Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 2

Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 Ekkert samkomulag um frumvarp til lánsfjárlaga og lánsfjáraætlun: Beiðnir ráðuneytanna um 5 milljarða kr. ný lán — Stefnt aö því að halda þeim innan við 10% af þjóðartekjum, sem áætlaðar eru um 45 milljarðar kr. Talsmenn Landssarabands vörubifreiðastjóra afhenda Ragnari Arnalds, fjár- málaráðherra, mótmæli sín í Alþingi í gær. MorgunblaðiA/ól.K.M. Landssamband vörubifreiðastjóra: Reiðubúnir til aðgerða „LANDSSAMBAND vörubifreiðastjóra hefur fengið skeyti frá flestum aðildarfé- lögum sínum, þar sem þessari skattheimtu er harðlega mótmælt. Við erum reiðubúnir til þess að fylgja málinu eftir með einhverjum aðgerðum, ef þörf krefur," sagði Herluf Clausen, formaður Landssambands vörubifreiðastjóra, í samtali við Mbl. í gær. BEIÐNIR ráðherra um nýjar lántök- ur á lánsfjárlögum og áætlun til ráðuneyta sinna nema samtals 5 milljörðum króna samkvæmt heim- ildum Mbl., en áætluð þjóðarfram- leiðsla ársins er um 45 milljarðar króna. Stjórnvöld hafa stefnt að því að halda lántökunum nokkru innan Siglufjörður: Atvinnulífið að Iifna við SigluHrði, 26. febrúar. í DAG er unnið í báðum frystihúsun- um, þormóði ramma og ísafold, og er þetta fyrsti laugardagurinn á þessu ári, sem svo er. Þá kom Stálvíkin inn í morgun með 130 lestir, mest karfa og ufsa, enda var hún að taka út þorsk- veiðibann. Það er því að glaðna yfir atvinnu- lífinu hér eftir nokkra deyfð að und- anförnu og með vaxandi afla lifnar staðurinn á ný. Þá er afli að glæðast hjá netabátum hér fyrir Norðurlandi og á svæðinu frá Húsavík til Eyja- fjarðar hafa þeir verið að fá 14 til 15 lestir í róðri, sem þykir gott hér norðan lands. Fréttaritari. við 10% af þjóðarframleiðslu og er mikill ágreiningur innan stjórnar- liðsins hvar skera á niður. Ragnar Arnalds lýsti því yfir í umræðum á Alþingi fyrir helgi, að frumvarp um lánsfjárlög og -áætlun yrði lagt fyrir í þessari viku. Samkvæmt lögum á að leggja frumvarpið fram um leið og fjárlagafrumvarpið í upphafi þings og er frumvarpið því um hálfu ári á eftir lögboðnum framlagn- ingartíma. Málið var til umfjöllunar í ríkis- stjórn á föstudag og var ekkert samkomulag um málið þar. Átti PÉTUR EINARSSON hefur verið skipaður flugmálastjóri frá 1. marz nk., eins og skýrt hefur verið frá. Auk Péturs sóttu um starfið 10 manns. Þau eru Birgir Þorgilsson, markaðsstjóri Ferðamálaráðs, Erna Hjaltalín, fyrrverandi yfir- flugfreyja, Grétar H. óskarsson, framkvæmdastjóri loftferðaeftir- lits flugmálastjórnar, Gunnar Finnsson, starfsmaður Alþjóða flugmálastofnunarinnar, Gunnar að fjalla um það innan þingflokk- anna um helgina. Stærstu liðir lántökubeiðna eru á sviði orku- mála og er beiðni til verkefna Landsvirkjunar langstærst, eða hálfur annar milljarður króna. Stærstu verkefni Landsvirkjunar eru byggðalínur og Blönduvirkjun. Þá hefur mikill ágreiningur verið um lántökubeiðnir til kísilmálm- verksmiðju og fleiri verkefna sem iðnaðarráðherra hefur farið fram á lánveitingar til. Þess má geta að niðurstöðutölur á lánsfjáráætlun og lánsfjárlögum ársins 1982 voru 2 milljarðar og 250 milljónir króna, en ekki hefur fengizt uppgefið hverjar tölurnar urðu í reynd. Þjóðartekjur ársins 1982 voru um 30 milljarðar kr. Helgason, hæstaréttarlögmaður, Gunnar