Morgunblaðið - 13.03.1983, Page 3

Morgunblaðið - 13.03.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARZ 1983 3 Færeyingarnir mest innan eigin lögsögu Rætt við Gísla Ólafsson, sem í vetur og fyrravet- ur hefur fylgst með laxveiðum Færeyinga Gert er að laxinum áður en hann er hengdur upp og frystur þannig, svo fiskurinn verði beinn og áferðarfallegur. MEÐAN Gísli Ólafsson, fiskrann- sóknarmaður hjá Hafrannsóknastofn- un, var fyrir nokkru í 11 daga um borð í færeyska laxveiðibátnum Hvítakletti, fundust níu laxamerki. Sex þei'ra voru norsk, tvö skosk og eitt sænskt. Þá fundust fjórir veiði- uggaklipptir laxar þennan tíma, sem Gísli var um borð í skipinu á vegum Veiðimálastofnunar. Nú er verið að kanna hvort í þeim finnist örmerki og þá hugsanlega íslenskt. í fyrra fund- ust níu veiðiuggaklipptir laxar í afla Færeyinga og reyndist irskt örmerki vera í einum þeirra. Fjögur örmerki hafa fundist í Færeyjum í vetur og verið er að kanna hvaðan þau eru. Gísli Ólafsson sagði, að Færey- ingarnir stunduðu laxveiðarnar með flotlínu og lina þeirra á Hvita- kletti hefði verið um 25 sjómilur að lengd. Línan er 2—3 millimetrar í þvermál. Níu faðmar eru á milli króka og flot á milli þeirra. taum- arnir eru fimm metra langir úr girni og beitan er 12—18 cm stór brislingur. Gísli sagði, að í síðustu veiðiferð hefðu mest verið 2.800 önglar á línunni, en þeir voru að veiðum 160—180 sjómílur NNA af Færeyjum. Á síðasta ári fór Gísli einnig með færeyskum laxveiðibáti og frá því þá, sagði hann að veruleg breyting hefði orðið að því leyti, að nú voru tveir rannsóknamenn um borð í veiðiskipinu, Gísli og enskur fiski- fræðingur. Nú voru tekin sýni úr blóði, hreistri, lifur, hrognum og hjarta laxins og verða þau rannsök- uð í Bretlandi. — Það kom mér á óvart hversu margir færeyskir skipstjórar senda inn merki til Fiskrannsóknastofn- unar í Þórshöfn og finnst mér greinilegt, að Færeyingar, eins og aðrir, vilja fá að vita hvaðan laxinn er, sem þeir eru að veiða, sagði Gísli. — Enn hefur ekki verið sann- að hvaðan laxinn er og ég get nefnt sem dæmi, að lax sem veiddist aust- norðaustur af íslandi í fyrravetur reyndist vera kominn frá Bretlandi. I vetur hafa Færeyingar verið að langmestu leyti innan eigin lög- sögu. Danir hafa hins vegar verið á alþjóðiega svæðinu austur af Is- landi. Mér finnst það líka athyglis- vert, að í norskum ám fást á hverju sumri laxar með úthafskróka í kjaftvikunum. Um slíkt hef ég ekki heyrt hér á landi. Það er margt sem komið hefur mér á óvart í þessum veiðiferðum með Færeyingunum. Til dæmis það, að þrjár hrygnur virðast bíta á önglana á móti hverjum einum hæng. Þá er vaxtarhraði laxins í sjónum með ólíkindum. Fiskurinn er yfirleitt um 15 cm langur er hann gengur í sjó, en eftir tvö ár þar er hann orðinn um 75 cm að lengd, sagði Gísli ólafsson. Gísli Ólafsson rannsóknarmaður með vænan lax um borð i færeysku veiðiskipi. ferðir ársins eru vorferðirnar til sólarlanda, þegar s u mar iðerkomiðviðMi ðjarðar hafið, en vorkuldinn ríkir enn í Norður-Evrópu COSTA DEL SOL —TorremolmosB MALLORCA — Palma Nova/Magaluf Brottför 10. apríl — 26 dagar fyrir aöeins kr. 11.000 (La Nogalera) eöa rúmar 400 krónur á dag, sem er varla dýrara en aö lifa hér heima. Torremolinos er staður, sem býður mesta fjölbreytni; frábæra gisti- staði og veitingahús, fjörugt skemmtanalíf, bezta veðurfar álfunnar og góða möguleika á hvers konar heilsurækt og uppbyggingu likama og sálar. Þú kemur endurnærður úr ferð frá Costa del Sol. PORTUGAL — Algarve Brottför 18. maí frá kr. 12.400 (Vila Magna) í 3 vikur. Nýr, glæsilegur áfangastaöur Útsýnarfarþega, sannkölluð sólskins- paradís — Gullströndin í Albufeira — Draumastaöur sóldýrkenda, sem kunna aö njóta lífsins. Brottför 4. maí frá kr. 11.700 (Porto Nova) í þrjár vikur. Eftirsóttur og sívinsæll dvalarstaöur fólks á öllum aldri. Valdir gisti- staðir á bestu baðströndunum. Heimur glaðværðar og gestrisni, frjálsræðis og fjölbreytni. Hin GULLNA STRÖND ÍTALÍU — LIGNANO Sabbiadoro Brottför 31. maí frá kr. 12.900 (Luna) í 3 vikur. Þetta er 10. árið, sem Útsýn býöur ferðir til þessa vinsæla staöar, sem er sannkölluö „sumarparadís" allrar fjölskyldunnar. Frjálslegt, glaðvært andrúmsloft, frábær baðströnd og ferðamöguleikar til fornfrægra borga s.s. Feneyja, Flórens og Rómar, gefa Lignano ómótstæðilegt aödráttarafl fyrir þá sem vilja víkka sjóndeildar- hringinn um leið og þeir sækja sér hvíld og nýjan þrótt í sumarleyf- börn 1 Feróaskrlfstofan OTSÝN Austurstræti 17, Reykjavík, sími 26611. Hafnarstræti 98, Akureyri, sími 22911.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.