Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983
21
Aðalskipulag Mosfellsshrepps:
Áhersla á útivist
Jón R. Guðmundsson við yfirlitsmynd af aðalskipulaginu. Morgunblaðift/Öl.K M
Angelotti að flýja út úr kirkjunni.
Vegna þess lætur Scarpia hand-
taka Cavaradossi, setja hann í
fangelsi og pynta. Þá læðir
Scarpia afbrýðisemi inn hjá Toscu
vegna myndarinnar, sem Cavara-
dossi hafði málað. Tosca kemur
hins vegar upp um Angelotti til að
bjarga Cavaradossi, en honum lík-
ar það ekki. Tosca reynir síðan að
fá Scarpia til að gefa henni og
Cavaradossi frelsi til að fara frá
Róm. Scarpia vill það aðeins vilji
Tosca þýðast hann. Hún þykist
ætla að láta undan, en þegar til
kemur drepur hún Scarpia með
hnífi.
Síðar er Cavaradossi fangi í
miklum turni og er dæmdur til
dauða. Syngur hann þar meðal
annars fræga tenóraríu, Turn-
aríuna. Tosca hefur haft mikið af
dýrgripum frá Scarpia, sem hún
ætlar að nota til að múta aftöku-
sveitinni til þess að bjarga
Cavaradossi. Hún þykist hafa gert
það, en hún er svikin og Cavara-
dossi skotinn. Þá þykir Toscu ekki
lengur ástæða til að lifa og fyrir-
fer sér með því að kasta sér niður
úr turninum. Það má því segja að
Tosca sé mikill harmleikur ástar
og afbrýði.
Eins og áður sagði verður Tosca
fyrst flutt næstkomandi miðviku-
dag klukkan 20.00 og er uppselt á
þá tónleika, en tónleikarnir verða
endurteknir laugardaginn 5. marz
klukkan 14. Laugardaginn 12.
marz verður Tosca svo flutt í nýja
íþróttahúsinu á Akureyri með
sömu flytjendum.
Kristján Jóhannsson og Sieg-
linde Kahman syngja tvö af aðal-
hlutverkunum. Verður það í annað
sinn, sem þau syngja saman í
óperu eftir Puccini, en fyrir um
það bil tveimur árum sungu þau
hlutverk Mimi og Rudolfo í La
Boheme í Þjóðleikhúsinu. Þriðja
aðalhlutverkið, Scarpia, syngur
amerískur baritónsöngvari,
Robert W. Becker, sem hefur þrátt
fyrir ungan aldur sungið yfir 20
stór óperuhlutverk á sviði í
Bandaríkjunum.
Önnur smærri hlutverk eru í
höndum Guðmundar Jónssonar,
Kristins Hallssonar, Más Magnús-
sonar og Elínar Sigurvinsdóttur,
en söngsveitin Fílharmónía fer
með kórhlutverkið. Kórstjóri er
Guðmundur Emilsson, en æfinga-
stjóri Gari Di Pasquasio frá
Bandaríkjunum. Aðalstjórnandi
er Jean-Pierre Jacqúillat.
Kristján Jóhannsson
fyrir mig og því gaman að koma
heim og syngja það, enda finnst
mér ég skuldbundinn til þess.
Héðan fer ég svo til Florens til að
syngja þar í annarri óperu eftir
Puccini. Þá hef ég verið að syngja
hlutverk Pinkertons í Madame
Butterfly í Bretlandi, þannig að
mikið er um ferðalög og af þeim
hef ég gaman. Maður kemur í ný
hús og hittir nýtt fólk.
Mér líst vel á þessa uppfærslu,
mér líður vel hér og ég mun leggja
mig allan fram í hlutverki
Cavaradossi. Geri ég þetta ekki
vel, geri ég ekkert vel," sagði
Kristján.
AÐALSKIPULAG fyrir Mosfells-
hrepp næstu 20 árin var kynnt á
fundi í Hlégarði síðastliðinn föstu-
dag og geta hreppsbúar kynnt sér
það þar næstu vikurnar og gert sínar
athugasemdir við það.
Jón R. Guðmundsson, formaður
skipulagsnefndar Mosfellshrepps,
rakti sögu skipulagsvinnunar og
þróun byggðar í Mosfellshreppi
undanfarna tvo áratugi. Kom
fram hjá honum að undirbúningur
að heildarskipulagi hefði tekið á
sig fasta mynd, eftir að ákvörðun
um að steypa Vesturlandsveg var
tekin 1973, en þá hefði þegar tals-
vert af gögnum varðandi skipulag
legið fyrir. Tveim árum síðar var
flutt tillaga í hreppsnefnd um að
efna til hugmyndasamkeppni að
aðalskipulagi Mosfellshrepps og
mikil umræða fór fram í hrepps-
nefnd og ýmsum sérnefndum um
þessi mál og sérstaka þætti þess.