Sigurðsson, flugvallar- stjóri Reykjavíkurflugvallar, Haukur Hauksson, framkvæmda- stjóri flugöryggisþjónustu flug- málastjórnar, Læifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða, Þorgeir Pálsson, dósent í kerfisfræði við Háskóla íslands og Þorsteinn Þorsteinsson, tæknistjóri Landhelgisgæzlunnar. Herluf mætti við þriðja mann í Alþingi í gær og afhentu þeir Ragn- ari Arnalds, fjármálaráðherra, Steingrími Hermannssyni, sam- gönguráðherra, og fulltrúum sam- göngumálanefndar efri deildar mót- mæli vörubifreiðastjóra við skatt- heimtu ríkisins. í yfirlýsingu Landssambandsins segir m.a.: „Við bendum á í þessu sambandi að 1977 er bundið með lögum frá Al- þingi að þungaskattur skuli fytgja byggingarvísitölu. En hvað skeður? Allt frá árinu 1978 eru samdar reglugerðir í ráðuneytum, sem hækka þungaskatt af vörubifreiðum milli áranna ’78 til '83 um hvorki meira né minna en 1.286% umfram byggingarvísitölu, þrátt fyrir laga- ákvæði frá Alþingi frá 1977. Á þessu sama árabili hefur dekkjakostnaður hækkað nær 633%, olíukostnaður um nær 507%, en á þessu sama tímabili hefur vinnu- taxti vörubifreiða hækkað um 321%. Þessari gegndarlausu skattpín- ingu ríkisvaldsins mótmælum við vörubifreiðastjórar harðlega. Leng- ur munum við ekki sætta okkur við að vera skattlagðir langt umfram aðra þjóðfélagsþegna. Við förum þess á leit að hinn fyrirhugaði nýi skattur verði alls ekki lagður á vörubifreiðar sem menn hafa sitt lífsviðurværi af.“ Umsækjendur voru 11 MORGUNBLAÐIÐ innti flugráðsmenn álits á skipan Péturs Einarssonar í embætti flugmálastjóra, en með því gekk samgönguráðherra þvert á einróma tilmæli flugráðs um skipun Leifs Magnússonar í embættið. Ennfremur innti Mbl. Steingrím Hermannsson eftir ástæðum þess, að hann sniðgekk vilja flugráðs. Fara svör þeirra hér á eftir: Þessi skipan jaðrar við siðleysi — segir Hilmar B. Baldursson, varafor- maður flugráðs „ÞESSI skipan jaðrar við siðleysi að mínu mati,“ sagði Ililmar B. Bald- ursson, varaformaður flugráðs, í samtali við Mbl„ er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun samgöngu- ráðherra að skipa Pétur Einarsson flugmálastjóra gegn samróma til- mælum flugráðs um skipan Leifs Magnússonar í embættið. „Skipan Péturs kemur mér ennfremur mjög á óvart með hliðsjón af samróma afgreiðslu flugráðs á málinu. Það er því augljóslega um stórpólitíska emb- ættisveitingu að ræða. Reyndar held ég að fá dæmi séu til um framkomu af þessu tagi, þegar all- ir aðalmenn og varamenn í flug- ráði skrifa undir stuðning við ann- an umsækjanda," sagði Hilmar B. Baldursson ennfremur. Þá sagði Hilmar ennfremur, að við skoðun umsókna hefði ekki ver- ið neinum blöðum um það að fletta, að Leifur Magnússon hafi verið umsækjenda hæfastur. „Flugráð mun síðan koma saman fljótlega til að ræða málið og lætur þá væntanlega frá sér heyra," sagði Hilmar að síðustu. