Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 47

Morgunblaðið - 27.02.1983, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1983 47 eðlisfræðings, sem les úr skjálfta- blöðum. Hefur sett jarðskjálftana niður á kort, svo sjá má í sjón- hendingu hvar þeir voru flestir á þessum tíma. Páll bendir á mis- munandi lagaða díla á skráningar- blöðunum. Þarna hefur orðið svo- lítið snjóflóð í jöklinum, og þarna brestir í ísnum og á enn öðrum stað reglulegur jarðskjálfti. Það fer ekki á milli mála að töluvert er að gerast þama á og undir Vatna- jökli. — Fyrsta skrefið er að vita hvað er venjulegt þar, segir Þor- björn til skýringar. Ut úr þessu má lesa margt um umhverfið. Þarna eru til dæmis miklir jarðskjálftar, einkum á sérstökum svæðum í Grímsvötnum, í sigboll- unum sem Skaftárhlaup eru talin koma úr og svo í Bárðarbungu. Mikil virkni virðist vera í vestan- verðum jöklinum, allt frá Hamr- inum í Grímsvötnum og að Bárð- arbungu. Á þessum blöðum er hægt að greina auk jarðskjálft- anna bylgjur í ísnum og brot í honum, og snjóflóðin. I kring um jökulinn höfum við að vísu mæl- ingastöðvar, í Svartárkoti í Bárð- ardal, á Hveravöllum, í Skaftár- tungu, Kvískerjum og á Jökuldal, en þarna fáum við góða viðbót á jöklinum sjálfum. Vatnajökull með eld- fjöllum betur vaktaður Þegar komin verður föst rann- sóknastöð á Grímsfjalli og reglu- legar upplýsingar berast frá mæli- tækjum ofan af miðjum jöklinum verður Vatnajökull betur vaktað- ur en hingað til. Eftir að fengin er mynd af venjubundnum hreyfing- um þar, yrðu þau hættulegu eld- fjöll, sem þar leynast og geta gert óskunda, undir betra eftirliti. Þarf ekki annað en nefna Öræfajökul sem tvisvar sinnum hefur gosið síðan land byggðist og valdið ómældu tjóni, árin 1362 og 1727. Kverkfjöllin eru til ails vís og oft hefur gosið í kringum Grímsvötn- in sjálf. Og ekki má gleyma því að Bárðarbunga er eldfjall. Kenning- ar hafa líka komið fram um að Skaftáreldahraunin geti verið komin úr einhverjum katlinum í megineldstöð undir Vatnajökli, gosefnin kraumað þar lengi og kvikan hlaupið til eins og í Kröflu og fengið útrás um Lakagíga. En tíð gos eru þekkt í Grímsvötnum. Burtséð frá eldgosahættu þykja Grímsvötnin einna forvitnilegust til könnunar, en úr þeim koma m.a. hin miklu flóð í Skeiðará. Nú er tiltölulega nýhlaupið vatnið úr þeim. En þá losuðu þau minna vatn en búist hafði verið við og íshellan ofan á þeim stóð hærra á eftir. Þess vegna mun vera styttra í næsta hlaup. Eðlisfræðingarnir benda á að mikils virði væri að fá nákvæma tímaskráningu á hlaup- in og mælingu á hversu hratt vötnin síga og hellan fellur. í slíku hlaupi hefur einu sinni verið horft niður á vötnin frá Grímsvatna- skála á meðan hellan seig, en ef hægt væri að hafa ofan á ísþekj- unni sírita, sem sendi til byggða, væri það ómetanlegt. Áður fyrr voru Skeiðarárhlaupin á 10 ára fresti og þá meiri en nú að undan- förnu, þegar þau hafa komið á 5—6 ára fresti. Og magn þeirra skiptir miklu máli vegna hring- vegarins og brúnna sunnan jökla. E.t.v. hefur þykkt jökulsins þarna úrslitaáhrif. Með kólnandi veðr- áttu gætu hlaupin hæglega orðið færri og stærri aftur. Og gott að geta fylgst með því. En þarna er ekki aðeins um við- varanir að ræða, en engu síður spurning um hagnýtingu á þessu e.t.v. mesta jarðhitasvæði jarðar- innar. Því beinast að spyrja sér- fræðinginn Þorbjörn Sigurgeirs- son hvort hugsanlegt væri að hag- nýta þennan jarðvarma undir Vatnajökli með eitthvað svipuðum hætti og hraunhitann í Vest- mannaeyjum. Enda hefur Þor- björn í bókinni „Eldur í norðri" beinlínis drepið á það. Þar segir hann m.a.: 1 ið skáia Jöklarannsóknafélagsins á Yatnajökli, sem er í 1725 metra hæð yfír sjó. Lciðangursmenn í vorferð félagsins standa við turninn, sem þar var reistur 1981. Sendirinn er í kistunni ofan á honum. Jarðvarminn hagnýttur? „Eftir reynslu þá, sem fékkst af kælingu hrauns með vatni í Heimaeyjargosinu 1973 og síðari reynslu af hraunhitaveitunni í Vestmannaeyjum hefur sú spurn- ing gerst æ áleitnari hvort unnt sé að nota vatn til að hraða kælingu hraunkviku djúpt í jörðu, ekki í þeim tilgangi að hindra eldgos, heldur til að framleiða verðmæta jarðgufu. Ástand Kröflusvæðisins, þar sem skortur er á gufu til raf- orkuvinnslu þótt vitað sé um hraunkviku á 3000 metra dýpi, hlýtur að hvetja til þess að leitað verði svara við þeirri spurningu.