Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 PJnrgiii Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Mannréttindi Fyrir viku efndi Rauði kross íslands til mál- þings um mannréttindi og mannúðarlög. Þar voru flutt erindi um grundvallarþætti þessara mála eins og rakið var hér í blaðinu í gær. Þetta framtak Rauða kross- ins er í anda þeirrar mann- úðarstarfsemi sem þessi ágæti félagsskapur stendur fyrir með miklum sóma hér á landi og um heim allan. Eins og þeir sjá sem lesa frásögn Morgunblaðsins af málþinginu skortir ekkert á, að fyrir hendi séu alþjóðalög og reglur sem skylda ríki til að hafa mannréttindi í há- vegum. En sá hængur er á þessum alþjóðasamningum eins og flestum öðrum slík- um, að þar fer lítið fyrir refsiákvæðum. Það er ekki fyrir hendi nein alþjóðleg mannréttindalögregla ef svo mætti að orði komast sem sér til þess að alþjóðasam- þykktir um mannréttindi séu virtar. í því efni eru mannréttindadómstóll og mannréttindanefnd Evrópu undantekningar. Til að snúa brotlegum stjórnarherrum af hinni röngu braut hefur hins vegar gefist vel að virkja almenningsálitið í víðri veröld til styrktar þeim sem rétti hafa verið sviptir eða búa við óbærilega kúg- un. Rauði krossinn er sprott- inn úr þeim jarðvegi að al- menningur láti þessi mál til sín taka og sama má segja um önnur og yngri samtök eins og til dæmis Amnesty International. Brot á mannréttindum geta verið með margvíslegu móti og þótt einræðisríki komi jafnan fyrst upp í hug- ann, þegar um mannréttindi er ritað, er víðar pottur brotinn. í lýðræðisríkjum telst það til dæmis til mannréttinda, að kjósendur hafi jafnan rétt til áhrifa á stjórn eigin mála við val fulltrúa til löggjafarstarfa. Mannréttindi eru brotin á þeim sem er hafnað við veit- ingu opinbers embættis vegna þess að skipunarvaldi er beitt á þann veg að fag- legt mat á hæfni umsækj- enda er haft að engu en ákvörðun tekin frá flokks- pólitískum sjónarhóli ráð- herrans sem embættið veit- ir. Það er ekki lögbrot hér á landi að draga kjósendur í dilka og veita atkvæðum sumra meiri þyngd en ann- arra, þvert á móti er mælt fyrir um þessa skipan í stjórnarskrá lýðveldisins. Það er ekki heldur lögbrot að skipa flokksbróður flugmálastjóra en hafna þeim sem byggir umsókn sína á því einu, að hann er hæfastur til að gegna emb- ættinu. Hvorugt er þó ástæða til að þola mótmæla- og átölulaust. Baráttan fyrir jöfnum atkvæðisrétti fer fram á hinum pólitíska vettvangi og til að útrýma geðþóttaákvörðunum við emSættaveitingar verða kjósendur að sjá til þess að veita þeim verðuga ráðningu sem ganga þvert gegn því sem siðlegt er. En það er hvorki ætlun Rauða kross íslands með mannréttinda- og mannúð- arstarfi sínu að skipta sér af kjördæmamálinu né emb- ættaveitingum, það eru þeir sem standa á mörkum lífs og dauða sem Rauði krossinn tekur undir sinn verndar- væng. Grunnþáttinn í starfi Rauða krossins má best skýra með því að rifja upp, að hreyfingin varð til á grundvelli kröfunnar um það, að ekki væri litið á særða hermenn á vígvelli sem þátttakendur í hildar- leiknum heldur ættu þeir að njóta verndar af mannúðar- ástæðum sem eiga rætur að rekja til siðferðilegra og trú- arlegra hefða. Hlutverk þeirra sem starfa undir slík- um merkjum er enn mikið. Vonandi verður málþing Rauða krossins um mann- réttindamál hvati að enn frekari átökum á þessu sviði hér á landi. Hvatning Alberts D\T ið erum á hættu- V brautum, en þessar hættur eru flestar af mannavöldum. Það er með sameiginlegu afli sjálfstæð- ismanna, sem hægt er að vinna bug á erfiðleikunum. Þar á ég ekki síst við verð- bólguna og síauknar erlend- ar skuldir, sem ég tel að ógni undirstöðu velmegunar hér á landi. Forysta Sjálf- stæðisflokksins er samhent- ur hópur og formaðurinn, Geir Hallgrímsson, sem stjórnar baráttunni á lands- vísu, hefur lýst því yfir, að hann muni berjast til sigurs í sjöunda sæti listans í Reykjavík. Á sama