Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 43

Morgunblaðið - 27.02.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 43 Þröstur Gudbjartsson útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands 1978, en hef- ur síðan leikið hjá Alþýðuleikhúsinu, Breiðholtsleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. I*á hefur hann starfað með áhugahópum víðs vegar um landið sem kennari og leikstjóri. Kristín S. Kristjánsdóttir leikkona. Hún hefur leikið hjá Alþýðuleikhús- inu og í l'jóðleikhúsinu. Kristín vinnur í Iðunnarapóteki, auk þess sem hún kennir í Kvennaskólanum og er sýningarstjóri í Óperunni. heldur samkennd og skilning því hann er að fjalla um eitthvað sem er sammannlegt og hver maður þekkir að einhverju leyti af eigin reynslu. Meðal annars þess vegna finnst okkur Fröken Júlía spennandi við- fangsefni. En einnig af annarri ástæðu: Um þetta leikrit og önnur leikrit Strindbergs hefur verið skrifaður bunki af doktorsritgerð- um; um það hvernig leikritið er og hvernig það á að vera, hvernig á að setja það upp, og svo framvegis. Það er búið að skapa ákveðna goðsögn sem leikhús hafa beygt sig undir. Það er ekki hlutverk listarinnar að fara eftir kenningum. Við þróum verkið eftir okkar hugmyndum, eins og við upplifum það, íslendingar sem erum uppi hér og nú. Hvaða merkingu hefur verkið fyrir okkur — það er spurningin sem við höfum haft að leiðarljósi. Við höfum til dæmis kosið að leggja ekki mikið upp úr stéttaskiptingunni sem kem- ur fram í verkinu. Hún var stórt mál á þeim tíma sem leikritið var skrif- að, en þessi þáttur leikritsins getur ekki virkað eins á nútíma íslending og Svía um aldamótin." Beitum spunanum til að finna okkar túlkun „Við erum ekki að segja það að við treystum okkur til að skrifa bók um hina einu sönnu túlkun á Fröken Júlíu. Alls ekki. Við viljum aðeins leita þeirrar túlkunar sem okkur finnst eiga best við á þeim stað og tíma sem við lifum á. Og til þess notum við spunann; við gerum ólík- legustu tilraunir og þreifum okkur þannig áfram. Við getum tekið upp á því að syngja textann og dansa eða gjörbreyta andrúmsloftinu á svið- inu: gera það hvassara, erótískara, dulrænna, þunglamalegra, eða ein- faldlega hvað sem okkur dettur í hug. Þetta eru tilraunir, og stundum dettum við niður á eitthvað sem okkur líst vel á og finnst að eigi við. Þá festum við það; gerum það að föstum punkti í sýningunni. Við höf- um verið að æfa og hugsa um leikrit- ið meira og minna frá því í haust, en eiginleg leikstjórn byrjaði ekki fyrr en í janúar. Og leikstjórnin var öðr- Ragnheiður Elfa Arnardóttir leik- kona. Hún lauk námi frá Leiklistar- skóla íslands árið 1978. Síðan hefur hún leikið hjá Alþýðuleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akur- eyrar, og auk þess nokkur hlutverk í útvarpi og sjónvarpi. Þá hefur hún kennt hjá leiklistarklúbbum í grunnskólum. Leikstjórinn Kári Halldór. Hann lauk leikaranámi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins vorið 1972, en fór síðan í framhaldsnám í leiklistar- kennslu við Ríkisleiklistarskólann í Stokkhólmi veturinn 1974—1975. Kári hefur starfað að leiklistarmál- um víða á Norðurlöndunum. Hér á landi færði hann síðast upp Þrjár systur hjá Leikfélagi Akureyrar, og Ur aldaannál, hjá Litla leikklúbbn- um á ísafirði, sem sýnt var á Lista- hátíð sl. sumar. Gunnar Rafn Gudmundsson lauk námi frá Leiklistarskóla íslands 1978. Síðan hefur hann leikið í Þjóð- leikhúsinu og hjá Alþýðuleikhúsinu, en einnig í sjónvarpi og útvarpi. Guðjón Pedersen leikari. Ilann lauk námi frá Leiklistarskóla íslands árið 1981 og hefur síðan leikið hjá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar. Þá hefur Guðjón fengist talsvert við kennslu og leikstjórn og fleira. verkið á að vera og skoði og dæmi sýninguna sem sjálfstæðan viðburð. Og vonandi tekst okkur að gera hverja sýningu að sjálfstæðum og einstæðum atburði. Við erum nefni- lega ekki hætt að spinna þótt æfing- um sé lokið. Tilfinningin verður lát- in ráða ferðinni á sýningum líka. Og svo erum við að hugsa um að auglýsa sérstakar spunasýningar. Þá munum við virkilega sleppa fram af okkur beislinu og þá getur „allt gerst"! Áhorfendur geta átt von á því að vera „teknir upp“, þannig að skilin á milli þátttakenda leiksins og áhorf- enda verða að einhverju leyti máð burt. Vonandi tekst þetta, 7—9—13.