Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 21 gæti orðið til ómælds gagns í þess- ari borg sem bæði Gyðingar og Arabar líta á sem sitt helgasta vé. Borgarstjórinn í Jerúsalem, Teddy Kollek, hefur vissulega unnið stór- virki á ferli sínum í þá átt að reyna að bæta samskipti Gyðinga og Araba. Það hefðu fáir sýnt ann- að eins langlundargeð, útsjónar- semi og lipurð. Og við höfum þá trú, að slík menningarmiðstöð myndi verða til mikilla heilla í Jerúsalem. Við lukum úr tebollunum, dóm- arinn og bankastjórinn drifu sig í vinnuna aftur, en þær Houlda og Laura fóru með mér um bygg- ingarnar þrjár og þar var margt fróðlegt að sjá. Listmálarar voru að leggja síðustu hönd á að hengja upp verk sín í einum sal og átti að opna sýningu síðar þennan dag. í tengslum við málverkasýninguna voru svo áform á prjónunum um fyrirlestra og tónleika og ef til vill þjóðdansasýningu. f annarri bygg- ingu var stór íþróttasalur, vel bú- inn tækjum, að því er mér sýndist, þar var stórt skólaeldhús, bóka- safnið sem áður er nefnt og í ein- um sal stóð yfir ljósaæfing vegna leiksýningar sem átti að frumsýna einhvern næstu daga. Við litum inn í eina kennslustofu, þar voru arabískar telpur í handavinnu- kennslu. Laura segir mér að þetta sé eins konar hjálparbekkur, stúlkunum hefur ekki beinlínis gengið vel í bóklegu námi og fá nú leiðsögn í alls konar verklegum greinum til að búa þær undir að velja sér aðra braut. Sumar eiga við önnur vandamál að glíma líka og koma frá heimilum, þar sem erfiðar aðstæður eru. Allar voru Frá Beit Hagefen. þetta kátar og hressar stelpur, sem voru áfjáðar í að sýna okkur það sem þær voru að fást við. Það er af öllu ljóst að Haifa- búar eru stoltir af menningar- miðstöð sinni og þeir eru stoltir af borginni sinni og mega vera það. Lífsmáti þeirra virðist vera ljúfur og alþýðlegur, fólk er vinnusamt, næturlíf er ekki teljandi í borg- inni. Það er mjög athyglisvert að íhuga, að sá eldmóður sem varð til þess að Beit Hagefen var komið á laggirnar fyrir tuttugu árum, hef- ur ekki kulnað. Dugnaður og áhugasemi setur svip sinn á rekst- ur stöðvarinnar. Astandið væri kannski bétra í ísrael ef að slíkum málum væri unnið af jafnmikilli einlægni og í Beit Hagefen í Haifa. Jóhanna Kristjónsdóttir T.f.v. Houlda Gourevitch, Aaron Gafny, fylgdarmaður minn frá utanríkis- ráðuneytinu, Laura Tabarani, ritari stjórnar og starfsmaður Beit Hagefen, Mordecay Schocher, dómari og Sliman Shaheen, bankastjóri. Hjálp er veitt við heimanám. „Lög, ólög og viðurlög“ Fyrirlestur um réttarpósitífisma John Austins FRÆÐAFUNDUR í Félagi áhuga- manna um réttarsögu verður hald- inn mánudaginn 28. mars 1983 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeild- ar Háskólans, og hefst hann kl. 20.30 (stundvíslega). Fundarefni: Mikael M. Karlsson dósent flytur erindi er hann nefn- ir: „Lög, ólög og viðurlög. — Um réttarpósitívisma John Austins". Að loknu framsöguerindi verða al- mennar umræður. Félagsmenn og aðrir áhuga- menn um sögu og heimspeki eru hvattir til að fjölmenna. (Fréttatilkynning) Þreföldun stóriðju þýðir 1200 — 1500 ný störf — sagði Víglundur Þorsteinsson m.a. í ræðu á árs- fundi iðnrekenda „ÞREFÖLDUN núverandi stóriðju- fraraleiðslu á 10—12 árum þýðir 1.200—1.500 ný störf við stóriðju á þeim tíma og nokkur þúsund afleidd störf,“ sagði Víglundur Þorsteins- son, formaður Félags íslenzkra iðn- rekenda, meðal annars í ræðu sinni á ársfundi félagsins á miðvikudag. Víglundur sagði, að jafnframt stækkun stóriðjuveranna þyrfti að hefja undirbúning að orkusölu til nýrrar stóriðju, sem næmi allt að tvöföldun núverandi orkusölu ís- lendinga til ÍSAL. Þá sagði hann meðal annars í ræðu sinni: „Nú dugir ekki lengur að ástunda það aðgerðar- og stefnuleysi, sem ríkt hefur hér á landi mest allan tímann frá 1971. Þegar í stað verður að móta þá efnahagsstefnu, sem telin var nauðsynleg í kjölfar fríverslunar- þátttöku okkar í upphafi áttunda áratugsins, en hefur enn ekki séð dagsins ljós.“ Nafn féll niöur NAFN fermingarbarnsins, Brynju Ingólfsdóttur, Hólagötu 45 í Ytri- Njarðvík, hefur fallið niður í nafnalistanum yfir fermingarbörn í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 10.30 í dag, sunnudag. Karlakórinn Heimir fer í söng- ferð til suðvesturlandsins Bæ, Höfd&strönd, 24. marz. KARLAKÓRINN Heimir í Skaga- firði ætlar að fara í söngferð til suð- vcsturlandsins í páskavikunni. Áætl- að er að syngja í Borgarnesi, þriðju- daginn 29. mars kl. 9. í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 30. marz kl. 9. í Gamla Bíói, fimmtudaginn 31. mars kl. 4 og 9 og í Félagsbíói, Keflavík, Föstudaginn 1. aprfl kl. 9. Söngmenn í kórnum eru 50 tals- ins, söngstjóri er Jiri Hlavacek, tékkneskur tónlistarmaður sem starfar nú annað árið við Tónlist- arskóla Skagafjarðarsýslu. Hann var áður stjórnandi við þjóðar- óperuna í Prag. Undirleikari með kórnum er kona söngstjórans, Stanislava Hlavacekova, en hún starfaði áður sem kennari við tónlistarháskóla í Prag. Á söngskrá eru lög eftir innlend og erlend tónskáld og má nefna meðal annars, Pílagrímakórinn úr óp. Tannháser eftir Wagner, Veiðimannakór úr óp. Töfraskytt- urnar eftir Weber, Hermannakór úr II Trovatore eftir Verdi, Þýtur í skógum úr Finlandia eftir Sibeli- us, Sögur úr Vínarskógi eftir Strauss, íslands hrafnistumenn eftir Inga T. Lárusson. Ekki er ólíklegt að tónlistarunn- endum þykir forvitnilegt að sjá og heyra kórinn í höndum þessa ágæta tónlistarfólks. Fréttaritari. Karlakórinn Heimir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.