hátt munu aðrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á flokkslistum um allt land berjast fyrir öflugum sigri flokksins, svo að hægt verði að hefja uppbyggingarstarf- ið að kosningum loknum. Ég er sannfærður um að bar- áttuhugurinn mun hrífa fólk til fylgis við flokkinn. Kosn- ingabaráttan er hafin," sagði Albert Guðmundsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Þar kom fram að AlSert mun leiða kosninga- baráttuna í Reykjavík og eins og ummæli hans gefa til kynna er hann bjartsýnn um að með samhentri baráttu takist Sjálfstæðisflokknum að hrífa kjósendur til fylgis við sig. Albert Guðmundsson sagði einnig: „Við stefnum frá orðum til athafna. Með sjálfstæðisstefnuna að vega- nesti mun íslensku þjóðinni vegna vel í framtíðinni. Þessi hugsjón hefur verið kjölfestan. Hún ætti ekki síður að vera kjölfesta á upplausnartímum eins og nú.“ Morgunblaðið hefur fært að því rök undanfarnar vik- ur að á tímum efnahagsöng- þveitis og úrræðaleysis í landsstjórninni sé alls ekki ástæða til að stofna til upp- lausnar í stjórnmálunum. Til að koma í veg fyrir það er aðeins ein leið — að styrkja það stjórnmálaafl sem sameinar innan sinna vébanda bestu krafta þjóð- arinnar, Sjálfstæðisflokk- inn. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | Reykjavíkurbréf ! ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 26. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Arfleifð ríkis- stjórnar og stjórnarfarsleg ábyrgð Árið 1983 kann að verða mikil- vægt, hvað varðar pólitísk áhrif á þjóðlífsþróun níunda áratugarins. Landsmenn ganga til kosninga í aprílmánuði nk. og hugsanlega aftur um mitt árið, eftir breyt- ingar á kjördæmamálum, sem mjög hafa verið í brennidepli und- anfarið. Ekki er að efa að þessar kosningar, hvort heldur verða ein- ar eða tvennar, verða hinar mik- ilvægustu fyrir pólitíska fram- vindu í landinu. Það er einkum tvennt, sem mót- ar afstöðu almennings við kjör- borðið. í fyrsta lagi kveður kjós- andinn upp dóm yfir þeim aðilum, sem bera stjórnarfarslega ábyrgð á framvindu mála í þjóðfélagi og þjóðarbúskap líðandi kjörtímabil, þ.e. fráfarandi ríkisstjórn og stefnuvitum hennar. í annan stað tekur kjósandinn afstöðu til þeirra kosta sem fyrir hendi eru til að ná þeim þjóðfélagslegu markmiðum, er pólitísk sannfær- ing hans stendur til. Víkjum fyrst lítillega að póli- tískri arfleifð, sem landsmenn verða að axla og taka afstöðu til í lok ferils fráfarandi ríkisstjórnar: • V iöskiptahalli og eyðsluskuldir: Á árunum 1981 og 1982 nam við- skiptahallí þjóðarbúsins við út- lönd 5.000 m.kr., á verðlagi síðasta árs. Viðskiptahallinn 1982 nam 11% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrði langra erlendra lána er talinn nema 25% af út- flutningstekjum þjóðarinnar 1983 (var 13% 1978). Ríkisstjórninni hefur ekki tekizt, þegar þetta er rit- að, að ná saman um lánsfjáráætl- un 1983, sem lögum samkvæmt átti að afgreiða með fjárlögum þess árs. Þessi öfugþróun er stærsta efnahagshættan, sem til hefur orðið í aðgerða- og sam- stöðuleysi stjórnaraðila. Fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er raunar í veði. • Langvarandi taprekstur undir- stööuatvinnuvega: { fjárlagafrum- varpi fjármálaráðherra fyrir árið 1983 eru því gerðir skórnir, að skattstofnar fyrirtæja í atvinnu- rekstri hækki verulega minna en skattstofnar einstaklinga „vegna slakrar afkomu atvinnugreina", eins og hann kemst að orði. Hliðstæð staðhæfing var og í fjár- lagafrumvarpi 1982. Og í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1981 segir þessi sami ráðherra: „Afkoma margra fyrirtækja, ekki sízt í sjávarútvegi og útflutningsiðnaði, hefur verið afar slök á þessu ári.