Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 5
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 5 Stundin okkar kl. 18.00: Heimsókn til Patreks- fjarðar, Ijóðalest- ur og páskaeggjagerð Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar. Umsjónarmaöur Bryndís Schram. Stjórn upptöku Viö- ar Víkingsson. f Stundinni okkar er farið í (dugginn kl. 20.55: * „Islenskir annálar“, orkídeurækt heimsókn tíl Patreksfjarðar, og þar sjáum við meðal annars dansa frá Kyrrahafseyjum, sem Glynn- ess Duffin hefur kennt börnum á staðnum. Einnig hlýðum við á ljóðalestur úr Þorpinu eftir Jón úr Vör. Barnalúðrasveit flytur tvö lög. Þess utan eru í stundinni teiknimyndasaga úr Einmitt svona-söguflokknum, síðasti þátt- urinn með Söru Klöru; Sara Klara fer að heiman, og fylgst er með þvi, hvernig páskaegg eru búin til. f Stundinni okkar er m.a. fylgst meö því hvernig páskaegg eru búin til. Hér eru egg vegin og metin. og passíu- myndasýning Á dagskrá sjónvarps kl. 20.55 er Glugginn. Þáttur um listir, menning- armál og fleira. Umsjónarmaður Ás- laug Ragnars. Rætt verður við And- ers Hansen um fyrstu bókina í bóka- flokknum „íslenskir annálar", sem er að koma út um þessar mundir og brugðið verður upp nokkrum teikn- ingum Hauks Halldórssonar úr bók- inni. Þá verður fjallað um orkídeu- rækt og talað við Hafstein Hafliða- son garðyrkjumann. Litast verður um á sýningu í anddyri Hallgrím- skirkju á myndum Barböru Árnason við Passíusálmana, og nýstofnaður barnakór Hallgrímskirkju syngur undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Loks verður í „Glugganum“ fjall- að um íslensku ullina og í því sam- bandi talað við Huldu Stefánsdóttur, Huldu Jósefsdóttur, dr. Stefán Aðal- steinsson og Hjört Eiríksson. Sjónvarp kl. 21.40: Ættar- óðalið — breskur framhalds- myndaflokkur Á dagskrá sjónvarps kl. 21.40 er fyrsti þáttur af ellefu í breskum myndaflokki, Ættaróðalið (Brides- head Revisited), frá árinu 1981, sem gerður er eftir samnefndri sögu breska rithöfundarins Evelyn Waugh (1903—66). Leikstjórar eru Charles Sturridge og Michael Lindsey-Hogg, en í aðalhlutverkum Jeremy Irons, Anthony Andrews og I)iana Quick. Auk fjölda annarra kunnra leikara koma fram: Laur- ence Olivier, Claire Bloom, Steph- ane Audran, Mona Washborne, John le Mesurier og John Gielgud. Ættaróðalið hefur farið sigur- för víða um lönd og margir sjón- varpsgagnrýnendur erlendra stór- blaða talið það einn besta sjón- varpsmyndaflokk sem gerður hafi verið fyrr og síðar. Myndaflokkur þessi hlaut fjölda verðlauna í Bretlandi sem besta sjónvarpsefn- ið á sínum tíma og í Bandaríkjun- um var það tilnefnt til ellefu Emmy-verðlauna, sem þar f landi eru veitt fyrir besta sjónvarpsefn- ið. Charles Ryder er málari, sem gegnir herþjónustu í síðari heims- styrjöldinni. Herdeild hans flyst til nýrra bækistöðva, sem reynast vera í Brideshead-kastala og þá rifjast upp margar minningar frá æskuárunum, bæði ljúfar og sár- ar. Ryder nam í Oxford og þar kynntist hann yngra syni lávarð- arins af Brideshead, varð fjölskylduvinur og ástfanginn af yngri dótturinni. Hann lifði í hringiðu vellystinga yfirstéttar- fólksins á millistríðsárunum, en allt sem á sér upphaf á sér einnig endi. Með ákvörðim innan 12 daga getur þu gegigistryggt sumarferðína SL-kjörin haía aldrei notið meiri vinsœlda en í dr og nú bjóðum við öllum viðskiptavinum að velta íerðamöguleikunum fyrir sér yíir pdskana og tryggja sér síðan réttu terðina á SL-kjörum íram til 8. apríl. Þetta sérstaka greiðslufyrirkomulag tryggir farþegunum íast verð sem stendur óhaggað þrátt rí*nl mánudaga ,*íat CtllCL . Tendaflykkis' «3825 fyrir gengislœkkun eða hœkkun á eldsneytisverði. Með því að greiða 1/2 eða allan íerðakostnað er verðið íest 1 sama hlutíalli við gengisskráningu Bandaríkjadollars á innborgunardegi. SL-kjörin gilda í allar íerðir. Ijg" ■ tÆSSL Sumarhús í Danmörku Aukaíerð 28. maí! Það þarf ekki að hafa mörg orð um ágœti dönsku sumarhúsanna, eftirspurnin segir best til um það. Nú er uppselt í ílestar brottfarir sumarsins og við eínum því til 14 daga aukaíerðar 28. maí. -----billI/j 'WTxT öX<ot6-a - y lo u// ' °rcibl{re*9Ust Rútuferðir fyrí irj, Við skipuleggjum rutuferóir vitt og breitt umEvronu Storskemmtdegur ferðamoguleiki þar sem goður hopur sameinast 1 hressilegum ferðaanda og ogleymanlegu rutuœvintYri verð: 3 vikur m/halíu fœði kr. 23.900 Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Verð miðað við flug og gengi 5. januar '83. r f ti Munið aðildarafsláttinn til 1. mai og jafna ferða kostnaðinn til 1. júni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.