“ um þræði fólgin í því að safna saman atriðum sem koma fram aftur og aftur. Það er þá kannski einhver túlkun sem leitar svo sterkt á okkur að við endurtökum hana sífellt í leiknum. Þessu tekur leikstjórinn eftir og reynir að hnýta saman í eina samstæða heild. Fröken Júlía er sérstaklega heppi- legt leikrit fyrir þessi vinnubrögð. Sem leikrit er það nefnilega langt frá því að vera fullkomið. Þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu, þvert :i móti. Við eigum við að Strindberg skilji víða eftir opna enda, ekki lausa enda, heldur opna. Þannig gefur hann leikstjóra og leikendum meira svigrúm til sjálfstæðrar sköpunar. Sum verk eru svo „vel“ skrifuð að það er engin leið að hreyfa við þeim. Þau eru lokuð og yfirleitt leiðinleg. Og við skulum líka minnast þess að Strindberg átti sér draum um til- raunaleikhús í anda „Intímu" leik- húsanna á meginlandi Evrópu. Leiksmiðjuvinna okkar Gránufélaga er í anda þessa 95 ára gamla draums Strindbergs: leit að listrænu tján- ingarformi samtíðarinnar." Viljum að áhorfendur mæti fordómalausir á sýningu „Umfram allt viljum við ekki koma inn neinum fordómum hjá fólki um það hvernig það eigi að skilja sýninguna. Við viljum líka gjarnan að fólk mæti á sýninguna án fyrirframskilnings á því hvernig Víðáttubrjálæði í löngunum „Satt best að segja höldum við að við eigum framtíð fyrir okkur. Og löngunum okkar eru engin takmörk sett. Við erum með víðáttubrjálæði í löngunum. Fröken Júlía er aðeins fyrsta sporið, og það er létt stigið niður. I framtíðinni munum við ganga lengra, og vinna þá jafnvel út frá hugmyndum en ekki skrifuðu verki. Þá höfum við talað um að vera með textalausar sýningar og nýta okkur tónlistina í ríkum mæli. Og fleiri hugmyndir eru á kreiki. En það er rétt að taka það fram að það er ekki endilega ætlunin að miða allt við þennan tiltekna hóp Gránufé- laga. Við munum leita eftir sam- starfi við alla mögulega listamenn, áhugaleikhópa hvar sem er á land- inu og jafnvel erlenda leikhópa. Að leiðarljósi munum við hafa þá bjargföstu skoðun okkar að leiklist sé skapandi listgrein sem ekki eigi að binda sig í viðjar staðlaðra hug- mynda.“ Aörir aðstandendur sýningarinnar Þýðandi Fröken Júlíu er Geir Kristjánsson, en leikmyndahönnuð- ur er Jenný Erla Guðmundsdóttir. Lýsing er í höndum Ingvars Björns- sonar. Framkvæmdastjóri hópsins er Ingibjörg Guðmundsdóttir, en að- rir Gránufélagar hafa einnig lagt hönd á plóginn við undirbúning sýn- ingarinnar. GPA Vikuferð fyrir alla fjölskylduna til Hollands, á vegum Samvinnuferða-Landsynar með beinu leiguflugi Arnarflugs. (Foreldrar og öll böm þeirra innan 14 ára aldurs). Innifalið: Gisting í sumarhúsi og bílaleigubíll alla vikuna. Kynnir: Magnús Axelsson. Aðgöngumiðasala við innganginn. Verð: Börn kr. 125,- Innifalið: Bingóspjald og veitingar. Fullorðnir kr. 60,- Innifalið: Bingóspjald. STÓRKOSTLEGT FJÖLSKYLDUBINCÓ! Bama-og fjölskylduskem l>. M.-B Idag Æá •^Dagskrárviö^Mrajiæfi^P í tilefni glæsilegrar Hollandskynningar efnum við ti^ fjölskylduskemmtunar á sunnudaginn og tökum á móti börnum og fullorðnum með bros á vör í Súlnasalnum kl. 15.00-17.00 Cherokee-indíánarnir frábæru verða ógleyman- legir, enda með sérstaka barnadagskrá í tilefni dagsins. > Hollensku dverghúsunum frá Madurodan verður raðað upp. Og börnin spássera um á milli peirra að vild. Húsin eru flutt hingað til lands sérstaklega vegna pessara einu skemmtunar. Töframaðurinn snjalli Nicky Vaughan kætir börn og fullorðna með ótrúlegustu uppátækjum og skemmtilegum sjónhverfingum. Sannarlega vel við hæfi! porour varo svospennturpegarhann frétti af skemmtuninni að hann sagðist mæta strax klukkan tvö og sjá til bess að enginn yrði útundar í fjörinu. p tl j»l 2 Askriftarsiminn cr 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.