“ Og eftir að hafa fjallað um hraun- kælinguna og hagnýtingu hraun- hitans í Eyjum, segir Þorbjörn m.a.: „I Vestmannaeyjum leyfa að- stæður ekki vinnslu háhitagufu, en öðru máli gegnir þar sem hraunbráð er djúpt í jörðu undir miklum þrýstingi. Ætla má að slíkar kvikuþrær séu hér víða á gosstöðvum, enda þótt aðeins ein þeirra hafi verið staðsett með mælingum enn sem komið er. Það er við Kröflu, en þar hafa jarð- skjálftamælingar gefið til kynna hraunkviku 3—7 kílómetra undir yfirborði jarðar og með 8 ferkm útbreiðslu í láréttum fleti. Líklegt er að þessi kvikuhleifur hafi að geyma nokkra tugi kílómetra af bráðnu hrauni og orkuforðinn gæti svarað til 1000 megavatta vinnslu í 1000 ár. Forðabúr þetta virðist vel varið ef dæma má eftir náttúrulegum varmastraumi jarðhitasvæðisins, sem ofan á því liggur. Ætla má að eftir 100 aldir væri þar enn bráðið hraun þó ekkert nýtt bættist við. Sterkar líkur benda þó til þess að ekki séu allir kvikuhleifar svona vel varðir gegn varmatapi, og skal þar fyrst og fremst bent á Gríms- vötn í Vatnajökli. í Grímsvötnum er mesta háhitasvæði landsins, en varmastraumur þess er 5000 megavött. Engar mælingar liggja fyrir, sem sanna tilvist kviku- hleifs undir Grímsvötnum á sama hátt og við Kröflu, en hér er um að ræða mjög virkt eldgosasvæði í sigkatli, og verður því tilgátan um kvikuhleif undir Grímsvötnum að teljast trúverðug. Kvikuhleifur á borð við Kröfluhleifinn mundi hins vegar ekki nægja til að við- halda hinum mikla varmastraumi nema örfáar aldir. En hvað veldur hinum mikla mun á varmaein- angrun kvikuhleifanna í Kröflu og Grímsvötnum? Þar kemur fyrst í hug mismunandi vatnsbúskapur þessara svæða. Kröflusvæðið er þurrt, lítil úrkoma og lítið yfir- borðsvatn, en í Grímsvötnum er enginn skortur á vatni. Grímsvötn hafa líka þá sérstöðu að vatnið í þeim hækkar og lækkar um 100 metra á nokkurra ára fresti. Ætla má að vatnsbotninn sígi niður þegar hátt er í vötnunum og þrýst- ist upp þegar vatnsborðið er lágt. Þessi hreyfing getur haldið opnum sprungum, sem gefa vatni greiðan aðgang að hraunkvikunni." Eftir að hafa fjallað um það hvernig hugsanlega megi vinna orku kvikuhleifa, segir Þorbjörn: „Svara við spurningum sem þess- um má leita í tilraunastofum, þar sem líkt er eftir aðstæðum 3 km í jörðu niðri og mælingar gerðar á grundvallareiginleikum efnanna. Fræðilegir útreikningar og vís- indalegar tilgátur geta hjálpað til að brúa bilið á milli tilraunastof- unnar og raunveruleikans, en end- anlegt svar við því hvort hagnýta megi orku kvikuhleifa, fæst þó varla fyrr en borað hefur verið niður að einhverjum þeirra ... Það virðist tímabært að íslend- ingar taki að íhuga fyrir alvöru hvernig nýta megi orku kviku- hleifa og geri sér ljóst hvernig standa mætti að tilraunafram- kvæmdum í því skyni." Ekki skortir víst jarðhitann í Grímsvötnum og nóg er af vatn- inu. Öruggt er að kvika er þar undir jöklinum og hlaupin mynda sprungur, þegar vatnið sígur og aftur fyllist í það, segja þeir félag- ar. Og það gerir líklegra að tengja megi þessa miklu jarðhitavirkni, að vatnið eigi greiða leið niður. Þetta svæði hefur því glæsilega möguleika til slíkra rannsókna. Það er hægt að nota Grímsvötnin sem varmamæli. Menn vita þegar hve mikið bráðnar þar á hverju ári. Um 80% af