Morgunblaðið - 27.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
3
Sönnun þess að
ætlaði aldrei að
— segir Birgir ísl. Gunnarsson um frum-
varp iðnaðarráðherra o.fl. um hækkun
raforkuverðs til ÍSAL
„ÞAÐ ERU ALGJÖR ósannindi og fólsun aó reyna að klína þessum niöur-
stöðum á Verkfræðistofnun Háskóla íslands,“ sagði Birgir Isleifur Gunn-
arsson alþingismaður m.a., er Mbl. spuröi hann álits á yfirlýsingum Þjóðvilj-
ans í gær þar sem fullyrt er m.a., að raforkusamningurinn við ÍSAL borgi
ekki Búrfellsmannvirkin á 45 árum og að forystumenn Sjálfstæðisflokksins
fari með ósannindi þegar þeir hafa haldiö því fram, að tekjurnar af ÍSAL
greiði mannvirkin niður á 19 árum.
Birgir sagði fyrst aðspurður um
hverjar fullyrðingar sjálfstæð-
ismanna væru í þessu sambandi:
„Okkar fullyrðingar um að tekjur
af rafmagnssölunni til ÍSAL
greiði niður kostnað Búrfells-
mannvirkjanna á 19—25 árum eru
byggðar á útreikningum Lands-
virkjunar. í þeim útreikningum er
tekið tillit til þess að Búrfells-
virkjun var byggð á mjög hag-
stæðum tíma og mjög góð lán
fengust til mannvirkjanna. Stuttu
eftir að Búrfellsvirkjun var full-
INNLENT
gerð reið mikil verðbólgualda yfir
heim í kjölfar olíuverðshækkana.
Þessi verðbólga sem áfram hefur
haldið og jafnvel verið vaxandi
hefur hjálpað Landsvirkjun til að
greiða niður lánin þannig að
Landsvirkjun hefur eins og aðrir
sem tóku lán á þessum tíma hagn-
ast á verðbólgunni."
Birgir ísleifur sagði síðan: „í út-
reikningum hefur verið tekið tillit
til þessa verðbólgugróða enda er
hann staðreynd. Nú hefur Hjör-
leifur Guttormsson látið reikna
tekjur af raforkusölu til ÍSAL og
byggir á allt öðrum forsendum,
sem bezt verður lýst á eftirfarandi
hátt: Fyrstu árin dugðu tekjur frá
ÍSAL ekki til að greiða afborganir
og vexti sem til féllu svo og allan
rekstrarkostnað. Þann mismun
sem þannig varð á reiknaði Hjör-
leifur í dollurum og verðtryggir
með bandarískri vísitölu og leggur
síðan að auki 6% raunvexti ofan á.
Þessi aðferð er ekki raunveruleg,
iðnaðarráðherra
semja við ÍSAL
útreikningur byggist á séu frá
ráðuneyti hans komnar. Tölva Há-
skóla íslands hefur því ekki gefið
aðra útkomu en Hjörleifur lét
setja inn í hana. Það eru því
ósannindi og fölsun að reyna að
klína þessum niðurstöðum á Verk-
fræðistofnun Háskólans.
Að auki er rétt að benda á að í
útreikningum iðnaðarráðherra er
ekkert tillit tekið til ástands og
langlífis mannvirkja Búrfells-
virkjunar, þegar búið verður að
greiða niður lánin. Virkjanir end-
ast í áratugi og sem dæmi má
nefna, að Ljósafossvirkjun er 45
ára gömul og enn sem ný. Auðvit-
að verður einnig að líta til þess
þegar meta á hagkvæmni slíkra
mannvirkja og þær tekjur sem
þær gefa af sér.
Hjörleifur Guttormsson hefur
nú lagt fram frumvarp um ein-
hliða hækkun á orkuverði til ís-
lenska álversins. Enginn annar
aðili ríkisstjórnarinnar en Al-
þýðubandalagið fylgir honum að
máli. Æsingaskrif Þjóðviljans nú
og allur málfluíningur Hjörleifs
er endanleg sönnun þess, að Hjör-
leifur hafi aldrei ætlað að ná
samningum í þessu mikilsverða
máli.
Raforkuverðshækkun er okkur
nauðsynleg. Því er það alvarlegt
að einn ráðherra með einn stjórn-
málaflokk að baki skuli nota slíkt
hagsmunamál þjóðarinnar ein-
göngu í flokkspólitískum tilgangi.
Það er greinilegt að þetta mál átti
alltaf að nota í komandi kosn-
ingabaráttu."
Birgir ísleifur Gunnarsson
sagði að lokum: „í greinargerð
með frumvarpinu úir og grúir af
rangfærslum og hálfsannleik, sem
ekki gefst færi á að rekja nánar
hér, en ég mun gera ítarlega grein
fyrir því þegar frumvarpið kemur
til umræðu á Alþingi."
Birgir ísl. Gunnarsson
enda fá dæmi um að fjárfestingar
á íslandi hafi skilað slíkum arði.
Hjörleifur seilist þarna æði langt
til fanga við að reyna að sverta og
rífa niður upphaflegu Búrfells-
samningana.
Annað er mjög athyglisvert í
málflutningi iðnaðarráðherra.
Hann skýlir sér á .bak við Verk-
fræðistofnun Háskóla íslands og
lætur að því liggja að þetta séu
niðurstöður hennar. Verkfræði-
stofnunin tekur þó fram í bréfi
sínu til ráðherrans, að þær upp-
lýsingar (forsendur) sem þeirra
Svartaþoka og snjó-
koma í Mintex-rallinu
SVARTAÞOKA og snjókoma hefur
gert rallköppum okkar í Mintex-
rallinu á Englandi erfitt fyrir. Haf-
steinn Hauksson og Birgir Viðar
Halldórsson voru í gærntorgun í
32. sæti en akstursskilyröi höfðu
verið afleit það sem af var rallinu.
Var skyggni sumstaðar rétt
um 25 metrar vegna þoku, en
henni var að létta undir hádegi í
gær, þegar þriðjungi rallsins var
ólokið. Forystu í Mintex-rallinu
hefur Stig Blomqvist á Audi
Quatro (1.33,47 mín.), annar er
Jimmy McRae á Opel Ascona
(1.35,53) og þriðji Per Eklund á
Toyota Corolla 1600 (1.36,49).
Munið karnivalhátíð Útsýnar á Broadway í kvöld
Páskaferð
til Costa del
Brottför: 30. marz — 12
ENN NOKKUR
SÆTI LAUS
Voriö er yndislegur tími viö
Miöjaröarhafiö þegar ilmurinn
frá gróandanum fyllir loftiö
sætri angan og sólþyrstur
feröamaðurinn skolar af sér
þreytu og drunga vetrarrns.
Austurstraeti 17,
sími 26611,
Kaupvangsstræti 4,
Akureyri,
sími 22911.