Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 19 Frá blaðamannafundi El Salvadornelndar, lengst til vinstri Raul Flores Ayala. Mynd Mbl. KE Baráttuvika - til stuðning frelsisbaráttu E1 Salvador Nýr sendi- herra Breta RK'HARD Thomas hefur verið skipaður sendiherra Bretlands á ís- landi, að því er fram kemur í til- kynningu brezka utanríkisráðuneyt- isins. I tilkynningunni kemur fram að Elisabet drottning hafi falið Rich- ard Thomas að taka við embætt- inu af W.R. McQuillan, sem nú hverfur að öðrum störfum í brezku utanríkisþjónustunni. Ekki kemur fram hvenær sendiherra- skiptin verða. Cheech og Chong í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hefur frumsýnt bandarísku grínmyndina „Á fullu með ('heech og Chong“, með sam- nefndum leikurum í aðalhlutverk- um. Um myndina segir svo m.a. í kynningu: „Þeir félagar Cheech og Chong hafa nú grætt á tá og fingri á „ís- sölu“. Áhugi þeirra á blómarækt hefur einnig orðið til þess að þeir eru orðnir vellauðugir menn. Nú munu langþráðir draumar þeirra rætast. Draumaeyjan, brjóstaberu stúlkurnar og ljúffengir drykkir eru í sjónmáli. Skyndilega vakna þeir upp við vondan draum. Pen- ingarnir þeirra eru horfnir! Cheech og Chong eru tilbúnir til að leggja líf sitt i sölurnar fyrir seðlana. En það eru fleiri en bófar sem hafa áhuga á þeim félögum. Lögreglan fylgist með þeim daga sem nætur." Leiðrétting í myndatexta í Morgunblaðinu í gær misritaðist nafn húsfreyjunn- ar á Berjanesi undir Austur- Eyjafjöllum. Hún heitir Freydís Jónsdóttir. Mbl. biðst velvirðingar á misrituninni. EL SALVADOR-nefndin á íslandi gekkst fyrir blaðamannafundi á mið- vikudag þar sem kynnt var El Salva- dor vika. í dag verður útifundur kl. 17.30 og eftir að ávörp hafa verið flutt verður gengið að bandaríska sendiráðinu og afhent skjal til að mótmæla stuðningi Bandaríkja- stjórnar við herforingjastjórnina í El Salvador. Fulltrúi FDR (Byltingasinnuðu lýðræðisfylkingarinnar) og FLMN (Þjóðfrelsishreyfingar " samein- aðra skæruliðasamtaka E1 Salva- dor) fyrir ísland, Finnland og Sví- þjóð, Raul Flores Ayala, var á fundinum og lýsti ástandinu í E1 Salvador. Hann sagði: „Þann 22. janúar sem við höfum gert að bar- áttudegi okkar verða mótmælaað- gerðir við bandarísk sendiráð í stærstu borgum heims. Þar verður mótmælt stuðningi Bandaríkj- anna við stjórnarherinn sem er nú eina ástæðan fyrir því að ekki tekst að steypa herforingjastjórn- inni. FDR/ FMNL hefur á síðasta ári verið í mikilli sókn og ræður nú yfir einum þriðja hluta lands- ins. Almenningur i E1 Salvador hefur brugðist við með leynilegri þátttöku í mótmælaaðgerðum og jafnvel efnt til opinberra verkfalla í ríkisstofnunum þó Ijóst væri að líf lægi við. Það hefur sýnt sig að ekkert getur stöðvað byltinguna. Stríðið er nú háð allstaðar í land- inu, og hefur jafnvel borist inn í höfuðborgina, San Salvador. FDR/ FMLN hefur virt Genfar samkomulagið og afhent flesta fanga sem teknir hafa verið, en stjórnarherinn hefur umsvifa- laust skotið alla sína fanga. Þá eru viðstöðulaus fjöldamorð á al- mennum borgurum og sýna þau hræðslu stjórnarinnar við fólkið og þau áhrif sem stuðningur þess við byltinguna hefur, því þrátt fyrir efnahagslegan og hernaðar- legan stuðning frá Bandaríkjun- um og fjórum sinnum fleiri her- menn hefur ekki