Fræðslufundir voru einnig haídnir
í ýmsum félögum og almennur
áhugi ríkjandi í hreppnum á
skipulagsmálum. 1978 var haldin
sýning á verkum þeirra sem þátt
tóku í hugmyndasamkeppninni og
viðræður fóru fram við verðlauna-
hafana. Fjárskortur tafði nokkuð
fyrir skipulagsvinnunni, sem og
það að nýir menn að nokkru komu
til starfa eftir hverjar kosningar
og hefði tekið nokkurn tíma fyrir
þá að komast inn í málin sem eðli-
legt væri.
Jón var spurður um hvað ein-
kenndi aðalskipulagið fyrst og
fremst. „Víðátta hreppsins er mik-
il, 230 ferkílómetrar. Þéttbýlið er
fyrst og fremst í vesturhorni hans
og þetta hvort tveggja setur auð-
vitað ríkan svip á skipulagið. Þá
liggja hér margs konar þjónustu-
veitur í gegn, til höfuðborgar-
svæðisins, sem við verðum auðvit-
að að taka fullt tillit til í
aðalskipulagi. Við erum fyrst og
fremst að gera allsherjar landnýt-
ingaráætlun með þessu skipulagi,
þar sem tekið er tillit til atvinnu-
þróunar og annarra þátta. Við
gerum ráð fyrir áframhaldandi
þróun þeirra atvinnugreina sem
þegar eru fyrir hendi í hreppnum
og gert er ráð fyrir að í Mosfells-
dalnum þróist sömu atvinnugrein-
ar og þar hefur þegar verið til
stofnað. I aðalskipulaginu leggjum
við áherslu á möguleika til úti-
veru, teljum að hér búi fólk sem
vill stunda útiveru, og reynum að
örva það sem mest. Hér er stutt
milli fjalls og fjöru og auðvelt um
útiveru, enda gert ráð fyrir sjálf-
stæðu kerfi gang-, reið- og hjól-
reiðastíga," sagði Jón.
Þá kom fram hjá Jóni að í fram-
tíðinni er gert ráð fyrir að Vestur-
landsvegur verði lagður meðfram
sjónum. Hann mun því ekki kljúfa
þorpið í framtíðinni. í skipulaginu
er gert ráð fyrir að íbúum hrepps-
ins fjölgi um helming á skipulags-
tímabilinu, íbúarnir verði þá hálft
sjöunda þúsund, en íbúatalan á
áratugnum 1970—80 þrefaldaðist,
fór úr þúsund manns í rúm þrjú
þúsund.
Aðalskipulag Mosfellshrepps er
unnið af teiknistofunni Þverholti,
Mosfellssveit.
ein fjölbreyttasta og fjörugasta
skemmtun ársins í kvöld.
Útsýnar
1/8
\/i/
í
KARNIVAL á
CCCADWAy
Kl. 19.00 Fordrykkur handa öllum, ilmvötn og blóm handa henni í tilefni dagsins.
Kl. 19.30 Kjötkveðjuveizlan hefst með blönduðum kjötréttum, glóðarsteiktum á sviði Broad-
way, meðan lúðrasveit leikur fjöruga tónlist undir stjórn Birgis Sveinssonar.
Verð aðeins kr. 270.-
Klæðnaður fr jáls
en fólk er hvatt til að mæta í karnivalbúningum (grímubúningum) eða á annan hátt frumlega klætt.
Óvenjuleg tízkusýning
í Karnivalsstíl
Módelsamtökin sýna vor-
og sumartízkuna
frá Quadro.
Hár- snyrti- og dans-
sýning
Hinn óviðjafnanlegi
Ómar
Ragnarsson
skemmtir.
Laugavegi
66, 2. hæð sími 22460.
Glæsileg ferðaverðlaun að verðmæti
kr. 15.000.- verða veitt fyrir
skemmtilegasta karnivalbúninginn að
mati dómnefndar.
Dans:
Hljómsveit Björgvins Halldórssonar og
diskótek Gísli Sveinn Loftsson.
Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson.
Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson.
spi'aoat
teröi-
Fegurðarsamkeppni
Leitin aö ungfrú og
herra Útsýn 1983
heldur áfram og
valin verður Karni-
valdrottning 1983
úr hópi gesta.
Bleiki pardusinn
dans frá steppstúdíó Draumeyjar
Aradóttur.
Danssýning:
Heiðar Ástvaldsson og Auður Haraldsdóttir,,
danskennari fyrrv. Ungfrú Útsýn sýna suður-
ameríska dansa.
Aðgöngumiðar og borðapantanir í Broadway frá kl. 14.00.