“ f þrjú ár þessarar ríkisstjórnar hefur verið búið þannig að at- vinnuvegunum, rekstrarlega, að atvinnusamdráttur blasir við, — í fyrsta skipti hérlendis um langt árabil. Atvinnustarfsemin í land- inu er fjöregg þjóðarinnar, for- senda afkomuöryggis hennar og lífskjara, en núverandi ríkisstjórn hefur haldið henni á horrim, þar sem bezt gegndi. • Hrun í innlendum sparnaði: Inn- lendur sparnaður, sem var 25% af þjóðarframleiðslu fyrir þremur árum, er ríkisstjórnin var mynd- uð, er nú komin níður fyrir 19%, og segir m.a. til sín í vaxandi lánsfjárkreppu. • Fjárfesting og framleiðni í at- vinnuvegum hefur minnkað: Á ár- inu 1982 varð verulegur samdrátt- ur í fjármunamyndun hjá at- vinnuvegunum. Mestur var sam- dráttur í stóriðnaði og stórum virkjunarframkvæmdum. Sá sam- dráttur var 43%. í hitaveitu- framkvæmdum var hann 31%. Framleiðni atvinnuvega hefur og minnkað. • Stórfelldar skattahækkanir: Skattar til ríkisins hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar um 3,1% af þjóðarframleiðslu, sem jafngildir 960 m.kr. á verðlagi fjárlaga 1983, en sú upphæð nem- ur 28 þúsundum króna á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. • Þjóðarframleiðsla staðnar — þjóðartekjur rýrna: Þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur, sem lífs- kjörum ráða, hafa rýrnað. Kaup- máttur taxtakaups rýrnar, að öllu óbreyttu um 7% 1983, ellilífeyris um sama hlutfall og ellilífeyris með tekjutryggingu um 4,5% skv. áætlun Þjóðhagsstofnunar. • Stefnir í nýtt verðbólgumet: Meg- inloforð stjórnarsáttmálans var að ná verðbólgu niður í u.þ.b. 7% ársvöxt (þann sama og er í við- skiptalöndum okkar) þegar 1982. Þrátt fyrir það heit, þrátt fyrir bráðabirgðalög og margfræga „niðurtalningu" stefnir verðbólga frá upphafi til loka árs 1983 í 75% til 80%. Þeir, sem bera stjórnarfarslega (pólitíska) ábyrgð á þessari þróun aliri, leggja „afrakstur" sinn í dóm kjósenda í komandi kosningum. Rádherrar vega hver aftan ad ödrum Segja má að ekkert ákvæði stjórnarsáttmálans frá því í febrúarmánuði 1980 sé eftir ósvik- ið. Og nú leika ráðherrar þann gráa leik, á urðuðum fyrirheitum, að vega hver aftan að öðrum, sam- anber spjótalög Hjörleifs Gutt- ormssonar, iðnaðarráðherra, í bak Gunnars Thoroddsen, forsætis- ráðherra, er hann ber honum á brýn svikasamning við Alusuisse 1975. Sá samningur hafi gefið svissneskum meira í framleiðslu- gjaldi en hann vann fslendingum-í verðhækkun orkunnar. Hjörleifur kvað sig hafa sofið á þessari vitn- eskju lengi, — vegna samstarfsins í ríkisstjórninni (!), en brugðið á ráð uppljóstrunar, er að sér per- sónulega hafi verið vegið, vegna meintrar klaufalegrar málsmeð- ferðar í samskiptum við Alu- suisse. Sem sagt: þegar þjóðar- hagsmunir áttu einir í hlut var tími til að þegja, — en þegar per- sóna iðnaðarráðherra kom við söguna var tímabært að vega aft- an að forsætisráðherra! Þarna er mórallinn í hástigi — eða hvað? Önnur mál. sem sýna samskon- ar starfsheilindi, eru árásir Ragn- ars Arnalds, fjármálaráðherra, og einstakra þingmanna Alþýðu- bandalags á forsætisráðherra í þingræðum, vegna framlagningar á frumvarpi um nýjan vísitölu- grundvöll o.fl., sem þeir tóku þátt í að undirbúa. Guðrún Helgadótt- ir, alþingismaður, gekk svo langt að staðhæfa, að enginn þingmaður með æru gæti lengur studd þessa ríkisstjórn. Hún teldist því ekki Fiskvinnsla stuðningsmaður stjórnarinnar héðan í frá! Með þessum orðum er þingmaðurinn að staðhæfa annað tveggja: 1) Að þingmenn Alþýðu- bandalagsins styðji ekki ríkis- stjórnina, — eða 2) að þeir séu ærulausir. Væri frððlegt að fá viðbrögð þingmanna Alþýðu- bandalags, t.d. þingflokks- formannsins sem sjaldan er orða vant, hvern veg hann túlkar til- vitnaða kveðjuræðu Guðrúnar Helgadóttur, er hún vék úr stuðn- ingsliði stjórnarinnar. Síðan kem- ur félagi flokksformaður, Svavar Gestsson, í sjónvarpsþátt, og teng- ir öll axarsköft stjórnarinnar síð- ustu mánuði við brottför Eggerts Haukdals úr stuðningsliði hennar. Hann hafi skekkt áttavita stjórn- arinnar. Hann þagði hinsvegar um brottför Guðrúnar. Hatröm átök Ólafs Ragnars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.