tekist að stöðva framgang skæruliða. Við viljum og trúum því að stórnmálalega lausn sé að finna á málum E1 Salvador og höfum. lýst því yfir að við séum tilbúin að hefja viðræður án skilyrða hvenær sem er, tillög- um okkar um umræðugrundvöll sem eru þær að Bandaríkjastjórn, herforingjastjórnin og FDR/ FMLN ræði saman að viðstöddum alþjóðlegum áheyrnarfulltrúum, og að allar niðurstöður verði born- ar undir í E1 Salvador. Þessu hef- ur verið alfarið hafnað af hægri öfgaflokkum í E1 Salvador og virð- ast þeir aðeins sjá hernaðarlega lausn. Ef ekki verður af viðræðum er næsta skref, til að brjóta á bak aftur frelsishreyfinguna, innrás erlendra herja í E1 Salvador og þá er hafið nýtt Víetnamstríð sem mun ógna heimsfriðnum." David Plum sýnir á Mokkakaffi FYRSTA myndlistarsýning ársins 1983 var opnuð á Mokkakaffi við Skólavörðustíg, 4. janúar. Þar sýn- ir listmálarinn David Plum. Hann er af dönsku og amer- ísku foreldri. David stundaði nám í Bandaríkjunum og við dönsku kunstakademíuna í Kaupmannahöfn, aðalkennari hans þar var prófessor Hjört Nilsen, sem er íslendingum að góðu kunnur. David er kennari við listaka- demíuna í Kaupmannahöfn. Hann kennir þar ljósmynda- tækni og hefur yfirumsjón með öllum verkstæðum og vinnustof- um myndhöggvaraskólans. Prófkjör í Norðurlandskjördæmi eystra: Tökum afstöðu eftir Ámunda Loftsson Vegna prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem fram á að fara nú um helgina langar mig til að koma eftirfarandi á framfæri við þá, sem hugsa sér að taka þátt í um- ræddu prófkjöri. Það hefur verið skoðun mín að sjálfstæðismenn í hinum dreifðari byggðum þyrftu að marka stefnu sína skýrar en nú er, marka sjálfstæða byggðastefnu, ef svo mætti segja. Stefnu sem byggir á sjálfstæðum grunni, en er ekki baggi á öðrum þáttum í efnahags- iífinu. Stefnu, sem sjálfstæðis- menn marka hverjir fyrir sitt kjördæmi eða svæði, en byggir á grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins. Það er ánægjulegt fyrir fólk í Norðurlandskjördæmi eystra með svipaðar skoðanir, að nú eru í kjöri tveir afbragðsmenn, sem hafa yfir mikilli reynslu og þekk- ingu að ráða, sem getur orðið að ómetanlegu gagni fyrir kjördæm- ið, og einnig mikil stoð við mótun stefnumála okkar í framtíðinni. Hér á ég við Júlíus Sólnes, bygg- ingarverkfræðing, sem allir Akur- eyringar, sem af barnsaldri eru komnir ættu að þekkja. Allir sem til þekkja vita að þar fer dugnað- armaður, sem við hljótum að taka vel á móti, þegar hann býður fram krafta sína í þágu flokks og kjör- dæmis. Hinn er Björn Dagbjartsson, matvælaverkfræðingur frá Álfta- gerði í Mývatnssveit, sem hefur yfir meiri reynslu og þekkingu að ráða en flestir aðrir, er varðar vinnslu sjávarfangs og hefur þar af leiðandi glögga innsýn í þá möguleika, sem þar eru til enn frekari nýtingar. Ekki leikur held- ur vafi á að landbúnaðurinn mun njóta góðs af þekkingu hans á Ámundi Loftsson sviði matvælaframleiðslu í ríkum mæli. Ekki læt ég hér staðar numið, að ég minnist ekki á Vigfús Jóns- son á Laxamýri, sem um langan aldur hefur unnið flokknum vel. Ég er þess fullviss, að hér eru á ferðinni menn, sem munu ryðja með okkur brautina fram á við. Þessa menn kýs ég. VORUMARKADURINN ÁRAAÚLAIA VORUMARKADURINN ÁRMÚLAIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.