar Fagans af geðsjúkrahúsi Lundúnum, 20. janúar. AP. Á SAMA tíma og Michael Fagan skálaði í kampavíni yfir því að vera látinn laus af geðsjúkrahúsi, deildu þingmenn og kröfðust þess að fá skýringu á því af hverju honum hefði verið sleppt úr haldi. Fagan þessi varð heimsfrægur á einni nóttu, ef svo má segja, er hann komst alla leið inn á rúm- stokk Elísabetar drottningar í Buckingham-höll í sumar. Reynd- ist honum auðvelt að komast framhjá bágbornum öryggisút- búnaði hallarinnar og var við rúmstokk drottningar að vörmu spori. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, sagði í dag í ræðu í neðri deild breska þingsins, að hún skildi mætavel þær áhyggjur sem þingmenn hefðu lýst vegna lausn- ar Fagans af geðsjúkrahúsinu. Tveir þingmenn Ihaldsflokksins kröfðust þess að William White- law, innanríkisráðherra, gæfi skýringu á útskrift Fagans. Sérstök nefnd, sem skipuð var til þess að úrskurða andlegt ástand Fagans, komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ekki fyllilega búinn að ná sér, en ekki væri lengur hætta á að hann gerði sjálfum sér eða öðrum nokkurt mein. Sálfræðingur lýsti því yfir í október, að enn væri sá möguleiki fyrir hendi, að Elísabetu drottn- ingu gæti stafað hætta af Fagan. Fagan baðaði sig í frægðinni í dag er honum var sleppt og hafði þegar selt einu dagblaðanna einkarétt á lýsingunni af dvöl sinni á geðsjúkrahúsinu. „Almenningur er hneykslaður og undrandi á því að Fagan skuli hafa verið útskrifaður af geð- sjúkrahúsinu. Þetta er óskiljanleg ákvörðun", sagði Keith Stanton, þingmaður íhaldsflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.