bræðslunni er neð- anfrá, hitt kemur af ofanvatni sem rennur í vötnin. Þar eru sér- staklega góðar aðstæður til að mæla, því ekkert af hitanum tap- ast út. Hann fer allur eins og hann leggur sig í að bræða vatn. Og svo er hægt að mæla allt það vatn, sem fer í hlaupunum á 5—6 ára fresti. Þá hlaupa um 2% rúmkíló- metrar úr skálinni undir ísnum. Það er vatnið sem jarðhitinn hef- ur brætt. — Og ef hægt væri að finna hvað opnar og lokar fyrir vatnið, þá væri kannski hægt að tempra rennslið og fá stöðugt vatnsmagn í Skeiðará, bætir Eggert við. Það væri líka gagnlegt. Við veltum fyrir okkur hvort það yrði þá ekki kallað náttúruspjöll. Meö jaröbor á Vatnajökul Þetta eru hin hugsanlegu og miklu áform framtíðarinnar. Nú er fyrst og fremst verið að byrja „af forvitni", eins og þeir þre- menningarnir orða það. Prófa mælitækin og fá meiri, betri og stöðugri upplýsingar þarna ofan að. En það er ekki verið að bíða í áratugi eftir fjárveitingum. Nú sem fyrr ætlar Eggert Briem að koma til hjálpar. Hann hefur fyrir löngu lagt til sjóð, eða innistæðu, sem er í tengslum við Háskólann og sjóðsstjórnin er þessir þrír: Eggert, Þorbjörn og Sveinbjörn. Innistæðuna má leggja í rann- sóknir og úthluta fé eftir þörfum í verkefnin. En styrkir Eggerts eru lengi búnir að vera í gangi, raunar síðan áður en Raunvísindastofnun varð til úr Eðlisfræðistofnun Há- skólans. Þegar spurt hvernig sé veitt úr sjóðnum, kemur í ljós að það er ekki eftir umsóknum. Þorbjörn og Sveinbjörn segja að það fari eftir því hverju Eggert sjálfur hafi áhuga á eða hafi gam- an af, en hann kveðst reiða sig á það sem þeir tveir telji að koma megi að gagni og vanti. Það er sýnilega enginn ágreiningur í þessari stjórn um fjárveitingar. Og þegar ákveðið hafði verið að reyna að koma upp vísi að fastri rannsóknastöð á Grímsfjalli og byrja með því að koma þar upp sjálfvirkum rannsóknatækjum, sem sent gætu til byggða, þá var ákveðið að leggja í það fé. En Egg- ert hefur farið fleiri en eina ferð með Jöklarannsóknafélaginu til mælinga á Vatnajökul, og ekki að efast um áhugann. Úr því að gufuaflið brást til að reka sendinn á Grímsfjalli nægi- lega örugglega, var ákveðið að flytja þangað upp eftir bor og bora eftir öruggri gufu. Jarðboranir ríkisins hafa gefið fyrirheit um bor til verksins. Ber nafnið Létt- feti, því hann er 1300 kg að þyngd og á beltum, svo aka má honum á jökli. Og Jöklarannsóknafélagið hefur lofað að flytja menn og tæki með í árlegum vorleiðangri sínum eins og þeir hafa gert hingað til. Guðmundur Sigurðsson, bormaður tslands, sem lengi hefur stjórnað borunum, ætlar að leggja lið og stjórna boruninni. Verður reynt að bora í klöppina við skálann, en hún er um 11 stiga heit. Ef það gengur ekki þar, þá svolítið fjær skálanum. Vonast menn til að fá þannig nægilega gufu til að koma að gagni við að reka mælitækin og sendinn og jafnframt að hita skál- ann á Grímsfjalli. — Gerum okkur vonir um að skera sprungur í bergið, þar sem gufa er á ferð, segja þeir. Giskum á að bergið sé þurrt þegar komið er niður fyrir 10 metra, en þar fyrir ofan gæti yfirborðsvatns. Á 10—50 metra dýpi megi þá hitta á gufu. Næg verkefni biða ef þetta tekst. Norræna eldfjallastöðin hefur þegar sýnt áhuga á svona reglulegum upplýsingum, m.a. vegna hallamæla. Veðurstofan kynni líka að vilja nýta sér aðstöð- una. En ef tckst að fá þarna gufu, verður hægt að hafa upphitun í gamla skálanum og e.t.v. stærra húsi. Og þá opnast nýir möguleik- ar til rannsóknastarfsemi á staðn- um. Menn gætu þá dvalið á jöklin- um í góðu yfirlæti og haft öruggt samband við byggð frá sínum rannsóknatækjum. Þá er þar kom- in rannsóknastöð til afnota fyrir vísindamenn á miðjum Vatna- jökli, þar sem undir er mesta jarðhitasvæði á íslandi og líklega á jörðinni allri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.