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra: Erum mjög ánægöir með störf Péturs „ÞAÐ FER ekki á milli mála, að bæði Pétur Einarsson og Leifur Magnússon eru hæfir menn, eins og reyndar margir aðrir umsækjendur, sem flugráð hefði mátt velta fyrir sér. Þá hef ég ekki fengið nema beztu umsagnir um störf Péturs, en hann hefur starfað á þriðja ár sem vara- flugmálastjóri, aðfinnslulaust, og við í samgönguráðuneytinu erum mjög ánægðir með hans störf og ég held að ég geti fullyrt að svo er ennfremur með fjármálaráðuneyti," sagði Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, í samtali við MbL, er hann var inntur eftir ástæðum þess, að hann skipaði Pétur Einarsson flugmálastjóra frá 1. marz nk. þvert ofan í einróma stuðningssamþykkt flugráðs við skipan Leifs Magnús- sonar. „Mér finnst reyndar ekki drengi- legt að ganga fram hjá manni, sem hefur gegnt starfinu aðfinnslu- laust, við erfiðar aðstæður í veik- indum fyrrverandi flugmálastjóra. Þá hafa mér borizt mörg meðmæli með Pétri og stuðningsyfirlýs- ingar, t.d. frá öllum umdæmis- stjórum flugmálastjórnar, frá formanni Félags fíugumferðar- stjóra og mörgum einstaklingum. Reyndar hafa komið margar stuðningsyfirlýsingar með Leifi, þannig að ég tel báða mennina hæfa,“ eins og ég sagði áður. „Það, sem hins vegar vegur þyngst hjá mér, er sú staðreynd að ég hef ekki fengið neinar aðfinnsl- ur við störf Péturs og því finnst mér ekki drengilegt að ganga framhjá honum," sagði Steingrím- ur ennfremur. Var ekki óþarfi að leggja málið fyrir flugráð, með hliðsjón af framgangi málsins? „Mér finnst ákaflega einkennilegt hvernig staðið var að málum í flugráði. Einn ráðsmaður skrifar upp tillög- una fyrir fund ráðsins og lætur síðan hina skrifa undir fyrir fund- inn. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að skoða umsóknirnar og ræða þær á fundinum. Ég er alls ekki ánægður með afgreiðslu af þessu tagi. Málið er reyndar af- greitt fyrirfram, sem er ákaflega einkennilegt," sagði Steingrímur Hermannsson að síðustu. Höfum orðið varir við virðingarleysi ráðherra — segir Ragnar Karlsson „ÞAÐ ER í raun ákveðin lífsreynsla að lenda í því, aó ráðherra telur sig ekki þurfa að fara eftir vilja flugráðs aftur og aftur í mörgum veigamiklum málum. í þessu máli er verið að velja flugmálastjóra, en ekki pólitískan frambjóðanda og ég er því mjög ósáttur við þessa veitingu persónu- lega,“ sagði Ragnar Karlsson, flug- ráðsmaöur, í samtali við Mbl. „Eftir að hafa farið yfir umsókn- irnar fannst mér það liggja ljóst fyrir, að Leifur Magnússon er langhæfasti maðurinn," sagði Ragnar Karlsson ennfremur. Aðspurður um hvort þessi af- greiðsla ráðherra væri einsdæmi sagðist Ragnar ekki vita það. „Þessi afgreiðsla ráðherra er hins vegar alveg í samræmi við af- greiðslur annarra meiriháttar mála, sem komið hafa frá flugráði undanfarið. Við höfum óneitanlega orðið töluvert varir við virðingar- leysi núverandi samgönguráð- herra. Það virðist hreinlega vera þannig, að samgönguráðherra þurfi enga ráðgjöf í þessum mál- um,“ sagði Ragnar Karlsson. Þá kom það fram hjá Ragnari Karlssyni, að það hafi verið stefna samgönguráðherra og reyndar hins nýja flugmálastjóra, að draga sem allra mest úr valdi flugráðs. Ragnar sagði nýlegt frumvarp á Alþingi bera þess glöggt vitni. „Reyndar hafa orðið á því nokkrar breytingar frá upphaflegri mynd, en ef það nær fram að ganga rýrir það óneitanlega vald flugráðs. Ég persónulega get því ekki ályktað öðru vísi en að ráðherra hafi ákaf- lega slæma reynslu af okkur. Spurningin hlýtur því að vera sú, hvers vegna ráðherra var að senda þetta mál til flugráðs. Það hefði verið mun einfaldara að sleppa því í stað þess að vanvirða okkur eins og raun ber vitni." Ákaflega undrandi — segir Jóhannes Snorrason „ÉG ER ákaflega undrandi á að ráð- herra skuli ganga gegn aðalmönnum og öllum varamönnum í flugráði á þennan hátt, en það var einhuga ákvörðun ráðsins að mæla með Leifi Magnússyni, eftir að það hafði farið í gegnum öll þau gögn um umsækj- endurna, sem fyrir lágu,“ sagði Jó- hannes Snorrason, flugstjóri, sem er varafulltrúi í flugráði. „Ég vil helst ekki segja neitt frekar að svo komnu máli, en flugráð hlýtur að koma saman fljótlega og skoða þetta,“ sagði Jó- hannes ennfremur. Of snemmt að segja hvern- ig brugðist verður við — segir Albert Guðmundsson „ÞAD ER ekkert um þetta að segja að svo stöddu annað en það, að það kemur mjög á óvart að ráðherra skuli ganga þvert á vilja flugráðs, sem lýsti eindregið yfir stuðningi við Leif Magnússon, scm það taldi hæfastan umsækjenda og best undir embætt- isstörf flugmálastjóra búin,“ sagði Albert Guðmundsson, alþingismað- ur, sem sæti á í flugráði. Kemur til greina að flugráð segi af sér vegna þessa máls? „Það er alltof snemmt að tala um að flugráð segi af sér, þó að ráðherra misbjóði sínum trúnaðar- mönnum með þessum hætti. Því er ekki að leyna að ráðherra hefur notað það vald, sem hann telur sig hafa, til hins ýtrasta. Hvernig brugðist verður við er of snemmt að segja, en ekki er þetta trausts- yfirlýsing ráðherra á flugráðs- mönnum og flugráðsmenn verða að meta það hver og einn, hvort þeir taka það sem vantraust eða ekki. Framsóknarflokkurinn á sinn trúnaðarfulltrúa í flugráði og ráð- herra hefur gengið framhjá hon- um, eins og okkur hinum með þess- ari ákvörðun sinni. Ég reikna með að flugráð komi saman fljótlega og þá skýrast línur. Það er augljóst að það er ekki öllum gefið að fara með völd,“ sagði Albert Guðmundsson að lokum. Vilhelm Júlíusson: Kemur mjög á óvart „AUÐVITAÐ kemur manni það mjög á óvart að ráðherra skuli skipa í stöðu flugmálastjóra, þvert ofan í vilja flugráðs," sagði Vilhelm Júlíus- son, sem er varamaður í flugráði. Það hafði náðst alger samstaða í ráðinu, bæði aðalmanna og vara- manna, og þó er ráðið pólitískt skipað, en það virðist ekki hafa breytt neinu," sagði Vilhelm enn- fremur. Harma þessa afstöðu rádherra — segir Skúli Alexandersson „ÉG HARMA þessa afstöðu ráð- herra," sagði Skúli Alexandersson, alþingismaður, sem sæti á í flugráði. „Eins og fram kemur í samþykkt flugráðs, þá var alger samstaða í ráð- inu um að mæla með Leifi Magnús- syni í stöðu flugmálastjóra og ég hef litlu við það að bæta.“ Ber að líta á þetta sem vantraust á flugráð og kemur til greina að ráðið segi af sér? „Ekki segi ég það, það liggur í það minnsta ekki í loftinu og stofn- un eins og flugráð verður að taka ýmsum aðgerðum ráðherra án þess að segja af sér, þó ég sé ekki að mæla fyrir munn annarra manna í flugráði en sjálfs mín,“ sagði Skúli Alexandersson. Ólafur Haraldsson: Átti ekki von á þessu „ÉG ER nú bara nýbúinn að frétta þetta, en ég átti svo sannarlega ekki von á þessu, að það yrði ekki farið að tillögu flugráðs, en algjör samstaða var í ráðinu um að mæla með Leifi Magnússyni," sagði Ólafur Har- aldsson, sem sæti á í Bugráði, þegar Morgunblaðið talaði við hann. Morgunblaðið hafði éinnig tal af Guðmundi Guðmundssyni, slökkvi- liðsstjóra á Reykjavíkurflugvelli, sem er varamaður 1 flugráði. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið að svo stöddu.__

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.